Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÓTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblaö 150 kr. Sýnd veiði, ekki gefin Reynslan sýnir, aö lítið hald er í tillögum Alþýðu- flokksins um minni útgjöld skattgreiðenda til hefðbund- ins landbúnaðar. Slíkar tillögur hafa aldrei náð fram að ganga. Því er rétt að taka með varúð fréttum um, að flokkurinn vilji nú tveggja milljarða niðurskurð. Útgjöld skattgreiðenda til landbúnaðar munu á þessu ári nema rúmlega níu milljörðum króna, þegar búið er að draga frá landgræðslu og menntamál af ýmsu tagi. Þetta eru rúmlega 8% flárlaga ársins, miklu hærra hlut- fall en vestræn ríki verja til hemaðarmála. Þessir níu milljarðar skiptast í grófum dráttum þann- ig, að 4745 milljónir fara í niðurgreiðslur, 2787 milljónir í útflutningsuppbætur, 1050 í ýmsa beina styrki og 479 milljónir í ýmsa opinbera þjónustu, sem er hliðstæð þeirri, er aðrir atvinnuvegir verða sjálfir að borga. Fyrir utan níu milljarðana fara svo 800 milljónir til annarra þarfa landbúnaðarins, sem telja má eðlilegar eða að minnsta kosti ekki umfram það, sem aðrir at- vinnuvegir fá hjá skattgreiðendum. Samtals nálgast landbúnaðurinn að vera tíundi hluti íjárlaga. Níu milljarðamir nema um 150 þúsund krónum ár- lega á hverja fíögurra manna fjölskyldu skattgreiðenda. Það er margfalt hærri tala en þekkist í öðmm löndum, sem þó em fræg af miklum stuðningi við landbúnað, svo sem Norðurlönd og ríki Evrópusamfélagsins. Fyrir utan níu milljarðana er svo kostnaður neytenda af háu matarverði, af því að þeir hafa takmarkaðan aðgang að innfluttri búvöm. Ýmsir hagfræðingar hafa reynt að meta þetta tjón og hafa komizt að tiltölulega líkum niðurstöðum, sem nema um tólf milljörðum á ári. Ef menn vilja hugsa, má þeim vera ljóst, að margt mætti færa til betri vegar í þjóðfélaginu, ef þessir fjár- munir nýttust til að bæta lífskjör þjóðarinnar og hag atvinnuveganna, jafnvel þótt bændur yrðu settir á föst laun hjá ríkinu til að hlífa þeim fjárhagslega. Ekki þarf nema fjóra milljarða á ári á móti þessum níu plús tólf milljörðum til að senda 4000 bændum eina milljón á ári hverjum fyrir sig. Samt væri afgangs til annarrar ráðstöfunar meirihluti þess fjár, sem sparað- ist af brottfalli ríkisafskipta af landbúnaði. Þrátt fyrir aðild Alþýðuflokksins að ríkisstjórninni, hafa útgjöld okkar til hefðbundins landbúnaðar aukizt verulega á þessu ári, hvort sem reiknað er í beinum krónum eða hlutfalh af ríkisútgjöldum. Flokkurinn hef- ur ekki fylgt eftir kröfum sínum 1 ríkisstjóminni. Af fenginni reynslu er eðlilegt að telja sýndar- mennsku felast 1 tillögum Alþýðuflokksins um tveggja milljarða niðurskurð, unz annað kann að koma í ljós. Hingað til hefur ást tveggja Jóna á ráðherrastólum kom- ið í veg fyrir, að flokkurinn léti reyna á þetta. Ekki má heldur gleyma, að þingmenn Alþýðuflokks- ins hafa misjafna afstöðu til málsins. Einn afturhalds- samasti hagsmunagæzlumaður hins hefðbundna land- búnaðar er einmitt þingmaður Alþýðuflokksins á Aust- fiörðum, harðari en þingmenn Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn er að því leyti betri en Al- þýðuflokkurinn, að menn vita, hvar þeir hafa hann. Alþýðuflokkurinn gerir hins vegar tilraunir til að