Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992. Spumingiri Lesendur Hvað finnst þér um Lánasjóð íslenskra námsmanna? Árni Magnússon: Því raiður er hann alltof veikur eins og er. Launþegaforust- an á villigötum Kristján Pétursson skrifar: Nú þegar kjarasamningar eru að baki og niðurstöður skoðaðar, hljóta menn aö velta fyrir sér vanmætti forystumanna launþegahreyfingar- innar. Ekki verður þó slæm staða ríkissjóðs dregin í efa og fyrirtækja almennt og framtíðarspár Þjóðhags- stofnunar eru óhagstæðar. Þegar þannig hagar til eiga samningsaöilar að einbeita sér að kjaramálum lág- launafólks og annarra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Af hverju var t.d. samið um 1,7% launahækkanir til allra launþega í stað þess að semja, segjum 5% grunnkaupshækkun til þeirra sem hafa mánaðarlaun undir 70 þús. ' krónum? Af hveríu voru skattleysis- mörk ekki hækkuð um 10-15 þús. kr. eins og allir stjórnmálaflokkar höfðu þó lofað fyrir síðustu alþingiskosn- ingar? - Umsamdar láglaunabætur eru hvorki fugl né fiskur enda skammtímaráðstafanir til að halda fóstum launum niðri og gerir hlut lífeyrisþega lakari. - Niðurstöður þessara samninga hafa því ekki bætt stöðu láglaunafólks, andstætt því sem látið var liggja að af hálfu samn- ingsaðila. Þeir tekjulægstu eru enn látnir greiða niður verðbólguna og stöðugleika í efnahagsmálum. Þeir efnameiri geta keypt verðbréf á hæstu vöxtum og greiða enga skatta af fjármagnstekjum og fá jafn- framt skattaafslátt. - Sama gildir um bankana sem bjóða um 40% skattaaf- slátt á sérkjörum. Hefði ekki verið skynsamlegra af ríkisstjórninni að „Menn velta fyrir sér vanmætti forystumanna launþega," segir m.a. i bréfinu. afnema þessi skattfríðindi og láta a.m.k. hluta af þeim tekjum sem rík- issjóður fengi renna til þeirra tekju- lægstu í formi hærri launa? Virk þátttaka launþega innan stétt- arfélaga hefur farið þverrandi á liðn- um árum sem lýsir sér m.a. í slökum undirtektum (17%) á tillögu sátta- semjara. Launafólk verður að hafa það hugfast að það verður sjálft að berjast fyrir sínum kjaramálum inn- an eigin stéttarfélaga og veita þannig verkalýðsforustunni það aöhald og fulltingi sem með þarf. Þeir stjórn- málaflokkar sem telja sig málsvara launfólks eru það ekki lengur í reynd. Þeir áttu sæti í síðustu ríkis- stjórn en gerðu nánast ekkert til að bæta kjör láglaunastétta og sviku eins og aðrir eigin kosningaloforð um lækkun skattleysismarka. - Ekki fá þó allir sömu einkunnir í þeim efn- um. Barátta, dugnaður og ósérhlífni Jóhönnu Siguröardóttur félagsmála- ráðherra stendur upp úr sem fyrr ásamt nokkrum jafnaðarmönnum sem ennþá láta sig varða stefnu- og hugsjónamál jafnaðarstefnunnar. Sigurlaug Jónsdóttir: Þaö á alls ekki að hætta að lána námsmönnum. Símon Gissurarson: Lánasjóöurinn á að lána til þeirra sem vilja læra en menn eiga að borga aö fullu til baka. Sólbrá Skúladóttir: Það á ekki að leggja hann niður og reglurnar mættu vera rýmri. Auður Ester Guðlaugsdóttir: Lána- sjóðurinn á vissulega að vera. Ábyrqð ferðasala Jón Ingi Haraldsson skrifar: Eins og kunnugt er rifti forstjóri Flugferða Sólarflugs