Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992. 11 Sviðsljós Stóri bróðir Ber er hver á baki nema sér bróður eigi, eins og stendur í Njálu. Þar segir þó ekkert um stærð bróðurins en betra væri víst að hafa hann í stærra lagi. Hvolpurinn Elton er ekki bróðuriaus heldur er hans vel gætt af Toby en báðir eru þeir félagar enskir bolabítar. Heimili þeirra er í gæludýrabúð á Newbury Street í Bostonborg í Massachusettsfylki i Bandaríkjunum. Símamynd Reuter Einhvern tímann verður allt fyrst Þessi mynd skýrir sig nú að mestu leyti sjálf. Hún var tekin nýlega á keppnismóti sumoglímumanna i Tokyo í Japan. Hér lætur Konishiki frá Hawaii í minni pokann fyrir Kushimaumi. Fylgdi það sögunni að þetta væri fyrsti ósigur Konishiki. Símamynd Reuter Útför Marlene Dietrich, sem lést þann 6. maí sl., fór fram með viðhöfn á fimmtudaginn í kirkju Madeleine í París. Á myndinni má sjá Mariu River dóttur hennar standa við kistuna. Gert var svo ráð fyrir að jarðneskar leif- ar Marlene yrðu lagðar til hinstu hvíldar í Berlín um helgina. Simamynd Reuter Fergie með móður sinni en mjög gott samband er á milli þeirra. Susan Barrantes, moðir Fergie: Virðir skilnaðar- ákvörðun Fergie og Andrew Dætur Susan Barrantes hafa fengið sinn skammt af hjónabands- eijum. Susan er nefnilega móðir Fergie, þeirrar sömu og mun senni- lega segja skilið við Andrew Breta- prins. Systir Fergie, Jane, skildi við Alex Makim síðla árs 1989. Það er konum eðlilegt aö leita ásjár mæðra sinna á slíkum tíma, en Susan hefur gætt þess að vera ekki að skipta sér af málum dætra sinna. Hún telur það best að vera þá sem lengst í burtu. Sjálf skildi hún við Ronald Ferguson 1974 og hefur frá þeim tíma búið í Argent- ínu þar sem hún var gift Hector Barrantes. Þaö er ekki of djúpt í árina tekið þó að sagt sé að hún hafi búið langt í burtu frá Fergie og Jane. Þær hafa þær nefnilega búið hver í sinni heimsálfunni, Susan í Suður- Ameríku, Fergie í Evrópu og Jane í Ástralíu. Fjarlægðin hefur þó ekki kælt þann kærleika sem ríkir á milli mæðgnanna. Susan var nýlega spurð hvað henni fyndist um skilnað Fergie og Andrew. Svaraði hún þá því að þau væru bæði fullorðið fólk og hún Susan Barrantes, móöur Fergie, finnst að mæður eigi ekki að skipta sér af lífi barna sinna. virti ákvörðun þeirra. Þegar hún var spurð hvort hún væri sammála þessari ákvörðun þeirra vildi hún ekki gefa það upp. Hún sagði samt að henni þætti mjög vænt um tengdason sinn og það sem kynni að hafa gengið á í hjónabandi Fergie og hans kæmi þeim einum við og engum öðrum. HtoFQQ húsgögnin færðu í mestu úrvali hjá okkur. ; Als skápur SSæ, HÚSGAGNAI HÖLLIN jBILOSHOFDA2Ö - S: 91-681199 ; í MARGAR GERÐIR BÍLA VERÐ FRÁ KR. 1.366.- BílavörubúÓin •0 afitit If&Lte, kamux Itetn / wlUMFEROAR Uráð , ... y Sérstakt tilboðsverð: Uh I ' l'HIÁAMrf • ' ' . / ./!*./ If .• ./ . |u, toiieióslu ____,.. ^ilsum hlióðnema. loitnetí oa Verð aoeins 97.500,- eðo um hi|oonema, lottneti og lottnetsleioslum. r stgr, SKIPHOLT119 a SÍMI29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.