Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1992. 33 Hið skítlega eðli mannsins „Á heimsstyrjaldarárunum voru heilu þjóðirnar undir hæl nasista ... “ Utan úr heimi hafa borist fregnir af ferð forsætisráðherra vors, Dav- íðs Oddssonar, til lands hinnar of- sóttu þjóðar, ísraels, og þeim viö- tökum sem hann hefur hlotið hjá ráðamönnum þess tiltölulega unga lands. Skömmu eftir að heimsókn forsætisráðherra hófst var honum afhent bréf þar sem íslenskur ríkis- borgari, Eðvald Hinriksson, er ásakaður um ódæðisverk á óbreyttum borgurum á tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Komu þessar ásakanir frá Simon Wiesenthal-stofnuninni, sem hefur reynt að hafa hendur í hári margra þeirra manna sem stóðu að gyð- ingaofsóknum á sínum tíma. Hafa nokkrir þessara fyrrverandi nas- ista verið dregnir fyrir rétt og sum- ir líflátnir fyrir gerðir sínar. Eðli mannsins Til að geta metið þessar ásakanir á hendur Eðvald, áður en nokkuð verður aðhafst í málinu, þykir mér rétt að á þær sé litið með tilliti til sögunnar. A heimsstyrjaldarárunum voru heilu þjóðirnar undir hæl nasista og komust íbúar hvers lands fyrir sig ekki hjá því að búa við lög þeirra og hugmyndakerfi. í þeim löndum, sem lutu stjórn þeirra, tók nokkur fjöldi innfæddra að vinna með nasistum, sem, eins og ástand- ið hefur verið, er á engan hátt óeðli- legt, því ef miðað er við gengi Þjóð- veija á þeim tíma þá voru þeir sig- urstranglegri en bandamenn. Þar sem það er eðli mannsins að reyna að bjarga sér lifandi úr KjaUarinn Guðmundur Oddsson nemandi í félagsfræði hremmingum þeim er á vegi hans verða og að tryggja öryggi sitt sem best hlýtur hver maður að þurfa að spyija sjálfan sig, áður en hann dæmir aðra, hvernig hann sjálfur mundi bregðast við breytingum svipuðum þeim sem urðu í þessum löndum. Það má enginn misskilja orð mín á þann hátt að ég sé að réttlæta gerðir þessara manna og telji það allt í lagi að heilum þjóðum sé út- rýmt, en þeir menn, sem tóku að starfa fyrir nasista og frömdu und- ir flaggi þeirra þau ofbeldisverk sem eru einn stærsti skuggi sem fellur á sögu mannkyns, voru oftar en ekki að framfylgja fyrirskipun- um yfirboðara sinna. Efþeir hefðu neitað að gera það sem þeim var sagt áttu þeir á hættu að þeir sjálf- ir og fjölskyldur þeirra hlytu sama hlutskipti og gyðingar. Svipaðar aðferðir Evrópskir gyðingar máttu þola miklar þjáningar, bæði andlegar og likamlegar, sem líklega enginn þeirra slapp að öllu leyti við. Til að aðgreina þá frá „æðri“ kynstofn- um var þeim skylt að bera sérstakt merki og þeir áttu að halda sig inn- an skýrt afmarkaðra svæða, gettóa, þar sem herflokkar nasista, í sam- starfi við hluta gyðinga, héldu uppi lögum. Þurfti fólkið sem þar bjó að lifa í stöðugum ótta við ofbeldi og brottnám og fara eftir geðþótta fyr- irskipunum nasista í einu og öllu því annars gat dauðinn legið við. Þegar svo heimsstyrjöldinni lauk var samúð heimsins með gyðingum og því rættist aldagamall draumur þeirra um að geta stofnað ísraels- ríki upp á nýtt. Á skömmum tíma fluttust gyðingar í hundraða þús- unda tali frá hinum ýmsu löndum heimsins og settust að í Palestínu sem