Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992. Menning Elsbeth Bérg, Gjudrun Henriksen, Lotta östlin og Hákon Fohlin i hlutverkum sínum í Ett Drömspil. Listahátíð í Reykjavík: Vesalings mannfólkið Orion-leikhúsið frá Svíþjóð kom með rómaða og verðlaunaða stórsýningu á leiklistarhátíð, Draumleik Strindbergs. En hvemig sem á því stóð uppfyllti hún ekki þær væntingar sem-ég hafði gert mér um hana fyrirfram. Verkið er eins og kunnugt er byggt á forsendum draumsins þar sem engin rökvlsi gildir, tímaskyn raskast og vitundin líður án fyrirhafnar á milli ólíkra staða. Indra er dóttir guðsins. Hún vill kynnast tilveru mannanna af eigin raun og fær leyfi til þess að hverfa til jarðar. Þar nefnist hún Agnes, er boðberi um- hyggju og kærleika og vill bæta tilveruna. Hún hittir margvíslegt fólk og upplifir mannlífið í draumkenndu ástandi. Á vegi hennar veröa margvís- leg eintök úr mannlífsflórunni og verkið flýtur áfram í laustengdum atriðum. Heildarniðurstaða höfundar er fremur dapurleg mynd af mannanna bömum og tilvemnni í heild. En í stað þess að texti hans hrífi okkur og klóri í vitund- ina virkaöi sýningin tæknileg og köld þrátt fyrir mjög góðan leik aðalleikkonunnar sem var eiginlega sér á parti í sýningunni. Leikur annarra leikenda fylgir þeim fjarræna stíl sem ræður ríkjum að hluta í sýningunni og byggðist mikið á staölaðri tækni. í sum hlutverkin virtust leikaramir jafnvel fremur hafa verið valdir sem týpur heldur en leikhæfileikar hafi verið látnir ráöa. Draumleikur er sannarlega ögrandi verkefni fyrir leikstjóra vegna þess hvaö formiö er margrætt. Leik- stjórinn, Lars Rudolfsson, og Kerstin Klein-Perski velja þá leið að færa verkið til nútímans með því að blanda inn í það frásögn af sakamáli sem átti upphaf sitt árið 1984 og olli miklu uppnámi í Svíþjóð. Þessi efnisþáttur fannst mér á skjön við verkið, trufla það og höggva í sundur. Kalt raunsæi hans og prédikunartónn féll engan veginn að heildinni. Af hverju ekki að skrifa alveg nýtt leikrit um þær Agnesi og Catrine fremur en að krukka í verk Strind- bergs, sem menn hafa áreiðanlega átt alveg nóg með hingað til, eins og það kom úr penna hans fyrir margt löngu? Úrvinnslan fór líka stundum út í ókennilega sálma og atriðin virkuðu þá eins og til uppfylhngar. Sérstak- Leiklist Auður Eydal lega þóttu mér atriði, þar sem fakír nokkur sýndi Ust- ir sínar, heldur haUærisleg og gjörsneydd allri dramat- ík. Sjálf umgjörðin, leikmyndin, var ágætlega unnin og í stíl við það sem uppsetningin hefði getað verið. Bún- ingar og gervi þóttu mér líka falla vel að inntaki verks- ins. En sem bakgrunnur að þessari sýningu undirstrik- aði leikmyndin enn frekar það sem mér fannst vera sundurgerð og misátta stefna í leikstjórninni. Rétt eins og menn hefðu ekki almennilega tekiö af skarið um það hvaða stefnu skyldi taka við uppsetninguna og þess vegna fylgt fram nokkrum hugmyndum í senn. Af þessum sökum skilaði sýningin mér ekki þeim áhrifum sem ég hafði vænst. Og mér finnst að íslensk- ir leikstjórar hafi á umliðnum árum sýnt það í marg- víslegum verkum sínum að þeir megi mjög vel við una samanburðinn við þessa verðlaunuðu sýningu sem ætti þó að vera runnin frá hjartarótum innvígðra í draumheim Strindbergs. Leiklist á listahátið. - Norrænir leiklistardagar. Orionleikhúsiö, Sviþjóð. Draumleikur Höfundur: August Strindberg Leikstjóri: Lars Rudollsson Leiklistarráðunautur: Kerstin Klein-Perski Leikmynd: Per A. Jonsson Lýslng: Anders Rosenquist Búningar: Maria Geber Tónlist: Per-Aake Holmlander SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 QILÆNI SfMINN -talandi dæmi um þjónustu! DV DV DV & ListahátíöíReykjavík: Mr. Fix-it Fyrsta leiksýningin á Norrænum leiklistardögum var einleikur frá Noregi. Leikarinn Lars Vik bregður sér þar í hlutverk Fritjof nokkurs Fomlesen og byggir í verki sínu á hefð þöglu kvikmyndanna. Hann kem- ur áhorfendum hvað eftir annað til að veltast um af hlátri yfir óförum aumingja Fritjofs þegar hann lendir í hinum ótrúlegustu hremmingum á sviðinu. Allir þekkja tilburði Chaplins og Buster Keatons þegar þeir klúðra bók- staflega öllu sem þeir koma nálægt og Lars Vik nær stílnum nokkuð vel. Hann spilar óspart á þessum nótum, missir allt út úr höndunum og dettur hvað eftir annað um sjálfan sig. Þegar hann ætlar t.d. aö þvo gólf- ið festir hann auðvitaö lappimar í plastfötunum og dansar svo í þessum óvenjulega skófatnaði um sviðið við mikinn fögnuð