Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1991, Blaðsíða 13
FIMMTt'DÁGim 3. 0cRtÖBÉR' Í99l'.'í'
13
I
Áaðleggjaá
auðlindaskatt?
„Auðlindaskattur er auðvitað ekkert annað en rentuskattur..
í þeirri umræðu, sem átt hefur
sér stað hér á landi um flskveiði-
stjórnun, hefur mikið farið fyrir
því sjónarmiði að nauðsynlegt sé
aö innheimtur veröi auðlindaskatt-
ur af fiskveiðunum svo fullkomin
hagkvæmni megi komast á í þeirri
grein. Formælendur þessa sjón-
armiðs hafa haft sig svo mikið í
frammi í að afla skoðun sinni fylg-
is að halda mætti að aðrar skoðan-
ir á málinu væru útilokaðar. Þaö
er þó öðru nær.
Kostir skattsins?
Formælendur auðlindaskattsins
hafa bent á það í skrifum sínum
að núverandi fiskveiðistjórnun,
kvótakerfið, sé skref í rétta átt.
Kerfið byggi réttilega á því að tak-
marka heildaraíla alls fiskveiðiflot-
ans, en þaö sem mikilvægara er aö
það takmarkar einnig heildarafla
hvers fiskveiðiskips. Síðarnefnda
takmörkunin er hornsteinninn að
hagkvæmu skipulagi fiskveiði-
mála, þó með þeirri viðbót að fullt
framsal sé leyfilegt á aflakvótum á
milli skipa. Gallinn viö þetta kerfi
er þó sá, að mati sömu aðila, að
ekki hefur veriö innheimtur sér-
stakur auðlindskattur af handhöf-
um kvótanna. Þar sem slíkt hefur
ekki verið gert er að þeirra mati
ekki að furða að kerfiö hafi ekki
náð því markmiði sínu aö minnka
flotann niður í kjörstærð. Ef aöeins
þessi skattur heföi verið innheimt-
ur og þá jafnvel á þann hátt aö rík-
isvaldið seldi kvótana á uppboði,
þá væri hagkvæmnin meiri. Ekki
nóg með að skatturinn myndi út-
rýma sóun úr fiskveiðunum, held-
Kjallariim
Dr. Birgir Þór Runólfsson
lektor i hagfræði
ur myndi þessi nýja tekjulind ríkis-
ins geta orðið til þess að virðis-
aukaskattur yrði lækkaöur eða
tekjuskattur jafnvel afnuminn. Það
verður nú að segjast að ýmislegt
er nú athugavert viö þessa rök-
semdafærslu.
Fáeinar athugasemdir
í fyrsta lagi er nú ekki alveg rétt
farið með staðreyndir. Á árunum
1984-1990 urðu breytingar til batn-
aðar sem rekja má beint til kvóta-
kerfisins. Fjölgun skipa hefur
stöðvast og sóknarkostnaður
minnkaö, eins og prófessor Ragnar
Árnason hefur bent á.
í öðru lagi er núverandi kvóta-
kerfi ekki sama kerfið og var við
lýði til síðustu áramóta. Tvær meg-
inbreytingar hafa þar verið gerðar.
Annars vegar hefur sóknarmark
veriö afnumið og hins vegar er
framsal kvóta frjálsara en áður.
Báðar þessar breytingar munu
hraða mjög hagkvæmni í fiskveið-
um, bæði meö minnkandi flota og
í enn minni sóknarkostnaði.
í þriðja lagi er það rétt að til að
auka hagkvæmnina í veiðunum er
nauösynlegt að verð myndist á fisk-
inum í sjónum. Slíkt hefur gerst
með því að skilgreina aflatakmark-
anir skipanna, kvótahafar hafa nú
möguleg verðmæti undir höndum.
Það er hins vegar rangt að einhver
nauðsyn sé á því aö kvótahafar
greiði þetta verð, andvirði kvót-
anna, til einhvers þriöja aðila, eins
og ríkisins. Aðalatriðið er að kvóta-
hafar hafa nú tiltekin réttindi til
veiða á ákveðnum tonnaíjölda af
fiski, réttindi sem þeir geta selt eða
nýtt hvort heldur þeir telja arðbær-
ara.
í ijórða lagi, eins og vikið var að
hér að ofan, þá hefur þróun í átt
til aukinnar hagkvæmni þegar átt
sér stað, en skatturinn myndi ein-
ungis tefja þar fyrir. Skiptir þá eigi
máli hvort hann væri innheimtur
af veltu eða á uppboði.
