Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992. Helgi Pálsson skrifar: Er ekki augljóst að ríkisstjónún þarf nú að grípa til þess ráðs sem hún ein hefur möguleika á, án þess aö verða fyrir ókvæða- skömmum frá landsmönnum? Aö skera niöur af bákninu sjálfu, ríkinu. Það aattí að vera vanda- laust. Fækka stofnunum og deild- um og minnka mannafla. Þetta er þaö sem fólkið hefur verið aö biðja um og benda á árum saman. Nú veröur ekki dauíheyrst ieng- Persónuafsláttur og K.S. skrifar: Illþolandi óréttlæti ríkir nú varðandi skattleysismörkin og persónuafeláttinn. Ég nefni sem dæmi aö í næsta húsi við mig búa eldri hjón. Hann vinnur hjá ál- verinu og er með lága skatta því að hann má nota ónýttan per- sónuafslátt konu sinnar þar sem hún er liætt að vinna úti. Ég vinn líka hjá álverinu og bý með aldraðri móður sem er líka hætt á vinnumarkaðinum. - Ég greiði helmingi hærri skatta en nágranni minn því að ég má ekki nýta mér ónýttan persónuafslátt móöur minnar. - Hvenær skyldu verkalýðsfélög leggja ti.1 atlögu við svona lögleysu? ár skrifar: Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, lætur ekki deigan síga þegar ferðalög eru annars vegar þótt haim sé ekki lengur forsætisráð- herra. Nú er hann sagður á leið til Taiwan, Brussel og Aþenu. Að sögn Tímans segir Steingrimur að á Taiwan sé „efnað fólk á ferö- inni" og þaö sé eitt og annaö, m.a. á sviði sjávarútvegs, sem við íslendingar getum boðið þessu fólki. Viö bíðum eftir árangri Stein- gríms úr ferðinni. Vonandi verð- ur hann fengsælli en er hann skipaöi neíhd manna til upp- hugsa nýjar leiðir í atvinnuupp- byggingu hér á landi. Hvað kom út úr þeirri nefndinni? Hermann Hermannsson hringdi: Ég lenti í því sama fyrir fáein- mn árum og Helga Siguröardótt- ir, shr, bréf hermar í lesendadálki DV 4. júní sl. Ég fórþá á stúfana og fékk sýnishorn af þeim þak- og klæðningarefhum sem i boði voru.jt um. Eg gerði síðan þoltilraunir með þetta. Niðurstaðan varð sú að miðað við verð, þol og nýtan- leika værí klæðningarstálið frá Vírneti hf. í Borgarnesi besta eöi- iö. Ég veit ekki hvort liturinn er „innbrenndur", en hann er mjög þolinn. Efhiö hefhr m.a. þann kost fram yfir Ld. plasthúðaö jám að á því er ekkert efni sem gránar og fer að poka með aldrinum. Ég veit þess ekki dæmi aö liturinn á járninu úr Borgarnesi hafl upp- litast. En færi svo er hægt aö mála að nýju en það held ég sé ekki hægt á öðru sambærilegu lituðu klæðningaefni. K.J.Ó. skrifar: Það er rosalegt að sjá allar þess- ar bflasölur standa með notaða bíla sem lítt eða ekki seljast enn- þá. Allir hafa vUjað nýja bíla, ekkert minna dugði. Nú eru að koma breyttir tínmr. Nú er þaö nýtnin og sparnaðurinn sem giid- ir. Því ekki aö nota upp bUana og bíða með að kaupa nýja bUinn? Nóg af notuöum en vel meö föm* um bUum á markaðinum. - Og fyrir margfalt lægra verö! Lesendur Á hvaða útvarpsstöð hlustar þú mest? Agnar Guðnason: Ég hlusta á rás 2 aUan daginn. gott fordæmi? Kristján Sigurðsson skrifar: Kveikjan að þessum línum er grein sem Agnes Bragadóttir blaðamaður ritaði fóstud. 5. þ.m. um stjómmál og annað skylt efni. í greininni fjall- aði hún m.a. um forsetaembættið hér á landi og ákvörðun núverandi for- seta íslands um að gefa kost á sér tíl setu fjórða tímabilið í röð. í greininni var vikið að því hvort ekki bæri að breyta lögum á þann hátt að sami aðili gegni ekki forsetaembætti hér lengur en tvö eða þijú kjörtímabU. - Ég er þessu sammála og tel raunar lögnu tímabært að setja þær reglur að ávaUt verði tveir eða Ueiri aöUar í framboði til forsetakjörs. En þaö er ekki nóg. Kosning for- seta ætti að vera háð því að hann hafi meirihluta atkvæða á bak við sig. í forsetakosningunum 1980 voru fjórir í kjöri. Enginn þeirra fékk meirihluta atkvæða. Raunar er sú tilhögun með eindæmum og ekki samboðin þjóð sem lítur á sig sem eitt mesta lýðræðisríkiö og er með elsta starfandi þjóðþing í heimi. En það er önnur saga og flóknari, hvern- ig flest er viðkemur lögum og lýð- ræði rekst á annars horn hjá okkkur íslendingum. Spurningin um forsetaembættið hjá okkur flnnst mér snúast um það fyrst og fremst hvort það sé gott for- dæmi fyrir þjóðina. Er það hoUt einni þjóð að sitja uppi með embætti sem er í raun gagnslaust og ábyrgðar- laust í senn? - Gagnslaust í því tilliti að þar er engin sérstök vinnuskylda við lýði, engin sérstök afmörkuð verkefni sem forseta er sett að leysa hversdagslega, og ábyrgðarlaust