Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991. 39 Skák O vænt úrslit á heimsbikarmóti Flugleiða: Ljubo vann Karpov - og leikurinn æsist - hálfur vinningur skilur Karpov og næstu menn Þeir sem héldu að Karpov myndi hlaupa burt með sigurlaunin á heimsbikarmóti Flugleiða verða nú að skoða hug sinn betur því að í 8. umferð, sem tefld var í gær, beið hann ósigur fyrir Júgóslavanum sókndjarfa, Ljubomir Ljubojevic. Þrátt fyrir tapið er Karpov enn efstur en Ljubojevic og Ivantsjúk koma fast á hæla hans með hálfum vinningi minna. Hætt er við að ein úrslita- skáka mótsins verði tefld í dag er Ivantsjúk teílir við Karpov og hefur hvítt. Umferðin í gær var með daufara móti. Mestu munaði að Jóhann Hjartarson, sem fram að þessu hefur séð áhorfendum fyrir mestri skemmtaninni, var algjörlega heill- um horfinn gegn Eistlendingnum Ehlvest. Þótt Jóhann hefði hvítt rat- Skák Jón L. Arnason aði hann snemma í ógöngur og er mannstap var yfirvofandi eftir 28 leiki fannst honum nóg komið. Hann fór þar að ráðum áhorfanda nokkurs í skákskýringasalnum sem sá hvað verða vildi og hvatti Jóhann til að gefast upp og safna kröftum fyrir komandi átök. Slógu Andersson við Khalifman hóf taflið með miklum látum gegn Gulko, fórnaði peði óg náði sóknarstöðu. Gulko tók hraust- lega á móti og um tíma leit út fyrir að sókn Khalifmans væri runnin út í sandinn. En hann fann leið til að halda taflinu gangandi, uppskipti fylgdu í kjölfarið og er tímahrak var yfirvofandi sömdu þeir um jafntefli. Chandler og Timman tóku upp á því að þráleika í flókinni stöðu í franskri vörn. Speelman og Nikolic gerðu einnig jafntefli, eftir spennandi skák þar sem Nikolic virtist lengst- um hafa undirtökin. Jafntefh gerðu einnig Portisch og Speelman sem slógu Andersson hinum sænska viö með því að skipta upp á drottningum strax í 5. leik. Skák Beljavskís og Ivantsjúks virt- ist ætla að verða flókin og skemmti- leg eftir óvenjulegan leik Ivantsjúks í Sámisch-afbrigði kóngsindverskrar varnar. Hann leysti vandamál sín skemmtilega nokkrum leikjum síðar, með því að fórna peði og létta á stöð- unni með uppskiptum. í endatafli hafði hann nægileg gagnfæri og eftir að „mislitir biskupar" voru einir eft- ir á borðinu, blasti jafnteflið við. Skák Salovs við Andersson fór í bið og ekki ber á öðru en að Salov eigi vinningsstöðu. Það er vel af sér vikið af hans hálfu, því að fljótlega var komin endataflsstaða á borðinu, sem er sérgrein Anderssons. Salov hefur átt erfitt uppdráttar á mótinu til þessa og kominn tími til að fara að laga stöðuna en Andersson virðist ekkert nýtt hafa fram að færa. Vinnur Ivantsjúk aftur? Eftir átta umferðir hefur Karpov hlotið 6 vinninga, Ivantsjúk og Ljubojevic hafa 5,5 v., Nikolic kemur næstur með 5 v. og síðan Seirawan með 4,5 v. Ehlvest, Chandler og Kha- lifman hafa 4 v., Beljavskí, Portisch og Speelman 3,5. v., Salov og Anders- son 3 v. og innbyrðis biðskák, Tim- man hefur 3 v. og Jóhann og Gulko reka lestina með 2,5 v. Biðskákum Ljubojevic og Beljavskí, og Timmans og Ehlvest lauk með jafntefli án þess þær yrðu tefldar áfram. Eins og fyrr segir tefla Ivantsjúk og Karpov saman í dag og verður fróðlegt aö sjá hvort Ivantsjúk tekst að endurtaka leikinn frá Linares er hann lagði Karpov að velli. Nú þarf hann sannarlega á því að halda