Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1992.
15
SKialasöfnin
íMoskvu
Þegar sovésk skjalasöfn eru opn-
uð mega flestar þjóðir búast við að
eitthvað komi þar fram sem þær
varðar. Svo er einnig um íslend-
inga og því ekki óeðlilegt að ffétta-
ritari íslenska sjónvarpsins leggi
leið sína í eitthvert þessara nýopn-
uðu skjalasafna.
Þarf ekki að koma á óvart
í fréttum og kastljósi sjónvarps-
ins 1. maí var greint frá þessum
söfnum og viðkomu fréttaritarans
í einu þeirra. Sú umfjöllun var
nokkuð umhugsunarverð. Það
kom ekki fram að fréttaritarinn
heföi rýnt að ráði í nein skjöl, bara
að þama væri að firrna ýmis skjöl
sem varöa ísland og íslendinga, og
hann hefði séð einhver þeirra.
Það þarf ekki að koma neinum á
óvart. En svo fylgdu spekfilasjónir
og látið í veðri vaka að þessi skjöl
myndu varpa nýju ljósi á ýmislegt,
og þá fýrst og fremst tengsl ís-
lenskra sósíalista og/eða kommún-
ista við Sovétstjómina, ekki bara
meðan Kommúnistaflokkur ís-
lands var og hét, heldur líka eftir
að hann var lagður niður, og Sós-
íahstaflokkurinn stofnaður.
íslendingum, sem komnir em til
vits og ára, ætti ekki að koma neitt
á óvart í þeim efnum, svo lengi
hefur Morgunhlaðið fullyrt um
náin tengsl íslenskra kommúnista
í teygjanlegri merkingu þess orðs
sem eitthvað þekkja til sögu sósíal-
iskrar hreyfingar á íslandi ætti
ekki að koma á óvart þótt skjöl
finnist í Moskvu sem sýna einhver
slík tengsl. Shkt er í mínum augum
varla fréttnæmt.
Hluti heimshreyfingar
Kommúnistaflokkur Islands, sem
starfaði á áranum 1930-1938, var
defld í Alþjóðasambandi kommún-
ista, Komintem. Brynjólfur
Bjarnason, formaður kommúnista-
flokksins, greindi frá því í við-
tölum, sem ég átti við hann, og
komu á bók haustið 1989 (bls. 88),
aö félagar KFÍ hefðu sótt þing Ko-
mintem, virt samþykktir þess og
stundum rætt við fulltrúa þess um
sérstök vandamál flokksins. Hins
vegar sagði hann KFÍ hafa verið
„ ... þeim sem eitthvað þekkja til sögu
sósíaÍiskrar hreyfingar á íslandi ætti
ekki að koma á óvart þótt skjöl finnist
í Moskvu sem sýna einhver slík tengsl.
Slíkt er í mínum augum varla frétt-
næmt.“
við Moskvu. Og reyndar þarf ekki sjálfstæðari gagnvart Komintem
öfgakennda umfjöliun Morgun- en flestaUir aðUdarflokkar þess.
blaðsins um þessi efni til að þeim ÉgspurðiBrynjólfekkiútítengsl
Kjállariiin
Einar Ólafsson
bókavörður
Var íslenskum kommúnistum stjórnað frá Moskvu?
hans og félaga hans við sovéska
kommúnista eftir að flokkurinn
var lagður niður. Mér fannst það
ekki sérlega áhugvert. Annars
komst ég svo að orði í inngangi
mínum að framangreindri bók (bls.
51): „Þótt Brynjólfur legði áherslu
á að hver þjóð yrði að finna sína
leið tfl sósíalismans, var honum,
og upp til hópa hans kynslóð sósíal-
ista, eiginlegt að líta á sig sem hluta
heimshreyflngar sem Sovétríkin og
alþýðulýðveldin, sem stofnuð vora
í stríðslok, voru einnig hluti af.
Þeir litu þess vegna á forystu-
menn þessara ríkja sem samherja.
Brynjólfur hafði auk þess haft per-
sónuleg kynni af mörgum þeirra á
alþjóðlegum þingum og ráðstefn-
um og ferðalögum um þessi lönd.“
Það hefur heldur ekíd verið neitt
launungarmál að meðal annarra
hafði Einar Olgeirsson lengi góð
sambönd austur fyrir járntjald, þ.