að því leyti að forseti íslands hefur ekki og má raunar ekki beita sér í neinu því sem máli skiptir. Þaö þykir ekki hlýða, samkvæmt hefðinni, og reyndar stjórnarskrá líka, að forseti leggi hnur upp á sitt eindæmi fll aö fá þær samþykktar (eða felldar) á Alþingi. - Þetta allt orkar mjög tví- mæbs þegar litið er til þess að þetta er þó einu sinni æösta embætti þjóð- arinnar. Er það sjálfgeflð í huga fólks að forseti sé valdalaus, áhrifalaus, ábyrgðarlaus og þar með þarflaus? - íslenska stjómarskráin hefur ekki enn verið tekin tU endurskoðunar. Væri það ekki eðhlegt að forseti hefði frumkvæði um að láta loks ljúka því verki? Eitt er deginum ljósara. Það er ekki gott fordæmi að hafa 1 æðsta emb- ætti þjóðarinnar persónu sem hvorki má né getur verið leiðandi fyrirmynd um annað en opinberar heimsóknir, móttökur og komið fram sem vemd- ari góðgerðarsamtaka, sem virðast hafa einkarétt á að nota embættið sér til framdráttar. „í forsetakosningunum 1980 voru fjórir í kjöri. Enginn þeirra fékk meirihluta atkvæða." Er forsetaembættið Jón Óskar Friðriksson: Ég hlusta mest á Bylgjuna. „Obreytt ástand hvað varðar löggæslu í höfuðborginni er ekki réttlætan- legf“, segir í bréfinu. Guðrún Ágústsdóttir: Sólina. Eyrún Hulda Waage: Ég hlusta á SóUna. Þonnar Stefónsson: Rás 2. Smáir á alþjóðavettvangi Lúðvíg Eggertsson skrifar: íslenskir stjómmálamenn gleyma því gjaman að við erum dvergþjóð, sem aðrar þjóðir taka lídö tíllit til. - Jón Baldvin, utanríkisráðherrann okkar, hegðar sér eins og við séum stórveldi. Hann tók sér fyrir hendur að veita Eystrasaltsríkjunum fuUt sjálfstæði með því aö viðurkenna þau á undan öðrum þjóðum. Þar með stofnaði hann viðskiptahagsmunum okkar hjá Rússum í hættu. Hver vom launin fyrir þetta? Jú, útilokaöir frá þátttöku í stofnun sam- taka þessara ríkja, ásamt Noröur- löndum og Þýskalandi. - Síöan ætlaði utanríkisráðherra að leika sama leik gagnvart þremur lýðveldum Júgó- slavíu. Fékk hann þá morðhótun frá Serbum. - Nú krefst ráðherrann vegabréfsáritunar mUli landanna. Utanríkisráðherra hefur leikið tveim skjöldum varöandi EB-aðUd. Hann hefur lengstum haldið því fram að hún sé ekki á dagskrá. EES- samningurinn muni tryggja hag okk- ar. Nú snýr hann við blaðinu, og tel- ur EB-aðUd rökrétt framhald EES- samningsins. Hann vUl fóma sjálfs- forræði okkar fyrir ímynduð völd og áhrif á meginlandinu, og nánari sam- vinnu við Norðurlönd, sem aldrei hefur þó verið staðið heilshugar að af þeirra hálfu. Jón Sigurðsson iönaðarráðherra, sem er í fjölmiðlum nær daglega heima og erlendis, er sama sinnis og nafni hans utanríkisráðherra. Hann lét t.d. að því liggja í Noregi nýlega, að hann yrði næsti formaður Al- þýðuflokksins. Jóhanna Sigurðar- dóttir reynir hins vegar að halda lið- inu saman með því að prédika vinstri stefnu og lofa að velta Jónunum báð- um úr sessi. - Engrn alvara er þó á bak viö þetta - aðeins klókindi stjórnmálamannsins. Vanmegnug löggæsla í höfuðborginni H.P. skrifar: Hvað sem líður lögreglusamþykkt Reykjavíkur og ákvæði því sem þar var a.m.k. einu sinni að finna um að ölvun á almannafæri væri bönnuö - þá verður því ekki í móti mælt að dómsmálaráðuneytiö hefur lengi haft lögregluna í fjársvelti með tilliti til nægjanlegs mannafla hér í höfuð- borginni. Við lögregluna sjálfa er ekki að sakast, hún gerir yfirleitt sitt besta í erfiðu og vanþakklátu starfi. Sýni hún ákveðna hörku eða ákveöni þeg- ar þegnamir fremja illvirki hafa lög- reglumenn verið kærðir eða þeim vikið úr starfi, og sá seki hlær í laumi. - Dæmi um þetta er þegar ungur maður braut bílaloftnet, spegla og dældaði bíla. Lögreglumað- ur tók að sjáifsögðu harkalega á pilti, enda það eina sem dugir gagnvart skemmdarvörgum. - Þessi maður kærði. Lögreglumaðurinn var hinn „seki“, en skemmdarvargurinn fékk skaðabætur þó svo hann hefði valdið tjóni á íjölda bifreiða. Því miður er reyndin oft sú að lög- reglunni er kennt um svo margt en ekki þeim sem svo sannarlega eru sekir. Vonandi kemur að því að dómsmálaráðherra stuðlar að því að lögreglan fái nægan mannafla svo að hún geti haldiö uppi löggæslu í Reykjavík á fullnægjandi hátt. - Það er staðreynd að óbreytt ástand hvað varðar löggæslu í höfuðborginni er ekki réttlætanlegt. Og skal ekki land meö lögum byggja en ólögum eyða? Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifió Nafn og síraanr. veiöur að fylgja bréfum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.