Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992. Nýjungar í smáiðnaði Iðnaðarráðuneytið áformar í samstarfi við Iðntæknistofnun íslands, Byggðastofnun og atvinnuráðgjafa úti um land að veita aðstoð þeim sem hyggjast stofna til nýjunga í smáiðnaði eða stofna ný iðnfyrirtæki, einkum á lands- byggðinni. Aðstoðin er fyrst og fremst ætluð til þess að greiða fyrir tæknilegum undirbúningi, hönnun, stofnsetningu og markaðssetningu nýrrarframleiðslu og er sérstaklega ætluð þeim sem hafa þegar skýrt mótuð áform um að hefja slíka starfsemi og vilja leggja í hana eigið áhættufé. Þeim sem vilja kynna iðnaðarráðuneytinu áætlanir sínar eða áform af þessu tagi er bent á að senda umsóknir, merktar: Iðnaðarráðuneytið, nýjungar í smáiðnaði, b/tÁrna Þ. Árnasonar skrifstofustjóra, Árnarhvoli, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 1. október nk. Reykjavík 4. júni 1992 Iðnaðarráðuneytið / VIMIN Laugardaginn 06.06.1992 Flokkur: A Vinningsupphæð: Fjöldi: Nr. 147361 Kr. 1.197.680,- 1 fVBli — Nr. 3766 Kr. 119.768,- 3 pfWn ‘ Nr. 31 Nr. 32 Nr. 68 Nr. 74 Kr. 495,- 1208 Aukablað Ferðablað um innanlandsferðir Niðvikudaginn 24. júní nk. mun aukablað um ferðalög innanlands fylgja DV. Blaðið er hugsað sem nokkurs konar handbók fyr- ir ferðalanginn og þar verður fjallað um ýmislegt tengt ferðalögum, t.d. hollráð varðandi veiðiferðir og gönguferðir, tjald- og húsvagna o.fl. o.fl. Þeir augiýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa i þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta i síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur er fimmtudagurinn 18. júní. ATM.I Bréfasími okkar er 63 27 27. Utlönd Umhverfisráðstefiian í Ríó: Bandaríkin enn úti í kuldanum - samkomulag í augsýn um íjármögnun umhverfisvemdar Ríki Evrópubandalagsins einangr- uöu Bandaríkin enn frekar á um- hverfisráðstefnu Sameinuöu þjóð- anna í Ríó í gær þegar þau styrktu stöðu sáttmálans um gróðurhúsa- áhrifm sem bandarísk stjómvöld höfðu reynt að veikja eftir mætti. Embættismenn EB sögðu að bandalagslöndin hefðu orðiö ásátt um aö túlka samninginn á þann hátt aö hann krefðist þess að losun gróð- urhúsagastegunda árið 2000 yrði ekki meiri en árið 1990. Þá varö sam- komulag um aö hvetja önnur iðnríki til að fara að dæmi þeirra. Þessi ákvörðun EB var tekin tæp- um þremur dögum áður en Bush Bandaríkjaforseti kemur til Rió. Hann er væntanlegur annaö kvöld og á að ávarpa samkomuna á fóstu- dag. i samningaviðræðunum fyrir ráð- stefnuna höfðu bandarísk stjómvöld staðfastlega neitað að undirrita bind- andi samning um losun lofttegund- anna þar sem það gæti haft slæm áhrif á bandarískan iðnað. Frumkvæði EB breytir samningn- um ekki á neinn hátt en það gæti orðiö til þess að Bandaríkin yrðu utanveltu í samfélagi iðnríkjanna sem hafa lofað aö grípa til ákveðinna aðgerða. Bandarísk stjómvöld segja að þess sé ekki langt að bíöa að stöð- ugleiki komist á losun lofttegund- anna án neinna bindandi takmark- ana. Bandaríkjamenn uröu síðan fyrir öðm áfalli þegar Bretar ákváðu að slást í hópinn með öðmm ríkjum EB og nær öllum iðnríkjum, að Banda- ríkjunum undanskildum, og undir- rita samning um vemdun lífríkisins. Japanir hafa ekki sagt hug sinn í þessu efni en em að skoða samning- inn með undirritun fyrir augum. Alls hefur 31 þjóð undirritað nú þeg- Bandariska leikkonan Jane Fonda og eiginmaður hennar, Ted Turner sjón- varpsstjóri, voru meðal gesta á ráðstefnunni