Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1992. Spumingin Hvað finnst þér um vík- ingasveit lögreglunnar? Ásrún Björgvinsdóttir: Mér finnst allt í lagi með hana. Hún kemur að góðum notum. Gunnar Steinsson: Víkingasveitin er bara ágæt, allavega miðað við þaö sem maður hefur séð af henni. Anna María Gunnarsdóttir: Víkinga- sveit lögreglunnar á alveg rétt á sér. Steinunn Gunnarsdóttir: Mér finnst hún bara vera mjög góð. Ómar Valdimarsson: Víkingasveit- armenn eru mjög ábúðarmiklir og margir. Sigurður örn Arnarson: Víkinga- sveitin er ansi sniðug. Lesendur Gipsy Kings - stórtónleikar með sex? Páll Ólafsson skrifar: Listahátíð 1992 hefst nú í lok mán- aðarins. Reynt verður að tjalda ýmsu til sem mætti vera áhugavert. Oft hefur líka vel tekist til á þessu sviði hér. Nú í ár er auglýst að sú heims- fræga hljómsveit „Gipsy Kings“ komi hingað og leiki í Laugardals- höll þann 27. maí - tveimur dögum fyrir hina raunverulegu opnun Listahátíðar. Þetta er svo sem gott og blessaö en það vakna upp ýmsar efasemdir hjá mér og áreiðanlega mörgum öðrum sem þekkja til þess- arar stórgóðu hljómsveitar sem er einstæð að því leyti að hljóðfæraleik- arar nota aUir gítara (utan tromu- og hljómborðsleikari). í fréttatilkynningu um hljómsveit- ina, t.d. í Mbl. sl. laugardag, segir m.a. „Listapopp á Listahátíð 1992 er að þessu sinni fólgið í stórtónleikum hljómsveitarinnar Gipsy Kings í Laugardalshöll miðvikudaginn 27. maí.“ - Og ennfremur: „Gipsy Kings er skipuð sex herramönnum að spænskum uppruna..." Þetta er nokkuð losaraleg kynning svo ekki sé meira sagt. - Eg veit t.d. ekki bet- ur en hljómsveitina skipi 11 manns samtals. - Hljómsveitin Gipsy Kings heldur a.m.k. aldrei hljómleika með 5 eða 6 hljóðfæraleikurum. Það væri þá líka engin hljómsveit, heldur ein- hver „grúppa á fátæktarmörkunum" eins og einhver hefur komist að oröi um allar þessar litlu fátækragrúppur innlendar og erlendar. - Eða hvemig er hægt að auglýsa „stórtónleika" hljómsveitar með sex manns? Mér þykir líka að heldur lítið sé gert út komu þessarar heimsfrægu hljómsveitar með þvi að mionast hvergi á hana í bæklingi Listahátíð- ar, hönnuðum af íslensku auglýs- ingastofunni hf. Reyndar er ekki hægt að lesa fyrirsagnir þær sem í bæklingnum eru settar með hvítu letri í svartan ramma, svo mikil hörmung er letrið og uppsetningin. - Að því frátöldu virðist mér talsvert brogað við heimsókn Gipsy Kings - eða hluta hljómsveitarinnar, eins og ég vil meina - ef ekki koma nema 6 hljóðfæraleikarar og ekki eðlilegt að verðleggia miða á slíka hljómleika á rúmar 4 þúsund krónur. ,Veit ekki betur en hljómsveitina skipi 11 manns,“ segir bréfritari. Knattspyrnuleikir - Áskorun til fjölmiðla Ronald Kristjánsson skrifar; Laugardaginn 23. maí nk. hefst 81. íslandsmótið í knattspymu. Ég er orðinn nokkuö óhress með þá þróun eða öllu heldur öfugþróun sem hefur einkennt knattspymuna hér sl. ár. - Ég skora því á fjölmiðlana að dæma af meiri hörku línuverði og dómara fyrir hlutdræga og lélega dómgæslu - og ekki slá af í þeim efnum. Það er til skammar hvemig