samningum við Atlantsflug um flugferðir með far- þega sína. Þetta hefur auðvitað ýms- ar og misjafnar afleiðingar fyrir far- þegana og getur í sumum tilvikum t.d. kostað hótelgistingu og önnur útgjöld. Auk þess sem áætlun seink- ar um allt að sólarhring vegna mis- munandi brottfarartíma í framhalds- ferðum. Þeir farþegar sem lenda í svona aðstöðu fá enga fyrirgreiðslu hjá ferðaskrifstofu Flugferða Sólarflugs og verða algjörlega að standa sjálfir undir þeim viðbótarkostnaði sem af þessu leiöir. Flugferðir Sólarflug og forráðamaður þeirra skýtur sér á bak við þá röksemd að hann geti ekkert að þessu gert og sé hann því alls ekki ábyrgur. Mín skoðun er hins vegar sú aö hann sé ábyrgur þar sem hann kom samningunum um flugferðir þessar í uppnám en þær voru löngu skipu- lagðar og að fullu greiddar af farþeg- anna hálfu. Ákveðnar reglur gilda auk þess um skyldur ferðaskrifstofa við viðskiptavini þeirra og eru þær í þessu tilfelli þverbrotnar. Auðvelt ætti því að vera að innheimta útlagð- an kostnaö þegar heim er komið, háð því skilyrði aö sjálfsögöu, að fyrir- tækið starfl áfram. Svar frá Flugferðum Sólarflugi Maður að nafni Jón Ingi Haralds- son fór með okkur til Kaupmanna- hafnar 12. maí. Þessi farþegi fékk alla þá þjónustu er hann bað um og átti ekki pantað neina framhalds- þjónustu frá Kaupmannahöfn. Lítils- háttar seinkn varð á brottför þessa flugs frá Keflavík eins og kemur fyr- ir hjá flutningsaöilum, jafnvel þótt borgaðar sé 80.000 kr. fyrir flugferð til Kaupmannahafnar. Greinarhöfundur fer rangt með ástæöu þess að við flytjum ekki far- þega okkar með Atlantsflugi sem er einfaldlega vegna þess að það félag hefur enga flugvél og höfum við því orðið að flytja farþega okkar með öörum flugfélögum. Þessi farþegi borgaði aðeins kr. 15.900 fyrir Kaupmannahafnarferð- ina sína, eða álika mikiö og fyrir flugfar frá Reykjavík til Egilsstaða, en hann virðist hins vegar ekkert þakklátur þeim sem gefa honum og öðrum landsmönnum slík ferðatæki- færi. Verslun ÁTVR í Austurstræti. - „Það er aðeins á föstudögum að lögregla sést við þá verslun,“ segir bréfritari. DV-mynd S Hættulegur miðbær H.P. skrifar: Ég vinn hjá ríkisstofnun í miðborg Reykjavíkur og verð áþreifanlega var við mjög neikvæða breytingu sem orðið hefur í miðbænum. Lög- gæsla er enda lítil sem engin - því miður. Ég man þá daga að lögreglan var hér í miðbænum og hélt uppi lögum og reglu. Erlendir sem inn- lendir leituðu oft til hennar með upp- lýsingar og um alls konar leiðbein- ingar. Því miður eru þeir dagar liðin tíð. - Við hefur tekið róna- og dópgengi sem veöur um miðbæinn og sérstak- lega í nánd viö verslun ÁTVR í Aust- urstræti. Það er aðeins á fóstudögum að lögregla sést við þá verslun. Fólk er rænt og ráðist er á saklausa veg- farendur, aö ég tali nú ekki um betl og önnur óþægindi sem við borg- arbúar verðum fyrir. Ég harma þessa þróun sem hlýtur að vera Reykjavík skaðleg og mig hryllir við þeirri sýn sem blasir við þúsundum væntanlegra erlendra ferðamanna í miðborginni. - Ég skora á ötulan borgarstjóra aö láta taka til hendi og sjá svo um að Reyk- víkingar og erlendir og