Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1992, Page 25
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1992. 33 Menning Leikhús Danir, Finnar og Islendingar Miövikudagskvöldiö 13. maí léku í Súlnasal Hótel Sögu tvær hIjómsveitir.'*Sú fyrri, Flosason/Houmark kvintettinn, flutti einvörðungu verk eftir danska gítar- leikarann Karsten Houmark en meö þeim Sigurði skip- uðu kvintettinn Torben Westergaard rafbassaleikari, Sören Frost trommari og Kjartan Valdimarsson á píanó. Andrea Gylfadóttir söng í tveimur lögum „Snow Queen“ og „Lost in thougth" með textum eftir bresku djasssöngkonuna Normu Winston og virtust bæði lög og textar eiga sérlega vel viö Andreu ef marka má útkomuna. „Faceless" var skemmtilegt fónkað lag með fínu bassasólói og frumlegu gítarsólói. Danirnir spiluðu þétt saman og íslendingarnir virk- uðu meira eins og gestir þeirra. Tónlist Houmarks er kunnáttusamlega samin, vel uppbyggð og útfærð og flokkast vissulega sem nútímadjass, án þess að vera neitt sérlega nýstárleg eða frumleg umfram það sem gengur og gerist í músík af þessu tagi. Það má fremur segja að þetta hafi verið falleg tónhst fyrst og fremst. Eftir hlé kom á sviðið fmnsk/íslenski kvartettinn. Jukka Perko á alto-sax og sópran, Egill B. Hreinsson á píanó, Pekka Sarmanto á kontrabassa og Einar Val- ur Scheving á trommur. Þeir hófu leikinn með „Whisp- er not“ og fluttu því næst þijú íslensk lög. Fyrst var það Maístjarnan síðan Vögguvísa Emils Thoroddsens (sem virðist vera vinsæl á þessari djasshátíð) spiluð í hröðu tempói, og að síðustu lagið um htlu Gunnu og Djass Ingvi Þór Kormáksson htla Jón sem hér var leikið mjög hægt, öfugt við það sem venja er, þegar djassarar skeyta skapi sínu á því. - Perko er alveg snilldarblásari og bjargaði þessari hljómsveit frá því að vera næstum leiðinleg. Þrátt fyrir marga góða takta, góðan trommuleik og fyrirtaks bassaleik Sarmantos og góðar hljómahug- myndir Egils var eins og erfiðlega gengi að ná lífi í lögin. Maístjarnan fölnaði á himni og úr varð hálfgert stjörnuhrap. „Parting at the pier“, sem er ágætt lag eftir bróður Pekka, var líka fremur þreytulegt en lag Páls ísólfssonar um litlu hjónin var yndislega vel flutt og sama má segja um „Dam that dream", sérstaklega í tvileik Finnanna. Egih hefur góða tilfmningu fyrir harmoníu en er ekki í sömu deild og þeir Perko og Sarmanto sem sólóisti og vantaði dáhtið upp á að því leyti. - Hvorug hljómsveitin náði reyndar upp góðri stemningu hjá áheyrendum. Það náðust engin tengsl mhh áheyrenda og flytjenda. Hvort um er að kenna salnum eða músíkinni skal ekki fuhyrt hér en það sem helst vantaði var meira fjör. Bridge 50 ára afmælishátíð BR Bridgefélag Reykjavíkur á 50 ára afmæh á þessu ári. Félagið mun minnast þessara tímamóta með veg- legri afmælishátíð dagana 28.