í. baráttunni um efsta sætið. Karpov og Ivantsjúk eru tveir stigahæstu menn mótsins og þeir einu sem hafa yfir 2700 stig. í dag hefur Ljubojevic einnig hvítt á Khalifman, Nikolic á Portisch, Ehlvest á Chandler, Seirawan á Salov, Timman á Speelman, Anders- son á Beljavskí og Gulko stýrir hvítu mönnunum gegn Jóhanni Hjartar- syni. - Hvítt: Anatoly Karpov - Svart: Ljubomir Ljubojevic Nimzo-indversk vörn 1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Bb7 8. f3 Þennan leik kynnti Garrí Kasparov skákheiminum er hann tefldi við Jóhann Hjartarson í Borgarleikhús- inu fyrir þremur árum. Nú er þetta ein vinsælasta leið hvíts gegn Nimzo-indversku vörninni. Traust- asti leikmátinn nú er 8. - h6 9. Bh4 d5 en Ljubojevic vill meira líf í taflið. 8. - c5 9. e3 Óvenjulegt. Eftir 9. dxc5 bxc5 10. e3 hefur hvítur náð góðum árangri í nýlegum skákum. 9. - cxd4 10. Dxd4 Rc6 11. Dd6 Re4 12. Bxd8 Rxd6 13. Bh4 Karpov vonast til að ná undirtök- um í endataflinu með aðstoð bisk- upaparsins. Sú yrði raunin ef svartur tefldi varfæmislega í næstu leikjum en Ljubovic er varla trúandi til þess. 13. - Ba6 14. b3 RfÖ 15. Bf2 Ra5 16. Hbl Fjölmiðlar Snúðnum varð stórmál Málfar og mállýska plötusnúða á útvarpsstöövunum er ekki lengur aðalmálið. Nú er málið meö snúð- ana að þeim verður rosalega mál. Ég ætla að tuða og gera mál út af þessu. Síðastliðinn sunnudag, um hálf- fimmleytið, þurfti ég Grafarvogsbú- inn að skjótast suður í Kópavog. Eins og gengur með skallapoppara s tillti ég á einhverj a léttmetisstöð- ina. Ég vildi lieyra eitthvað gamalt oggott - og helst íslenskt. Útvarpsstöðin Stjaman varð fyrir valinu. Ljúfir tónar runnu í gegn. En þá kom stóra stundin, mál mál- anna þennan dag. Skyndilega segir plötusnúöurinn: „Ég er alveg aö pissa á mig, hééééérna, hlustið á þettalag." Svo mörg voru þau orð. Þaö var snarlega skipt yfir á aðra stöð. Eftir stendur að útvarpsstöðvaraar þurfa aö vanda val sitt betur á plötusnúð- um. Taka þarf fram við þá að tala sem allra allra minnst en spila þeim mun meira af lögum. Litlu útvarps- stöðvarnar mega alls ekki verða neinar málstofur. Og hvað þá að plötusnúðar veröi meö málflutn- ingsmenn. Ég er nokk viss aö yfirmenn sunnudagssnúðsins hafa gefið hon- um gult spjald fyrir málflutninginn á sunnudaginn. Þetta var jafnvel spuming ura rautt spjald; að hann notaði ferðina og færi beint í sturtu. Nú kann einhver stjörnufræðing- urinn aðsegjaað þetta sé raus í mér. Tilþríf snúðsins sýni bara að starfsmenn útvarpsstöðvanna séu mannlegir. Viöþá vil égsegjaað þeim skjátlast. Og þaö er mannlegt. Lokatillaga min til sunnudags- snúða er hins vegar að benda þeim á gamalt ílát sem nefnt hefur veriö næturgagn. Það er allt í lagi aö nota það líka á daginn - eftir aö mönnum verðurmál. Jón G. Hauksson 25. - Hg5+ 26. Bg3 Rfi 27. Kf2 Rxh6 28. Rd4 Rg4 + 29. Ke2 Rf6 30. Kf3 Rc6 I A 1- '1 1* % 1 1 I & A í s s ABCDEFGH Ein úrslitaskáka heimsbikarmóts Flugleiða verður tefld í dag er „krón- prinsinn" Vassily Ivantsjúk mætir Anatoly Karpov. Ivantsjúk hefur hálf- um vinningi minna en Karpov og gæti tekið forystuna á mótinu meö sigri. DV-mynd E.J. d5 17. cxd5 Bxfl 18. Kxfl exd5 19. g4 Síðustu leiki lék Karpov án mikiO- ar yfirlegu, enda þvingaðir. E.t.v. hefur hann talið hvítan eiga betra tafl og þá haft í huga áætlun eins og Re2-d4, Ke2 og Hhdl er menn hans eru komnir á góða reiti. En hann fær engan frið. 19. - Re7 20. Re2 Hac8 21. Hb2 f5! 