Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 6. MARS 1992. Meiming Myndgáta Góður klarinettleikur Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í gær- kvöldi. Stjórnandi var Páll P. Pálsson og einleikari á klarinett var Sigurður I. Snorrason. Á efnisskránni voru verk eftir Gottfried von Einem, Pál P. Pálsson og Felix Mendelssohn. Tónleikamir hófust á verki Einems, „Capriccio" fyr- ir hljómsveit op. 2. Þetta er aðgengilegt og ágætlega unnið verk án þess að vera sérlega frumlegt eða efnis- ríkt. Stíllinn er eklektískur en það orð er notað um þá stefnu að velja úr ýmsum áttum það sem mönnum finnst nýtilegt og setja saman í deiglu í þeirri von að út komi eitthvað nýtt. Klarinettkonsert Páls P. Páls- sonar ber einnig keim af þessum vinnubrögðum þótt ekki sé hann dæmigerður fyrir þau. Upphafið dregur dám af Brahms gamla, einkum fyrstu sinfóníu hans, en síðar hregður fyrir þjóðlagaefni og m. a. vitnað í Þorlákstíðir. Verkið er dramatískt í anda og margir staðir í því eru mjög fallegir. Má þar á meðal nefna upphaf annars þáttar og lokin þar sem byggt er á stef- inu úr Þorlákstíðum. Konsertinn var mjög vel fluttur af hljómsveit og stjómanda. Áhrifaríkast var þó framlag einleikarans, Sigurðar I. Snorrasonar. Tónn hans var sériega ríkur og fagur, túlkunin auðug af blæbrigöum , útfærð af listfengi og góðum smekk. Tæknileg vandamál vom leyst þannig að þau virtust engin vera. Þetta var í fáum orðum sagt glæsileg frammistaða. Aðrir hljómsveitar- menn fengu að spreyta sig á einleikssprettum og kom þar mest í hlut Símonar Kuran sem var konsertmeist- ari á þessum tónleikum. Skilaði hann því með prýði. Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Eftir hlé kom ítalska sinfónía Mendelssohns. Því er haldið fram í sögubókum að Mendelssohn hafi hlotið t í vöggugjöf flest það sem gerir lífið auðvelt og ánægju- legt og hafi hann aldrei þurft að hafa fyrir neinu. Hvort sem það er rétt eða ekki þá hljómar tónlist hans eins og honum liggi í raun ekkert sérstakt á hjarta en þar sem tónsmíðar eru honum allsendis fyrirhafnar- lausar þá lætur hann tilleiðast að gleðja fólk með snilld sinni. Flutningur hljómsveitarinnar á þessum tónleikum var yfirleitt ágætur, mjög góður í verki Páls, eins og fyrr gat, en einna lakastur í Mendelssohn þar sem um of gætti ónákvæmni, einkum í strengjum. Andlát Anna Fritzdóttir Berndsen, Búðar- dal, lést í sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi 4. mars. Magnea Jóelsdóttir, Grundarstíg 12, Reykjavík, andaðist á Öldrunardeild Hvítabandsins fimmtudaginn 5. mars. Herborg Ólafsson kristniboði, Ásvallagötu 13, lést á heimili sínu 5. mars. Sverrir Jónsson járnsmiður, Faxa- túni 18, Garðabæ, lést í gjörgæslu- deild Borgarspítalans miðvikudag- inn 4. mars. Hinrik Stefánsson, Ytri-Völlum, lést aðfaranótt 4. mars í sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Leiðrétting Meinleg misritun varð í viðtali við Jóhönnu Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra í DV í gær þar sem talað var um breytingar á ellilífeyrisaldr- inum erlendis. Rétt er setningin svona: „Þá hefur víða verið gripiö til þess ráðs að lækka lífeyrisaldurinn. Hér hafa hins vegar verið uppi hugmynd- ir um að hækka hann.