dómar- ar t.d. hafa komist upp með fáránlega dómgæslu undanfarin ár. Því miður hafa erlendir dómarar ekki verið til fyrirmyndar í þeim efnum og á ég þá við erlenda dómara sem hingað hafa komið til að dæma leiki. - Ég tel að við íslendingar ættum aö reyna að vera fyrirmynd fremur en að apa eftir erlendan ósið. KSÍ og Dómarasambandið ættu að fylgjast betur með hvernig dómgæslu er háttað og ef dómarar verða upp- vísir um ofannefnd brot á að sekta þá og banna þeim að dæma um hríð (eins konar leikbann). Oft vill brenna við að dómarar dæma eftir líkum eða þykjast ekki sjá alvarleg brot. - Dóm- arar ættu einnig að hætta að bera svona mikla virðingu fyrir „gömlu kempunum" svokölluðu og frekar, vegna leikreynslu þeirra, aö dæma þá harðar en aðra. Það er of áber- andi að reyndir, frægir leikmenn sleppa með tiltal en hinir -reynslu- minni fá e.t.v. gult spjald. Ég nefni engin nöfn en þessu þarf að breyta. Knattspyman á að vera friðsamleg barátta innan þeirra marka sem við nefnum íþróttir en ekki blóðugur hildarleikur. Einkunnarorð VALS lýsa því best hvemig drengileg knatt- spyrna á að vera og íþróttir al- mennt: „Látið kappið aldrei bera feg- urðina ofurliði". Og sem túlka mætti svo að fagna beri sigurvegara og þakka mótheija því án hans væri sigurinn ekki mögulegur. Áhorfendur og stuðningsmenn lið- anna verða einnig að leggja sitt af mörkum og ganga þrifalegar um íþróttasvæðin. Bréfamsl og gosdósir er alltof algeng og ófögur sjón eftir leiki hér. Hér þarf betri umgengni og bætt hugarfar. Reynum einu sinni aö vera fyrirmynd í góðum siðum en ekki apa eftir ósiði annarra. - Óska ég öllum knattspymufélögum 1. deildar velgengni í sumar og áhorf- endum og stuðningsmönnum góðrar skemmtunar. Björgunarþyrlu sem ódýrast Sigurður Gíslason skrifar: Nú hefur ríkisstjómin samþykkt að fela dómsmálaráðherra og fjár- málaráðherra aö leita eftir samning- um um kaup á björgunarþyrlu. Áður hafði ráðgjafahópur skilað áliti sínu um val á björgunarþyrlu og þeir kostir nefndir sem til greina kæmu að áliti þessa hóps. - Einn af þessum kostum er sá að taka upp viðræöur við bandarísk stjómvöld um að fá þyrlu keypta í gegnum sölukerfi bandaríska hersins. Hefur nú verið skipuð þriggja manna viðræðunefnd frá dóms- og fjármálaráðuneytinu auk fufitrúa frá Landhelgisgæslunni til að ræða frek- ar við bandaríska aðila um framhald málsins. - Ég tel þetta vera eitt besta innleggið í umræðuna í björgunar- þyrlumálinu sem fram hefur komið hingað til. Það er alveg sjálfsagt að mínu áliti að reyna t.d. að kaupa DV áskiíur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. „Einhvers konar samnýting á björgunarþyrlu með varnarliðinu er besta lausnin," segir m.a. i bréfinu. DV-mynd S sams konar þyrlu og vamarliðið hér á landi notar, ekki síst með tilliti til varahluta og viðhalds þyrlunnar. Ný þyrla er mjög dýr kostur og þótt einhverjir leggi áherslu á að þyrluna verði að kaupa nýja er það ekki spuming að ný þyrla er mun dýrari og getur bmgðið til beggja vona um notagildi hennar, í þeim til- vikum ef varahluti vantar í lengri eða skemmri