Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 38
50 MÁ'NUDÁGUR 2l. OKTÓBER 199 Fólk í fréttum Jón Baldursson Jón Baldursson er í landsliöi íslands í bridge sem vann heimsmeistaratit- ilinn nú fyrir skemmstu. Starfsferill Jón er fæddist 23.12.1954 í Reykja- vík, lauk gagnfræðaprófi frá Lang- holtsskóla 1971 og námi í prentiðn 1976. Hann var prentari hjá Hilmi hf. 1976-83, framkvæmdastjóri Bridge- sambands íslands 1983-84 og hefur verið skrifstofumaður hjá Flugleiö- um frá 1.9.1984. Hann var formaður Bridsfélagsins Ásanna 1977-78, sat í stjórn Bridge- félags Reykjavíkur 1978-82 og Bridgesambands íslands 1982-88. Hann var íslandsmeistari í tví- menningskeppni í bridge 1981-84 og íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge 1982, ’85, ’86 og 1988. Hann var bikarmeistari í bridge 1983, ’86 og 1987, var í landsliöinu í bridge fyrst 1975 og síðan 1982-1984 og 1985-1988. Jón var í íjóröa til fimmta sæti í Evrópumótinu í sveitakeppni í bridge 1987 og var í sveitinni sem vann Norðurlandameistaratitilinn í bridge 1988. Hann þjálfaði unglinga- landsliðið í bridge 1982 og 1989. Jón var í bridgesveit Flugleiða sem vann Evrópumeistaratitil ílugfélaga (ASCA) 1987 og 1988. Fjölskylda Jón kvæntist 27.8.1983 Elínu Guönýju Bjarnadóttur, f. 3.1.1956, aðstoðarstúlku hjá tannlækni. For- eldrar Elínar eru Bjarni Kristjáns- son, verkamaður á Þingeyri, og kona hans, Mary Karlsdóttir. Dóttir Elinar er: Ragnheiður, f. 13.8.1974. Synir Jóns og Elínar eru Jón Bjarni, f. 8.8.1985, og Magni Rafn, f. 1.5.1987. Systkini Jóns eru Hafliði, f. 29.10. 1944, skipstjóri í Reykjavík, sambýl- iskona hans er Guðlaug Sigmars- dóttir; Brynja, f. 24.121946, ritari í Reykjavík, gift Guömundi Jónssyni framkvæmdastjóra; Guðmundur Ólafur,T. 19.9.1949, framkvæmda- stjóri í Reykjavík, kvæntur Helgu Stefánsdóttur; Halldóra, f. 22.12. 1952, kennari á Reyðarflrði, gift Hilmari Sigurjónssyni kennara; Baldur, f. 2.1.1957, d. 21.12.1979. Foreldrar Jóns eru: Baldur Guð- mundsson, f. 14.5.1911, d. 14.8.1989, útgerðarmaður í Reykjavík, og kona hans, Magnea Guðrún Rafn Jóns- dóttir, f. 3.3.1923, d. 8.6.1981. Ætt Baldur var sonur Guðmundar, útvegsb. á Vatnseyri í Patreksfirði, Þórðarsonar. Móöir Baldurs var Anna, systir Láru, ömmu Láru Val- gerðar, lögfræðings ASÍ, og Halldórs Júlíussonar, forstöðumanns á Sól- heimum, Anna var dóttir Helga, b. á Öskubrekku í Barðastrandar- sýslu, Arasonar og konu hans, Þur- íðar Kristjánsdóttur. Magnea var dóttir Jóns, útgerðar- manns á Suðureyri í Tálknaflrði, Guðmundssonar og konu hans, Halldóru Kristjánsdóttir, útgerðar- manns á Sellátrum, Arngrímssonar, prests á Brjánslæk, Bjamasonar. Móðir Arngríms var Guðrún Sig- urðardóttir, klausturhaldara á Kirkjubæjarklaustri, Ólafssonar, sýslumanns í Haga, Árnasonar, bróður Guðrúnar, konu Ólafs Jóns- sonar, lögsagnara á Eyri, ættmóður Eyrarættarinnar, langömmu Jóns forseta. Móðir Sigurðar var Guðrún Hj altadóttir, prófasts og málara í Vatnsfirði, Þorsteinssonar. Móðir Halldóru var Þórey Eiríksdóttir, b. á Miöjanesi, Sveinssonar og konu hans, Ingibjargar, systur Sigríðar, langömmu Svanhildar, móður Ólafs Ragnars Grímssonar. Ingibjörg