Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1992. 7 Fréttir Wiesenthal-stofhunin: Forstjórinn telur að til séu fleiri skjöl - sem sanni ótvírætt sekt Eðvalds Hinrikssonar „Rannsókninni er enn ekki lokið. Það eiga fleiri skjöl og upplýsingar eftir að koma fram í dagsljósið sem sanna að Edvald Mikson er ekki sá sem hann segist vera. Ég hef hugboð um aö það séu til fleiri skjöl, sem sanna það,“ sagði Efraim Zuroff, for- stjóri Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem. Framkomnar upplýsingar í máh Eðvalds Hinrikssonar hafa vissulega vakið upp ótal spurningar. Skjöl, sem geymd eru í Ríkisskjalasafninu í Tallin í Eistlandi, sýna, svo ekki veröur um villst, að Eðvald hefur undirritað handtökuskipanir á hend- ur aUmörgum gyðingum, þar á meðal hinni 14 ára stúlku, Ruth Rubin. SkjöUn benda einnig til að hann hafi verið háttsettur innan fasistasveit- anna, Omakaitse. Loks benda skjöl, sem dregin hafa verið fram í Eist- landi, til þess að Þjóðverjar hafi fang- elsað Eðvald vegna þess að hann hafi rænt skartgripum og öðrum verðmætum af fórnarlömbunum. Allt þetta stangast á við þær fullyrð- ingar sem hann hefur sett fram í fjölmiðlum. Zuroff kvaðst ekki geta tjáð sig um hvar þessi skjöl væru geymd. Enn stæði yfir frekari leit að gögnum í Tallin og annars staðar þar sem ein- hver þeirra gætu hugsanlega leynst. Þær heimildir, sem Wiesenthal- stofnunin heíði byggt upplýsingar sínar til Davíðs Oddsonar forsætis- ráðherra á, hefðu staðist í smáatrið- Siglfirðingar fegnuðu nýjuogglæsi- legu skipi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Siglfirðingar íjölmenntu í gær til að taka á móti nýju og glæsilegu skipi sem Þormóður rammi hefur keypt frá Eskifirði. Þar er um að ræða fjöl- veiðiskipið Vöku sem Eskfirðingur hf. keypti nýtt til landsins á síðasta ári en hefur átt í erfiðleikum með að gera út. Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði að kaupverð skipsins væri 690 milljónir króna. Þormóður rammi og Hraðfrystihús Þórshafnar samein- uðust í upphafi um kaup á skipinu en á síðustu stigum samningsgerðar- innar var ákveðið að haga málum þannig að Þormóður rammi keypti skipiö. Hraðfrystihús Þórshafnar keypti síðan 0,5% af úthlutuðum loðnukvóta en skipinu fylgjr 2,87% af úthlutuöum loðnukvóta, bolfisk- kvóti að ígildi 234 tonna þorsks og um 300 tonna rækjukvóti. Þessi kvóti verður nýttur af Þormóði ramma, utan loðnukvótans en hann verður „bútaður niður“ og seldur ýmsum aðilum. Þormóður rammi hefur oftsinnis á undanfömum árum barist í bökkum fjárhagslega en Róbert sagði að staöa fyrirtækisins væri sterk núna. „Við buðum út nýtt hlutafé á síðasta ári og notuðum síðasta ár til endur- skipulagningar og það tókst vel. Það komu tugir milljóna króna inn í fyr- irtækið á síðasta ári og íslands- banki, sem er okkar viðskiptabanki, hefur stuðlað að því að okkur er kleift að kaupa skipið og hefur stutt mjög vel við bakið á okkur í allri endurskipulagningu fyrirtækisins," sagði Róbert. um í öðrum málum sem upp heföu komið. „Við erum ekki að búa þetta til,“ sagði Zuroff. „Um leið og rannsókn- inni er lokið munum við leggja öll þau gögn sem við höfum aflað á borð- ið. Menn geta siöan dregið ályktanir sínar af þeim. Ég get ekki sagt fyrir um hversu langan tíma tekur aö ljúka henni en við leggjum áherslu á aö það verði sem fyrst.“ -JSS NYR 0G STÆRRI FJOLSKYLDUBILL iSERSTAKT KYNNIH 599.744.- kr. stgr. H LADA SYHINGIDAB Við kynnum nýja útgáfu af Lada Samara (Lada Samara stallbak). Þessi bíll er 20 cm lengri en hin hefðbundna Samara og rúmbetri. Bíllinn hentarþví vel fjölskyldufólki. Lada Samara stallbakur er fimm manna og með lokaðri farangursgeymslu (skotti). Komið og skoðið nýja Samara bílinn ásamt fjölbreyttu úrvali af öðrum Lada bílum. I/ið bjóðum upp á kaffi og með því og krakkar fá ís og gos. SOL mess BIFREHJAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.