tíma. - Einhvers konar samnýting á björgunarþyrlu með vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli ætti að vera besta lausnin. Og þó umfram aUt að fá aðra björgunar- þyrlu sem ódýrast. Hunduriiini bflnumbeið Einar Ingvi Magnússon skrifar: Ég fór í Laugarásbíó 24. apríl sl. og lagði bílnum minum við hliöina á Subaru station biireið. Númer og útlit bílsins lagði ég sérstaklega á minnið þar sem í bifreiðinni var innilokaður stór golden retriever hundur. Úti var kalsaveður og hávaðarok og bíll- inn minn var fljótur að kólna eft- ir að ég slökkti á véiinni. Klukkan var 18.45. Þegar ég kom út var kl. 20.48. Ég gekk aö bíinum rnínum en ætlaði ég ekki aö trúa mínum eigin augum þvi hundurinn var enn innilokaöur i bilnum. - Ég get ekki að því gert en þetta finnst mér forkastanleg vanræksla eigandans. Atvik þetta kærði ég til lögreglu og hvet fólk til að gera slíkt hið sama þvi það er borgaraleg skyida okkar er við sjáum brotið á saklausum málleysingjum. Tóbakiðfrjálst -sporíréttaátt F.Ó.P. hringdi: Ég fagna þeirri ákvörðun að leysa tóbaksvörur undan einok- unarverslun í landinu. Þetta er spor i rétta átt. Nú er bara að sigr- ast á síðasta hjallanum - áfengið undan einokunarþjónustunni og þá lýkur einum leíðinlegasta kafla í cinokunverslunar hér á landi. Nubetjenes... Sigfús hringdi: I sjónvarpsfréttum í gærkvöidi (þriðjud. 12. maí) var enn rætt um Lánasjóð námsmanna og umræður um hann á Alþingi. A einum stað í yfirreið sjónvarps- myndavélarinnar birtist skilti með rauðum stöfum þar sem stóð: Nu betjenes 39. - Mér sýnd- ist þetta vera frá afgreiðslu í Lánasjóði islenskra námsmanna. Ef svona skilti er við lýði hér á opinberri stofnun er hræsnin hjá Iúnu opinbera mikil þegar krafist er þýöingar á sérhverri „hungur- lús“ sem fram kemur í sjónvarpi af erlendum vettvangi. Skiltiö „Nu betjenes...“ er dæmi um flísina og bjálkann. Einar skrifar: Ég vil bynja á að þakka DV fyr- ir ágæta nýlega umfjöllun um tónlist á veitingastöðum og í símakerfi fyrirtækja. - í mörgum tilvikum gengur þetta út i öfgar. í kvikroyndahúsum borgarimiar er tónlíst líka alltof hátt stillt og það svo að hún spilhr oft beinlín- is eftii myndarinnar. Tvö kvikmyndahús eru hvað verst aö þessu ieyti, að mínu mati, Regnboginn og Stjömubíó. Á kvikmyndinni Hook er Ld. tón- listLn svo hátt stillt að manni ligg- ur við að ganga út vegna hávað- ans. Það er raál aö linni þessari yfirþyrmandi uppáþrengingu, sem hávaðatónlist er orðin, og það á óliklegustu stöðum. - Eins og t.d. í símtækjum fyrirtækja, sem viðskiptavinir veröa að sætta sig við að hlýöa á hvort sem þeim líkar betur eða verr. Fjölskylda án þvottavélar G.G. skrifar: Fjölskyldu eina sem komin er hingaö til lands frá Austur-Evr- ópu til dvalar um óákveðinn tíma, og býr í næsta nágrenni, vantar sárlega þvottavél. Ef ein- hver vill vera svo góður að gefa - eða selja við vægu verði - þvottavél sem er í lagi en ekki er lengur not fyrir, þá vinsamlegast hringi sá í síma 12209 eftir kl. 20, tíl aö gefa frekari upplýsingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.