Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992.
Fréttir
Amar Kristjánsson, skipstjóri á Litlanesi ÍS 608 sem brann:
Ekki var lengur
verandi um borð
- báturinn sökk um hálfum sólarhring eftir að kviknaði 1
„Við urðum fyrst varir við eld í
vélarrúmi bátsins. Það var einn á
vakt en tveir frammi í. Það kom strax
mikill eldur og reykur þannig að þaö
varð ekki við neitt ráðið. Maður
komst ekki niður í vélarrúmið þann-
ig að þetta var fljótt að magnast. í
gömlu tréskipi gerir maður ekki ann-
að en að forða sér. Við reyndum þó
fyrst að nota slökkvitæki og allt það
sem tiltækt var. Síðan komum við
okkur frá boröi þegar ekki var ver-
andi lengur í bátnum," sagöi Arnar
Kristjánsson, skipstjóri á Litlanesi IS
608, 57 tonna rækjubáti frá ísafirði
sem brann tæpar 50 sjómílur norður
af Skaga út af Húnaflóa um kvöld-
matarleytið á laugardag.
Báturinn sökk snemma í gærmorg-
un - um hálfum sólarhring eftir að
kviknaði í. Þremur skipveijum var
bjargað um borð í Ingimund gamla
frá Blönduósi fljótlega eftir að þeir
yfirgáfu Litlanesið í gúmmíbáti.
„Eg reyndi að senda út neyðarkall
strax á meðan það var einhver glóra
til þess út af reyk, en einhverra hluta
vegna komst það ekki til skila. Ég
sendi neyðarkall á rás 16 á VHF-
stöðinni og svo á stóru stöðinni.
Máhð var að það var orðið mjög
straumlítið þannig aö sendingin hef-
ur ekki náðst. Ég gerði mér strax
grein fyrir hvers kyns var þegar ég
fékk engin viöbrögð,“ sagði Amar.
„Við fórum í gúmmíbátinn beint
frá borði og ég lét strákana fara í
galla. Ingimundur gamh var um
30-40 mínútur að komast á staðinn.
Þeir sáu reykinn." Arnar sagðist
vilja koma fram þökkum til áhafnar
Ingimundar gamla sem bjargaði þre-
menningunum um borð. Þegar Litla-
nesið sökk i gærmorgun flutu ohu-
tankar, vatnstankur og annað upp
úr bátnum. Sjófarendur voru beðnir
um að varast það sem kynni að vera
á floti á þessum slóðum. Skýrslutök-
ur vegna brunans eru fyrirhugaöar
hjá lögreglu á ísafirði í dag og sjó-
próf fljótlega aö þeim loknum.
-ÓTT
Vaxtarrækt:
Magnús
sigraði
Loftið var þrungið spennu á Hótel
íslandi í gærkvöldi er öll helstu vöö-
vatröll landsins reyndu þar með sér
á íslandsmeistaramótinu í vaxtar-
rækt. Þar hömuðust íslandsmeistar-
ar í einstökum þyngdarflokkum við
að hnykla vöðvana og kepptu inn-
byrðis um það hver þeirra hlyti ís-
landsmeistaratitihnn í opna flokkn-
um.
Baráttan um úrslitasætið í karla-
flokknum var mjög hörð en þar börð-
ust þeir Magnús Bess og Guðmundur
Marteinsson um titihnn. Dómaram-
ir áttu erfitt með að gera upp hug
sinn og voru þeir keppinautamir
kahaðir hvað eftir annað fram í sam-
anburð. Úrslitin urðu að lokum þau
að Magnús Bess hreppti titilinn ís-
landsmeistari íslandsmeistaranna.
í kvennaflokki lágu úrshtin ljósar
fyrir en þar hafði Margrét Sigurðar-
dóttir töluvert forskot á keppinauta
sína og varð íslandsmeistari. Það var
Þór Jósefsson sem sigraði í unghnga-
flokknum eftir mikla baráttu við
Kristin Jón Gíslason. JAK
Féll milli skips
ogbryggju
Færeyskur sjómaður féll milli
skips og bryggju á Holtabakka aðf-
aranótt sunnudags.
Sjómaðurinn náðist upp úr og var
fluttur á slysadeild mjög kaldur en
hafði ahur hjamaö við í gær.
Sjómaðurinn er skipveiji á græn-
lenskum togara sem lá við bryggju í
Holtagörðum.
-JJ
Sigurvegarar opnu flokkanna á íslandsmeistaramótinu í vaxtarrækt, sem haldið var á Hótel islandi í gærkvöldi,
voru Þór Jósefsson, sem sigraói í unglingaflokknum, Margrét Sigurðardóttir, sem vann kvennaflokkinn, og Magn-
ús Bess en hann sigraöi í karlaflokkinum. DV-mynd Jak
Átökeftirað
unglingur
létti á sér
Th átaka kom við fjölbýlishús í
Hraunbæ þegar sambýhsfólk var
aö koma heim á þriðja tímanum
aðfaranótt sunnudagsins eftir að
hafa verið úti um kvöldið.