í fimmta lagi er það nú frekar
barnaleg trú að halda að ríkisvald-
iö myndi sleppa hendinni af öðrum
tekjumöguleikum þó nýr bættist í
hópinn. Það hefur sýnt sig jafnt
hérlendis sem erlendis að slíkt
heyrir til undantekninga, í besta
falli. Sagan er þar okkar besti
kennari, þó önnur fræði leggi nú
sitt af mörkum líka. Hér á landi var
á sínum tíma tekinn upp söluskatt-
ur svo lækka mætti tekjuskatta, en
báðir eru þessir skattar nú hærri
en til stóð. Á öðrum tímum hafa
hér verið tekin upp tímabundin
gjöld, bæði af innflutningi og ann-
arri þjónustu, en sjaldnast hafa þau
þó afnumin veriö. Þá hafa gjöld
verið lögð á til eyrnamerktra verk-
efna, eins og bensíngjald til vega-
gerðar, eignaskattsauki til bygg-
ingar þjóðarbókhlöðu, gjald til
framkvæmdasjóðs aldraðra, en á
endanum hafa þau öll runnið í rík-
ishítina. Nýjasta dæmið er síðan
það að stjórnvöld hafa á þessu ári
og ætla sér á því næsta að nýta sér
fé, sem renna á til þjóðkirkjunnar,
í eyðslu ríkisins.
í sjötta lagi er rétt að spyrja að
ef auðlindaskattur er svona hag-
kvæmur, hvers vegna er hann ekki
þá lagður á allar auðlindir? Af
hverju er ekki lagður auðlinda-
skattur á orkuveitur? Af hverju
fiæmum við ekki bændur af jörð-
um sínum á nokkurra ára millibili,
svo ríkið megi bjóða upp afnota-
réttinn af jöröunum? Og því skyld-
um við stoppa þar? Auðlindaskatt-
ur er auðvitað ekkert annað en
rentuskattur og það er víst mál að
renta myndast víða í hagkerfinu.
Væri því ekki samkvæmninnar
vegna best að leggja slíkan rentu-
skatt á alla rentumyndun?
Á seinni hluta nítjándu aldar
kom maður að nafni Henry George
fram með ekki ósvipaða hugmynd
um auðlindaskatt á allar jaröeign-
ir. Hagfræðingar sýndu þá strax
fram á rökleysuna í hugmyndum
hans og því heföi margur ætlað að
slík endurtekning væri óþörf nú
rúmum hundrað árum síðar.
Birgir Þór Runólfsson
G
„Aðalatriðiö er að kvótahafar hafa nú
tiltekin réttindi til veiða á ákveðnum
tonnafjölda af fiski, réttindi sem þeir
geta selt eða nýtt hvort heldur þeir telja
arðbærara.“
Hollusta
„Það er ekki nauðsynlegt að sprikla eða yfirkeyra sig á æfingum þó
það sé gagnlegt."
Holusta getur miðast viö að lifa
lífinu í jafnvægi. Hún þarf ekki
endilega aö tákna að maður þurfi
að rembast í einhverri heilsurækt.
Hún getur falist í að viðhalda jafn-
vægi frá morgni til kvölds, gera
allt sem þarf að gera, vera í tengsl-
um við lífið og tilveruna eins og
það er. Hollusta í vinnu er alveg
eins að afkasta vel, eins og að hvíla
sig vel á milli, til að sinna heil-
brigöi sínu.
Hollusta getur einnig táknað
holla hugsun. Ef við verðum leið,
döpur eða reið er hægt að einbeita
sér að því að eyða þeim hugsunum
upp og ná inn á jafnvægi á nýjan
leik. Þetta gerðu stóistarnir á sín-
um tíma. Þú hlýtur að kannast viö
orðið „stóísk ró“. Þetta sama var í
gfidi hjá kínversku lífsspekingun-
um og er enn hjá jógum í dag.
Það er ekki nauðsynlegt að
sprikla eða yfirkeyra sig á æfingum
þó það sé gagnlegt. Hollusta getur
einnig verið ókeypis. Hér eru
dæmi: við finnum að það er þungt
loft inni. Ráð: opna gluggann og
anda að sér fersku, íslensku lofti,
hreinu og tæru norrænu lofti sem
er laust við mengun spúandi iðnað-
arhéraða Evrópu, Ameríku, svo við
tölum ekki um Sovét. Ókeypis -
meðan enn er ekkert aukaálver.
Annað dæmi: við erum þyrst.
Líkamann vantar vökva. Ráð: láta
kranavatnið renna í nokkur
augnablik og fá okkur síðan sopa
af vænu íslensku bergvatni, bless-
uðu af Guðmundi góða forðum
daga. Ómengað, ferskt grunnvatn
- laust við mengun erlendra stór-
þjóða sem létu gróðasjónarmiðin
fara með sig... en bíðum við...