innlendir feröamenn geti án áhættu gengið um borgina. Hringið í síma 632700 millikl. I4ogl6 -eðaskrifið Nafn og iímanr. verAur aö fytgja hréfum DV Varnarlið, verlu kjyrt Óskar skrifan Það ætlar ekki aö linna farsan- um hjá starfsmönnum á Kefla- víkurflugvelli. Sí og æ hafa þeir flestir kvartað um of lág laun og að betur sé gert við hina erlendu starfsbræður þeirra. Margir þessara manna hafa lítt falið þá skoöun að best væri aö losna viö vamarliðið sem -fyrst. Nú vilja þessir menn stofna samstarfsnefnd um atvinnuör- yggi sitt á vellinum. í óskinni um atvinnuörggi á Keflavókurílug- velh felst auðvitaö krafa sem gæti hljómaö sem svo: Vamarlið, vertu kjurt. Trúa þessir menn að þeir geti bæði sleppt og haldið? Halda þeir að flugvöllurinn verði rekinn með sama sniði ef varn- arliðið hverfur héðan að fullu? Bláalónið Sveinbjörn skrifar: Enn einu sinni er verið að kanna lækningamátt Bláa lóns- ins. Komnir eru 30 Þjóðverjar til 3 vikna dvalar við böð og rami- sóknir. Ýmsar aðrar rannsóknir íara svo fram á lífríki lónsins á vegum Iðntæknistofnunar. Það gildir hér sem annars stað- ar að annaöhvort verður að byggja upp almennilega aðstöðu með hóteli og tilheyrandi afþrey- ingu og hún síðan auglýst eöa hætt við allt saman. Þannig hefur þetta gersl annars staðar þar sem svipuð aðstaða er fyrir hendi, svo sem í flestum heilsulindarbæjum Evrópu, í ísrael og viðar' - Lækn- ingamáttur Bláa lónsins verður aldrei sannaður eða afsannaður frekar en annars staðar á svípuð- um stöðum. Það er aöstaðan sem gildir og hvaö hægt er að bjóða dvalargestum upp á. Lækninga- mátturinn eða trúin á hann er aðeins til viðbótar. Ræða ekki skattsvik Páll ólafsson skrifar: Úttekt á skattsvikum lands- manna var gerð árið 1985. Væri notaður sami mæhkvarði nú og þá, er áætlað að undandráttur frá skatti sé ekki undir 18 milljörðum króna. Þetta hefur m.a. komiö fram í ummælum félagsmálaráð- herra nýverið. Ef spurningum um máliö er beínt til þingmanna vilja þeir htt ræða það og allra síst af nokkurri alvöru. - Veröi menn uppvísir að skattsvikum er jafn víst að þeir bendi á aðra sem ekki þola dagsljósið. Þetta er afar vont mál og viðkvæmt, segja menn. Þar með lýkur umræðunni oftast. Skipaútgerðin Einar Árnason hringdi: Þaö ætlar ekki að ganga af Skipaútgerðinni sálugu, sem nú er búið að koma undir „græna torfu“ eða réttara sagt; afmá af yfirborðinu að fullu. - Þó er enn verið aö dreifa reitunum, í blaöafrétt um máhð (í Mbl.) tókst þó ekki betur til en svo að þar var um éitt klúöur að ræða. Þannig var þjóðminjavörður rangfeðraður. Einn tilgreindur við afhendinguna lenti utan my ndarammans. Og loks var sagt að Þjóðminjasafnið fengi munina til vörslu en sagt að munirnir yrðu varðveittir í Sjóminjasafni í Hafnarfirði! Sem sé - óskiljanleg frétt. Hvarerufuglar? Þórunn hringdi: Ég bý í einu gróðursælasta hverfmu hér í borginni en þetta er fyrsta vorið - og nú er komið fram í miðjan maí - sem ég heyri ekkert í sumarfuglunum setn ættu að vera komnir í garðana. Er verðráttan aö breytast veru- lega? Hafa aðrir en ég tekið eftir þessu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.