Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Qupperneq 28
40 MÁNUDAGUR 20. JANfTAR 1992. Menning Þetta mun vera önnur bók höfundar, ári áöur birtist smásagnasafnið í hillingum, en þaö hefi ég ekki séö. Þessi skáldsaga segir frá lífi ungrar konu. Hún býr meö myndlistar- manni og dóttur. Einnig segir mikið frá sam- bandi hennar við eina vinkonu hennar og fleira fólk. Módernismi Bókin skiptist í kafla sem ýmist eru af- markaðir með blaðsíðubili, eða þá undirkaíla með línubili. Venjulega hefst kafli í núver- andi aðstæðum aðalpersónu, þegar hún er í móðurhlutverkinu eða í hlutverki eiginkonu, með myndlistarmanninum heimiiislega sem hún býr með, en svo verður eitthvað til að minna hana á fyrri tíð, einkum á fyrri ást- menn. Því birtist sagan sem síendurtekinn flótti hennar frá sambúðinni og sagan er ekki sögð skipulega frá upphafi til enda. Hér er sífellt stokkið á milii ýmissa tímabila í ævi aðalpersónu. Ýmist er hún í barnaskóla, unglingur eða húsmóðir, ýmist ástkona, vin- kona eða móðir, og fyrirvaralaust farið úr einu í annað. Þessi framsetning er áhrifarík, miðað við skipulega tímaröð, ef við hugsum okkur hana á þessari sögu. Sagan er fyrst og fremst mynd af sálarlífi konunnar og allir munu við það kannast að þegar þeir hugsa til hðins tíma þá koma minningamar holt og bolt en ekki í neinu skipulegu samhengi. Það væri því óraunsæ og óeðlileg framsetn- ing. Auk þess er líf konunnar ekki í neinu orsakasamhengi, þannig skilið, að einn ást- mann leiði af öðrum. Þessi „glundroði" er því meira lifandi en rétt tímaröð yrði. A.m.k. einu sinni gengur hún framhjá húsi sambýl- ismannsins og bamsins, þá greinilega frá- skilin. En síðar í bókinni er svo ekki, þannig birtist saga konunnar í mismunandi mögu- leikum fremur en einum ákveðnum raun- veruleika. Mynd aðalpersónu Þessi sálarlífsmynd af aðalpersónu er oft fínlega gerð og lifandi en hún er annars ekki alhliða. Og það fmnst mér vera helsta tak- mörkun sögunnar, hún er á vissan hátt ein- strengingsleg. Allt snýst um tilfinningasam- bönd aðalpersónu, hún birtist aldrei í vinnu, Sigrún Birna Birnisdóttir. aldrei sposk, stundum þunglynd; en næstum alltaf ástrík á ýmsa lund. Þessi einstefna væri ágæt í ljóði eða ljóðabálki en verður helsti tilbreytingarlaus í heiili skáldsögu. Bókmermtir örn Ólafsson Vissulega em ástmenn söguhetju af ýmsu tagi, allt frá mjúkum karlmanni yfir í leður- stakk á vélhjóli. Hún er líka breytileg með þeim, stundum bliö og ástúðleg, stundum viliiköttur sem klórar til blóðs. Samt verður þetta nokkuð einhæft til lengdar, lesendur vita nokkum veginn hvað kemur næst. Stíll sögunnar er nokkuð margbreytilegur. Mjög oft em setningar styttar svo að ónauð- synlegustu orðum er sleppt og það styrkir hugarflaumsbraginn á sögunni. T.d. í upp- hafi (bls. 7); Hún beið hans í bjartri nóttinni, glaðvak- andi og fuil af sumri. Hafði legið í sólbaði. Kælt sig í sundlaugun- mn og notið þess að sýna sig. Láta blístra á eftir sér. Víðar sýnir höfundur góð tök á stílnum, bæði í þessari samþjöppun og í því að skyndi- lega era tekin stökk í textanum, t.d. þar sem segir frá ástafari ítalskra sjóliða og ungra stúlkna, (bls. 32, síðustu línumar hér); Þau töluðu við stelpur sem Nonni þekkti. Fylgdust hlæjandi með blóma íslenskra stúlkna streyma niður á höfn. Lína kom brosandi með þann gasalega: Hæ! sagði hún sykursæt, sigri hrósandi. Lína ég trúi þessu ekki upp á þig! sagði önnur stelp- an. Æpti á eftir henni: Muna smokkinn Lína, muna smokkinn! Setja hattinn á! Köll hennar ómuðu um bæinn og íslenskir karlmenn, sigraðir og svekktir, hlógu í mátt- leysi sínu. Þau sátu á Kafövagninum undir morgun. Horfðu á slæðing tuskulegra blómarósa á leið í land og burt af bryggjunni. Nei, nei, sjáðu þetta! hrópaði Nonni upp yfir sig. Skellihió þegar hann horfði á stelp- una sem hrópaði: Lína ég trúi þessu ekki upp á þig! læðast í land. Aftur á móti koma fyrir kaflar