Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Síða 12
12 Spumingin Ertu búin(n) að fara á útsölu? Ingibjörg Eiríksdóttir húsmóðir: Nei, en það er aldrei að vita. Ásrún Kondrup kennari: Já, ég er búin að kíkja á nokkrar en hef ekk- ert verslaö. Sigvaldi Kaldalóns kennari: Nei, ég er lítið fyrir svoleiðis. Guðlaug Gunnarsdóttir húsmóðir: Já, og gerði ágætiskaup. Svanhildur Eyjólfsdóttir fótsnyrtir: Jú, ég búin að fara. Ég reyni yfirleitt að kíkja á útsólur. Maria Erlingsdóttir, starfsm. við hjúkrun: Nei, en kannski kíkir mað- ur. Lesendur Mannlegt eðli samt við sig Konráð Friðfinnsson skrifar: Ef við tökum fram landabréf af Evrópu sjáum við að það er alsett strikum er liðast óreglulega um kort- ið. Innan þessara strika er við sjáum búa þjóðirnar sem byggja þessa álfu. Þeir sem aðhyllast Evrópubandalag- ið vilja breyta þessu fyrirkomulagi. Þeir kjósa að nota það sem ég kalla „gleypi“- aðferðina en hún felst í því að ráðast á umræddar línur og afmá þær af kortinu svo úr verði ein þjóð. - Landamerki eru hvort eð er til leið- inda. Löngu fallin á tíma. - Að mati EB-manna. Mannlegt eðli er hins vegar samt við sig og það breytist ekki auðveldlega. Margir vilja hafa sín landamerki í friði. - Tökum auðskiljanlegt dæmi þessu til staðfestingar. Einstaklingur úti í bæ ákveður að reisa eigið hús. Hann sækir um lóð. Það er auðsótt mál. Þegar tilheyrandi pappírar eru stimplaðir og klárir byggir maðurinn sitt hús. Síðar, er þessi maður er fluttur inn, gerir hann það sem ekki telst óeðlilegt, hann girðir af skikann er honum var löglega úthlutaður, t.d. með limgerði öðru tiltæku efni. Hann hefur reist sér sín eigin, litlu landamæri umhverfis húsið. Hann vill ekki, getur raunar ekki til þess hugsað að óviðkomandi fólk, t.a.m. „puttalingar" tjaldi í garðinum þegar því sjálfu hentar. Hann mun bregð- ast hart við slíkri yfirtroðslu. Annað- hvort með því að benda fólkinu kurt- eislega á að það sé á eignarlóð, elleg- ar hann stekkur upp á nef sér og hellir úr skálum reiði sinnar. Beitir tjaldbúa jafnvel ofbeldi. - Og burt fer innrásarliðið, hver sem aðferðin annars kann að verða. Þannig má sjá að landamerki eru fólkinu eðlileg. Nákvæmlega það sama gildir um þjóðfélög hvort sem þau hýsa milljónir eða rétt um hálft þriðja hundrað þúsund sálir eins og hér á íslandi. Og það mun heldur ekki nást sátt um landamerkjalausa Evrópu nema þá um skamma hríð. Það er alténd mín skoðun. - Einmitt vegna eigingiminnar og spektar- skorts mannanna. Því miður. íslenskt velferðarkerf i - hvað er nú það? Jón Þ. Haraldsson skrifar: Hver hefur svikið og þá hvern? Sagt er að einstæðar mæður og ein- stæðir feður séu að fara í kringum lög þegar þau leyfa sér þann munað að búa saman og halda heimili, þrátt fyrir lögskilnað, eða jafnvel hafa cddrei verið gefin saman í hjónaband. - Hvað er svona ólöglegt við það? Þegar þjóðfélagið býður upp á það og jafnvel krefst þess, með því að skammta mönnum svo naumt úr þeim lífeyrissjóði sem það sjálft hef- ur stofnaö með æmum tilkostnaði að þeim er gert algjörlega ókleift að lifa á því sé farið eftir þeim reglum sem gilda um þá framkvæmd. Og þá spyr maöur: hver brýtur lög, hver hefur svikiö hvem og hvem á að sækja til saka? - Þegar ég fór fyrst að vinna hjá vandalausum við fisk- breiðslu og samantekningu á stakk- stæðunum í Reykjavík árið 1925 var mér gert að greiöa skatt, sem kallað- ur var elii- og örorkustyrktarsjóðs- gjald svo fagurt