var Aðalsteinn Jörgensen Aðalsteinn Jörgensen er í landsliði íslands í bridge sem hreppti heims- meistaratitilinn í bridge nú fyrir skemmstu. Starfsferill Aðalsteinn fæddist 18.11.1959 á Skagaströnd og ólst þar upp til níu ára aldurs en fluttist þá til Hafnar- íjaröar. Hann lauk stúdentsprófi í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1979, var verkamaður í Álverinu í Straumsvík 1979-1985 og hefur rekið Söluturn og Vídeóleigu Suðurlands á Selfossi frá 1985. Aðalsteinn sat í stjórn Bridgefé- lags Hafnarfjarðar 1980-84 og í stjórn Bridgesambandsins 1982-85. Hann var íslandsmeistari í sveita- keppni í bridge 1985, ’86 og ’88 og íslandsmeistari í tvímennings- keppni í bridge 1989. Hann var Reykjanesmeistari í sveitakeppni í bridge 1982 og Reykjavíkurmeistari í sveitakeppni 1985-1986 og 1988- 1989. Aðalsteinn var bikarmeistari í bridge 1988 og vann sveitakeppni í bridge á Bridgehátíð 1990. Fjölskylda Sambýliskona Aðalsteins er Guð- laug Jónsdóttir, f. 30.3.1957, skrif- stofumaður. Foreldrar Guðlaugar voru Jón Þórðarson, trésmiður í Reykjavík, og kona hans, Laufey Stefánsdóttir húsmóðir. Systir Aðalsteins samfeðra er Vinnie Jörgensen, sjúkraliði í Dan- mörku’. Foreldrar Aðalsteins eru Peter Jörgensen, b. Aulehöjegaard í Helle- stedhaarlev á Sjálandi ogÁslaug Hafsteinsdóttir, ráðskona í Lækjar- skóla í Hafnarfirði. Ætt Systkini Áslaugar eru: Jónínna Þórey, húsmóðir á Skagaströnd, gift Ólafi Guðlaugssyni, verkamanni á Skagaströnd: Ragnheiður Birna, húsmóðir á Skagaströnd, gift Jósef Stefánssyni, fyrrv. útgerðarmanni á Skagaströnd: Pálína Margrét, hús- móðir í Reykjavík, gift Þórði Kristj- ánssyni, verslunarmanni í Reykja- vik: Ingibjörg Fríða, gift Karh Berndsen vélsmiði á Skagaströnd: Guðný Aðalbjörg, stöðvarstjóri á Skagaströnd, gift Herði Ragnarsýni vörubílstjóra: Ólína Gyða, húsmóð- ir á Akureyri, starfar á barnaheim- ili á Akureyri, gift Lúðvík Jónssyni öryggisverði. Áslaug er dóttir Hafsteins, kaup- manns og rithöfundar í Reykholti á Skagaströnd, Sigurbjarnarsonar og konu hans Laufeyjar Jónsdóttur. Hafsteinn var sonur Sigurbjarnar, b. á Signýjarstöðum í V-Línakradal, og konu hans, Ragnheiður Stefáns- dóttur. Laufey var dóttir Jóns, báts- formanns á Brúarlandi á Skaga- strönd, Bjarnasonar, b. á Höfðahól- um á Skaga. Móðir Laufeyjar var Ólína ljósmóðir Sigurðardóttir, b. á Lækjarbakka á Skagaströnd, Ólafs- sonar. Móðir Ólínu var Steinunn Ólafsdóttir, vinnumanns á Kolla- fjarðarnesi, Eyjólfssonar. Móðir Steinunnar var Katrín, systir Jóns, íoður Björns prófasts í Miklabæ, afa prestanna Björns Jónssonar á Akranesi, Jóns Bjarmans, sjúkra- húsprests á Landspítalanum, Ragn- ars Fjalars Lárussonar í Reykjavík og Stefáns Lárussonar á Odda. Katr- ín var dóttir Magnúsar, b. á Gests- stöðum í Tungusveit í Strandasýslu, Jón Baldursson. dóttir Friðriks, prófasts á Stað á Reykjanesi, Jónssonar og konu hans, Valgerðar Pálsdóttur, prests á Stað, Hjálmarssonar. Móðir Páls var Filippía Pálsdóttir, systir Bjarna landlæknis. Móðir Valgerðar var Ingibjörg, systir Páls, langafa Jón- asar, afa Guðlaugs Tryggva Karls- sonar hagfræðings. Ingibjörg var dóttir Bjarna, prests