“ Ráðherra og lesendur DV eru beðn- ir velvirðingar á þessari misritun. -S.dór Blönduós: Hljómleikartvö hundruðtón- listarmanna Magnús Ólafssan, DV, Húnaþingi: Tvö hundruð ungir tónlistarmenn munu halda hljómleika í félagsheim- ilinu á Blönduósi á laugardaginn kl. 15. Þessir tónleikar eru samstarfs- yerkefni tónlistarfélagsins og tónlist- arskólans á svæðinu frá Hvamms- tanga til Siglufjarðar en á þessu svæði er mikill og vaxandi tónlist- aráhugi. Klúbbmálið: Orði ofaukið í frétt í DV í gær um bætur vegna brunans í Borgartúni 32 var einu orði ofaukið sem hafði í fór með sér að smávægilegt mishermi var í frétt- inni. Sagt var að Rannsóknarlögregla ríkisins hefði ekki „haldbærar nægi- legar sannanir" á hendur rekstrar- aöila Sportklúbbsins sem grunaður var um íkveikju. Þama var orðinu „nægilegar" ofaukið. Beðist er vel- virðingar á þessu mishermi. Rétt er að árétta að RLR hefur ekki haldbær- ar sannanir á hendur manninum og ekki útlit fyrir að ríkissaksóknari ákæri hann. Jarðarfarir Tapað fundið Anna Kristín Ólafsdóttir, Lækjar- bakka, Mýrdal, verður jarðsungin frá Reyniskirkju laugardaginn 7. mars kl. 14. Ferð verður frá BSÍ kl. 8.30. Albert Einvarðsson frá Marbcikka, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fóstudaginn 6. mars kl. 14. Hulda María Karlsdóttir, Suðurgötu 15-17, áður til heimilis á Bhkabraut 9, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflarvíkurkirkju laugardaginn 7. mars kl. 14. Hrefna Stefánsdóttir, Hringbraut 50, lést 2. mars sl. Útfórin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 11. mars kl. 13.30. Petrún Magnúsdóttir, áður húsfreyja í Þingnesi, lést í sjúkrahúsinu á Akranesi 2. mars. Útförin fer fram frá Bæjarkirkju laugardaginn 7. mars kl. 14. Haraldur Gunnlaugsson frá Siglu- firði, síðast til heimihs á Skjólbraut 4, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 10. mars kl. 10.30. Tilkyimingar Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar leggja af staö frá Risinu kl. 10 á laugardagsmorgun. Borgfirðingafélagið í Reykjavík Spilum félagsvist á morgun, laugardag, kl. 14 að Hallveigarstöðum. Aðalfundur félagsins verður haldinn að lokinni spila- mennsku. Laugardagskaffi Kvennalistans Laugardagskaffi Kvennalistans verður að venju haldið að Laugavegi 17, annarri hæð, kl. 10.30. Að þessu sinni mun Þór- urm Bjarnadóttir, áhugakona um kvennabanka á íslandi, kynna þær hug- myndir sem búa að baki stofnun kvenna- banka og hvemig slíkur banki kemur konum í atvinnulffinu til góða. Allir vel- komnir. Aðgangur er ókeypis og hægt er að kaupa kaffi og morgunmat á vægu verði. Barðstrendingafélagið heldur félagsvist og dans í Hreyffishús- inu laugardaginn 7. mars. Húsið opnað kl. 20.30. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Á góunni hækkar sólin á lofti og ekkert er betra en að byija helgina í bæjarrölti Hana nú. Nýlagað molakaffi. Söngleikur frumsýndur í Garðabæ í kvöld, 6. mars, kl. 20.30, frumsýnir leik- hstarfélag og kór Fjölbrautaskólans i Garöabæ söngleikinn Gretti effir þá Egil Ólafsson, Ólaf Hauk Símonarson og Þór- arin Eldjám. Leikstjóm er í höndum Sig- urþórs Á. Heimissonar en um söngstjóm sér Sigurður Halldórsson. Fimmtán leik- arar fara með leik og söng við undirleik fjögurra manna hljómsveitar en alls taka um þrjátíu manns þátt í uppfærslunni. Sýningar fara fram í Garðalundi í Garðabæ. Skíði tekin í misgripum Unglingaskíði af tegundinni Kástle Rxl2, gul og appelsínugul með hvítum Lock- bindingum, vom tekin í misgripum í Blá- fjöllum laugardaginn 22. febrúar og önn- ur lakari skilin eftir af gerðinni Dynamic VR 15, hvít að ht. Eigandi skíðanna er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 