Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. MARS 1992. Fréttir Steingervingurinn er 60-70 milljón ára Frétt DV um að íslendingurinn Bergmann Gunnarsson heíði undir höndum steingerving frá Sao Paulo í Brasilíu, af hásléttunni, sem birtist í DV í fyrradag, hefur vakið mikla athygli. Fáir svona steingervingar eru til í heiminum og ennþá færri hérlendis. Iiklega er þetta sá eini sinnar teg- undar hér af þessari fisktegund. Leif- ur Símonarsson sýndi blaðamanni einn en hann var miklu minni en steingervingur Bergmanns. „Mér sýnist við fyrstu sýn að þessi steingervingur sé á milli 60 og 70 milljón ára,“ sagði Leifur Símonar- son, prófessor við Háskóla íslands í aldursgreiningum á steingervingum. „Það er ekkert auðvelt að segja til um þennan steingerving og við þurf- um að fá hann og líta betur á fyrir- • Leifur Símonarson prófessor telur að steingervingurinn, sem Bergmann Gunnarsson á, sé liklega á milli 60 og 70 milljón ára gamall. DV-mynd G. Bender bærið. Það þarf að greina dýrið. Það ekki hve mikið er hægt að fá fyrir milljónir," sagði Leifur ennfremur. hækkar aldur hans mikið ef hann er hann í peningum, það er erfltt að -G. Bender af hásléttunum í Brasilíu. Ég veit segja til um, ég held að það séu engar Akureyri: fyrir glanna- akstur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Gefin hefur verið út ákæra á hendur manni sem lenti í ævin- týralegum glannaakstri í Þin- geyjarsýslu er hann var á flótta undan lögreglu. Mál þetta vakti nokkra athygli á sínum tíma, enda var um óvenjulegan glannaakstur aö ræða. Barst eltingaleikur lög- reglu við manninn frá Eyjafirði og víða um Þingeyjarsýslu og lauk ekki fyrr en lögreglumönn- um tókst að króa bifreið manns- ins af inni á túni í Bárðardal. Lögregiumenn frá Akureyri og Húsavik tóku þátt í eftirförinni. Meðan á þessu stóð skall hurð nærri hælum og lögreglumenn áttu fótum fjör aö launa þegar þeir reyndu að setja upp vegar- tálma til að stöðva manninn. Sem fyrr sagði hefur verið gefin út ákæra á hendur raanninum og verður mál hans dómtekið innan skamms á Akureyri. Vesturströnd Bandarikjanna: Krabba- og skelf iskveiðar voru stöðvaðar um tíma Hín svokölluöu Sea Band (sjóböndin) hafa verið reynd gegn sjóveiki I Eng landi. Svo virðist sem íslendingar megi gæta allrar hófsemi varðandi fisk- veiðamar ef Grænfriðungar ætla sér að fara fram í fiskveiðimálunum með sama hætti og þeir hafa gert í hval- og selveiðum. Sýnd hefur verið mikil varfæmi í fiskveiðimálum og veið- unum haldið í skefjum þannig að fylgst hefur verið vel með stofnstærð hverrar tegundar. Auka þarf verð- mæti þess afla sem að landi kemur og gera úr honum eins góð matvæli og frekast er unnt og fyrsta og síð- asta boðorðið er gott hráefni og um leið góð matvæli. Hér á eftir segir frá því hvemig fer ef ekki er vandað til hráefnis. Sl. miðvikudagskvöld áttu tveir fréttamenn sjónvarpsins viðtal við Steingrim Hermannsson alþing- ismann. Allt bar þar að sama bmnni, stagast var á offjárfestingu í sjávar- útvegi og fiskvinnslu og öðmm þeim framleiöslugreinum sem miður hafa farið, svo sem fiskeldi, refarækt og fleira. Lítið fannst