Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Síða 2
2
MÁNUDAGUR 21. OKTÖBER 1991.
Fréttir
Tillaga veiðistjóra um grisjun mávastofns:
Sex milljónir til að
drepa níu þúsund máva
Veiðistjóri hefur gert tillögu um
að 6.1 milljón króna verði varið til
þessað drapa allt að níu þúsund
máva.
„Tillagan gekk út á að gera til-
raun með að svæfa máva í varpi
með því að setja svefnlyf á hreiður-
barma þannig að ekki ætu aðrir en
þeir sem meiningin var að deyða.
Hún gerir ráð fyrir um 6 milljóna
króna kostnaði sem dreifist á sveit-
arfélag á höfuðborgarsvæðinu og á
Suðurnesjum," sagði Páll Her-
steinsson veiðistjóri í samtali við
DV.
„Tillagan var tekin fyrir á fundi
hjá samtökum sveitarfélaga á höf-
uöborgarsvæöinu í gær. Þetta er
vissulega kostnaðarsamt en ég held
samt að þessi fjárhagsáætlun sé
nokkuð raunhæf.
Hins vegar er þaö því miður
þannig að kjörnir fulltrúar okkar
bæði á þingi og í bæjarstjórnum
vilja láta ljúga að sér um kostnað-
aráætlanir eins og flestir hafa tekið
eftir. Menn eru mikið ánægðari
með að samþykkja hluti sem eru
ekki allt of dýrir. þó að fyrirfram
sé ljóst að kostnaöur sé vanmetinn.
Ég hef haft það fyrir venju aö gera
kostnaðaráætlanir sem standast.
Það var ekki meiningin að ganga
frá neinni samþykkt á fundi sam-
taka sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu (SSH) heldur voru lagðar
þarna fram tillögur til umfjöllunar.
Þær verða ekki samþykktar fyrr
en viðkomandi sveitarfélög hafa
gefiö samþykki sitt,“ sagöi Páll.
„í tillögunni um fækkun í máva-
stofni var gert ráð fyrir því að sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæöinu
legðu fram 3,5 milljónir í kostnað.
Síðan var gert ráð fyrir því að Suö-
umesjamenn legðu fram upphæð á
móti í þetta verkefni," sagði Jónas
Egilsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu, í viðtali við DV.
„Þetta er sameiginlegt verkefni
SSH og samtaka sveitarfélaga á
Suðurnesjum (SSS). Heildarupp-
hæðin er um 6.2 milljónir króna.
Þessum lið var vísað til stjórnar til
frekari meðferðar vegna þes að
mönnum þótti þetta nokkuð há
upphæð. Menn eru sammála um
að þessi vandi er fyrir hendi en
vilja vita meira um málið áður en
samþykkt er að leggja út í svo dýra
framkvæmd.
Málinu var vísað til stjórnar SSH
sem er ætlaö að kynna þaö sveitar-
félögunum. Veiðistjóri var beðinn
um aö gera þessa áætlun fyrir SSH.
Hann hefur gert þaö mjög sam-
viskusamlega. Ef hann fer fram úr
áætlunum er þaö algerlega hans
mál “ sagði Jónas. -ÍS
Árekstur varð á gatnamótum Vesturlandsvegar og Þverholts i Mosfellsbæ umhelgina. Bifreið, sem ekið var i
austurátt, ók í veg fyrir bifhjól sem var á vesturleið. Ökumaður og farþegi bifhjólsins voru fluttir á slysadeild.
DV-mynd S
Markús Möller um íslenska garðyrkju:
Getum verið samkeppnisfær
Vinnings-
forskot
Kasparovs
Heimsmeistarinn Kasparov
hefur náö vinningsforskoti eftir 3
umferðir á stórmótinu í skák í
Tilburg. Hann vann Kortsnoj í 2.
umferð. Náði jafntefli með þrá-
skák viö Kamsky á svart i 3.
umferð. Hefur 214 v. Kamsky,
Short, Karpov og Timman hafa
114 v. Anand 1 v. og biðskák,
Bareev 1 v. og Kortsnoj 14 v. og
biðskák.
í 2. umferð vann Timman An-
and á svart en jafntefli gerðu
Karpov-Short, Bareev-Kamsky. í
3. umferð vann Skort Bareev en
Timman og Karpov gerðu jafh-
tefll Biðskák hjá Kortsnoj og
Anand eftir 75 leiki þar sem Ind-
verjinn hefur peð yfir. Biðskák
Bareev og Karpov úr 1. umferð
laukmeðjafntefli. -hsím
íslendingar
fjölmennir
í Lúxemborg
Jón G. Hauksson, DV, Lúxemborg:
Fjölmennur hópur íslenskra
samningamanna er kominn til
Lúxemborgar vegna ráðherra-
fundar EFTA og EB sem þar fer
fram í dag. Fyrir hópnum fara
ráðherrarnir Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
og Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráöherra. Þá eru hér Hannes
Hafsteín, aöalsamningamaöur ís-
lands í EFTA-EB viðræðunum,
Gunnar Snorri Gunnarsson, skrif-
stofustjóri í utanríkisráðuneytinu,
Kjartan Jóhannsson, sendiherra
íslands hjá EFTA, Árni Kolbeins-
son, ráðuneytisstjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu, auk nokurra
starfsmanna við sendiráöið i
Brussel og utanríkisráöuneytiö.
Bílaþjófnaður
álsafirði
Aðfaranótt siðastliðins fostu-
dags var tveimur bifreiðum stolið
á Isafirði. Lögreglan fann fljót-
lega aöra biireiðína við Fiarðars-
el þar sem þjófurinnhafði yfirgef-
iö hana og var hún óskemmd.