áður en það gerðist var að mestu byggð aröbum. Þrátt fyrir áralangan ótta við of- sóknir og ofbeldi hófu þessir hrjáðu gyðingar að beita svipuðum aðferð- um við íbúa landsvæðisins, sem þeir töldu sig hafa rétt á, til að bola þeim burt. Hafa jafnvel menn, sem nú eru í æðstu stjórn ísraels, átt aðild að morðum og ódæðisverkum (en þannig er komist að orði í bréf- inu um Eðvald Hinriksson) á fyrr- um nasistum og einnig aröbum. Nú í dag eru Palestínuarabar skyldaðir til að halda sig innan af- markaðra svæða (nokkurs konar gettóa) og eiga á hættu að verða skotnir ef þeir fara ekki í öllu eftir geðþótta reglum, settum af ísraels- mönnum. Á fáum áratugum hafa ísraelar hertekið stór landsvæði og lagt undir sig hluta af öllum löndum sem þeir áttu upphaflega landa- mæri að og gert íbúum þessara svæða marga skráveifu í þeim til- gangi að flæma þá burt. Skýtur skökku við Vegna þeirra verka, sem ísraels- menn hafa á sinni samvisku, þykir mér það alger óhæfa að forsætis- ráðherra lands, sem hefur á und- anfornum misserum barist af seiglu fyrir frelsi undirokaðra þjóða, skuli yfir höfuö heimsækja opinberlega shka þjóð og með heimsókn til Betlehem (þó svo að hún sé kölluð borg Davíðs, þá ætti „hæstvirtur" forsætisráðherra ekki að láta svoleiðis hégóma hafa áhrif á sig), sem er á hernumdu svæði, viðurkenna i verki að fram- ferði þeirra sé á engan hátt ámælis- vert. Einnig finnst mér það skjóta skökku við að ísraelsmenn skuli, að því er virðist, án þess að hafa órækar sannanir fyrir máli sínu, verða að benda íslenskum stjóm- völdum á að á landi þeirra „gæti hugsanlega" verið fyrrum „stríðs- glæpamaður" og segja það skömm fyrir ísland að svo sé. Það er nærri því fyndið aö svona ummæli skuli koma frá sama landi og Kristur ræddi um flísina í auga náungans og bjálkann í eigin auga. Að mínu mati hefði verið réttast fyrir Davíð Oddsson að sitja heima og huga að því hvernig hann geti dregið gerræðislegar niðurskurð- artillögur stjórnar sinnar til baka. Læt ég hér lokið umljöllun um skítlegt eðh mannsins. Guðmundur Oddsson „Það er nærri því fyndið að svona ummæli skuli koma frá sama landi og Kristur ræddi um flísina í auga náung- ans og bjálkann í eigin auga.“ Meiming Bíóborgin - JFK: ★★★ H ver er sannleikurinn? Jim Garrison (Kevin Costner) fær hér mikilsverðar upplýsingar frá ónafngreindum herfor- ingja (Donald Sutherland). Ohver Stone hefur einstakt lag á að gera kvikmyndir sem fá mikið umtal vegna efnis- meðferðar. Hann er ófeiminn við að láta skoðanir sínar á viðfangsefni sínu í ljós, skoðanir sem koma við samvisku Banda- ríkjamanna eins og í Platoon og Born on a Fourth of July, eða hann upphefur umdehd- ar persónur eins og þegar hann fjallaði um ævi Jim Morisons í The Doors. Aht það umtal sem fylgt hefur myndum þessum er fyrst og fremst tilkomið vegna þess hversu snjah kvikmyndagerðarmaður hann er. Minni spámenn hafa fjallaö um sömu hluti án þess að fá nokkur viðbrögð. Oliver Stone hefur samt aldrei farið út á jafn hálan ís og hann gerir í JFK þar sem hann setur fram vafasamar niðurstöður Jim Garrison, sak- sónara í New Orleans, og gerir þær að hinum stóra sannleika