á m. við Moskvu, og var oft milh-
göngumaður þegar íslenskir stúd-
entar fóru til náms við austurevr-
ópska og sovéska háskóla á sjötta
og sjöunda áratugnum. Það var
heldur ekki nein launung á, að
Fylkingin hafði sambönd í Moskvu
framundir 1970, og á vegum hennar
fór fjöldi íslendinga á skóla ung-
kommúnista í Moskvu.
Þekkingarleysi
í sjónvarpinu var komist ein-
hvern veginn þannig aö orði, að
þessi skjöl, sem nú era orðin aö-
gengileg, sýndu að íslenskum
kommúnistum hefði verið stjórnaö
frá Moskvu. Samt kom ekkert fram
um það í þættinum, aðeins að um
bréfaskipti hafi verið að ræða milli
Reykjavikur og Moskvu. - Þetta er
nokkuð fljótfærnisleg ályktun um
það sem allt eins getur hafa verið
skoðanaskipti, ráðleggingar eða til-
mæli.
Eflaust kemur eitthvað forvitni-
legt fram í þessum skjölum. En
hvað sem þau leiða í ljós, hvort sem
það veröur eitthvað nýtt eða ekki,
má búast við að þau verði notuð til
að ófrægja íslenska kommúnista
og vinstri sósíalista. Og þá munu
ýmsir spila með, án ásetnings,
vegna þekkingarleysis og ýkju-
áhrifa æsifréttamennskunnar.
Einar Ólafsson
Höf um við ef ni á menntun?
Flestir hagfræðingar era þeirrar
skoðunar að menntun skili sér í
auknum þjóðartekjum í framtíð-
inni og auknum hagvexti. T.d. hafa
ýmsir af fremstu hagfræðingum
heims haldið því fram að mikilvæg-
asta þróunaraðstoðin, sem hinar
velstæðu þjóðir heimsins geti veitt
þriðjaheims þjóðum, sé upp-
fræðsla. Þeir hafa fært fyrir því góð
rök að menntun sé eina þróunarað-
stoðin sem skilar einhverjum var-
anlegum árangri.
Frcunlög íslendinga til mennta-
mála hafa verið u.þ.b. 4% af vergri
landsframleiðslu síðastliðinn ára-
tug sem setur okkur í hóp með
vanþróuðustu ríkjum O.E.C.D. Þær
þjóðir, sem við höfum viljað bera
okkur saman viö, verja mun meira
fjármagni til menntamála en við.
Þar er hagvöxtur líka mun meiri
en hér á landi. Það skýtur því óneit-
anlega skökku við að ríkisstjórnin
skuh lækka þetta framlag enn
meira. Fyrst var skorið niður í
framlögum til skólanna og nú er
verið að breyta lögum um Lánasjóð
íslenskra námsmanna í þá átt að
færri muni eiga þess kost að
mennta sig í framtíðinni.
Ríkisstjórnin ætlar að breyta lög-
um um Lánasjóð íslenskra náms-
manna í óþökk námsmanna og
stjómarandstöðu þegar hægt hefði
verið aö gera breytingar á lögum
og reglum sjóðsins, sem hefðu
styrkt hann til framtíðar, meö sam-
stöðu við námsmenn. Ég ætla hér
að gera grein fyrir áhrifum svokall-
aðra eftirágreiddra námslána á
námsmenn og Lánasjóð íslenskra
námsmanna.
Námslán í bankana
Samkvæmt 6. grein fumvarps
menntamálaráðherra fá náms-
menn ekki námslán fyrr en eftir
KjaUarinn
Þorsteinn Þorsteinsson
hagfræðinemi í H.í.
að vottorði um námsárangur hefur
veriö skilað. Þetta þýðir að ekki er
lengur um framfærslulán að ræða
þar sem námsmenn fá aldrei lánið
í hendur fyrr en löngu eftir að
framfærslan „átti sér stað“.
Námsmönnum framtíðar er ætl-
að að leita á náðir bankakerfisins
eftir framfærsluiánum meðan á
námi stendur. Þau lán, ef þau þá
fást, verða að sjálfsögðu á markaðs-
vöxtum. Þær afleiðingar, sem þetta
ákvæði í lögunum hefur á náms-
menn og ungt fólk í framtíðinni,
eru hræðilegar. Færri einstakhng-
ar munu eiga þess kost að mennta
sig í framtíðinni og stéttaskiptingin
í landinu mun aukast.
