Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 21. ORTÓBER 1991.
37
Sviðsljós
DOW CORNING ■ SILIKON
Einkaumboó á íslandi
Lækjargötu 6b, sími 15960
122 Reykjavík - Fax 28250
1) Monterings Teknik Komittee
2) Rannsóknarstofnun byggingariónaóarins
KISILL HF
MANUDAGSTILBOÐ
ALLA MÁNUDAGA
Djúpivogur:
Bömín skemmtu afa og ömmu
Hafdís Erla Bogadóttir, DV, Djúpavogi:
Það var glatt á hjalla í kafllstofu
Búlandstinds hf. hér á Djúpavogi á
laugardag, 12. október. Þá var opið
hús hjá eldri borgurum og voru
kræsingar á borðum sem kvenfélags-
konur bökuðu og ýms skemmtiatriði
sem skólabörn sáu um.
Það var félagsmálanefnd Djúpa-
vogs sem bauð til þessa samsætis til
að kanna áhuga fólks á stofnun fél-
ags eldri borgara hér á staðnum. Sig-
urður Hjaltason og Gísli Arason frá
Félagi eldri borgara á Höfn mættu
og kynntu starfsemi síns félags.
Áhugi var hjá fólki á stofnun félags
hér og var ákveðið að hittast aftur
og láta reyna á hve margir vildu ger-
ast félagar og gera áætlanir meö
framhaldið.
Kórónur bresku konungsfjölskyldunnar eru nú til sýnis í Kringlunni en þó
ekki ekta. DV-myndir: BG
Mest selt í heimi
Mest selt á Islandi
30 ára reynsla hérlendis
OPIÐ ALLA DAGA KL. 12-23
GRENSÁSVIDEO
. . . . er best
GRENSÁSVEGI 24, SÍMI 686635, VIÐ HLIÐINA Á LANDSBANKANUM
Skólabörnin skemmtu öfum og ömmum, langömmum og langöfum.
DV-mynd Hafdís
Breskir dagar
í Kringlunni
„Það er efnt til þessara daga í sam-
vinnu við breska iðnaðar- og versl-
unarráðuneytið og breska sendiráðið
á íslandi en hugmyndin kviknaöi við
komu Elísabetar Bretadrottningar til
íslands," sagði Einar I. Halldórsson,
framkvæmdastjóri Kringlunnar, í
samtali við DV um bresku dagana
sem nú eru að heíjast í Kringlunni.
„Við höfum haft svona uppákomur
áður, vorum einu sinni með ítalska
daga og svo með ameríska daga í
vor, en hingað til hafa þessar kynn-
ingar vakið mikla athygh og það er
enginn vafi á því að viðskiptavinirn-
ir kunna að meta svona tilbreyt-
ingu,“ sagði Einar.
Einar sagöi að þær verslanir í
Kringlunni sem væru með breskar
vörur til sölu komi til með að halda
þeim frammi og vera með tilboð og
kynningar á þeim.
„Síðan er ýmislegt sem er sameig-
inlegt, eins og skreytingar á húsinu,
skemmtikraftar, sýningar og annað
slíkt. Það verður eitthvað um aö vera
daglega alla vikuna og reynt veröur
að skapa breska götustemningu í
Kringlunni, með skemmtikröftum,
skreytingum og sýningum."
Gestir Kringlunnar fengu að njóta
ýmissa uppákoma, þ.á m. tískusýn-
ingar.
Alfie Howard, breskur götukallari,
afhenti Markúsi Erni Antonssyni
borgarstjóra bréf frá kollega hans í
Bretlandi.
ÁHRIFARÍK
ÁHRIFARÍK