Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992. LífsstOl DV kannar verð í matvöruverslunum: Mikill munur hæsta og lægsta verðs Neytendasíöa DV kannaöi aö þessu sinni verö í eftirtöldum verslunum; Bónusi, Kópavogi, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hagkaupi, Grafarvogi, Kaupstað í Hafnarfirði og Miklagarði við Sund. Bónusbúðimar selja sitt grænmeti í stykkjataii á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Áformað er að vogir fyrir græn- meti verði komnar í Bónusbúöimar í næstu viku við sölukassa og verður þá grænmeti selt eftir vigt eins og í hinum verslununum. Að þessu sinni var kannað verð á kg af gúrkum, sveppum, rauðri pa- priku, hvítu greipi, appelsínum, rauðum eplum, gulrótum, pakka af Royal búðingsdufti með karamellu- bragði, kg af svínalærissneiðum, Normal Cameliu dömubindum, 20 stk„ 100 g af Nescafé Gull og Maggi kartöflustöppu. Gúrkur eru á hagstæðu verði fyrir neytendur nú og verðið fer lækk- andi. Þær vom á lægsta verðinu í Bónusi á 67 krónur kílóið en verðið var 96 í Miklagaröi, 99 í Hagkaupi, 109 í Kaúpstað og 139 í Fjarðarkaupi. Munur hæsta og lægsta verði er 107%. Verð á sveppum er nokkuð hátt nú og verðmunur hæsta og lægsta verðs er 41 af hundraði. Sveppir vom á 414 í Bónusi, 521 í Miklagarði, 568 í Kaupstað og Hag- kaupi en 585 í Fjarðarkaupi. Það munar heilu 291% á hæsta og lægsta verði á rauðri papriku sem þýðir að nær 4 paprikur fást fyrir hverja eina ef verslað er á ódýrasta stað í stað þess dýrasta. Rauð paprika var á 102 í Bónusi, 149 í Fjarðar- kaupi, 319 í Miklagarði, 390 í Kaup- stað og 399 í Hagkaupi. Munurinn á hæsta og lægsta verði á hvítu greipi er einnig mikill, 168%. Verðið var lægst í Bónusi, 44 krónur, en var 89 í Fjarðarkaupi, % í Miklagarði, 99 í Hagkaupi og 118 í Kaupstað. Appelsínur kosta aðeins 30 krónur kílóið í Bónusi en vom á 38 í Mikla- garði, 85 í Fjarðarkaupi og 98 í Kaup- stað og Hagkaupi en munur hæsta og lægsta verðs er 227%. Rauð epli vom á lægsta verðinu í Bónusi á 85 kr. en síðan komi í röð á eftir Fjarð- arkaup með 99, Mikligarður 106, Kaupstaður 124 og Hagkaup 145 krónur. Þar munar 71 af hundraði á hæsta og lægsta verði. Gulrætur vom á lægsta verðinu í Hagkaupi, 49 krónur en næst kom Veröfall hefur orðið á gúrkum á síðustu vikum og er meðalkílóverð þeirra aðeins um 40 af hundraði þess sem var í miðjum júnímánuði. Hæsta og lægsta verð Svínalærissneið 1000 800 600 Fjarðar- kaup Hæst Lægst Gulrætur 130 100 70 40 10 Nescafé ......-.... i 270-—--------- ~ 240 ......... j pjlagkaup l ■ B| ■ Bánus rfl II Hæst Lægst Hæst Lægst Dömubindi I50r Hæst Lægst Kartöflumús 90--------- 70 50; 30 10 Bónus Hæst Lægst Royal búðingur 90 70 50 30 10 I jm Bónus II Hæst Lægst kílóverðið í Bónusi, 53 krónur, Mik- lagarði, 56 krónur, Kaupstað, 88 krónur og Fjarðarkaupi 124 krónur. Munurinn er töluverður á hæsta og lægsta verði, 153%. Royal búöings- duft kostar pakkinn 38 í Bónusi, 41 í Miklagarði, 43 í Hagkaupi, 59 í Fjarð- arkaupi og 66 í Kaupstað en munur hæsta og lægsta verðs reiknast vera 74%. Það kom nokkuð á óvart að svína- lærissneiðar fengust aðeins í 2 af 5 verslunum. Verðið var 598 í Fjarðar- kaupi og 798 í Hagkaupi en þær feng- ust ekki í Kaupstað, Bónusi né Mikla- garði. Munur á verði er 33 af hundr- aði. Camelia dömubindi er á 123 í Bónusi, þar sem verðið er lægst, en 127 í Miklagarði, 139 