Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1992, Síða 5
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1992. 5 Fréttir Virkjun vart réttlætanleg „Mér sýnist vart réttlætanlegt aö fara í svona stóra virkjunarfram- kvæmd eins og Fljótsdalsvirkjun meöan óvissan er enn fyrir hendi í jafh ríkum mæli og raun her vitni hvað snertir álveriö og orkukaupin írá því, “ sagði Halldór Jónatans- son, forstjóri Landsvirkjunar, við DV. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráöherra hefur viðrað hug- mynd um að hefja framkvæmdir viö Fljótsdalsvirkjun tii að mæta þvi kreppuástandi sem við blasir í þjóðfélaginu. Þess má geta að í Blönduvirkjun hefur veriö varið 12,3 milljörðum króna. í áætlun Landsvirkjunar er gert ráö fyrir um 400 milljónum á þessu ári í vaxtakostnað vegna þeirra framkvæmda. Undirbún- ingskostnaður við Fljótsdalsvirkj- un nemur nú mn 700 miiljónum króna.: Vaxtakostnaður af þeirri upphæð er áætlaður 30 milljónir á ári. Halldór sagði að undirbúningur við Fijótsdalsvirkjun hefði farið fram i trausti þess aö til álvers- framkvæmdanna kæmi áður en langt um liði. Á síðasta ári hefði verið stefnt að þvi að hefja fram- kvæmdir í vor eða sumar með það fyrir augum að ljúka þeim haustið 1995 þannig að álverið gæti þá tekið fulla orku. í nóvember sl. hefði verið ákveðið aö fresta öllum tíma- semingum unr að mitmsta kosti ár hvað snerti verklok og upphaf rekstrar álversins fyrirhugaöa á Keilisnesi. „Með hliðsjón af þessu hefur Landsvirkjun gert ráð fyrir því að hefja framkvæmdir við Fljótsdals- virkjun í fyrsta lagi á næsta ári," sagði Halldór. „Það er ennþá stefna sljómar Landsvirkjunar að hefjast ekki handa fyrr en á næsta vori eða sumri, enda engin þörf á því miðaö við stööu málai dag. Það gerir eng- inn ráð fyrir þvi að álver verði komið í rekstur á Keilisnesi fyrr en í fyrsta lagi í árslok 1996. Til þess að ná því markmiði þarf Landsvirkjun fyrir sitt leyti ekki að heíjast handa fyrr en á næsta ári eða síðar ef um frekari drátt verður að ræða á væntanlegri samningsgerð. Eigi að fara i einhverjar fram- kvæmdir í ár, í atvinnubótaskyni, er þaö sérstök ákvörðun sem ríkís- stjórn og stjóm Landsvirkjunar yrðu að taka í sameiningu. Þaö hafa ekki komíð nein formleg til- mæli frá ríkisstjóminni, enn sem komið er, um slíkar aðgerðir. Ég tel hins vegar að það sé á bratt- ann að sækja gagnvart stjóm Landsvirkjunar hvað þetta varðar því enn er alls ekki á vísan að róa hvaö álverið snertir. Ég tel fyrir mitt leyti að við þyrftum að hafa mikið fastara undir fótum í því til- liti heldur en við höfum í dag tíl þess aö geta hafist handa með virkjanaframkvæmdir núna i sum- ar í trausti þess að dæmið gangi upp þegar allt kemur til alls.“ -JSS í gærmorgun. Ráðherrann sýndi þolinmæði við Efri-Háfholu og svo fór að hann setti þar að lokum í 12 punda hrygnu sem hann landaði skömmu síðar með glæsibrag. Með honum á myndinni er Vigfús Jónsson, bóndi á Laxamýri, og ungur aðstoðarmaður þeirra. Á hádegi í gær voru komnir þrír laxar á land neðan Æðarfossa, 12,14 og 16 punda nýrunnir silfurgljáandi fiskar. DV-símamynd gk Þyrlueftirlit með há- lendinu heldur áfram Ákveðið hefur verið að halda áfram eftirliti með hálendi og þjóð- vegum íslands úr þyrlum. Landhelg- isgæslan kom slíku eftirliti á síðasta sumar og gaf það mjög góða raun. Þyrlueftirlitið hófst að þessu sinni um hvítasunnuhelgina. Nýverið var haldinn samstarfs- fundur þar sem yfirmenn frá Land- helgisgæslu, Náttúruvemdarráði, Vegagerðinni og lögreglu lögðu á ráð- in um eftirlit með vélknúnum öku- tækjum í sumar, einkum meðan viss- ir vegir væm þar lokaðir. Auk þyrlna Gæslunnar, TF-SIF og TF-GRÓ, mun Fokker-vélin, TF-SÝN, fylgjast með hálendisvegum þegar sú vél á erindi yfir hálendið. Eftirlits- menn í þyrlunum verða annað slagið frá Vegagerðinni og/eða lögreglunni. Brot á gildandi reglum verða kærð til viðkomandi sýslumannsembættis og munu framangreindir samstarfs- aðilar fylgjast náið með því að kæru- mál fái rétta málsmeðferð. -bjb AMERÍSKIR EFTIRÁRSBÍLAR ’90 JEEP CHEROKEE LAREDO DISIL 4 dyra, 5 gíra, beinskiptur, raf magn, álfelgur, toppgrind. ’91 DODGE SHADOW AMERICA 2,2 lítra, sjálfskiptur, vökvastýri, útvarp. ’91 CHRYSLER GRAND VOYAGER, 7 MANNA 3,3 lítra, sjálfskiptur, rafmagn, veltistýri, cruise-control, þakgrind. KR. 1.875.000,- ’91 JEEP CHEROKEE LAREDO 4,0 lítra, sjálfskiptur, rafmagn, álfelgur, þakgrind. KR. 2.550.000,- ’91 JEEP CHEROKEE LIMITED Allur fáanlegur búnaður. KR. 2.975.000,- 2JA DYRA KR. 1.248.000,- 4RA DYRA KR. 1.284.000,- JÖFUR HF - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL NÝBÝLAVEGI 2, KÓPAVOGI, SÍMI 42600 KR. 2.250.000,- ’91 DODGE VAN B250 V8, 318, sjálfskiptur, gluggar. KR. 1.767.000,- M/VSK. KR. 1.419.000,- ÁN/VSK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.