Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992.
eNGAR GlÓSUR Í.ENGUftí
SKRIFTÖFLUR MEÐ AFRITUN
Kjörið fyrir áætlanagerð og
hugmyndavinnu - tvær stærðir
Teikniþjónustan s/f Bolholti 6, s. 91 -812099
UPUR OG SKEMMTILEQUR 5 MANNA BÍLL
SUZUKISWIFT
5 DYRA, ÁRGERÐ 1992
* Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu.
* Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraðið.
* Framdrif. ^ SUZUKI
' 5 gíra, sjálfskipting fáanleg.
* Verð kr. 828.000,- á götuna, stgr. suzuki bílarhf.
SKEIFUNNI 17 ' SIMI 685100
6.JÍNÍ!
BÁRUSTÁL
/\/\/\/\/\/\
Sígilt form — Litað og ólitað
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
Svidsljós
Þeir Jón Kristjánsson og Ellert Sölvason, Lolli i Val, voru glaðir á svipinn enda afmælisdagur Vals.
Haldið upp á afmæli Vals
Knattspymufélagið Valur varð 81 og aðra velunnara félagsins. Komu ingar sem Valskonur sáu um. Er
árs um daginn. Af þvi tilefni var opið eldri sem yngri Valsmenn saman til ekki að efa að heimabakaðar kræs-
hús í Valsheimilinu fyrir félagsmenn að sýna sig og sjá aðra og þiggja veit- ingarnar hafa smakkast vel.
Hér má sjá fyrrum leikmenn Vals og þjálfara fyrstu
deildar, þá Hörð Hilmarsson, Inga Björn Albertsson og
Garðar Kjartansson.
Gamlir Valsmenn á góðri stund: Örn Ingólfsson, Elias
Hergeirsson og Sigurður Marelsson.
DV-myndir S
Meiming_________________________
KirkjuritiÖ í nýjum búningi
Kirkjuritið birtist nú í nýjum búningi og breyttu
broti. Breytingarnar á útliti ritsins tengjast því að nýr
maður er sestur í ritstjórastól. Er það sr. Kristján
Bjömsson sem á að baki allnokkra starfsreynslu sem
blaðamaður. Er ekki að efa að sú reynsla mun koma
honum að góðum notum viö ritstjómina og má raunar
merkja það á þessu fyrsta hefti sem út kemur undir
hans stjóm. Utlit ritsins er frísklegra en áður, þótt
vissulega sé ástæða til að setja spumingarmerki við
þá ákvörðun að breyta umbrotinu efdr að það hefur
svo lengi verið með sama móti. Er ekki víst að þeir
sem hafa bundið inn eldri árganga taki því fagnandi.
Framtíð Skálholts
Þannig fjalla tvær greinar í þessu hefti um framtíð
Skálholts sem nú er mjög til umfjöllunar, m.a. í nefna
sem kirkjumálaráðherra hefur skipað. Greinamar,
sem hér birtast, em skrifaðar af miklum áhugamönn-
um um málefni Skálholtsstaðar. Sr. Guðmundur Óli
Ólafsson, sóknarprestur í Skálholti, lítur yfir farinn
veg frá þvi Skálholt var reist úr rústum fyrir röskum
aldarfjórðungi. Mat hans er að ekkert hafi á þeim tíma
orðið staðnum eins til framdráttar og starf tónlistar-
manna í kirkjunni. Ekki kemur á óvart að sr. Guð-
mundur Óli skuli eiga í fómm sínum margar áhuga-
verðar hugmyndir um framtíð staöarins sem kynntar
em í Kirkjuritsgrein hans. Það á sr. Sigurður Sigurðar-
son á Selfossi einnig og um leið og hann kynnir þær
lætur hann í ljósi þá von sína aö Skálholt verði að
nýju „allgöfgastur bær á íslandi“ eins og sagði í Hung-
urvöku.
Samband ríkis og kirkju
„Með engu móti má kirkjan lenda í því að ríkið fari
fram á skilnaðinn og svo sem kasti henni frá sér.“
Þannig kemst sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm-
kirkjuprestur að orði í grein sinni, „Kirkja og ríki“. í
greininni hvetur sr. Jakob til þess aö kirkjan óski eft-
ir umræðum við ríkisvaldið um „með hveijum hætti
mætti efla sjálfstæði kirkjunnar“. Hér birtist og ávarp
Þorsteins Pálssonar kirkjumálaráðherra á Kirkjuþingi
1991 þar sem sambúð ríkis og kirkju er líka til umfjöll-
unar. í ávarpi sínu gerði ráðherra meðal annars að
umtalsefni niðurstöður kirkjueignanefndar þar sem
einn kostur, sem nefndin kynnti, var sá að ríkisvaldið
afsalaði sér öllum umráða- og ráöstöfunarrétti yíir
kirkjújörðum.
Safnaöaruppbygging og kirkjusöngur
Meginefni Kirkjuritsins að þessu sinni er annars
vegar safnaðaruppbygging og hins vegar kirkjusöng-
Bókmenntir
Gunnlaugur A. Jónsson
urinn. Um fyrmefnda efnið er aðalgreinin eftir sr. Örn
Bárð Jónsson sem gegnir stöðu verkefnisstjóra safnað-
aruppbyggingar.
Meðal íjölmargra greina um sönginn í kirkjunni má
nefna fjörlega grein sr. Gunnars Bjömssonar. Þar
bendir hann réttilega á að tónlist hafi í kirkjum hér á
landi verið gert býsna hátt undir höfði upp á síðkast-
iö. Um útvarpsmessumar hefur hann þetta að segja:
„Stundum fær áheyrandinn ekki varist þeirri tilfinn-
ingu, að hann sé að minnsta kosti alveg jafn líklega
staddur á einhvers konar konsert, að ekki sé sagt ka-
barett, eins og í messu.“ Sjálfsagt munu ýmsir furða
sig á því að sr. Gunnar Bjömsson, sem nýtur þess
álits að vera einhver mesti tónlistarmaðurinn í ís-
lenskri prestastétt, skuli nánast kvarta yfir þessari
ofuráherslu á tónlistina. í niðurlagi greinar hans kem-
ur í ljós að fyrir honum vakir að telja kjark í unga
presta og hvetja þá til að láta ekki hugfallast þótt söfh-
uðir þeirra hafi ekki organista á að skipa.
Helför gyðinga
Sr. Hreinn S. Hákonarson hefur á liðnum ámm ver-
ið iðinn við að kynna erlendar guðfræðibækur í
Kirkjuritinu og farist það vel úr hendi. Að þessu sinni
kynnir hann ítarlegt rit um helfor gyðinga. Þessi ítar-
lega bókarkynning (sem kemur í kjölfar ísraelsfarar
forsætisráðherra) á það sameiginlegt með flestu öðru
efni ritsins að tengjast málum sem ofarlega em á baugi
í umræöu hér á landi nú um stimdir.
Þannig finnst mér aö sr. Kristján Bjömsson, hinn
nýi ritstjóri Kirkjuritsins, hafi sýnt að hann hafi auga
fyrir því sem er líklegt til að höfða tii breiðari lesenda-
hóps og þetta fyrsta hefti, sem hann ritstýrir, lofi góðu
um hvers sé að vænta frá ritsfjóm hans.
Kirkjuritiö
58. árgangur, 1. hefti 1992
Ritstjóri: Kristjin Björnsson