sem það nú hljóm- aði. En þá var þessu ekki gefinn gaumur þegar landsfeðrunum þótti við liggja að búa tii nýja skatta og fáir kvörtuðu. Þama virtist vera þjóðþrifamál á ferðinni. Þetta átti að leysa allan vanda þeirra sem þótt ólíklegt væri gætu ef til vill slampast á að lifa svo lengi. En þá voru litlar líkur á því. Menn urðu fáir eldri en fimmtugir og þótti þá mestur vandinn að ekki var hægt að skattleggja þá eftir aö þeir fund- ust ekki lengur ofar moldu. Þó var það jafnvel reynt því dæmi voru um það að menn fengju skattseðla og það með vöxtum - löngu eftir að þeir höfðu geispað golunni. En svo skall blessuð heimsstyijöld- in á og þaö bjargaöi mörgum Isiend- ingum og varð þeim til blessunar. Menn fóru að lifa lengur, sjóðurinn stækkaði og landsfeðumir urðu gráðugri. Breyttu um nafn á sjóðn- um, svo menn áttuðu sig síður á því sem verið var að gera, og nú fékk hann heitið Sjúkrasamlag. En aðeins um stundarsakir því það þurfti enn að breyta um nafn og nú Trygginga- stofnun ríkisins. Gjaldið var svo fellt inn í tekju- skattinn og sett á fjárlög og þá var endanlega búið að hirða þennan sjóð og setja saman við ríkissjóð. Heyröist þá úr barka eins þingmanns verka- lýðshreyfingarinnar að það væri orð- ið „vandamál“ hve margir kæmust á þann aldur að geta fengið úr þessum sjóði. - Og enn þótti ekki nóg að gert. Það voru stofnaðir lífeyrissjóðir fyrir hvert verkalýðsfélag. Enn skyldi maður greiða í tvo lífeyrissjóði og ekkert múður. Til að tryggja að þeir sjóðir yrðu nógu sterkir var vinnu- veitendum gert að greiða nokkurn hluta af iðgjaldinu og var látið líta svo út aö það væri hluti af umsamd- inni launahækkun sem menn höfðu barist fyrir. Síðar var það túlkað sem hlutur vinnuveitanda í þeim lífeyrissjóðum og höfðu það þá sjálfir á valdi sínu hvaða lífeyrissjóði þeima undirmenn styrktu. Verkamaðurinn varð þá að hrekjast á milli sjóða eftir geðþótta þeirra og þegar kom að því að hann þurfti að leysa út sinn sjóð var hann svo dreifður að sama og ekkert fékkst út vegna þess að ekki var hægt að sameina sjóðina og ekki mátti taka nema úr einum sjóöi. - Nú er svo komið að ég, sem er 74 ára, hef ellilíf- eyri með tekjutryggingu og bensín- styrk, kr. 37.266 og kr. 1546 úr lífeyr- issjóði Iðju. Konan mín fær kr. 33.216 frá Tryggingunum og kr. 11.295 úr lífeyrissjóði Sóknar. - Nú getur hver maður séð hvernig menn draga fram lífið í ellinni! Fagna afnámi útgöngubanns S.H. Einarsson skrifar: Það voru ánægjuleg tíðindi að frétta að frá og með 1. janúar sl. hefði utan- ríkisráöuneytið aflétt útgöngubanni bandarískra hermanna er starfa hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Það bann hefur nú staðið frá 26. maí árið 1954 þegar Dr. Kristinn Guð- mundsson, þáverandi utanríkisráð- Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 -eðaskriflð Nafn og simanr. vertur aö fylgja bnC-fum herra, setti reglur um gjldistöku þess. - Aðstæður voru aö visu aðrar þá og líklega verið rétt mat miðað við þáverandi kringumstæður. Mér hefur alltaf þótt hið illræmda útgöngubann af Keflavíkurflugvelli flokkast undir ómannúðleg vinnu- brögð hjá íslendingum. Þeir þiggja fúslega störf og aðra þjónustu frá vamarliðinu, en vilja ekki sjá ein- staklinga þess t.d. á veitingahúsum höfuðborgarinnar. - Á sama tíma hafa erlendir sjómenn, svo og ferða- menn, verið frjálsir ferða sinna um allar trissur. Um helgina (11. og 12. janúar sl.) var ég staddur á einum vinsælasta