Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 6. MARS 1992. 9 Utlönd Vill dverg í kviðdóm Dvergurinn Jeffrey Leibengood frá Houston í Texas er sakaður um að hafa myrt afa sinn. Leibengood telur ólíklegt að hann fái réttlátan dóm ef fullvax- ið fólk skipar kviðdóminn. Hann bað því dómarann að verða við þeirri ósk aö fá einn af sinni hæö í dóminn. Dómarinn neitaði. Simamynd Reuter Hjóna saknað af skútu Danskra hjóna er saknað ásamt þriggja annarra Norðurlandabúa eft- ir skútuslys fyrir utan Guinea-Bis- sau í Vestur-Afríku. Fólkið vann allt við hjálparstörf í landinu en var í fríi þegar óhappið varð. Fjórir Norð- urlandabúar björguðust en alls voru 12 um borð í skútunni. Hjónin hétu Anja Vollmer og Henning Andersen. Hann var læknir og bæði störfuðu þau fyrir Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Vitað er að allir lifðu af þegar skútan fórst og hélt fólkið sér á floti á belgjum en komst ekki til lands. Hjónin brugðu þá á það ráð að synda til lands, allt að 15 kílómetra vegalengd. Þau hafa hvergi komið fram. Þegar þeim sem eftir voru var bjargað höfðu þrír aörir Norður- landabúar horfiö úr hópnum. Enn er leitað á svæðinu en litlar líkur eru á að nokkur hinna týndu finnist. Ritzau GÆÐI Á GÓÐU VERÐI Amerísk jeppadekk og felgur á ótrúlegu verái All-Terrain 30"....Kr. 10,710 stgr. All-Terrain 31"....Kr. 11,980 stgr. All-Terrain 32"....Kr. 12,980 stgr. All-Terrain 33"....Kr. 13,300 stgr. All-Terrain 35"....Kr. 14,962 stgr. Felga, hvít 15X7...Kr. 3,300 stgr. Felga, hvít 15X10.... Kr. 4,490 stgr. Vagnhöfða 23, sími 91-685825 ÞAR SEM ALLT FÆST í JEPPANN GreiSslukjör allt að 18 mánuðum ;samstæður frá 49 ri afspíÍUn, og C, síspil stafrænn skjár. PIONEER hljómflutnin 1 bita (DCL) geislaspilari með handah Tvöfallt auto reverse segulbandstæl^ Útvarp FM/AM, 24 stöðva minnLsjáífl Alvöru PIONEER magnari, 2 x M W. Fjarstýring sem stjórnar öllum tækjunum. /ZZ inni og mörgu fl siayaiurlJ HVERFISGÖTU 103 ■ SÍMI25999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.