villa um fyrir fólki og láta líta út fyrir, að hann vilji létta landbúnaðinum af herðum skattgreiðenda og neytenda. Tillögum Alþýðuflokks um lítils háttar niðurskurð á botnlausu rugli landbúnaðarútgjalda er rétt að taka með hæfilegum efasemdum um raunverulegan vLLj a að baki. Jónas Krisljánsson Hinn 1. september nk. verða enn á ný nokkur tímamót í málefnum fatlaðra þegar gildi taka ný lög um málaflokkinn í heild. Miklu varðar að vel takist til um alla framkvæmd hinna nýju laga sem fela hvoru tveggja í sér: allnokkur nýmæli og áheröingar svo og talsverðar breyt- ingar, m.a. í stjórnunarþættinum. Reynsla af lagasetningu í þessum víðfeðma málaflokki hlýtur að telj- ast ágæt, bæði í ljósi þess hvert ástandiö var í upphafi fyrstu laga- setningar, svo og þegar litið er til þess hversu víða er kallað á um framkvæmdir og íjármagn í samfé- laginu. Nýju lögin höfðu fengiö mikla og vandaða umflöllun og þrátt fyrir ýmsar breytingar á lokastigi vinnslunnar í Alþingi ættu þau tví- mælalaust að vísa fram tíl betri vegar um margt ef þannig verður staðið að framkvæmd þeirra að sóknarhugur síðustu ára fái ráðið ferð. Það eru hins vegar ýmis um- hugsunarverð atriði sem hyggja ber að. Ótti um miöstýringu í umræðunni á Alþingi í vor bar talsvert á ótta manna um það að veriö væri að koma á of mikilli miðstýringu, vald ráðuneytis væri aukið á kostnað heimamanna, Sjálfstæðari búsetuform, áfangi á langri lífsleið, mun gefa fötluðum fleiri möguleika og betri til farsæls lífs, segir m.a. I greininni. - Aðal- björg Guðgeirsdóttir í einni af íbúðum ÖBÍ við Flyðrugranda. Lagagerð á traustum grunni þeirra sem á vettvangi ynnu. í þeirri gagnrýni höfðu menn fyrir sér álit ýmissa þeirra sem unnu úti á akrinum, áttu best að geta varað við. Það var þó ekki ætlan lagahöf- unda að svo yrði en vissulega er alltaf möguleiki á því við lagaupp- stokkun af þessu tagi að ráðuneytí freistist tíl þess að draga til sín aukin völd, hafi meiri afskiptí af málum en góðu hófi gegnir. Á þessu er einmitt ákveðin hætta nú, þegar eitt ráðuneyti aðeins kemur að málaflokknum í stað þriggja áöur. Auðvitað getur ráðu- neyti alltaf haft mikil tök á málum þegar þangaö liggja allir þræðir og þaöan koma svo allar lindir og upp- sprettur þess fjár sem flestu ræður í þróun og framkvæmd. En á þess- um valddreifingartímum ætti ekk- ert ráðuneyti aö reyna slíkt enda skulu engar illspár kveðnar, til þess standa einfaldlega engin efni. Mikilvægt er í framkvæmd lag- anna að svæðisráðin nýju fái gegnt sínu mikilvæga eftirlits- og að- haldshlutverki, svo oft sem búiö er að klifa á nauðsyn þess að sami aöili annist ekki rekstur og eftirlit, sé í raun aðeins eftirlitsaðili með sjálfum sér, svæðisráðin nýju verða því að hafa nokkurt fjárhags- legt bolmagn til að sinna lagaskyld- um sínum og á það reynir sannar- lega nú við fjárlagagerð á „erfiðum tímum“. Það ð er hins vegar brýnt að sjá vel fyrir stööu þeirra nú í upphafi því af því mun verulega ráðast hvers megnug svæðisráöin verða. Framkvæmdasjóður fatlaðra Áhyggjuefni meira er þó hversu nú fer um Framkvæmdasjóð fatl- aðra. Þær áhyggjur stafa af því fyrst og síðast að með nýju lögun- um er gert ráð fyrir auknum verk- efnum sjóðsins þrátt fyrir þaö að fjárveitingar