Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR K MARS 1992r 11 Sviðsljós Magni kaupmaður vildi endilega gefa gotterí en vildi helst ekki heyra meiri söng. DV-myndir GVA og BG Öskudagsstemning á Laugaveginum Þau voru ófá börnin sem settu skemmtilegan svip á miðbæinn á öskudag með því að klæða sig upp í ails kyns gervi og skemmta vegfar- endum með söng og sprelli. Kaupmenn tóku þeim flestir vel og biðu með körfur fullar af sælgæti. Einn þeirra sagðist hafa gefið rúm tíu kíló af gotteríi þann daginn og sá ekki eftir því vegna þess að hann fékk svo failegan söng í staðinn. Svo voru aðrir sem voru þannig staðsettir á Laugaveginum að söng- urinn glumdi í eyrum ailan daginn og því voru þeir famir að biðjast vægðar þegar blessuð börnin brýndu raustina enn eina ferðina. Svo var um Magna í versluninni „Hjá Magna“ en eins og myndin ber með sér vildi hann ólmur gefa stúlk- unum gotterí en baðst hins vegar undan meiri söng! Þær létu það ekki eftir honum. Lítil Rauðhetta nælir hér öskupoka á vegfaranda og sannar þar með að sú hefð er ekki alveg fallin i gleymsku. Þegar tunnan gaf sig rigndi karamellunum niður og þeir sem fremstir stóðu renndu niður úlpunni og gengu á brott eins og feitir karlar. FÍH 60 ára: Fjölbreytt tónlistar- dagskrá Félag íslenskra hljómlistarmanna hélt upp á 60 ára afmæli sitt fyrir skömmu með hátíðardagskrá í ís- lensku Óperunni. Dagskráin fólst í tónleikum þar sem fariö var í gegn- um tíðina og leikin sýnishom af þeirri tónlist sem hljómiistarmenn- irnir hafa fengist við hveiju sinni. Hátt. í hundrað hljómlistarmenn komu þama fram og gestirnir nálg- uðust fjórða hundraðið. Það má því segja aö það hafi verið þröng á þingi í Operunni þennan dag. Á meðal gesta voru frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Markús Öm Antonsson borgarstjóri og Heimir Steinsson útvarpsstjóri, ásamt auðvitað fjölda tónlistar- manna og velunnara þeirra. Um kvöldið var svo haldin árshátíð félagsins á Hótel Sögu þar sem við tók önnur eins dagskrá með tónlist- arflutningi og spaugi en Gysbræður komu m.a. í heimsókn. Þau gæddu sér á kokkteil þegar hlé var gert á dagskránni. F.v. Hrafn Páls- son, Jóhanna Linnet og Jón Múli Árnason. DV-myndir GVA A fjórða hundrað gestir voru viðstaddir hátíðardagskrá FÍH þegar félagið varð 60 ára. F.v., Hrafn Pálsson, Þórunn Sigurðardóttir, Stefán Baldursson, Helga Möller, Vilborg Kristjánsdóttir og Kristján Magnússon. HHf1 ** ii ESSEMM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.