Hin bifreiðin fannst ekki fyrr
en daginn eftir á Kirkjubólshlíö
þar sem ökumaðúrinn hafði ekiö
henni út af veginum og skilið
hanaþar eftir. Bifreiðin er nokk-
uð skemmd eftir útafaksturinn.
-Sl<
Markús Möller hagfræðingur,
ssagði á fundi Sambands garðtyrkju-
bænda að íslendingar ættu að geta
verið samkeppnisfærir gagnvart inn-
fluttu grænmeti ef yrði af samning-
um um evrópskt efnahagssvæði.
í samtali við DV sagði Markús
Möller aö rannsóknir á úttekt á sam-
keppnisaðstöð íslenskrar garðyrkju
væru þó komin það stutt á veg að
ekki væri hægt aö slá neinu fóstu
um útkomuna. „En þegar menn eru
að flytja inn grænmeti í flugi þá er
það svo dýrt aö við ættum að geta
Þórhallur Ásmundsson, DV, NorðurLvestra:
„Atvinnuástandiö er mjög gott
núna og eiginlega miklu betra en
maður hafði búist við. Það vantar
frekar fólk en hitt en þetta gæti auð-
vitað breyst þegar sláturtíðinni lýk-
ur,“ segir Valdimar Guömannsson,
formaður Verkalýðsfélags Austur-
verið í samkeppni við slíka vöru.
Garðyrkjubændur hafa einungis
ræktað grænmeti á vissum árstima.
En,nú hefur vaknað áhugi meðal
þeirra að fara að rækta það allt árið
og nota þá lýsingu og hitaveituvatn
til upphitunar gróðurhúsa. En slíkur
aukakostnaður hefur ekki verið tek-
inn með í reikninginn því það hefur
enn ekki verið gert,“ sagði Markús.
„Ég hef það á tilfinningunni að við
ættum að geta ræktað grænmeti allt
árið, í húsum með lýsingu og hita-
veituupphitun á það hagkvæman
Húnvetninga.
Valdimar sagöi að útlitið hefði ver-
ið ískyggilegt á tímabih þegar rækju-
vinnslan Særún sagði upp sínum
mannskap en nýlega var ákveðiö að
uppsagnirnar kæmu ekki til fram-
kvæmda.
„Það er náttúrlega dálítið af að-
komufólki hérrja í sláturhúsinu sem
hátt að við yrðum fyllilega sam-
keppnisfær við erlenda aðila. Til að
það geti orðið er nauðsynlegt fyrir
garðyrkjubændur að ná niður raf-
magnsverði. En útreikningar mínir
hvað varðar ræktun allt árið með
ljósanotkun og upphitun, að vetri til,
eru komnir það skammt á veg að
ekki er kominn nein marktæk niður-
staöa. Við ættum þó aö mínu mati
að geta notað bæði ódýrt rafmagn og
hita til aö rækta okkar eigið græn-
meti og verið fyllilega samkeppnis-
fær,“ sagði Markús. -SÞ
maður veit ekki hvort ílengist að
slátrun lokinni. Síöan er ekki aö vita
hvað gerist þegar verklok verða við
Blöndu, hvort sá mannskapur sem
þar er fylgir verktökunum í áfram-
haldandi virkjunarframkvæmdir
annars staðar," sagöi Valdimar.
Akureyri:
Ekiðástúlkur
á gangbraut
Gyifi Kiistjánsson, DV, Akureyri:
Ekið var á tvær stúlkur á gang-
braut á Þingvallastræti á Akur-
eyri aöfaranótt laugardags. Þetta
átti sér stað við spennistöðina
skammt ffá KA-heimilinu.
Meiðsli stúlknanna reyndust
ekki alvarieg og fengu þær báðar
að fara heim af slysadeild aö lok-
inni skoðun.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglu eru deildar meiningar um
hvemig ljósin við gangbrautina
voru stillt er atvikið átti sér stað.
Sjálfsíkveikja í
Borgarkringlu
Sjálfvirkt edlboðunarkerfi í
Borgarkringlunni fór í gang um
hádegisbilið í gær. Starfsfólk sem
var að vinna á staönum gerði
slökkviliöinu þegar viðvart.
Þegar það koma á staðinn var
mikill reykur á annarri hæö
hússins en enginn eldur var laus.
Við nánari athugun kom í ljós að
sjálfsíkveikja hafði átt sér stað í
ryki, en nýlokið var við að slípa
gólf og var rykið geymt í pokum
uppi á annarri hæð hússins.
Slökkviliöið notaði reykblásara
til að hreinsa reykinn burt og er
ekki talið að um miklar skemmd-
ir hafi verið að ræða.
-SÞ
Lögreglan í Kópavogi:
ökumanni
Sjö ára drengur varð fyrlr bif-
reið, sem ekiö var út frá bifreiða-
geymslum Hamraborgar út að
Vallartröð, um klukkan þrjú síð-
degis mánudaginn 14. október.
Okumaöur bflsins stöðvaði til að
huga að meiðslum drengsins.
Hann virtist i fyrstu ekki vera
slasaður og hélt því bílstjórmn
af vettvangi.
Við nánari læknisrannsókn
hefur komið í fiós að drengurinn
varö fyrir meiðslum og því nauð-
synlegt að ökumaöur gefi sig
ífam. Ekki er vitað hverrar teg-
undar bíllinn er en þó er talið að
þarna hafi veriö um aö ræða
hvita fólksbifreið meö R-númeri.
Okumaður bifreiöarinnar svo og
vitni, ef einhver eru, eru beðin
um að hafa samband við rarm-
sóknadeild lögreglunnar í Kópa-
vogi í síma 41200. -ÓTT
Næg atvinna á Blönduósi