34868. Tónleikar Stórtónleikar unglingahljómsveita Tónlistarklúbbur Fellahelhs gengst fyrir tónleikum unglingahljómsveita í Fella- helh laugardaginn 7. mars, kl. 16-22. Leikið verður á tveimur sviðum og koma 20-25 hljómsveitir fram. Gefst því frá- bært tækifæri th að kynnast vaxtar- broddinum í íslenskri tónhst. Aðgangs- eyrir er 300 kr. og verður ágóðanum var- ið ffi tækjakaupa fyrir tónhstarklúbbinn ffi nota í nýju hljóðveri FeUahelhs. Tónleikar í Nýja tónlistarskólanum Á vegum Nýja tónhstarskólans halda þær Uka og Violeta tónleika í skólanum í kvöld, 6. mars, kl. 20.30. TU aðstoðar þeim kemur Dúfa Einarsdóttir, sópran, og syngur meö þeim stöhum í kantötu eftir Bach. Verkefni á efnisskránni eru eftir Bach, Mozart, Benda, Briccialdi og Karastjasnov. Ilka og Violeta eru báðar fæddar búlgarskar. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seldir við inngang- inn. Leikhús LEIKFELAG REYKJAVÍKUR sp Gamanleikhúsið frumsýnir Sími680680 • 50% afsláttur á síðustu sýningar, gild- ir aðeins á Ljón í síð- buxum. LJÓN í SÍÐBUXUM eftir Bjöm Th. Bjömsson Aukasýningar: Laugard. 7. mars. Fáein sæti laus. Föstud. 13. mars. Allra síðustu sýningar. Á STÓRA SVIÐI: ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANKGALATI íkvöld. Gul kort gllda. Uppselt. Sunnud. 8. mars. Græn kort gllda. Uppselt. Fimmtud. 12. mars. Hvitkortgilda. Uppselt. Laugard. 14. mars. Brún kortgilda. Uppselt. Sunnud. 15. mars. Uppselt. Fimmtud. 19. mars. Fáein sæti laus. Föstud. 20. mars. Uppselt. Laugard. 21. mars. Fáein sæti laus. Fimmtud. 26. mars. Fáeln sæti laus. AUKASÝNING Föstud. 27. mars. Laugard. 28. mars. Fáelnsæti laus. Fimmtud. 2. april. Laugard. 4. april. Kaþarsis - Leiksmiðjan sýnir á litla sviði: HEDDU GABLER eftir Henrik Ibsen. Laugard. 7. mars. Miðvikud. 11.mars. Föstud.13. mars. ... . - í Borgarleikhúsinu Höfundur: Pétur Gunnarsson. Tónlist: Spilverk þjóðanna. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðar- son. 3. sýning föstud. 6. mars. Fáein sæti laus. 4. sýning sunnud. 8. mars. Fáein sæti laus. 5. sýning, fimmtud. 12. mars. Fáein sæti laus. Sýningar hefjast kl. 20.30. Miðaverð kr. 800. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í síma alla virka dagafrá kl. 10-12. Sími 680680. Leikhúslinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur. Leikfélag Akureyrar TJÚTT&TREGI Söngleikur eftir Valgeir Skagfjörð íkvöldkl. 20.30. Næstsiðasta sýning. Laugard. 7. mars kl. 20.30. Siðasta sýning. Miðasala er i Samkomuhúsinu, Hafnarstrætl 57. Miðasalan er opln alla vlrka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- Ingu. Greiöslukortaþjónusta. Síml í mlðasölu: (96) 24073. ' GARÐALEIKHUSIÐ frumsýnir LUKTAR DYR eftir J.P. Sartre ikvöldkl. 20.30. 2. sýning föstudaginn 13. mars kl. 20.30. Þyðendur: Vigdis Finnbogadóttir Þuriður Kvaran. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Tónlist: Össur Geirsson. Búningar: Andrea Oddsteinsdóttir. Lysing: Alexander I. Olafsson. Leikstjori: Erlingur Gislason. Leikarar: Aldis Baldvinsdóttir. Margrét Akadottir. Valdimar Lárusson. Þorir Steingrimsson. Mamma Rósa ser um veitingar fyrir og eftir sýningar. Husió opnað kl. 19.00. Eftir sýningu heldur Höróur Torfason tonleika. Miöasala i Félagsheimili Kopa- vogs fimmtudaga kl. 17.00-19.00. sýningardaga frá kl. 16.00. Simi 41985. Annars simsvari. 44425. Allt i einni leikhusferó Matur - leiksýning • veitingar -tonlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.