ætti ég að segja „þar til“ .. .að...
KjaHariim
Rafn Geirdal
skólastjóri
við höfum verið svo sniðug að setja
upp álver... og endanlega fara með
allt saman.
Álver er einhver bjánalegasta
hugmynd sem þjóðin getur látið sér
detta í hug. Við erum að stefna í
voða 1100 ára hreinni og fagurri
fasteign fyrir gróðasjónarmið er-
lendra auðfyrirtækja. Með því að
opna fyrir nýju álveri kunnum við
að vera að opna fyrir enn fleiri og
að lokum er eyjan óbyggileg. Ég
myndi ekki vilja móðga forfeður
okkar með slíku.
Velferðargildi
Meta á hollustu sem æðstu lífs-
gæði. Vellíðan einstaklinga. Þroska
þeirra. Menntun. Sköpunargleði.
Þetta er ekki metið til fjár. Þetta
er metið með innri nemum okkar,
þúsundum tauganema, sem segja
okkur á nákvæmari hátt hvernig
okkur líður heldur en nokkur hag-
fræðiútreikningur í Seðlabankan-
um. Bættur hagvöxtur skapar ekki
nauðsynlega bætta velferð. Bætt
vellíöan þjóðarinnar gerir það ör-
ugglega! Ef við legðum sama fé í
fjárfestingu á hollustu, fræðslu til
almennings, heilsurækt og umönn-
un og við erum að sóa í væntanlegt-
álver þá kæmist þjóðin á helmingi
hærra velmegunarstig en hún er
nú á. Mokum eldri peningagildum
út, veitum nýjum sjónarmiðum
hollustu inn! Þetta er leiðin fyrir
íslenska þjóð!
Stjórnmálastraumar
Fyrir alþingiskosningar auglýsti
Framsókn mikið fegurð íslenskra
sveita, hina óspilltu íslensku nátt-
úru. Eftir alþingiskosningar lagði
Hjörleifur Guttormsson svo ríka
áherslu á að hér kæmi ekki inn
álver að það lá við að fyrri ríkis-
stjórn vægi salt aðeins á þessu eina
máli. Sjónarmiö heilsu og hrein-
leika eiga enn upp á pallborðið
þrátt fyrir nýgerða álsamninga. Þið
skuluð ekki efast um hvorum meg-
in ég er við borðið! Má ég minna á
að hér var norræn umhverfisráð-
stefna í sumar þar sem veitt voru
verðlaun til íslenskrar þjóðar sem
fremst norrænna þjóða í umhverf-
isvernd. Ætlum við nú að spilla
þessu með asnaskap þeirra sem
halda að allt gangi út á peninga?
Ég segi álverin út í hafsauga í von
um að ísland fái að véra hreint um
aldur og ævi.
Siðfáguð þjóð
í vor kom upp umræða á breska
þinginu um hvort telja ætti íslend-
inga til siðmenhtaðra þjóða eða
barbara, út frá því hvort við ætluð-
um að slátra hval eða láta eins og
menn. Ég ber upp sömu spurningu
gagnvart þeim herrum sem ætla
að eyöileggja menningu upplýstrar
söguþjóðar með þriðja flokks
þungaiðnaði. Ég segi: Nei, takk.
Siðfágun fæst með andlegri rækt,
sem iðkuð er í ró og næði, inni fyr-
ir luktum dyrum eða úti í óspilltri
náttúrunni. Erlendar stórþjóðir
sækja nú í sveitasæluna; eru orðn-
ar þreyttar á stórborgarys og spú-
andi iðnverum. Leyfum þeim að
sækja hingað. Myndum hollustuleg
samskipti við þá einstaklinga sem
sjá fegurðina i náttúrunni og svo
ég noti orð hagfræðinga: „fjárfest-
ingu“ sem guð sá um að skapa og
hefur verið hér í árþúsundir. Eitt-
hvaö sem við fæðumst í „ókeypis“
og „rekur sig sjálft“. Ekki aðeins
það, þegar við plöntum tré, „ávaxt-
ar það sig sjálft“ og hefur engan
áhuga á að græöa. Nema þá að
græða landið.
Vörum okkur á spúandi álverum
áður en það er orðið of seint. Snú-
um rásinni við og verndum það
sem þegar er til staðar. Það er leið-
in til velmegunar. Ég þakka.
Rafn Geirdal
„Álver er einhver bjánalegasta hug-
mynd sem þjóðin getur látið sér detta
1 hug. Við erum að stefna í voða 1100
ára hreinni og fagurri fasteign fyrir
gróðasjónarmið... “