í morðinu á John Fitzgerald Kennedy Bandaríkjaforseta, en hann var myrtur 22. nóvember 1963. Shkur er glansinn yfir vinnubrögðum Stones að sjálfsagt fara flestir út úr kvikmyndahúsinu með þá sann- færingu að svona hafl verið staðið að morð- inu. Nú er það svo að fæstir þeirra sem sækja kvikmyndahúsin muna eftir morðinu á Kennedy. Hjá öðrum hefur það greipst inn í hugann hvað þeir voru að gera á þeirri stundu sem fréttin barst á öldum ljósvakans. Þeir hinir sömu setja sjálfsagt einhvem var- nagla við einhvem hluta myndarinnar en vhja samt trúa sumum yfirlýsingimum, sér- staklega þar sem hin opinbera skýrsla Warr- en-nefndarinnar er meingöhuð og margt sem þar stendur stenst ekki nánari skoðun. Hinir yngri aftur á móti fá í JFK skýringu sem matreidd er með miklum sannfæringar- krafti, bæði í texta og myndmáh, og það þarf því engan að undra að hér eftir veröur at- burðurinn hjá þessu unga fólki ávaht skoð- aður í tengslum við Garrison/Stone skýring- una. Hver sem sannleikurinn er í þessu morð- máh þá verður ekki fram hjá því gengið að JFK er að öhu leyti vel gerð kvikmynd. Á snihdarlegan hátt tekst Oliver Stone að skeyta saman raunveruleika heinúldar- myndaima við leikin atriöi og eru útiatriðin, sem tengjast morðinu, tekin í Dallas á þeim stöðum þar sem atburðurinn átti sér stað. Aðalpersóna myndarinnar er Jim Garrison sem Kevin Costner leikur. Á sínum tíma, eftir að Garrison haföi tapað réttarhöldum þeim sem hann stofnaði th gegn Clay Shaw, var hann af flestum tahnn hafa efnt til þeirra vegna eigin metnaðar. Sú hhð á Garrison er ekki sýnd hér heldur saksóknarinn staðfasti sem hefur mikla réttlætiskennd og fórnar fiölskyldulífi og stöðu sinni í þágu réttlætis- ins. Costner hefur fuht vald á hlutverkinu. Það er helst í lokin í langri ræðu saksóknar- ans sem koma brestir í túlkun hans, enda er það veikasta atriði myndarinnar. Önnur hlutverk í myndinni eru hreint ótrúlega vel skipuð, hvort sem í þeim eru þekktar stjörnur eða htt þekktir karakter- leikarar. Það hefði ekki komið mér á óvart þótt fleiri en Tommy Lee Jones, sem leikur Clay Shaw, hefðu fengið tilnefningar th ósk- arsverðlauna í aukahlutverki. Stórstjörnur koma fram í litlum en þýðingarmiklum hlut- verkum. Má þar nefna Jack Lemmon, í hlut- verki einkalöggu sem veitir upplýsingar, Donald Sutherland, sem leikur fyrrverandi herforingja sem lætur Garrison í té mikh- vægar upplýsingar, og Gary Oldman sem leikur Lee Harvey Oswald og er mjög líkur honum. Þá má geta þess að Jim Garrison Kvikmyndir Hilmar Karlsson leikur Warren, forseta hæstaréttar, sem skýrsla rannsóknarnefndarinnnar er kennd við. JFK er mjög löng kvikmynd eða rúmir þrír tímar og gerir það afrek Ohver Stone enn meir að hann skuli hafa í mynd sinni skapað slíkt yfirþyrmandi andrúmsloft spennu og drama að JFK verður aldrei lang- dregin. JFK Leikstjóri: Oiiver Stone. Handrit: Oliver Stone og Zachary Sklar. Kvikmyndun: Robert Richardson. Tónlist: John Wiiliams. Aðalhlutverk: Kevin Costner, Tommy Lee Jones, Gary Oldman, Sissy Spacek, Jay O. Sanders, Mic- hael Rooker og Laurie Metcalf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.