-31. maí. Fyrri tvo dagana verður haldin sveitakeppni mhh fjögurra sterkustu landshða heims. Búið er að bjóða hingað til lands bresku Evrópumeist- urunum, Pólveijum, sem sphuðu til úrshta við íslendinga um heims- meistaratithinn og Svíum sem hlutu bronsverðlaun á síðasta heimsmeist- aramóti og eru auk þess núverandi Norðurlandameistarar. Þessar þjóðir munu keppa við ís- lensku heimsmeistarana sem eru all- ir félagsmenn í Bridgefélagi Reykja- víkur. Bretamir sem koma hingað eru Tony Sowter, Roman Smolski, Tony Forrester og Andy Robson. Sænska landshðið verður skipað þeim Anders Morath, Sven Áke Bjer- regárd, P.O. Sundehn og Björn Fahe- nius. Pólsku landshðsmennirnir verða þeir Cezary Bahcki, Adam Smudzinski, Krysztof Jassem og Darius Kowalski. Afmælishátíðin hefst miðvikudag- inn 27. maí kl. 19.30 með firmasveita- keppni. Spilaðar verða 10 umferðir, þrjár á miðvikudeginum og sjö á fimmtudeginum. Byrjað verður að spha kl. 10 fimmtudaginn 28. maí og áætluð mótslok um miðnætti. Spilað verður eftir Monrad-kerfi og öllum heimil þátttaka. Keppnisgjald á sveit er 12.000 krónur. Verðlaun í þeirri keppni eru 150, 100 og 50 þúsund krónur. Föstudaginn 29. maí hefst képpni landshðanna og verða spilað- ar 3 umferðir, 20 spha leikir. Laugardaginn 30. maí kl. 10 hefst fjögurra umferða tvímenningur með Mitchell-fyrirkomulagi sem er öllum opin. Allir erlendu spilararnir veröa meðal þátttakenda í þeirri keppni. Sphað verður í Perlunni og sphaðar 2 umferðir á laugardag og sunnudag. Þátttökugjald er 10 þúsund fyrir al- mennan spilara en 7 þúsund kr. fyrir félagsmenn í BR og er hádegisverður innifalinn á laugardag. Glæsheg verðlaun eru í boði, 120 þús. fyrir fyrsta, 90 fyrir annaö, 75 fyrir þriðja, 50, 30, 20, 15 og 10 þúsund krónur fyrir 4.-8. sæti. Skráning í bæði þessi mót er hafin hjá Bridgesambandinu og eru félagar BR og aðrir sem áhuga hafa beðnir að tilkynna þátttöku hið fyrsta th að auðvelda skipulag mótsins. Lokahóf afmæhshátíðar BR verður í ráðhús- inu á sunnudagskvöld, en þar verða afhent verðlaun fyrir keppnir hátíð- arinnar. Tilkyiiningar Hjólreiðadagur Foreldrafélag Austurbæjarskóla, náms- stjóri í umferðarfræðslu, í samvinnu við Borgarskipulag Reykjavíkur og Umferð- arráð standa að hjólreiðadegi 16. maí. Markmið hjólreiðadags er að stuðla að aukinni notkun hjáima og í leiðinni að njóta útivistar og fræðslu í Öskjuhlíð. Dagskráin í Austurbæjarskóla hefst með fræðslu um notkun hjáima. Síöan verður hjólað í lögreglufylgd upp í Öskjuhlíð og að lokiun farið í Perluna þar sem hópnum verður boðið upp á veitingar með 50% afslætti. Dagmæður í Reykjavík Hinn árlegi vorfagnaður verður haidinn í Laufaborg 23. maí. Upplýsingar í símum 73359 og 76193. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverfis- götu 105, kl. 10 á laugardagsmorgun. Kristniboðskynning i Laugarneskirkju Sunnudaginn 17. maí verður messa í Laugameskirkju kl. 11 árdegis. Að þessu sinni mun Ragnar Gimnarsson kristni- boði predika og sóknarprestur þjóna fyr- ir altari. Laufey Geirlaugsdóttir syngur einsöng. í tengslum við messuna í Laug- ameskirkju mun verða sýning á munum og myndum frá Keníu. Eftir messuna verður boðið upp á kaffisopa. Leiðrétting í frétt um samkeppni um hönnun nýrrar kirkjubyggingar á ísafirði í DV á þriðjudag var sagt að einróma niöurstaða dómnefndar heföi verið að velja thlögu Hróbjarts Hróbjarts- sonar og samstarfsfólks hans th út- færslu. Hefði átt að vera velja tihögu Vinnustofu arkitekta í Reykjavík, þeirra Hróbjarts Hróbjartssonar, Richards Ó. Briem, Sigríöar Sigþórs- dóttur og Sigurðar Björgúlfssonar. Dómkirkjan Samkirkjuleg guðsþjónusta í kvöld kl. 20.30. Gestir frá Afríku taka þátt í guðs- þjónustunni. Altarisganga. Vordagar í Húsasmiðjunni Vordagar Húsasmiðjunnar standa fram á laugardag 23. maí. Vordagamir höfða til allra sem ætla út í enhverjar fram- kvæmdir í sumar. Kynning er bæði utan dyra og innan í verslun Húsasmiöj unnar að Skútuvogi 16, Reykjavik, og Hellu- hrauni 16 í Hafnarfirði. Hámark kynn- ingarinnar er Húsasmiðjuhlaupið í sam- vinnu við FH. Það fer fram laugardaginn 16. maí og hefst kl. 10 við Húsasmiðjuna í Hafnarfirði. Allir sem koma í mark fá verðlaunapening frá Húsasmiðjunni. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir 15 ára og eldri en 300 fyrir 14 ára og yngri og renn- ur það til Fijálsíþróttadeildar FH. Fuglaskoðun á Seltjarnarnesi Náttúmgripasafnið á Seltjamamesi gengst fyrir fuglaskoðun laugardaginn 16. maí kl. 13.30 við Bakkatjöm, Bakka- vik, Daltjöm og Seltjöm vestast á Nes- inu. Kynnt verður nýtt veggspjald - fugl- amir á Seltjamamesi - sem safnið hefur nýlega gefið út. Öllum er heimil þátttaka. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands í samvinnu við Reykjavíkurhöfn setur Náttúravemdarfélag Suðvesturlands upp sælífsker á Miðbakka fyrir framan Hafnarhúsið. Á morgun, laugardag, verða tvær af mest áberandi lífverum Gömlu hafnarinnar, beltisþarinn og trjónukrabbinn, kynntar frá kl. 13.30-16. Hver á fiskinn í sjónum? Málþing Birtingar um fiskveiðistefnu og veiðileyfagjald verður haldið í Skálanum, Hótel Sögu, laugardagsmorguninn 16. maí kl. 10-14. Sex framsögumenn flytja um 15 minútna erindi hver. Aliir áhuga- menn um sjávarútveg og stjómmál em velkomnir. I hádeginu verður framreidd súpa sem ásamt kaffi er inninfalin í 1.000 aðgangseyri. Flugdagur í Kolaportinu Kolaportið efnir til sérstaks flugdags í Kolaportinu á sunnudaginn í samvinnu við Flugmódeiklúbbinn Þyt sem mun kynna starfsemi sína og sýna mikinn fjölda flugmódela. Auk sýningar Flugmódelklúbbsins munu flestir flug- rekstraraðilar í Reykjavík vera með kynningu á starfsemi sinni. Ef veður leyf- ir er einnig ætlunin að hafa flugsýningu fyrir utan (og ofan) Kolaportið. Vordagar á Eiðistorgi Verslanir á Eiðistorgi fagna sumri og standa fyrir vordögum á Eiðistorg 11, dagana 14.-24. mai. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Sýningar Vorsýning Myndlistar- skóla Kópavogs Sýning á verkum nemenda verður laug- ardag og sunnudag 16. og 17. maí í hús- næði skólans í íþróttahúsinu Digranesi v/Skálaheiði frá kl. 14-20 og í Gallerí fspan, Smiðjuvegi 7, kl. 15-20 báða dag- ana. Kársneskórinn syngur i Digranesi á laugardag kl. 14.30 og í Gallerí Ispan kl. 15. Tónmyndaljóð í Perlunni Mánudaginn 18. maí lýkur sýningunni Tónmyndaljóð í Perlunni en þar er um að raeða samstarf þriggja listamanna: Myndir Gríms Marinós Steindórssonar úr málmi, steini og klippimyndir, ljóð Hrafhs Harðarsonar og tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar. ÞJÓÐLEIKHÚSH) Sími 11200 ELIIM HELGA' GUÐRIÐUR eftir Þórunnl Slgurðardóttur í kvöld, 15.5, kl. 20, lau. 16.5 kl. 20, örfá sæti laus, fös. 22.5. kl. 20. EMIL í KATTHOLTI eftir Astrid Lindgren Sun. 17.5. kl. 14, örfásætl laus, ogkl. 17, örfá sæti laus, lau. 23.5. kl. 14 og kl. 17, sun. 24.5. kl. 14 og kl. 17, fim. 28.5. kl. 14, sun.31.5. kl. 14 og kl. 17. SÍÐUSTU SÝNINGAR. MIÐAR ÁEMILÍ KATTHOLTISÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR ÖÐRUM. LITLA SVIÐIÐ í HÚSIJÓNS ÞORSTEINSSONAR, LINDARGÖTU 7 KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju. í kvöld 14.5. kl. 20.30, uppselt. Sun. 17.5. kl. 20.30, uppselt. Uppselt er á allar sýningar tll og meó sun. 31.5. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM Í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR ÁKÆRU JELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ Gengið inn frá Lindargötu ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER LJÓN eftir Vigdlsi Grimsdóttir. í kvöld 14.5. kl. 20.30, sun. 17.5. kl. 20.30, mlð. 20.5. kl. 20.30, lau. 23.5. kl. 20.30, sun. 24.5. kl. 20.30. SÝNINGUM FER FÆKK- ANDIOG LÝKURÍVOR. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INN í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐR- UM. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningardagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum i síma frá kl. 10 alla virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. HÓPAR 30 MANNS EÐA FLEIRIHAFI SAMBANDÍSÍMA11204. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELJAST DAGLEGA. AND LEIKHÚSÐ í Tunglinu (nýja bíói) DANNI OG DJÚPSÆVIÐ BLÁA eftir John Patrick Shanley i leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar 5. sýning sunnud. 17. maí kl. 21. 6. sýning laugard. 23. mai kl. 21. Miðaverökr. 1200. Miðapantanir í sima 27333. Mlöasala opin sýningardagana frá kl. 19. Miðasala er einnig í veltingahúsinu, Lauga- vegl 22. LEIKHÚSTILBOÐ Á PÍSA LEIKFELAG REYKJAVÍKUR ðjð Sími680680 ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI STÓRA SVIÐIÐ KL. 20. í kvöld, 15. mai. Uppselt. Laugard. 16. maí. Uppselt. Sunnud. 17. maí. Uppselt. Þriðjud. 19 maí. Uppselt. Fimmtud. 21. maí. Uppselt. Föstud. 22. maí. Uppselt. Laugard. 23. mai. Uppselt. Sunnud. 24. mai. Þriöjud. 26 mai. Fáein sæti laus. Miðvikud. 27. maí. Flmmtud. 28. maí. Uppselt. Föstud. 29. mai. Uppselt. Laugard. 30. mai. Uppselt. Sunnud. 31. mai. Þriðjud. 2. juni. Miðvikud. 3. júni. Föstud. 5. júni. Úppselt. Laugard. 6. júní. Úppselt. Miðvikud. 10. júní. Fimmtud. 11. júní. ATH. SÝNINGUM LÝKUR 20. JÚNÍ NK. MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖÐRUM. OPERUSMIÐJAN sýnlr i samvinnu við Leikfélag Reykjavikur: LA BOHEME eftir Giacomo Puccini. Miðvikud. 20. mai. Uppselt. Allra siðasta sýning. SIGRÚN ÁSTRÓS eftir Willy Russell. LITLA SVIÐIÐ KL. 20. I kvöld, 15. mai. Uppselt. Laugard. 16. mai. Föstud. 22. mai. Laugard. 23. mai. ATH. AÐEINS 10 SÝNINGAR. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í sima alla virka daga frákl. 10-12. Simi 680680. Faxnúmer: 680383. Leikhúslinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur. Borgarleikhús. Leikfélag Akureyrar Islandsklukkan eftir Halldór Laxness I kvöld, 15. mai, kl. 20.30. Laugard. 16. mai kl. 20.30. ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR. Miðasala er i Samkomuhúslnu, Hafnar- stræti 57. Mlðasalan er opin alla virka daga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Símsvarl allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Siml i mlðasölu: (96) 24073. Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992 er komin út! Bókln er til sölu i miðasölu lelkfélagsins. Þar geta áskrifendur vitjað bókarlnnar við hentuglelka. BUND hæða mIumferðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.