mér t.d. vera talað um ofíjárfestingu í verslun og aðra fjárfestingu sem við öllum blasir dag- lega. Mér finnst eins og spyrlamir hafi ekki gert sér grein fyrir því hvaða atviimuvegir hafa byggt upp þetta þjóðfélag. Skyldi það ekki vera að miklu leyti sjávarútvegur og fisk- vinnsla ásamt þeim iðnaði sem lifaö hefur af okurvexti undanfarinna ára? England í Englandi vom aðeins seld rúm 95 tonn úr skipum í febrúarmánuði fyrir 11,7 miHj. kr., meöalverð 123,41. Á tímabilinu frá 24.-28. febrúar vom seld úr gámum 269,7 tonn fyrir 42,9 millj. kr., meðalverð 159,29. Frá 8.-29. febrúar vom seld alls 1.140 tonn fyrir 181,8 millj. kr., meðalverð 159,49 kr. kg. Hæsta verð var fyrir ýsu, 185,13 að meðaltali, og fyrir þorsk fengust 163,60 að meðaltali, fyrir kola fengust 165,62 og grálúðu 143,61 kr. kg. Þýskaland Ur gámum vom seld 770 tonn af fiski í Bremerhaven fyrir 83,1 millj. kr„ meðalverð 107 kr. ke. Eftirtalin skip hafa landað í Brem- erhaven: Bv. Már seldi 27.-28. febr. alls 199,9 tonn fyrir 21,7 millj. kr. Meðalverö 109,19 kr. kg. Þorskur seldist á 160,90 kr. kg, ýsa 141,19, ufsi 74,11, karfi 111,32, grálúöa 186,84 og blandað 68,57 kr. kg. Bv. Vigri seldi í Bremerhaven 2. mars sl. aUs 142,9 tonn fyrir 19,6 millj. kr. Meðalverð 137 kr. kg. Þorskur fór á 141,41 kr. kg, ýsa 191,32, ufsi 72,11, karfi 139,47 og blandað 92,92 kr. kg. Miðlungssterkur El Nino sker veiðina mikið niður Dr. Stuart Barlow segir E1 Nino hafa geysileg áhrif á veiðamar við Suður-Ameríku. Ekki er hægt að segja til um hvað straumurinn verð- ur lengi við strendur landsins en venjan er sú að hann kemur upp að ströndinni seinni hluta janúar og er þar til um miðjan mars. Fyrstu 19 dagana í janúar varð veiðin 64% minni en hún var á sama tíma í fyrra. Dr. Barlow segir strauminn haga sér svipað og hann gerði árin 1986/1987. Þetta getur þýtt að afli verði um 2 milljónum minni en hann var á síð- asta ári eða um 400.000 tonna minni fiskimjölsframleiösla. Úr FNI, stytt og endursagt Bandaríkin banna innflutning á fiskafurðum frá Pakistan. Innflutn- ingur á fiskafurðum frá Pakistan til Bandaríkjanna er nú rétt helmingur þess sem hann var fyrir tveim árum, segir matvælaeftirhtsmaður í Karac- hi. Aðalritari félags framleiðenda segir að það komi honum mjög á óvart að fiskafurðir frá þeim séu dæmdar óhæfar til manneldis. Hann segir að sérfræðingur frá Bandaríkj- unum hafi komiö til eítirhts á síðasta ári og hafi hann tahö að meðferð afl- ans væri í góðu lagi, tekið myndir af hafnaraðstöðunni og vinnslusöl- um og tahð allt harla gott. Árið 1991 var útflutningur til Bandaiíkjanna aðeins 10% af fyrri framleiðslu. Hann sagði að einnig hefði verið reynt að selja þennan mengáða fisk til Evrópu til mjölvinnslu en það hefði ekki tekist. Úr FNI, stytt og endursagt Eitraður krabbi við strendur Ameríku í síðasta mánuði voru hafnar að nýju krabba- og skelfiskveiðar við Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson vesturströnd Bandaríkjanna. Veiðar voru stöðvaðar um tíma í nóvember vegna eitraðs krabba og skeljar og enn á ný í desember en hafa nú ver- ið leyfðar að nýju. Spurt er hver beri