bar borgarinnar. Þar voru eitthvað um 15 hermenn úr fiugher Banda- ríkjanna. Þeir vom að halda upp á afmæh eins félagans. Einn þeirra sagði mér að þá langaði aö sjá hvem- ig íslendingar skemmtu sér. Hann sagði að þeir hefðu mætt vingjarnleg- heitum frá gestum og starfsfólki. Veitingamenn era ánægðir með þessa nýju tilhögun. Veturinn hefur veriö erfiður fyrir mörg veitingahús- in og er sérhver aukning viðskipta- manna því ugglaust vel þegin. r Þetta nýja fyrirkomulag er okkur íslend- ingum til sóma og vonandi verður ekkert til að breyta þessu ástandi héðan af. MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1992. Sigurjón skrifar: Nú er að koma í ljós að ekki á að Jjá máls á því að gera nauðsyn- Iegar og tímabærar endurbætur á hinum fjölfama Kefiavíkurvegi (Reykjanesbrautinni). Þama er einhver gölfarnasta þjóðbraut iandsins og hún er orðin alltof þröng fyrir þá umferð sem henni fylgjr. - Samgönguráðherra virðist ekki skynja forgangsverkefni í samgöngubótura á landi eða arð- semi þeirra. Það er hins vegar verið að bora göt í fjöll á Vestfjörðum og það er svo gott sem buið að samþykkja að grafa jarðgöng undir Hválflörðinn. - Hvort skyldi nú vera þjóðhags- lega hagkvæmara að framkvæma; Hvalfjarðargöngin eða endurbætur Keflavíkurvegar? - Ætii s varið liggi ekki í augum uppi? Þórir skrifar: Margir hafa látið í sér heyra vegna óánægju með einungis þrjá gjalddaga á fasteignagjöldunum hér í Reykjavík. Annars staðar eru mun fleiri gjaiddagar segja menn. - En er nú víst að það sé til bóta? Ekki heyrist mér það á þeim sem hafa fleirí gjalddaga eins og t.d. þeir í Garðabæ. Eínn þeirra hringdi til einnar útvarpsstöðvarinnar og hrósaði þessu mikið en var samt ekki búinn að greiða ailt gjaldið frá síðasta ári! Ég held nú að þeim sem eru skila- menn þyki þrír gjalddagar nægja. Hinir sem ekki eru skilamenn og aiitaf á sokkaleistunum, þeir greiöa ekkert fremur þótt gjaiddögum yrði fjölgað 1 það óendanlega. Hótunarbréf H.Á. skrifar: Margfrægt bréf að endemum frá Toflstjóraembættinu með hótun um stöðvun nýrra bifreiða vegna vangoldinna gjaida hefur verið mikið til umfjöllunar. Ég fékk eitt slíkt. Nú er komið í Ijós að þetta voru mistök embættisins, og ætiar toll- stjóri að senda viðkomandi afsök- unarbréf vegna þessara hrapallegu mistaka. - En bréfið var allt í senn; illa orðað, rangt upp byggt Og ósvif- ið með afbrigðum. Viðbrögð toli- stjóra sem embættismanns eru hins vegar virðingarverð. Vonandi taka önnur opinber innheimtu- embætti þetta sem viðvörun um bætt ahnannatengsl. Ekkimiklirmögu- leikarhjáHHI Haildóra Steinarsdóttir hringdi: Ég er inniiega sammála Elínu sem skrifar lesendabréf í DV sl. miðvikudag um að ekki séu miklar vinningsiíkur þjá Happdrætti Hó- skóians. Ég er t.d. handhafi miöa sem amma mín keypti þegar HHÍ var stofhað. Hún fékk litinn vinn- ing endur fyrir löngu. Síðan hef ég og flölskyldan end- umýjaö miðann. Árið 1966 kom einnig iftill vinningur og svo aftur árið 1978. Siðan ekld söguna meir enn sem komið er. Við höfum því aldeilis stutt þetta happdrætti með fiárframlögum þennan tíraa. Þetta kemur ekki heim og saman við það sem HHÍ auglýsir og rekur áróður fyrir nú um stundir. oghelgarsjónvarp Stöðvar2? Pétur Sigurðsson hringdi: Hvað skyidi dvelja stereoútsend- ingar Sjónvarpsins og helgarsjón- varp Stöövar 2? Hvort tvcggja hefur verið margtilkynnt af sjónvarps- stöðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.