Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1992, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. MARS 1992. Viðskipti Verðkönnun Neytendasamtakanna: Bónus er í sérf lokki Bónus er meö lægsta verð á mat- vörum í landinu, samkvæmt verð- könnun Neytendasamtakanna í des- ember og janúar. KEA nettó á Akur- eyri og Hagkaup eru í öðru sæti. Verðkönnun Neytendasamtak- anna náði til 84 verslana úti um allt land og 76 vörutegunda. Samtökin búa til eins konar vísitölu sem fund- in er út með því að reikna út meðal- talsverð í könnunum og stilla þvi á 100. Bónus er með verðið 68,0, Hagkaup 80,7 og Mikligarður 89,0. Þetta eru þær þrjár verslanir sem landsmenn skipta mest við. Hagkaup er lang- stærsta verslun landsins. Þessi niðurstaða þýðir að vöruverð í Hagkaupi er 18,7 prósent hærra að jafnaði en í Bónusi. Vöruverð í Miklagarði er um 31 prósent hærra en í Bónusi. í verðkönnun Neytendasamtak- anna var ekkert tekið tillit tíi vöruúr- Vöruverð í Bónusi er um 18% lægra en í Hagkaupi, um 30% lægra en í Miklagarði og um 47 prósentum lægra en landsmeðaltalið. vals, afgreiðslutíma eða hvort við- Bæði Mikligarður og Hagkaup taka komandi verslun tekur greiðslukort. við greiðslukortum. Það gerir Bónus Útlitið hjá Eimskipi á þessu ári: Minni f lutningar en svipuð arðsemi - segir Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips Garðar Halldórsson, sonur Halldórs heitins Jónssonar, fyrrum stjórnarfor- manns Eimskips, á aðalfundinum i gær. Hann var kjörinn i stjórn. Á stjórn- arfundi eftir aðalfund var Indriði Pálsson kjörinn formaður stjórnar og Garð- ar varaformaður. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir að félagið geri ráð fyrir um 10 prósent samdrættí í flutn- ingum á þessu ári en samt sem áður svipaðri arðsemi eiginfjár og á und- anfomum árum. AðaJfundur Eim- skips var haldinn í gær að Hótel Sögu. Arðsemi eiginfjár var í fyrra 10 prósent. Hún hefur á undanfornum ámm að jafnaði verið í kringum 11 prósent. Þetta er það hlutfall sem skiptir hluthafa mestu. Til saman- burðar má geta þess að arðsemi af nýjum spariskírteinum ríkissjóðs var um 7 til 8 prósent á síðasta ári. Síðasta ár var það besta hjá félag- inu frá þensluárinu mikla, 1987. Velt- an var um 8 milljarðar króna og jókst um 2 prósent að raunvirði. Hagnaður af reglulegri starfsemi var um 525 milljónir í fyrra miðað viö 295 milljónir á árinu 1990. Hagn- aður fyrir skatta var 576 milljónir en var 701 milljón í fyrra vegna sölu á skipum og öðrum eignum. í efnahagsreikningi Eimskips em eignir bókfærðar á kostnaðarverði samkvæmt almennum reiknings- skilavenjum sem byggjast á sjónar- miðum varkámi. Markaðsverð eigna Eimskips er hins vegar um 1,4 millj- arðar umfram bókfært verð. Þar af er markaðsverð skipaflotans um 700 milljónir umfram bókfært verð. Hörður segir að á næstu árum muni félagið leggja mesta áherslu á að vinna nýja markaði erlendis og auka umsvif sín þar. Þegar hefur orðið veruleg aukning á umsvifum félagsins erlendis. Annað af höfuðmarkmiðum félags- ins er að lækka rekstrarkostnað um 15 prósent á næstu árum. Það markmið á fyrst og fremst að nást meö aukinni tæknivæðingu. -JGH Kaupfélag Eyfírðinga: 50 milljón króna hagnaður Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Þetta er lakari útkoma en