þar sem stíllinn er klisjukenndur, og frásögnin jafn- framt yfirborðsleg, fjarlæg glansmynd, án þess að séð verði ástæða til (t.d. bls. 58)': Þau vöknuðu til lífsins á nóttunni. Lifðu á brún hengiflugsins. Óku lífi sínu á hraðakst- ursakreininni. Áttu það sameiginlegt að nota persónutöfra til að opna sér allar gáttir. Þau þurftu aldrei að vinna til viðurkenn- ingar. Til hvers var þaö þegar það var nóg að brosa? Þau vöfðu fólki um fingur sér. Með ein- lægni þegar hún átti við, kulda þegar hann átti við. Földu persónuleika sína á bak við grímur fegurðarinnar, sársauka sinn fyrir sjálfum sér. Þau blekktu hvert annað. Sáu hvert í gegn- um annað. Þekktu hvern drátt andlits síns. Öll svipbrigði hvert annars. Gátu engan blekkt nema sjálf sig. Alla blekkt nema sjálf sig. Þetta er ansi þreytulegt og það er helsti oft. Annars virðist mér þessi höfundur hafa náð töluverðum þroska en herslumuninn vantar enn. Svo nú bíðum við bara, vongóð. Sigrún Birna Birnisdóttir: Sagan af gullfuglinum og Grímu. Eigin útgáfa, Rvík 1991, 141 bls. Saurlífisangist Utan á skrautlegri kápu íslensku útgáf- unnar af Fantataki (Pinball) stendur: „Nýtt verk eftir höfund Being There". Þessar tvær fullyrðingar era ekki til þess fallnar að vekja traust á útgáfufyrirtæki bókarinnar Trúbad- orforlaginu í Grindavík, vegna þess að þær era báðar rangar. Verkið kom fyrst út árið 1982 og Kosinsky notaði leigupenna. Á næstu blaðsíðu á eftir tileinkun höfundar er svo heilsíðu auglýsing frá útgefanda og er það ekki til þess að auka virðingu lesandans fyr- ir verkinu. Kosinski framdi sjálfsmorð á síðasta ári en dauði hans færði verkum hans þó enga virð- ingu eins og venjulega gerist við dauða lista- manna. Kosinski var nefnilega lítill listamað- ur. Hann samdi eitt gott verk, Being There, og þar við sat. Það verk var kvikmyndað með Peter Sellers í aðalhlutverki og var hann hársbreidd frá því að fá óskarinn fyrir það. Á baki bókarkápu segja útgefendur: „Jerzy Kosinski, utangarðsmaður í bókmennta- Bókmenntir Árni Blandon heiminum. Hataður af menningarvitum, en elskaöur af lesendum um allan heim...“. En hvers konar ást var um að ræða? Ekki göfugri ást en þá sem nærist á sjálfsfyrirlitn- ingu: Klámást af þeirri tegund sem alið er á í Playboy sem birti útdrátt (sem kallaður er úrdráttur hjá útgefendum) úr verkinu áður en það kom út á bók. Pinball fjallar um saurlifissegginn Patrick Domostroy, fallna tónskáldastjömu í sígildri samtímatónlist. Hann tekur að sér, fyrir við- haldið sitt, sem er glæfrakvendi, að komast að því hver sé maðurinn á bak við poppgoð- ið Goddard sem fer huldu höfði. Þegar hann hefur komist að því deyr viðhaldiö í átökum viö vemdara Patricks og Patrick heldur síð- an áfram að vera einmana saurlífisseggur. Ef einhverjum skyldi blandast hugur um það hvers konar verk er um að ræða læt ég nægja að fylgja hér með smekklega smá- klausu sem dregur saman það sem verk Kosinskis (fyrir utan Being There) seljast út á: ....hann hefði aldrei sagt henni að á hveijum degi þegar hann yfirgaf hana, hafi hann farið til að ríða öllum þessum hvítu og svörtu og gulu kuntum, í bak og fyrir, einni eftir annarri, fagmannlega fyrir framan kvikmyndatökuvél, til að fá borgað á borðið fyrir hverja fullnægingu - allan þann tíma sem hann átti að vera ástfanginn af henni" (bls. 242). Þýðing Gísla Þórs Gunnarssonar á verkinu er einhver sú versta flýtis- og hrákasmíð sem ég hef lesið og hann á það sameiginlegt með prófarakalesurum bókarinnar, Sigfríði Bjömsdóttur og Guðjóni Magnússyni, að bjóða upp á allar helstu málvillur sem skóla- kerfið virðist troða í ungt fólk efdr að mál- fræðingar við íslenskudeild Háskóla íslands tóku að snobba fyrir málvillum á borð við „mér langar“ og „ég vill“ og kalla slíkt óviðr- áðanlegar breytingar á málkerfinu. Fantatak, 317 bls. Jerzy Kosinski Trúbadorfélagið, Grindavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.