í Kaupstað og Hagkaupi en 141 í Fjarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er í þessu tilfelli einungis 15 af hundraði. Nescafé kostar 182 krúsin í Bónusi, 188 í Miklagarði, 194 í Hagkaupi, 234 í Fiarðarkaupi og 239 í Kaupstað. Þar munar 31% á hæsta og lægsta verði. Munur hæsta og lægsta verðs á Maggi kartöflustöppu er heil 90% sem verður að teljast ansi mikið fyr- ir pakkavöru af þessu tagi. Hún kost- aði 31 í Bónusi, 33 í Miklagarði, 36 í Hagkaupi, 55 í Fjarðarkaupi og 59 í Kaupstað. .fs Verðhrun á gúrkum og rauðri papriku Ef línurit vikunnar eru skoðuð sést að verðsveiflur á tegundum ávaxta og grænmetis hafa verið tölu- vert miklar á síðustu mánuðum. í fimm tilfellum af 6 lækkar meðalverð frá síðustu könnun en í einu tilfelli hækkar meðalverðið. Meðalverð á kílóinu af appelsínum hefur tekið breytingum síðustu vik- ur en þó ekki stórvægilegum. Það komst yfir 80 krónur í byrjun mánað- arins en er nú komiö niður í 70 krón- ur. Sama gildir um meðalverð á rauðum eplum. Það hefur tekið nokkrum breytingum en hefur verið á niðurleið frá því í byrjun júlímán- aðar. Það er nú 112 krónur. Meðalverð á sveppum er það eina sem hækkar frá síðustu könnun. Það komst lægst í 436 krónur í síðustu viku en hækkaði um tæpar 100 krón- ur milli vikna og er nú 531 króna. Það er mjög svipað meðalverð og á sama tíma í fyrra. Meðalverð á hvítu greipi fór hækkandi frá júníbyrjun þar til í síðustu viku að það fór að lækka á ný. Meðalverð er nú 89 krón- ur á kílóið. Meðalverð á gúrkum hefur tekið ótrúlegum sveiflum frá byijun júní- mánaðar. Það var rúmar 100 krónur þá, fór alla leið upp í 275 í miðjum júnímánuði en er nú aftur fallið nið- ur í 102 krónur. Á sama tíma í fyrra var þaö um og yfir 200 krónur. Með- alverð rauðrar papriku hefur sveifl- ast mikið undanfarið, var í miðjum þessum mánuði rúmar 500 krónur en er nú nær helmingi lægra eða 272 krónur. -ÍS Sértilboð og afsláttur: Meðal sértilboðsverða sem eru í gildi vikuna 30.7.-5.8. í Kaupstaðar- verslunum eru pylsur á 595 krónur Idlóið, pylsubrauð, 5 stk. saman, sem kosta aðeins 49 krónur, súkku- laðihúöað kex, 200 g, á 79 krónur og kiwi ávöxturinn sem er á kíló- veröinu 169 krónur. í Miklagarði við Sund eru til sölu tjöld i mörgum tegundum á tilboðs- verði. Fyrir útileguna eru einnig í um, 25 litra, sem eru á 2.420 krónur og Ijalddýnur, tvær gerðir, sem kosta 2.614 og 2.905 krónur, Einnig á aðeins 1.935. Mörg tilboðsverð voru í gangi í kjötborðinu hjá Fjarðarkaupi. Þar skal fyrst telja ófrosna lamba- hryggi sem kosta 598 kílóið, einnig grillsagaöa lambaframparta sem eru á aöeins 398 og reyktan lax í flökum sem kostar 1.198 krónur. Einnig er Toffypops karamellukex, 150 g, á afrláttarverðinu 89 krónur pakkinn. I Hagkaupsverslunum byijar í dag tilboðsverð á stórborgurum eru á 99 krónur (borgarinn og diskar, sem eru góðir í útileguna, 50 stk„ á 299 krónur, kók í hálfs litra umbúðum er selt á 299 krón- ur, sex stykki saman, og Homeblest kexið vinsæla, 2 pakkar saman, á 159 krónur. í Bónusverslunum er tilvalið að kaupa á sértilboðsverðí 50 frauö- diska saman fyrir útileguna á 139 krónur, Royal Oak grillkol, 4,54 kg, sem kosta 219 pokinn, grilllæris- steikur frá Beka sem kosta 629 krónur kílóið og 10 stk. plastherða- tré á 159 krónur, öll saman, sem 'erir,æParl6“m'rs,,“ö'Js

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.