22. Kg2 Dálitið einkennilegur leikur, því að eftir uppskiptin á g4 rifnar peðastaða hvíts í sundur og svartur nær fyUi- lega að jafna taflið. Til greina kom 22. g5. 22. - fxg4 23. fxg4 h5!? 24. gxh5 Hf5 25. h6 Peðsfórn Ljubo í 23. leik er aldrei nema tímabundin en Karpov kýs að skila peðinu strax aftur. Hér var búist við 25. Rg3 en eftir 25. - He5 og möguleikar opnast á - Hc3 eða - Rf5, á svartur gott tafl. 31. Re6? Eftir uppskipti á c6 og síðan 32. Hdl er ekki að sjá að mikið sé að hvítu stöðunni. Karpov leggur nú út í æv- intýri, sem eru byggö á einhvers kon- ar misskilningi. 31. - Hf5+ 32. Kg2 He8 33. Rd4 Riddarinn snýr aftur en nú era skilyrðin langtum hagstæðari svört- um. 33. - Rxd4 34. exd4 He3 35. Hel Hd3! 36. He5 Karpov á nú lakari stöðu en jafnte- flismöguleikar eru þokkalegir. Þessi leikur er nákvæmari en 36. He7 strax, sem svara má með 36. - Hxd4 37. Hxa7 Rg4! og svartur er farinn að spinna mátnet. 36. - Hfí3 37. He7 a5 38. b4 Rh5 39. bxa5?! Meiri von er fólgin í 39. Be5, sem svartur svarar líklega best með 39. - a4 og eftir að fellur á a3 verður a-peð hans hættulegt. 39. - Rxg3 40. hxg3 Auðvitað ekki 40. axb6 Rf5 41. b7 Rh4+ 42. Kgl Hdl og mát. 40. - Hxg3+ 41. Kh2 bxa5 42. Hd7? Það er ólíkt Karpov að tefla svþna illa. Eftir 42. He5 er enn ekki öll nótt úti, þó svo að 42. - Hh3+ 43. Kg2 Hdg3+ 44. Kfl Hhl+ 45. KÍ2 Hxa3 45. Kg2 Haal 46. Hxd5 a4 sé ekki bein- línis gæfulegt. 42. - Hg5! 43. Hg2 Eftir 43. Hb5 Hxd4 með máthótun á h4 vinnur svartur auðveldlega en textaleikurinn breytir engu.QL 43. - Hxg2 44. Kxg2 Hxd4 45. Kf3 Hd3+ 46. Ke2 Hxa3 47. Hxd5 Kh7 48. Kf2 Kh6 49. Hc5 g5 50. Kg2 Kh5 51. Hd5 Kh4 Og Karpov gafst upp. MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900 EFST A BAUGI: ISLl-NSKA ALFRÆÐI ORDABOKIN brlds bridds, bridge: fjögurra manna spil þar sem spilarar spila tveir og tveir saman og nota venjulegan 52 spila pakka. Spilað er í trompi eða grandi. Samspilarar nota sagnir til að. velja tromplit (eða grand) og ákveða hve marga slagi þeir ætla að taka umfram sex (t.d. fjóra spaða). b. þróaðist úr vist upp úr 1880 og var að mestu fullmótað um 1930. Fyrsta bridsfélag á ísl., Bridgefélag Siglufjarðar, var stofnað 1938. Bridgesamband íslands var stofnað 1948. Fyrsta íslandsmót (sveitakeppni) í b var haldið 1949. Vedur Austan- og noróaustanátt, viða stormur eða rok norðan- og norðvestantil en mun hægari suöaustant- il á landinu. Rigning verður um allt land, mest norð- austanlands. Siðdegis og í kvöld veróur vindur norð- lægur eða jafnvel norðvestlægur. Áfram verður stormur viða á norðan- og vestanverðu landinu og aftur hvessir suðaustantil. Slydda eða snjókoma verð- ur þá um landið norðanvert, él suðvestanlands en á Suðausturlandi léttirtil. Hiti verður á bilinu 4-10 stig i dag, hlýjast suðaustanlands en kólnar i kvöld og nótt. Kl. 06 í morgun: rigning 5 Akureyri Egilsstaðir úrkoma 8 Keflavikurflugvöllur rigning 4 Kirkjubæjarklaustur rigning 8 Raufarhöfn rigning 4 Reykjavik rigning 5 Vestmannaeyjar súld 6 Bergen rigning 7 Helsinki léttskýjað 5 Kaupmannahöfn léttskýjað 6 Ósló skýjaö 0 Stokkhólmur léttskýjað 3 Þórshöfn skúr 10 Amsterdam þokumóða 12 Barcelona heiðskírt 13 Berlín léttskýjað 8 Chicago alskýjað 15 Feneyjar heiðskírt 12 Frankfurt lágþoka 5 Glasgow léttskýjað 11 Hamborg skýjað 8 London skýjað 15 LosAngeles heiöskírt 21 Lúxemborg þoka 5 Madrid heiðskírt 7 Malaga þokumóða 16 Mallorca léttskýjað 13 Montreal skúr 17 New York alskýjað 19 Nuuk hálfskýjað -2 Orlando léttskýjað 24 Paris lágþokubl. 