Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992.
Fréttir
Unglingspiltur slasaðist í umferðarslysi á Akureyri:
Sendur hryggbrotinn
heim af sjúkrahúsinu
var daginn eftir 4-5 tíma á skurðarborði í Reykjavík
„Hann fann mikiö til í bakinu og
grátbaö um að fá að vera á sjúkra-
húsinu um nóttina en læknamir
töldu enga þörf á því og sögðu að
hann hefði aðeins farið úr axlarlið
og yrði að fara heim. Þá var hann
látinn ganga einn út í bíl og dvaldi
heima hjá sér um nóttina. Um morg-
uninn var hann orðinn svo kvalinn
að farið var meö hann á spítalann
aftur og hann settur í myndatöku.
Þá kom í ljós að hann var hryggbrot-
inn,“ segir Ingunn Olafsdóttir, móðir
drengs sem slasaðist í umferðarslysi
á Akureyri síðastliðið fimmtudags-
kvöld er bifreið, sem hann var far-
þegi í, var ekið á hús.
Pilturinn var fluttur á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri en sendur
heim sama kvöld þegar búiö var að
koma honum aftur í axlarlið. Dreng-
urinn kvartaði undan eymslum í
baki en vai samt ekki myndaður.
Þegar komið var með hann morg-
uninn eftir var hann loks settur í
myndatöku og kom þá í ljós að hann
var hryggbrotinn. Hann var þá send-
ur með sjúkraflugi til Reykjavíkur
og gekkst undir 4-5 tíma aðgerð á
Borgarspítalanum. Hann hlaut ekki
mænuskaða og dvelur nú á Borgar-
spítafanum.
Móðir piltsins sagði við DV að það
væri ófyrirgefanlegt að pilturinn
skyldi ekki vera myndaður strax um
kvöldið, er hann kvartaði undan
eymslum í baki, og kenndi um van-
rækslu lækna á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri. Það væri hrein-
asta mildi að ekki fór verr.
Júlíus Gestsson, yfirlæknir á slysa-
og bæklunardeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri, taldi í viðtali við
DV að ekki hefði verið um van-
rækslu að ræða. Hann sagði að það
kæmi stundum fyrir að sá áverki sem
mestum sársauka ylli drægi athyg-
Mna frá öðrum meiðslum sem
kannski væru alvarlegri. Það hefði
ekki verið metið svo á staðnum að
þörf væri á myndatöku.
Varðandi það hvort drengnum
hefði verið neitað um sjúkrarúm um
nóttina sagðist Júlíus ekki þekkja
það í smáatriðum en almennt séð búi
sjúkrahúsið við plássleysi.
-ari
Fékksáreftirstung-
urmeðbúrhnífi
Karlmaöur var særður með nokkr-
um hnífstungum í áflogum í húsi við
Stíflusel aðfaranótt sunnudags.
Tildrög málsins eru þau að kona
bauð manni með sér heim. Skömmu
síðar kom inn á heimilið maður sem
konan hafði áður átt vingott við,
sambýlismaöur. Upphófust þá deilur
sem leiddu til átaka. Sambýlismað-
urinn greip búrhníf og lagði til hins.
Sá hlaut nokkrar stungur, í brjóst-
kassa, í handleggi og bakið. Maðúr-
inn var því meira eða minna hruflað-
ur eftir atlöguna. Hinn særði var
fluttur á slysadeild þar sem gert var
að sárum hans. Hann er ekki talinn
alvarlegaslasaður. -JJ/ÓTT
Ölvadurökumaður
ókábrunn
Ölvaður ökumaður ók út fyrir veg
á fostudagskvöld og upp á brunn sem
er í afrennslinu milli Breiðholts-
brautar og Miklubrautar. Þar sat
bíllinn fastur þegar lögregla koma
að en ökumaðurinn var handtekinn
grunaður um ölvunarakstur.
- JJ
Hjólreiöadagur barna i Austurbæjarskólanum var haldinn nú um helgina. Þetta framtak var samstarfsverkefni
skólans og Umferöarfræöslunnar og var leikurinn gerður til þess að efla vitund barna og foreldra um hættur í
umferðinni og leiðir til að varast þær. í þessu skyni var foreldrum boðið að hjóla með. Farið var frá Austurbæjar-
skólanum yfir i Öskjuhlið undir leiðsögn lögreglu og kennara. Ferðinni lauk svo með léttum veitingum í Perlunni.
DV-mynd S
Tveirteknirvið
rúðubrot
Tveir menn voru teknir við rúðu-
brot í verslunarmiðstöð í Kleifarseli
klukkan rúmlega tvö aðfaranótt
laugardags. Þegar lögregla koma á
staðinn var búið að brjóta tvær rúður
og annar mannanna veifaði hnífi.
Mennirnir voru handteknir og
færðirniðurástöð._______-JJ
Tveirmenn hand-
teknirviðinnbrot
Brotist var inn í Gunnlaugsbúð í
Grafarvogi klukkan rúmlega tvö að-
faranótt laugardags. Innbrotsmenn-
irnir voru tveir og komust ekki langt
því þeir voru handteknir á staðnum.
Steinikastað
inn umglugga
íbúar í húsi við Njálsgötu hrukku
upp þegar gluggi í svefnherbergi
brotnaði rétt upp úr miðnætti aðfara-
nótt laugardags.