viðstaddra. Uppákomumar em óteljandi og Lars Vik náði strax tökum á áhorfend- um þegar hann byriaði sýninguna úti á götu þar sem Fomlesen snerist um sjálfan sig og var í mestu vandræðum með að finna Borgarleikhúsið. Undrandi ökumenn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann missti til skiptis hattinn, töskuna og kortið af Reykjavík, og kútveltist svo sjálfur á götunni í örvæntingarfullri tilraun til að reyna að henda reiður á þessu dóti sínu. Lars Vik hefur lag á að vekja og virkja áhorfendur með því að láta þá hjálpa hinum seinheppna Fomlesen við að leysa vanda þeirra sem til hans leita. Bömin í áhorfendahópnum taka fúslega þátt í leiknum og Leiklist Auður Eydal leggja sig fram um að hjálpa honum við að greiða úr vandræðunum sem hann kemur sér í. En Lars Vik er ansi hrekkjóttur og hann spilar textann af fingmm fram í sýningunni. Hann er ótrúlega fljótur að grípa á lofti það sem áhorfend- ur leggja til málanna og snýr skemmtilega út úr orðum þeirra. Fomlesen er lögfræðingur sem hefur stofnað sitt eigið ráðgjafarfyrir- tæki og er afskaplega hreykinn af því. En einn hængur er þó á: Kúnnana vantar. Og þó að hann sé kallaður Mr. Fix-it þá er nú staðreyndin sú að F.F. getur fáum hjálpað og allra síst sjálfum sér. Þess vegna þarf hann stöð- ugt að leita á náðir áhorfenda sem segja honum til og semja fyrir hann sögur sem taka oft óvænta stefnu af fyrrgreindum ástæðum. Fomlesen er afskaplega einmana og þráir ákaft að eignast vin en einu hringingamar, sem hann fær lengi vel, em frá mömmu gömlu sem vill fylgjast grannt með öllu. Einsemd hans gefur tragískan undirtón á bak við öll skrípalætin og á sinn þátt í því að allir vilja hjálpa Fomlesen í vandræðum hans. Lars Vik hefur ekki bara tæknina mjög vel á valdi sínu heldur er hann líka hugmyndaríkur og snöggur að spinna úr því sem áhorfendur leggja til mála í þessari bráðfyndnu sýningu. Leiklist á listahátiö - Norrænir ieiklistardagar Grenland Friteater: Fritjol Fomlesen Höfundur: Lars Vik & ListahátíöíReykjavlk: Shura Vherkassky Síðastliðinn laugardag vom haldnir tónleikar á vegum Listahátíðar í Reykjavík þar sem Shura Cherkassky lék píanóverk eftir Bach/Busoni, Schumann, Chopin, Ives og Tchaikovsky. Shura Cherkassky fæddist í Odessa í Rússlandi árið 1911 og er því kom- inn yfir áttrætt. Hann hefur þótt og þykir enn ákaflega sjálfstæður og skapandi í túlkun enda kom sérstæður og heillandi persónuleiki hans berlega í ljós í leik hans á þessum tónleikum. Tónleikamir hófust á Chaconnu í d-moll eftir J.S. Bach í umritun Ferraccio Busonis. Þessi Chaconna er síðasti þátturinn í annarri fiðlupart- ítu Bachs og er hún alls 29 tilbrigði um átta takta stef. Busoni, sem var afburða píanóleikari, nýtir sér efnivið verksins til mikfila átaka og hvers Tónlist Áskell Másson konar andstæðna, bæði hvað varðar yfirbragö og tækni. Shura Cherkas- sky dró fram skarpar línur í ht og form verksins, ris og hnig vom gífur- leg og náði hann sinfónískri breidd í tóninn. Etudes Symphoniques op. 13 eftir Robert Schumann var næst á efnisskrá. í þessum etýðum, eða æfingum, leggur Schumann áherslu á mörg þau atriði sem áður vom nefnd varðandi umritun Busonis á verki Backs, s.s. tilfinningalegar and- stæður, mikinn og breiðan tón, svo og að sýna möguleika píanósins, bæði hvað varðar tækni og hljóm. Cherkassky lék verkið af rómantískri alvöm og var túlkun hans mjög áhrifamikil en inni á milli átakameiri kaflanna minnti tónn hans á silfurglit. Þijú tónverk eftir Frederic Chop- in hljómuðu næst en það vom Ballade í f-moll op. 53 nr. 4, Noctume í f-moll pp. 55 nr. 1 og Scherzo í E-dúr op. 54. Hér skipti verulega um hljóm og lék Cherkasskv þessi verk með léttum tón og af skáldlegu innsæi. Three Page Sonata eftir Charles Ives var næst á efnisskránni en hún var samin áriö 1905 og byggir á nótunum B-A-C-H. Þetta ákaflega sér- stæða og heillandi verk virtist eiga einstaklega vel við túlkunarmáta Cherkasskys og á undirritaður erfitt með að imynda sér flutning sem næði meira út úr því. Þetta var í einu orði sagt stórkostlegur flutningu. Tónleikunum lauk með því að Sherkassky lék umritun Paul Papst á atriðum úr óperunni Eugene Onegin eftir Tchaikovsky. Paul Papst þessi var þýskur píanóleikari sem var m.a. nemandi Franz Liszts. Þessi umrit- un hans á tónhst Tchaikovskys er mikil tæknisýning og var flutningur Cherkassky á þessu verki hápunktur tónleikanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.