ábyrgð á sölu eitraðra matvæla til almennings, í þessu tilfehi skeljar og krabba. Vandinn er mikhl því að eitr- unar hefur orðið vart víða við ströndina. Að þessu sinni urðu 11 manns veikir en enginn dó. Fyrir nokkru veiktust 100 manns eftir að hafa borðað skel og 3 dóu í það sinn við Prins Edwards eyju í Kanada. Síðan hefur ekki orðið vart við eitr- aða skel eða krabba þar. Vísinda- merm velta bví fjTÍr sér hvort þessi eitrun hafi lengi verið fyrir hendi án þess menn vissu hvaðan hún kom. Nú hafa yfirvöld tekið að sér aö fylgj- ast með afurðunum svo að ekki komi fyrir að eitraður fiskur komist á markað. Verður nú hert mjög eftirht með afurðunum áður en þær fara á markaðinn. Úr FNI, stytt og endursagt Lýsi gegn krabbameini Efni unnið úr fiskfitu mun í fram- tíðinni veröa notaö við lækningar á krabbameini samhhða geislameð- ferð. í tilraunum hefur sýnt sig að Omega-3 fitusýra vinnur að minnsta kosti á sumum krabbameinsfriun- um. Rannsóknir hafa hingaö th farið fram á dýrum og hafa reynst sérlega vel við lungnakrabba. Það er prófess- or Han Hokon hjá Uniegen sem sann- að hefur að Omega-3 vinni eins og fyrr er getið. Það er blaðið Gemen sem birtir þessa frétt. Vísindamaður- inn tekur fram að fólk skuh ekki hafa of miklar væntingar í sambandi við þessar rannsóknir. Eskimóar Eskimóar neyta mikihar dýrafitu úr sjávarspendýrum og hefur það sýnt sig að sumir þeir sjúkdómar, sem herja á velferðarþjóðfélagið, eru ekki th staðar hjá þeim. Nokkrar fisktegundir innihalda meira af fisk- fitu en aðrar, eru þaö helst síld, lax og makrhl, sem lengst af hefur verið nefndur guðsgjöf. Prófessor Kristian Bjerve hefur komist að því að um ofnotkun geti verið aö ræða á lýsi. Stytt og endursagt Þrýstinudd gegn sjóveiki Sjóveiki, uppköst og vanhöan hefur verið óvinur fiskimannsins nr. eitt. Vel getur verið að nú sé þjáningum sjóveikra lokið. Þessi frétt er jafnvel of góð th þess að geta verið rétt. Reyndu sjálfur. Söluaðihnn segir fólki að taka þátt í prófunum. Fljót- lega kemur í ljós hvort um er að ræða gott ráð við sjóveikinni og ann- arri vanlíöan. Hin svoköhuðu Sea Band (sjóböndin) hafa veriö reynd í Englandi. Athugun hefur farið fram meðal sjómanna í breska flotanum og hefur virkað 80% á þá sem notað hafa böndin. Einnig hafa böndin reynst vel á breskum sjúkrahúsum viö að lina þjáningar og ógleði sjúkl- inga. Trúnaðarmál Leyndardómurinn aö baki bands- ins, sem virðist yfimáttúrulegt, er byggður á þjóðlegum heföum í kín- verskri lækningahst. Aðferðin er í því fólgin að plastkúla, sem er fest innan á úlnhðaband, styður á tauga- kerfið á þann hátt að boð ganga th hehans og linar sjóveiki og aðra vanl- íöan samfara henni. Breski flotinn Þetta umrædda band hefur verið reynt á sjóhðum í breska flotanum eins og áður var greint frá og hefur reynst mjög vel. Sérstaklega þykir þetta gott því engin lyf eru í sam- bandi við notkun bandsins og engin hætta á hhðarverkunum. B&T Aku- pressan í Osló hefur fengið einka- leyfi á böndunum og vhl fá sjálfboða- hða við prófun þeirra th þess að ganga úr skugga um notaghdi þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.