i Ríó í gær. Turner átti þar að halda erindi um framtíð fjarskiptatækni. Simamynd Reuter ar. Bandarísk stjómvöld óttast að samningurinn muni koma illa við líftækniiðnaðinn heima fyrir sem þarf á hráefnum frá þriðja heiminum aö halda. Samningamenn á ráðstefnunni sögðu í gær að ekki væri langt í sam- komulag um aðalefni hennar, hvem- ig eigi aö fjármagna efnahagsþróun án þess að leggja umhverfiö í rúst. Starfsfólk SÞ gerði áætlun fyrir ráðstefnuna um að það mundi kosta um 36 þúsund milljarða króna á ári að hrinda í framkvæmd öllum áætl- unum um umhverfisvæna 21. öld. Reuter Filippseyjar: Gerðisér upp þungun ogblekkti heiminn Filippseyski karlmaðurinn, sem náði athygli heimsins fyrir stuttu með því að segjast vera ófrískur, blekkti bæði íjölmiöla og lækna. Læknir mannsins lýsti þvi yfir í gær að Edwin Bayron hefði blekkt sig og aðra lækna með upploginni sjúkrasögu. Hann hefði aldrei farið í nákvæma rannsókn fyrr en í síðustu viku er dómstólar kröföust þess til að geta skoriö úr um lögmæti krafha hans um naftt og kynbreytingu Bayron, sem nú hefur látið sig hverfa, hafði lækna, lögfræðinga og blaðamenn að fiflum með því aö segjast vera fæddur tvíkypja, það er með kynfæri bæði karl- manns og konu. Hann sagðist hafa verið úrskurðaöur karlmaö- ur sem bam en nú væri hann ófriskur. Heilbrigðisráöherra Filippseyja hafði meira að segja boðist til að annast allan kostnað viö fæðinguna. Bayron var úrskuröaöur ó- friskur á grundvelli sónarskoð- unar og þvagprufu. Talið er að hann hafi komið með þvag ófri- skrar konu til rannsóknar og són- arhreyfingamar eru skýrðar sem vöövasamdrættir. Reuter Vörum og vopnum smyglað til íraks: Saddam situr semfastast Talsmaður bandaríska vamar- málaráðuneytisins telur aö Saddam Hussein, forseti íraks, sitji sem fastast á valdastóli sínum og sé ekki á leið að missa tökin á landinu eins og bandarísk yfirvöld hafa verið að vona. Aðstoðarmaöur vamarmálaráð- herra, James Liiley, segir að við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna á írak virtist ekki hafa nein áhrif á stöðu Husseins. „Það lítur ekki út fyrir að hann falli úr valdastóli á næstunni." Lilley telur að þrátt fyrir viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna smygli bandamenn íraksforseta töluverðu magni vara inn í landið. „Okkur hef- ur ekki tekist að koma í veg fyrir allan innflutning til landsins," segir Lilley, sem telur að auk neytenda- vara sé bæði vopnum og tækni smyglað inn í írak. „Það er til fólk í Evrópu sem gerir svona hluti fyrir peninga og hefur alltaf gert.“ Reuter Úkraína: Tugir námumanna fórust Að minnsta kosti 43 úkraínskir námumenn létu lífið í gær þegar kolanáman, sem þeir vora að vinna í, fylltist af eitruðu kolmónoxíði eftir að sprenging varð í henni, að sögn Itar-Tass fréttastofunnar. Rússneska útvarpið sagði að átján námumanna til viðbótar væri sakn- að og aö tuttugu og ftórir hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Slysiö, sem varð í bænum Krasno- don í austurhluta Úkraínu, er eitt hið versta á þessu svæði í langan tíma. Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu, - sendi aðstandendum samúðarskeyti og stjómvöld settu á laggimar rann- sóknamefnd undir forsæti aðstoðar- forsætisráðherrans. Slysið er mikið áfall fyrir Úkraínu sem hefur verið að reyna að halda orkuiðnaðinum gangandi þrátt fyrir úrelta tækni og skort á fjármagni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.