Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992. 3 Fréttir Ólafur H. Jónsson og Einar Marinósson: Kröfurnar eru 266 milljónir engar eignir fundust á móti þessum háu kröfum Aðaleigendur Hags hf. og Skóhúss- ins H. J. Sveinssonar, Ólafur H. Jóns- son og Einar Marinósson, eru báðir gjaldþrota, rétt eins og fyrirtækin þeirra. Búiö er að gera upp bú þeirra beggja. Þar kemur fram að kröfumar í búin tvö eru rúmar 266 milljónir króna. Engar eignir fundust í búun- um. Það verður að hafa í huga að að stórum hluta er um sömu kröfur að ræða, þaö er að þeir voru báðir ábyrgir og það eru mörg dæmi um að sami kröfuhafinn hafi lýst kröfum í bú bæði Ólafs og Einars. Eins er nokkuð um að sömu kröfum hafi einnig verið lýst í hlutafélög þeirra félaga. Ekki hefur komið til þess að höfðuð hafi verið riftunarmál við uppgjör búanna eða að óskað hafi veriö opin- berrar rannsóknar á rekstri þeirra félaga. Skiptameðferð hlutafélaganna er ekki lokið. Kröfur í þau eru talsverð- ar eða vel á annað hundrað milljónir króna. -sme Renault Express árg. 1990. verð kr. 550.000 stgr. Susuki Fox Samurai árg. 1989. verð kr. 640.000 stgr. Thorstein Sandberg heitir þessi norski hjólreiðakappi en hann kom til landsins með Norrænu í síðustu viku. í samtali við DV kvað hann það mikið tilhlökkunarefni að hjóla hringinn í kringum landið. Hann hefur aldrei áður komið til íslands en ætlar að taka sér góðan tíma og skoða margt i þessari draumaferð, eins og hann orðar íslandsheim- sóknina. Hann segist ekki kvíða brekkum og malarvegum enda van- ur hjólreiðamaður og hefur meðal annars hjólað í gegnum Evrópu, fró Noregi til Tyrklands. Ekki var hann fyrr kominn á land úr ferjunni en hann spuröi til vegar. Að því loknu hélt Thorstein ó braut út i óvissuna. DV-mynd GVA Vegna mikillar sölu á nýjum bflum Á NOTUÐUM BÍLUM Nokkur verð dæmi sævarhöfða 2 674848 í húsi Ingvars Helgasonar Hundalús fannst nýlega 1 tveim hvolpum af setter-kyni sem voru seldir f Reykjavík. Uús af þessu tagi hefúr ekki þekkst hér á landi síðustu ár og hafa sýni verið send til rannsóknar á sníkjudýradeild- ina á Keldum. Deilur eru uppi um upptök lúsarinnar á milli dýra- lands og eigenda hundaræktar- ínnar þar sem hvolpamir voru ræktaðir. Foreldrar h volpanna voru flutt- ir inn irá Bretlandi í vetur og settir í fimm vikna einangrun í Hrísey. Samkvæmt heinúldum DV vilja ræktunareigendur meina aö lúsin hafi hvergi getað komið upp nema í Hrísey en dýralæknirinn telur upptökin vera þjá eigendunum. Málið verður tekiö fyrir hjá Hunda- ræktarfélagi íslands. -bjb 'A o GMC Jimmy disel 6.2 árg. 1988. verð kr. 1.600.000 stgr. Toyota Corolla st. 4x4 árg. 1989. verð kr 850.000 stgr. Nissan Patrol disel árg. 1988. verð kr. 1.450.000 stgr. HUSIÐ Mazda 626 GLX 2.0 árg. 1987. verð kr. 560.000 stgr. BILA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.