7 Róm heiðskírt 15 Valencia mistur 14 Vin léttskýjað 10 Winnipeg skýjað 6 Gengið Gengisskráning nr. 188.-3. okt. 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 59,020 59,180 59,280 Pund 103,489 103,769 103,900 Kan. dollar 52,205 52,346 52,361 Dönsk kr. 9,2111 9,2361 9,2459 . Norskkr. 9,0814 9,1060 9,1172 Sænsk kr. 9,7489 9,7754 9,7749 Fi. mark 14,5927 14,6322 14,6678 Fra. franki 10,4270 10,4553 10,4675 Belg. franki 1,7242 1,7289 1,7312 Sviss. franki 40,6320 40,7421 40,9392 Holl. gyllini 31,5236 31,6090 31,6506 Þýskt mark 35,5296 35,6259 35,6732 it. líra 0,04750 0,04763 0,04767 Aust. sch. 5,0498 5,0635 5,0686 Port. escudo 0,4133 0,4144 0,4121 Spá. peseti 0,5609 0,5624 0,5633 Jap. yen 0,45100 0,45222 0.44682 Írskt pund 95,007 95,265 95,319 SDR 80,9412 81.1606 81,0873 ECU 72,7569 72,9541 72,9766 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 2. október seldust alls 45,052 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,422 47,65 31,00 69,00 Gellur 0,076 257,94 210,00 295,00 Grálúða 3,229 95,00 95,00 95,00 Karfi 2,794 42,08 20,00 50,00 Keila 0,636 50,93 42,00 58,00 Kinnar 0,039 50,00 50,00 50,00 Langa 2,772 83,55 74,00 84,00 Lúða 0,470 313,14 290,00 340,00 Lýsa 1,346 64,90 60,00 68,00 Bland 0,010 80,00 80,00 80,00 Skarkoli 0,180 79,60 75,00 106,00 Sólkoli 0,036 35,00 35,00 35,00 Steinbítur 2,175 81,31 68,00 84,00 Þorskur, sl. 6,714 98,57 91,00 105,00 Þorskur, smár 0,068 75,00 75,00 75,00 Þorskur, ósl. 1,545 82,57 77,00 93,00 Ufsi 3,163 64,39 46,00 67,00 Ufsi, ósl. 0,035 37,00 37,00 37,00 Undirmál. 1,282 74,70 65,00 80,00 Ýsa,sl. 12,812 116,04 63,00 125,00 Ýsa, ósl. 5,248 99,77 90,00 108,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 2. október seldust alls 23,401 tonn. Þorskur 16,296 114,15 95,00 123,00 Þorskur, ósl. 0,017 90,00 90,00 90,00 Smáþorskur 0,832 81,34 71,00 82,00 Ýsa 3,275 126,46 108.0C 132,00 Ýsa, ósl. 0,169 98,00 98,00 98,00 Steinbítur 0,484 80,00 80,00 80,00 Steinbítur, ósl. 0,019 80,00 80,00 80,00 Ufsi 0,056 40,00 40,00 40,00 Lýsa 0,053 30,00 30,00 30,00 Lýsa, ósl. 0,057 20,00 15,00 30,00 Langa 0,643 79,00 79,00 79,00 Langa, ósl. 0,138 73,00 73,00 73,00 Lúða 0,267 250,06 220,00 370,00 Karfi 0,521 40,19 26,00 41,00 Keila 0,472 46,00 46,00 46,00 Keila, ósl. 0,045 39,00 39,00 39,00 Koli 0,037 53,05 35,00 62,00 Blandað 0,021 40,67 34,00 44,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 2. október seldust alls 46,589 tonn. Þorskur 12,959 100,76 87,00 114,00 Ýsa 4,502 108,23 82,00 119,00 Skata 0,033 133,79 127,00 141,00 Lúða 0,623 413,33 260,00 505,00 Langa 1,090 68,27 61,00 78,00 Blálanga 0,104 79,00 79.00 79,00 Steinbítur 0,116 97,00 97,00 97,00 Lýsa 0,234 74,00 74,00 74,00 Ufsi 22,384 65,95 35,00 70,00 Skötuselur 0,061 333,52 275,00 650,00 Keila 1,023 41,92 20,00 47,00 Karfi 1,274 40,62 37,00 52,00 Hnísa 0,046 104,00 104,00 104,00 Blandaö 1,094 62,06 55,00 67,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.