við reiknuðum með í ársbyrjun en þegar komið var fram á áriö gerðum við okkur grein fyrir því að afkoman var verri en reiknað hafði verið með fyr- irfram. Endanleg niðurstaða er því í samræmi við það sem við reiknuðum með þegar búiö var að gera upp fyrri hluta ársins," segir Magnús Gautí Gautason, kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Eyfiröinga, en KEA hefur nú birt uppgjör sitt fyrir síðasta ár. Sanmkvæmt því er rekstrarhagn- aður félagsins um 50 milljónir króna sem er ekki nema um fimmtungur af rekstrarhagnaöi árið á undan. Heildartekjur KEA á árinu námu 8,7 milljörðum króna og félagið er í því hópi tekjuhæstu fyrirtækja landsins. Magnús Gautí segir aö tekjumar hafi verið minni en reiknaö hafði verið með. „Það var talsverður sam- Svona skiptist starfsemi KEA. Versl- unardeildin er stærst. dráttur hvaö varðar innlagða mjólk á árinu og þar veldur mestu tilboð ríkisstjórnarinnar um að leigja mjólkurkvóta af bændum. En hvað varðar aðrar tekjur má segja að þær hafi ekki veriö langt frá því sem við reiknuðum með. Hins vegar var kostnaðurinn allur miklu hærri og þar vega fjármagns- gjöldin hæst og ailur almennur kostnaður var hærri en reiknað hafði verið með.“ - Hver veröa viðbrögð stjómenda fyrirtækisins við þessum niðurstöð- um? „Það verður fyrst og fremst hugsað um það að reyna að hagræða eins og kostur er. Við geram okkur ekki vonir um að tekjumar aukist neitt á innanlandsmarkaði, það verður sanmdráttur í þjóðartekjum og við þær aðstæður er ekki um neitt annað að ræöa en aö hagræða til að ná nið- ur kostnaði," sagði Magnús Gauti. ekki. Auk þess er vöraúrval meira í Hagkaupi og Miklagarði. Afgreiðslu- tími í Bónusi er auk þess styttri. Einhverra hluta vegna er verslun- in Fjarðarkaup ekki inni í verðkönn- uninni. Það er galli við könnunina. Vöraverð á landsbyggðinni er mun hærra en í Reykjavík. Langflestar verslanir úti á landi era með verð yfir 100 á fyrmefndum skala eða yfir meðaltahnu. Hæst er verðið á Vest- fjörðum og Austurlandi. Það er athyghsvert að Hagkaup er með svipað vöraverð í verslunum sínum á Akureyri og Njarðvíkum og í Reykjavík. Þær verslanir úti á landsbyggðinni sem era með lægsta vöraverð tengj- ast allar svonefndu bónuskerfi eins og Bónus notar í Reykjavík. Dæmi um þetta er nettóverslun KEA á Akureyri sem er með verðið 79,9 á áðurnefndum skala á meðan stór- markaður KEA í Hrísalundi er með verðið 86,5. Hagkaup á Akureyri er með verðið 80,2. KB-Bónus, Borgamesi, er með lægsta verð á Vesturlandi, 87,3. Vöra- hús KB, Borgamesi, er hins vegar með verðið 103,6. Á Vestfjörðum var Kaupfélag ís- firðinga lægst með verðið 103,7 á áð- umefndum skala. Á Austurlandi er Víkurmarkaöurinn, Neskaupstað, lægstur með verðið 96,4. Á Suður- landi var KÁ Betri bónus, Selfossi, lægst, 88,0. Á Suðurnesjum var Hag- kaup í Njarð'víkum með lægsta verð, 80,2. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%> hæst INNLÁN óverðtryggo Sparisjóðsbækur óbundnar 1-2 Landsbanki Sparireikningar 3ja mánaöa uppsögn 1,25-3 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 2,25-4 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 0,5 Allir Sértékkareikningar 1-2 Landsbanki VISITÖLUBUNONIR REIKNINGAR 6 mánaöa uppsögn 2,75-3 Landsbanki 1 5-24 mánaða 6,75 7,25 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5-5,5 Allir nema islb. Gengisbundnir reikningar i SDR 6-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsb.,lslb. ÓBUNONIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyföir. 