Ef ég tek sem dæmi hvaða áhrif
þetta hefði haft á námslán bróður
míns, sem nú vinnur við að afla
íslensku þjóðinni gjaldeyristekna á
erlendri grund, hefði þetta ákvæði
verið komið í lög árið 1988. Hann
var í 18 mánaða samfeUdu námi í
útflutningsfræðum í Danmörku og
gat ekki skflað námsvottorði fyrstu
12 mánuðina og í raun ekki sýnt
neinn „árangur" fyrr en að námi
loknu. Þessi námstilhögun gerði
það að verkum að ég var í stööug-
um deUum við Lánasjóðinn um
námsjjramvindu hans.
Miðað við frumvarpið og orð ráð-
herra hefði hann því þurft á banka-
lánum að halda aUan námstímann
og ekki fengið námslán fyrr en að
námi loknu. Miðað við 6% mark-
aðsvexti hefði hann því þurft aö
greiða um 70.000 krónur í vaxta-
kostnaö, ef hann hefði þá nokkum
tíma fengið bankalán.
En burt séð frá þeirri staöreynd
að þetta ákvæði mun gera út af við
námsmenn þá er það líka óhag-
kvæmt fyrir Lánasjóðinn. Eftir því
sem menntamálaráðherra hefur
sagt þá verður lánað fyrir vaxta-
kostnaðinum og það á vöxtiun, þ.e.
námsmenn gefa frestað greiðslu
vaxtakostnaðar með því að taka lán
á vöxtum fyrir vaxtakostnaði.
Þetta mun hafa það í för með sér
að lánasjóðurinn mun lána sem
vöxtunum nemur, meira en annars
hefði orðið.
Námsmenn í fjárlagagatið!
Menntamálaráðherra, stjórnar-
formaður Lánasjóðsins og aðstoð-
armaður fjármálaráðherra hafa
aUir sagt að þetta ákvæði muni
spara Lánasjóðnum mikla peninga.
Þetta get ég ekki með nokkra móti
faUist á. Ef áramótastaða Lána-
sjóðsins yrði skoöuö eftir næstu
áramót kemur í ljós töluverður
sparnaður en er rétt aö skoða stöðu
sjóðsins á miðju námsári? Ef staða
sjóðsins yrði aftur á móti skoðuð
að skólaárinu loknu, þ.e. í byijun
júni, kemur annað í ljós. Lánasjóð-
urinn hefur þá nefnUega lánað,
sem vaxtakostnaði námsmanna
nemur, meira út en annars hefði
orðið.
Þessir herramenn vilja kannski
halda því fram að námsmenn eigi
kost á hagstæðari lánakjörum en
ríkissjóður. Raunveraleg ástæða
þessa ákvæðis finnst mér augljós.
Davíð vUl ekki sjá haUa á ríkissjóði
á þessu fyrsta fjárlagaári ríkis-
stjórnarinnar og sér þarna mögu-
leika á að flytja rúman milljarð
yfir áramótin. Sparnaðurinn er
enginn! Svona á ekki að ná niöur
ríkisútgjöldum.
Að stjórnarmenn í Lánasjóðnum
skuh vinna gegn hágsmunum hans
og reyna að sverta mannorð náms-
manna í riti og ræðu er þessum
mönnum til vansæmdar.
Ég spurði í upphafi hvort við
hefðum efni á menntun. Að mínu
mati er svarið einfalt. Á tímum
tækniþróunar og vísinda hefur ís-
lenska þjóðin ekki efni á því að
dragast aftur úr öðrum þjóöum á
sviöi menntunar. Þess vegna er rík-
isstjómin á rangri leið.
Þorsteinn Þorsteinsson
„Færri einstaklingar munu eiga þess kost að mennta sig í tramtíðinni
og stéttaskiptingin í landinu mun aukast.“
„Samkvæmt 6. grein fumvarps
menntamálaráðherra fá námsmenn
ekki námslán fyrr en eftir að vottorði
um námsárangur hefur verið skilað.
Þetta þýðir að ekki er lengur um fram-
færslulán að ræða..