Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Qupperneq 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM '
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SÍMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning. umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Víti til að varast
Sú þróun hefur átt sér staö í ríkjum Evrópubanda-
lagsins og þó einkum í Bandaríkjunum að tekjubil milli
þeirra lægst launuöu og best efnuðu hefur breikkaö.
Hinir ríku veröa ríkari, hinir fátæku fátækari. Fólk meö
menntun, aðstööu og fjármagn hefur getað notfært sér
kosti neyslusamfélagsins og hins frjálsa markaðar til
að koma ár sinni fyrir borð á meðan lágstéttin hefur
setið eftir. Að vísu hefur Evrópubandalagið gert veru-
legt átak til að bæta hlut hinna verst settu að því er
varðar húsnæði og opinbera þjónustu en vaxandi hópur
atvinnuleysingja og undirmálsfólks hefur engu að síður
ekki nema lágmarkslaun meðan hæstu laun fara hækk-
andi. Bilið eykst.
Þessi gjá, sem þannig myndast í krafti stéttaskipting-
ar og tekjumunar, hefur leitt til aðskilnaðar og skiln-
ingsleysis á högum undirmálsfólksins. Efnaða fólkið býr
um sig í vemduðu umhverfi og einangrar sig frá fátækt-
argettóunum og þeim þjóðfélagshópum sem lifa í allt
öðrum heimi en sem snýr að umheiminum. Lágstéttirn-
ar sjá hins vegar glansmyndirnar í sjónvarpinu og hafa
þær fyrir augunum í veruleikanum í bifreiðum, hús-
eignum, veitingahúsum og leikvöllum fína fólksins. Þeg-
ar þessi veruleiki kemur einnig fram í misrétti réttar-
fars eins og gerðist á dögunum vestur í Los Angeles
brjótast út óeirðir sem eru afleiðingar af bældri heift
og beiskju yfir misskiptum lífsgæðum. Það sama gerist
í Evrópu þar sem innflytjendur og atvinnuleysingjar
og ómenntaður fjöldinn horfir upp á vellystingar forrétt-
indastéttanna.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur
komið fram með tölur um tekju- og eignaskiptingu hér
á landi sem benda til vaxandi mismunar á kjörum fólks.
Jóhanna fullyrðir að rannsóknir hennar leiði í ljós fjórt-
ánfaldan mun á bestu tekjum og lægstu tekjum þegar
skattframtöl fimmtungs tekjuminnsta launafólksins
annars vegar og fimmtungs hinna tekjuhæstu eru skoð-
uð.
Þessum tölulegu upplýsingum Jóhönnu verður að
taka með fyrirvara. Athugun DV bendir til dæmis til
þess að sams konar tekjumunur hafi verið til staðar í
allmörg ár. Erfitt er sömuleiðis að átta sig á þeim for-
sendum sem Jóhanna leggur til grundvallar, svo sem
vinnuframlagi, og forsætisráðherra hefur réttilega bent
á að útreikningar Jóhönnu séu gerðir áður en til tekju-
jöfnunaraðgerða kemur.
Engu að síður er vert og tímabært að taka aðvaranir
félagsmálaráðherra alvarlega. Þær segja okkur að sams
konar þróun í tekju- og eignaskiptingu geti auðveldlega
átt sér stað hér á landi og áberandi er bæði austan hafs
og vestan. Stéttaskipting er að skjóta hér rótum þótt
með öðrum formerkjum sé en hingað til hefur þekkst.
íslendingar hafa löngum getað hrósað sér af stétt-
lausu þjóðfélagi. Hér hefur ríkt töluverður jöfnuður og
jafnræði og enda þótt vissulega hafi fólk ávallt borið
misjafnlega mikið úr býtum hefur stéttaskipting og
eignaskipting verið meira í orði en á borði. Böm verka-
manna hafa átt jafna möguleika á við börn forstjóra til
að komast áfram í lífinu. Hér hafa iðnaðarmaðurinn og
háskólaprófessorinn búið hhð við hlið. Hér hafa pening-
ar sjaldnast skilið þjóðfélagshópana að. Ekki nema þá
í undantekningartilvikum.
Upplýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur eru takmörk-
unum háðar. En þær vekja upp tímabæra spurningu
og aðvömn.- Hér er víti sem þarf að varast.
Ellert B. Schram
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1992.
„Yíir hálf milljón er komin á vergang og daglega bætast um 20 til 30 þúsund við.“ - Hlaupið með matarbirgðir
í miðborg Sarajevo. Símamynd Reuter
Saddam Milosevic
Miðað við þá fjöldamóðursýki
sem mögnuð var upp á Vesturlönd-
um í kjölfar innrásar íraks í Kú-
veit í ágúst 1990 mætti ætla að allur
heimurinn stæði nú á öndinni út
af útþenslustríði Serba í fyrrum
Júgóslavíu. En nú kveður við allt
annan tón. Nú er ekki talað um
grímulausan yfirgang, sem allar
þjóðir heims verði að standa saman
gegn, nú er ekki talað um að hern-
aðarlegt ofbeldi verði ekki þolað af
aðildarríkjum Sameinuðu þjóð-
anna.
Þvert á móti. Allt fram á það síð-
asta hefur verið talað um innbyrðis
ágreining sem utanaðkomandi eigi
ekki að skipta sér af. Betur heíði
sama röksemd verið látin gilda í
Kúveit. Arabaríkin hefðu leyst þá
deilu sjálf ef ekki hefði komið til
stríðsyfirlýsing Bush forseta strax
í upphafi. En í Júgóslavíu hafa
Bandaríkin reynt með öllu móti að
forðast að taka afstöðu og haft uppi
máttlaust hjal um að ekki eigi að
skipta sér af innanríkismálum. Á
þeirri forsendu komu Bandaríkja-
menn sér undan því flestum öðrum
lengur að viðurkenna Króatíu og
Slóveníu sem sjálfstæð ríki, heldur
hafa reynt allt til hins síðasta að
halda í óbreytt ástand, það er að
segja Júgóslavíu sem sambands-
ríki, enda þótt sú hugmynd sé
löngu dauð.
Að lokum hafa þau nú viður-
kennt ásamt Evrópuríkjunum að
staðreyndir verði ekki umflúnar en
engu að síður forðast Bandaríkja-
menn að taka þá forystu sem þeir
töldu sér tilheyra við Persaflóa, nú
í sjálfri Evrópu, þegar grímulausu
ofbeldi er beitt á ófyrirleitnari hátt
en sést hefur síðan Þjóðveijar inn-
limuðu Tékkóslóvakíu áriö 1939, í
kjölfar Munchenarsamninganna
um Súdetahéruðin.
Bosnía
Stríðið í Bosníu er landvinninga-
stríð Serba, ódulbúið með öllu, þaö
er tilraun til að inniima ríki sem
lýst hefur yfir sjálfstæði sínu, með
yfirburðahervaldi. Slíkt hefur ekki
sést í Evrópu í meira en hálfa öld
en engu að síður er ekki svo að sjá
sem stórveldi heims láti sig málið
miklu skipta.
Sú réttláta reiði, hræðsluáróður
og falsanir sem einkennt hafa af-
stöðuna til íraks strax frá upphafi
í þeim tilgangi að spana upp al-
menningsálitið hefur látið á sér
standa í hemaði Serba gegn ná-
grönnum sínum. Samt hafa verið
framin ekki minni grimmdarverk
í þeim hemaði en nokkm sinni
vora framin í Kúveit, eyðileggingin
er miklu meiri, fjöldamorð tíðari,
flóttamannastraumurinn ekki
minni. Fullkomnum vopnum er
beitt gegn vamarlausu fólki í vís-
KjaUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
vitandi útrýmingarstríði Serba
gegn öðrum þjóðum í Bosníu-
Herzegovinu.
Yfir hálf milljón er komin á ver-
gang og daglega bætast um 20 til
30 þúsund við. Serbar ráða þegar
tveimur þriðju hlutum landsins og
ætla sér að innlima þann hluta sem
þeim sýnist, rétt eins og Þjóðverjar
innhmuðu tékkneska hlutann,
Bæheim og Mæri, í Tékkóslóvakíu,
en gerðu Slóvakíu að leppríki sínu.