falli brott til mennta- og heilbrigðisgeirans. Þetta varöar viöhaldsþáttinn á öllum heimilum og stofnunum fatiaöra, aðgengis- mál, sem alltof víða eru í ólestri, og húsnæðismál í miklu víðari merkingu en áður hefur veriö lög- fest. Allt þetta kallar á mikið fjármagn og heildarsviö Framkvæmdasjóðs fatiaðra nú orðið það víðfeðmt að afar erfitt er að sjá fyrir fjármagns- KjaUaiiim Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ þörf í raun. En það skiptir líka miklu máli aö sjóðurinn verði ekki í upphafi sveltur ef hann á að standa undir nafni. Meðal annars koma nú vandamál geðfatlaðra að fullu inn á fj ármögnunars við sjóðs- ins og allir eiga að vita að þar er mikils og flárfreks átaks þörf. Þaö er því beðið með nokkurri óþreyju eftir fjárlagafrumvarpi næsta árs, ekki síst í ljósi hinna nýju laga. Það skal þá um leið áréttaö ræki- lega sem var einlæg ætlan lagahöf- unda að framlög á fjárlögum - bein framlög - til þeirra þátta í heil- brigðis- og menntageiranum sem áður sóttu fé til Framkvæmdasjóös fatlaðra, veröi í engu minni en ann- ars hefði verið. Þeir þættir mega alls ekki eftir liggja svo áríöandi sem þeir eru. Hins vegar var sá skollaleikxu- fjárlagavaldsins orö- inn óþolandi að vísa hveiju verk- efninu af öðru yfir á Framkvæmda- sjóð fatlaðra í stað þess að veita bein framlög til þeirra. Fyrir þann skollaleik liðu þessi málefni því hvoru tveggja var að Framkvæmdasjóður var illa búinn til að bregðast við þessum tilvísun- um öllum og eins höfðu úthlutun- arreglur hans verið þrengdar svo með reglugerð ráöuneytis að óger- legt var aö sinna ýmsu því sem stjómarmenn hefðu gjaman viljað og brýn þörf var á. En öll eru þessi mál örugglega viðkvæmari og örð- ugri til úrlausnar í ákveðnum þrengingum þjóðarbús nú heldur en ef gullöld góðæris hefði ríkt. Hið besta verður þó að vona. Sjálfstæðari búsetuform En fjármál em eitt - stefnumótun annað þó allt tengist þetta nú sam- an. Það verður einmitt að vona að skýrari ákvæði nýrra laga, svo og ýmis mæt nýmæli, varði veg til nýrra framfaraspora í málaflokkn- um. Þar skal fátt eitt nefnt en að- eins bent á ákvæðin um liöveisl- una, réttindagæsluna og sjálfstæð- ari búsetuform. Liðveislan er mik- ilvægur lykill fyrir svo marga fafl- aða að fullu aðgengi í samfélaginu - til fulls jafnréttis. Réttindagæslan þarf að vera öflug og virk frá allra hálfu sem hlut eiga að máli svo tryggt sé að réttur hins fatiaða sé hvergi fyrir borð borinn. Sjálfstæð- ari búsetuform em áfangi á langri þróunarleið sem gefa mun fótluð- um fleiri möguleika og betri til far- sælla lífs jafnt þeim til heilla sem þjóðfélaginu í heild. En öllu skiptir þó að áfram verði haldið markvissri uppbyggingu á öllum sviðum ásamt vökulli leit aö nýjum möguleikum, nýjum sókn- arformum á veginum fram til fulls jafnréttis - til lífskjara sem bestra í allri grein. Lögin nýju hafa alla burði til að leggja þann grunn sem til góðs má reisa á margt mætagott verk - jafnt í hugmyndum sem framkvæmd- um. Helgi Seljan „Auövitað getur ráðuneyti alltaf haft mikil tök á málum þegar þangað liggja allir þræðir og þaðan koma svo allar lindir og uppsprettur þess Qár sem flestu ræður í þróun og framkvæmd.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.