í fyrstu var ekki vitað hvort brotið
væri eftir byssukúlu eða stein en síð-
ar kom í ljós að þetta var stór steinn
sem lenti rétt hjá sex mánaða gömlu
barni sem lá í rúmi. Barniö sakaöi
ekki. -JJ
I dag mælir Dagfari________
Nató mun hafa verra af
Starfsmenn varnarhðsins á Kefla-
víkurflugvelli hafa stofnað með sér
félag. Það heitir félag starfsmanna
varnarhðsins. Tilgangur félagsins
er að sporna gegn þeirri þróun sem
hefur valdið því aö störfum hefur
fækkað á Vellinum. Þeir hafa
áhyggjur af því, starfsmennimir,
og mótmæla því og krefjast þess
að utanríkisráðherra grípi í tau-
mana.
Dagfara þykja þetta karlmannleg
viðbrögð hjá starfsmönnunum á
Vellinum og sannarlega tímabær.
Þau ósköp hafa dunið á heims-
byggðinni að SovétríW hafa verið
lögð niöur og óvinurinn hefur horf-
ið sporlaust. Grýla kommúnismans
er dauð. Varsjárbandalagið hefur
verið leyst upp og Atlantshafs-
bandalagið hefur skyndilega staðið
uppi án nokkurs sjáanlegs tilgangs.
Og allt hefur þetta gerst án þess
að spyrja íslendinga álits!
í raun og veru má halda því fram
að endalok kommúnismans og Sov-
étríkjanna hafi runnið upp án þess
að nokkur maður hafi gert minnstu
tilraun til að hefta atburðarásina.
Nokkrir heiðarlegir kommúnista-
foringjar gerðu að vísu tilraun til
byltingar í Moskvu en voru staðnir
að verki. Þessir menn eru ýmist á
bak viö lás og slá eða þá hafa sjálf-
ir svipt sig lífi og ekki hægt að stóla
á liðveislu þeirra lengur. Einn og
einn harölínukommi situr hér og
þar í Evrópu og trúir enn á Stalín
og fyrirmyndarríkið en í fljótu
bragði er hvergi að sjá neinn lið-
safnað sem hefur burði til að snúa
þessari þróun við.
Þess vegna er það fagnaðarefni
þegar starfsmenn á Keflavíkur-
flugvelli stofna starfsmannafélag
sem á að hafa þaö að aðalmarkmiði
að mótmæla heimsatburðarásinni
pg heimta áframahaldandi varnir á
íslandi til að tryggja okkar mönn-
um atvinnu. Það sjá alhr að atvinna
manna á Suðurnesjum hefur allan
forgang og hefur úrshtaþýðingu
þegar menn taka upp á þeim tjanda
að leggja niður vopn og týna óvin-
um sínum. Það gengur ekki að Atl-
antshafsbandalagið hætti við
mannvirkjagerð á Vellinum og
dragi úr varnarviðbúnaði þegar
atvinnuástand er ótryggt suður
með sjó og efnahagslífið að ööru
leyti í lægð.
Það hefur ahtaf legið fyrir að
kalda stríöið var ekki endilega háð
til að heimsveldin næðu heimsyfir-
ráðum, eða til að sanna hvort væri
betra kommúnismi eöa kapítal-
ismi. Það sem skipti máh í kalda
i stríðinu var hergagnaframleiðslan,
mannvirkjagerðin, atvinnustarf-
semin og hermangið sem þróaðist
og blómstraði í skjóh varnarbanda-
laga, báðum megin járntjaldsins.
Fólk gat treyst þessu stríði og gat
byggt afkomu sína á þessum vam-
arviðbúnaði. Það var aldrei tekið
fram að hinir stríðandi aðilar
mættu hætta þessum leik. Starfs-
menn á Velhnum hafa aldrei verið
varaðir við þeim möguleika aö þeir
gætu misst atvinnuna.
Þess vegna er það krafa starfs-
mannafélagsins að utanríkisráð-
herra láti máhö til sín taka. Utan-
ríkisráöherra fylgist með utanrík-
ismálum og segist hafa mikil áhrif
á þeim vettvangi og honum er skylt
að stööva þá óheillaþróun sem átt
hefur sér stað í heiminum að und-
anfornu.
Til þess eru utanríkisráðherrar.
Dagfari man eftir Molotov og Gro-
myko og Dulles og öðrum hörðum
nöglum í embættum utanríkisráð-
herra hjá Sovét og Kananum, sem
stóðu dyggan vörð um kalda stríðið
og létu enga aumingja komast upp
með það að draga úr kalda stríð-
inu. Þeir stóðu vörð um starfs-
mennina á Keflavíkurflugvelh og
höfðu skilning á því að atvinna
þessa fólks hefði forgang. Jón Bald-
vin utanríkisráðherra mun hafa
verra af ef hann ætlar að svíkja
starfsmenn á Vellinum og láta þjóð-
ir heims komast upp með það að
draga úr vörnum og leggja varnar-
bandalög niður. Alþýðuflokkurinn
mun ekki ríða feitum hesti frá þess-
ari ríkisstjórn ef þetta ástand í
heimsmálum verður varanlegt og
Kaninn heldur áfram að tygja sig
heim.
Það er forgangskrafa og grund-
vaharskilyrði starfsmannafélags-
ins á Vellinum að Nató og Kaninn
haldi áfram mcmnvirkjagerö og
umsvifum á Keflavíkurflugvelh,
hvað svo sem heimsmálunum og
varnarliðinu hður. Annars mun
Nató hafa verra af.
Dagfari