Þegar fólkið kom að húsinu
vom unglingar fyrír utan og einn
phtur var að létta á sér upp viö
húsiö. Húsráðandi fór að skipta
sér af athæfinu og upphófust
snörp orðaskipti. Svör ungmenn-
anna munu ekki hafa veriö sér-
lega vinveitt heimihsfólkinu og
var haft í hótunum með dónalegu
orðbragði. Orðaskiptin enduöu
með því aö íbúinn reiddist mjög
og lenti í átökum við þann sem
var að létta á sér.
Að sögn lögreglu er óljóst
hvernig upphaf átakanna var
nákvæmlega. íbúinn sem lenti í
átökunum hlaut ekki meiðsl en
var þó með mar eftir átökin. Eftir
aö unglingamir fóru af vettvangi
náði iögreglan í þá. Máhð var af-
greitt með viöeigandi hætti.
-ÓTT
Slökkviliðið
komígrill-
veisluna
Fjölskylda í Bláhömrum í Graf-
arvogi var aö griha í makindum
á laugardag þegar slökkvihð kom
skyndhega á vettvang.
Enginn eldur hafði oröið laus
en nágranna, sem kallaöi á
slökkvihðið, fannst reykurinn
ískyggilega mikill og þóttist sjá
eld á glugganum.
Þegar slökkvhið hafði séð að
aht var með fehdu hélt fjölskyid-
an áfram að borða.
-JJ
Bifreið í
gangi stolið
Bifreið, sem skihn var eftir 1
gangi fyrir utan hús á Grettis-
götu, var stohð á fóstudagskvöld.
Lögreglu bárust þijár tilkynn-
ingar um akstur bifreiðarinnar
áöur en hún fannst en þá var
ökumaður á brott. Hann haföi þá
ekið utan í ljósastaur og annan
bfl.
Ekki hafði ökumaður fúndist
er síðast fréttist.
> -JJ
Ekið utan í
tvomenn
Ekiö var utan í tvo menn á
Tryggvagötu rúmlega þrjú aðf-
aranótt laugardagsins. Annar
slasaöist á fæti og var fluttur með
sjúkrabifreið á slysadehd en hinn
skarst á enni og fór á slysadehd
með einkabifreið.
Bifreiðinni hafði veriö ekið
austur Tryggvagötu og við ránn-
sókn kom í Ijós að mennimir
höfðu gengið utan í bifreiöina.
-JJ
Grunsamlegt ef fleiri hvalir reka
„Fyrir um einni viku fundust tvö
önnur dýr í Bakkafirði sem er ekki
langt frá. Þar rak dýrin að landi mjög
nálægt hvort öðru. Þau hafa getað
verið aö deyja á sama tíma og þessi.
Þetta vekur óneitanlega spumingar
og full ástæða er til skoöa þessa hhð.
Ef hvalreki verður aftur á svipuðum
slóðum á næstu dögum eða vikum
fyndist manni þetta orðið grunsam-
legt. Þetta sjö hvala strand er ansi
óvenjulegur atburður," sagði Jóhann
Sigiujónsson, sjávarlíffræðingur frá
Hafrannsóknarstofnun, um hval-
reka við Eiði á Langanesi sem upp-
götvaöist um helgina.
Jóhann kom til Reykjavíkur í gær-
kvöldi ásamt Gísla Víkingssyni líf-
fræðingi eftir rannsóknarferð á
Langanes. Þeir tóku sýni úr sjö 10-11
metra búrhvölum sem þar rak á
land. Líffræðingamir munu meðal
annars rannsaka hugsanlega veiru-
sýkingu í hvölunum.
„Þegar svo marga hvah rekur á
land em það yfirleitt grindhvalir. Ég
man ekki eftir aö fleiri en einn búr-
hvalur hafi fundist á sama stað áður.
Annaö sem okkur flnnst einkenni-
legt er að þama em sjö litlir búrhval-
ir, rétt liðlega kynþroska, ekki dæmi-
gerður búrhvalahópur við ísland.
Viö tókum sýni th að kanna aldur-
inn og síðan tókum við vefjasýni sem
viö notum th mengunarmæhnga og
hugsanlegra veirurannsókna - ef ske
kynni að óeðlileg veimsýking væri á
ferðinni. Við erum opnir fyrir shkri
hugmynd því að faraldrar hafa verið
á undanfómum 5 árum í Evrópu.
Sýnin em þó ekki nógu fersk. Það
er mikhvægt að við fáum að vita eins
fjótt og hægt er um hvalreka th að
ná sýnum sem gagn er í. Hvalirnir
hafa greinilega legið þama í tölu-
verðan tíma og hefðu því mátt vera
ferskari fyrir okkur. Þeir hafa gengið
á land vegna einhvers sem við vitum
ekki hvað er og hafa þá að öllum lík-
indum verið lifandi.
Við skiptum búrhvalahjörðunum í
þijá flokka. í fyrsta lagi þar sem 1-2
kvennabúrstarfar em með 8-10 kerl-
ingar og afkvæmi. Þær hjarðir halda
til aht árið í hlýjum sjó. Síðan eru
hjai'ðir með ókynþroska dýmm af
báðum kynjum sem halda th á svip-
uðum slóöum. Svo eru kynþroska
tarfar sem ekki sitja yfir kvenna-
búri. Þeir leita langt norður í höf í
fæðuleit á sumrin. Það em þeir tarf-
ar sem veiddust hér við land en
miklu stærri en þau dýr sem nú
fundust," sagði Jóhann.
-ÓTT