Þetta lætur umheimurinn allt að
því afskiptalaust. En vitaskuld er
ekki olíu að finna í Bosníu.
Kommúnistar og múslímar
Stjóm Milosevics í Belgrad er
kommúnistastjórn undir dulnefni
og það er stjómkerfi kommúnism-
ans sem gerir þessa útþenslu
mögulega. En orsakimar em alda-
gamalt hatur og þjóðremba sem
tókst að halda í skefjum á dögum
Títós en Milosevics hefur æst upp
að nýju á vísvitandi hátt síðustu
fimm ár. Það var útþenslustefna
Serba sem gerði öðmm ríkjum
sambandsríkisins Júgóslavíu
ómögulegt að halda áfram í ríkja-
sambandinu.
Yflrgangur Milosevics flæmdi
fyrst Slóvena og þá Króata úr sam-
bandinu, síðan Makedóníu. Bosnía
vildi aftur á móti í lengstu lög halda
áfram í ríkjasambandinu, því að
þar eru hlutfóll þjóðarbrotanna
önnur og þar hefur í áranna rás
ríkt miklu meiri samstaða þeirra á
milli en til dæmis í Króatíu, þar
sem ríkir opið hatur. Nærri helm-
ingur íbúa Bosníu er slavneskir
múslímar, sem tóku þá trú á yfir-
ráðatíma Tyrkja, og sambúð mú-
slíma bæði við Serba og Króata
hefur lengst af verið góð.
Serbar era um 28 prósent, Króat-
ar um 16 prósent af alls 4,5 milljón-
um sem búa í Bosníu. Mikill hluti
Króata býr í Herzegóvínu, sem Ugg-
ur að Króatíu, og hin nýja króa-
tíska stjóm hefur fullan hug á að
innlima þann hluta ef Serbar fara
sínu fram með hinn hlutann. Ætl-
un Serba er að innlima allar serb-
neskar byggðir Bosníu í Stór-Serb-
íu, rétt eins og í þeim þriðjungi
Króatíu sem þeir ráða þegar eftir
landvinningastríð sitt þar.
Þetta geta þeir í krafti þess að
sambandsherinn er undir þeirra
stjóm, þetta er stríð Serba við ná-
grannaríkin. Þetta er engin innan-
landsdeila, hér eigast viö sjálfstæð
ríki sem umheimurinn hefur við-
urkennt. Hvar er nú allt talið um
grímulaust ofbeldi og hvar er hin
réttláta reiöi?
Refsiaðgerðir
Serbía hefur ásamt leppríki sínu,
Montenegro eða Svartfjallalandi,
krafist þess að verða viðurkennt
sem arftaki gömlu Júgóslavíu. Nú
fyrst hafa EB, RÖSE og Bandaríkin
hafnað þeirri kröfu. Sameinuðu
þjóðimar eiga enn eftir að taka af-
stöðu. En sú krafa sem verður að
gera til þjóða heims vegna þessa
ástands er að Serbía fái að minnsta
kosti sömu meðferð og írak.
Algert viðskiptabann, algert
bann við flugsamgöngum, alger
frysting á öllum innstæðum í bönk-
um erlendis er aðeins fyrsta skref.
Ríki heims verða að vera undir það
búin að beita valdi, til dæmis við
að framfylgja samgöngubanni ef
ekjd á fleiri sviðum.
Án róttækra ráðstafana munu
Serbar hafa sitt fram, hernám
þeirra mun ekki ganga til baka fyr-
ir vinsamleg tilmæli. Með aðgerð-
unum gegn írak hefur fordæmið
verið geflð. Hér í Evrópu blasir við
annað og nærtækara dæmi um
grímulausan yfirgang. Til þess
verður að ætlast að honum verði
mætt með ráðum sem duga.
Gunnar Eyþórsson
„Án róttækra ráðstafana munu Serbar
hafa sitt fram, hernám þeirra mun ekki
ganga til baka fyrir vinsamleg tilmæli.
Með aðgerðunum gegn írak hefur for-
dæmið verið gefið.“