3-3,5 Landsbanki Óverðtryggö kjör, hreyfðir 4,5-5,25 Landsbanki SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR Vísitölubundnir reikningar 1,75-3 Landsb. Gengisbundir reikningar 1.75-3 Landsb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6-6,5 Búnaðarbanki óverötryggð kjör 6-6,5 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 2,75-3,0 Allir nema islb. Sterlingspund 8,25-8,7 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-8,2 Sparisjóðirnir Danskar krónur 8,0-8,4 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst útlAn ÓVERÐTRYGGÐ Almennir víxlar (forvextir) 12,25-1 3,75 Búnaðarbanki Viöskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf B-flokkur 13-14,25 Búnaðarbanki Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 1 5-1 5,75 Islb. útlAn VERÐTRYGGÐ Almenn skuldabréf B-flokkur 9,75-10 Búnb.,Sparisj. afurðalAn Islenskar krónur 12,5-14,25 Islb. SDR 8,25-8,75 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,0-6,75 Sparisjóðir Sterlingspund 11,9-1 2.75 Sparisjóðir Þýsk mörk 11,25-11,5 Búnðarbanki Húsnaoöisián 4,9 Lif ey rissjóöslón 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf mars 14,3 Verötryggð lán mars 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala febrúar 31 98 stig Lánskjaravísitala mars 31 98 stig Byggingavlsitala mars 598 stig Byggingavísitala mars 1 87,1 stig Framfærsluvísitala febrúar 1 60,4 stig Húsaleiguvísitala 1,1% lækkun 1. janúar VERÐBRÉFASJÓDIR HLUTABRÉF Sölugengi bréfa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,128 HÆST LÆGST Einingabréf 2 3,257 Sjóvá-Almennar hf. - 5,65 L Einingabréf 3 4,025 Armannsfell hf. . 2,40 V Skammtímabréf 2,039 Eimskip 5,05 K 5,80 V,S Kjarabréf 5,761 Flugleiðir 1,85 K 2,05 K Markbréf 3.097 Hampiöjan 1,50 K1.84 K.S Tekjubréf 2,141 Haraldur Böövarsson 2,00 K 3,10 K Skyndibréf 1,783 Hlutabréfasjóöur VlB 1,04 V 1,10 V Sjóðsbréf 1 3,198 Hlutabréfasjóöurinn . 1,73 V Sjóðsbréf 2 2.940 Islandsbanki hf. . 1,73 F Sjóðsbréf 3 1,924 Eignfél. Alþýöub. 1.25 K 1,70 K Sjóðsbréf 4 2,030 Eignfél. lönaðarb. 1,85 K 2,22 K Sjóðsbréf 5 1,735 Eignfél. Verslb. 1,15 K 1,48 K Vaxtarbréf 2,0715 Grandi hf. 2,10 K 2,70 S Valbréf 1,9416 Olíufélagið hf. 4,50 K 5,00 V Islandsbréf 1,289 Olís 2,10 L 2,18 F Fjóröungsbréf 1,150 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K Þingbréf 1,285 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4,90 öndvegisbréf 1,265 Sæplast 6,80 K 7,20 K Sýslubréf 1,310 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L Reiöubréf 1,243 Otgerðarfélag Ak. 4,50 K 4,80 L Launabréf 1,025 Fjárfestingarfélagiö 1,18 F 1.35 F Heimsbréf 1,169 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F1.15 F.S Auölindarbréf 1,04 K 1,09 K.S Islenski hlutabréfasj. 1,15 L 1,20 L Sildarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L 1 Við kauná viðskiptavlxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K= Kaupþing, V = VlB, L= Landsbréf, F = Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DVá fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.