á Mel, Péturs- sonar og konu hans, Steinunnar Pálsdóttur, systur Filippíu. Aöalsteinn Jörgensen. Illugasonar, b. í Gröf, Illugasonar, b. á Kolbeinsá, Hallssonar. Móðir Illuga á Kolbeinsá var Hólmfríður Teitsdóttir, prests í Bitru-þingum, Einarssonar, prófasts á Staö í Stein- grímsfirði, Sigurðssonar, prófasts á Breiðabólstað í Fijótshlíð, Einars- sonar, prófasts og skálds í Heydöl- um, Sigurðssonar. Afmæli Til hamingju með afmælið 21. október 95 ára Ingibjörg Björnsdóttir, Ægisgötu 6, Akureyri. 90 ára Ólafia Hólfdónardóttir, Furulundi9c, Akureyri. 80 ára Hulda Jakobsdóttir, Marbakkabraut38, Kópavogi. 75 ára Friðrik Sigtryggsson, Kríuhólum 2, Reykjavik. 70 ára Sigrún Jörgensen, Sverristúni 2, Neskaupstað. 60 ára Jón Sölvi Stefónsson, Kambhóli, Dalvík. Gestur Guðmundsson, Melabraut 7, Blönduósi. Sigríður Friðbertsdóttir, Hraunsvegi 19, Njarðvík. Guðrún Haraldsdóttir, Þrúðvangi9,Hellu. Brandur Fróði Einarsson, Vesturgötu 148, Akranesi. Halldór Birgir Olgeirsson, Skúlagötu 40, Reykjavík. 50 ára Anna Maren Leósdóttir, Böggvisbraut 15, Dalvík. 40 ára Helga Hókonardóttir, Unufelli 48, Reykjavik. Guðmundur Skúlason, Staðarbakka 1, Skriðuhreppi. Elinóra Margrét Sigurðardóttir, Reykjafold 20, Reykjavík. Sigurður Bjarni Hjartarson, Miöstræti 14, Bolungarvík. Magnús Axelsson, Vesturási 19, Reykjavík. Sigrún Rafnsdóttir, Melteigi 6, Akranesi. FlókiKristinsson, Hlíðarhjalla 48, Kópavogi. HLUTAFÉLAG TIL SÖLU Til sölu er hlutafélag með yfirfæranlegt tap. Þeir sem áhuga hafa leggi inn nafn og simanúmer á auglýsingadeild DV, merkt „Hlutafélag", fyrir 25. okt. nk. Endurski í SigurðurBjami Hjartarson Sigurður Bjarni Hjartarson skip- stóri, Miðstræti 14, Bolungarvík, er fertugur í dag. Starfsferill Sigurður er fæddur á ísafirði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla ísafjarðar 1969 og stundaði nám í Stýrimanna- skólanum í Vestmannaeyjum og Reykjavík 1970-72. Sigurður hefur að mestu stundað sjómennsku og störf tengd sjónum. Hann byrjaði 16 ára gamall með föð- ur sínum á handfærum á Einari ÍS 457 og síðan á stærri skipum. Mest sem stýrimaður og skipstjóri á rækjubátum. Sigurður hóf sína eig- in útgerð 1977 pg hefur gert út á rækjuveiöar í ísaijarðardjúpi og þorskanet. Sigurður hefur setið í nefndum fyrir Sjálfstæðisílokkinn í Bolung- arvík. Bæði í hafnarnefnd og at- vinnumálanefnd og ennfremur starfað að málum Landssambands smábátaeigenda. Fjölskylda Sigurður kvæntist 17.3.1973 Krist- ínu H. Karvelsdóttur, f. 21.11.1953, en foreldrar hennar eru Karvel Pálmason, fyrrv. alþingismaður, og Sigurður Bjarni Hjartarson. Martha K. Sveinbjörnsdóttir. Sigurður og Kristín eiga tvö börn. Þau eru Sólveig, f. 17.5.1972, nemi, sambýlismaður Bjarni Pétursson nemi; Benedikt, f. 23.3.1975, nemi. Systkini Sigurðar: Hjördís, kenn- ari á ísafirði; Gísli, kennari og blaðamaður á ísafirði; Viðar, læknir í Reykjavík; Hilmar, pípulagning- arm. í Garðabæ; ína, látin. Foreldrar Sigurðar eru Hjörtur Bjarnason, f. 24.12.1913, skipstjóri, og Svanfríður Sigrún Gísladóttir, f. 14.7.1917, en þau eru búsett á ísafirði. Sigurður verður að heiman á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.