Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992. 33 WIIAI.KS (V hTHK’S Allt í veiðiferðina Laxinn er kominn í Eystri-Rangá, höfum veiðileyfi.| Tilkyimingar Veiðivon LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751 Tapað fundið Skjaldbökudúkka Lítil Raphael skjaldbökudúkka fannst í upplýsingaþjónustu ráðhússins fyrir skönunu. Uppl. í síma 632005. 73 laxar komnir á land eftir tveggja daga veiði í Laxá á Ásum, Gunnar Þorvaldsson, Ottó Markússon við aflann. DV-mynd GÞ LaxááÁsum: Veiddu 73 laxa á tveimur dögum „Þetta var meiri háttar aö veiða 73 laxa á tveimur dögum og stærsti laxinn hjá okkur var 20,5 pund. Við vorum með báðar stangimar," sagði Gunnar Þorvaldsson en hann var að koma við fjórða mann úr ánni. Laxá á Ásum hefur gefið 500 laxa á þessari stundu. „Við fengum alla laxana á maðkinn og við sáum helling af laxi vera að koma í ána. Næstu veiðimenn eiga eftir fá hann,“ sagði Gunnar enn- fremur. -G.Bender Núpsá á Snæfellsnesi: 75 laxar og 50 bleilgur „Veiðin hefur gengið vel hjá okkur og em komnir 75 laxar og 50 bleikjur á land, stærstu laxamir em tveir 16 punda," sagði Svanur Guðmundsson í Dalsmynni í gærkveldi er við spurð- um um Núpsá á Snæfellsnesi. En löxum og bleikjum hefur verið sleppt í ána og er veiðin góð. „Það hafa ekki margir veitt maríu- laxinn sinn héma hjá okkur en haxm Sigurjón Magnússon veiddi sinn fyr- ir skömmu. Þetta var 16 punda fiskur og tók maðkinn. Það var meiriháttar að hann skyldi fá þennan lax. Það hefur gengið vel að selja veiðileyfi hjá okkur í ána,“ sagði Svanur enn- fremur. Sigurjón Magnússon, KR-ingur, -G.Bender með maríulaxinn sinn, 16 punda. Handboltaskóli Fram verður starfræktur í ágúst og verða hald- in fiögur tveggja vikna námskeið. Skól- inn verður starfræktur á íþróttasvæði Fram við Safamýri og einnig íþróttahús- inu Álítamýrarskóla. Vanir leiðbeinénd- ur hafa umsjón með námskeiðunum og þekktar stjömur koma í heimsókn. Nám- skeiðsgjald er kr. 3.500 og greiðist við innritun sem fer fram í Framheimilinu, sími 680344. Námskeiðin eru 4.-14. ágúst fyrir stúlkur, 9-12 og 13-16 ára, og 17.-28. ágúst fyrir drengi, 9-12 og 13-16 ára. Börn náttúrunnar Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Böm náttúrunnar hefur nú verið sýnd samfellt í eitt ár í Stjömubiói. Af því til- efni verður myndin sýnd í A-sal Stjömu- bíós á öllum sýningum í dag og hefur miðaverð verið lækkað í 500 kr. í and- dyri Stjömubíós verður opnuð sýning á þeim viðurkenningum sem myndin hefur hlotið. Hafnargangan 30. júlí verður lagt af stað frá Hafnarhús- inu kl. 21 og gengið með hafnarbökkum og ströndinni inn að Sólfarinu og til baka. Ferðin tekur tvo tíma. Bókin um Dionu Díana - sönn saga eftir breska blaða- manninn Andrew Morton, er komin út hjá Almenna bókafélaginu hf. en bókin hefur vakið mikla athygh erlendis enda fjallað um meðlimi bresku konungsfjöl- skyldunnar með öðrum og opinskárri hætti en áður. í bókinni er hulunni svipt af hjónabandserfiðleikum Díönu og Karls Bretaprins og vakin athygli á sjúkleika hennar og einangrun innan konungsfjöl- skyldimnar. í bókinni em 48 bls. með ljósmyndum sem fæstar hafa birst áður. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir sneri bók- inni á íslensku en prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Keppni í tískuhönnun og fata- gerð Nú stendur yfir undirbúningur íyrir fyrstu keppnina í tískuhönnun og fata- gerð en fyrir henni stendur félag meist- ara og sveina í fataiðn og tímaritið Hár og fegurð. Keppnin er fyrst og fremst hugsuð til að koma íslenskum fataiðnaði meira á markað hérlendis og erlendis. Keppnin fer fram í byrjun október og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni ættu að hafa samband við tímaritið Hár og fegurð eða félag meist- ara og sveina í fataiðn sem fyrst. Silfurlínan Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta tyrir eldri borgara alla virka daga frá kl. 16-18. Norðurá í Borgarfirði: Jack Nicklaus og fjöl- skylda veiddu 12 laxa UP.MSHORN, luíkvfélag R'ykjurík 1992 Jack Nicklaus dregur inn fluguna viö Stekkinn í Norðurá og skömmu seinna tók lax fluguna hjá golfsnill- ingnum. DV-mynd FRS „Jack Nicklaus og íjölskylda veiddu 12 laxa og golfarinn veiddi þann stærsta, sjö og hálfs punds lax,“ sagði tíðindamaðurinn á bökk- um Norðurár í Borgarfirði okkur. „Golfleikarinn snjalli og íjölskylda voru aðeins einn dag. Þetta er mjög góð veiði hjá þeim og allir tóku lax- amir fluguna hjá þeim. Það var míkrótúpan sem gaf þeim flesta lax- ana. Hópurinn fór heim á hádegi í fyrradag en þau urðu ekki eins lengi og áætlað var í fyrstu, urðu að fara heim,“ sagði tíðindamaðurinn í lok- in. Jack Nicklaus hefur nokkuð oft veitt á íslandi en þetta er í annað sinn sem hann veiðir í Norðurá. Hann mætti í fyrsta skipti í Norður- ána í fyrra og veiddi þá 4 laxa, núna fékk hann fimm af tólf löxum. Norðuráin gaf 1300. laxinn í gær- kvöldi og hann er 19 pund sá stærsti. -G.Bender Norræna húsið Opið hús fyrir ferðamenn verður í Nor- ræna húsinu fimmtudaginn 30. júlí kl. 20.30. Þá mun Hrafrihildur Schram list- fræðingur tala um myndlist á íslandi. Fyrirlesturinn er haldinn 1 sýningarsal í kjallara og er hann á sænsku. Eför kaffi- Wé verður kvikmyndin „Surtur fer sunn- an“ sýnd, hún er með norsku tali. Laxveiði í Andapollinum í Andapollinn í Reyðarfirði eru í sumar seld laxveiðileyfi. Á síðasta sumri veidd- ust um 2.700 laxar og þegar hafa yfir 1.500 laxar veiðst. Við AndapoUinn er kyrrlátt og vinalegt tjaldsvæði ásamt hreinlætis- aðstöðu og sundlaug með heitum potti er á Reyðarfirði. Reyðarfjörður er mið- svæðis á Austurlandi og þaðan liggur þjóðbraut til allra átta. Hár og fegurð Út er komið nýtt tölublað af tímaritinu Hár og fegurð. Forsíða blaðsins er tileink- uð félagi íslenskra snyrtifræðinga í tilefni af þvi að nú er tímaritið einnig orðið málgagn félags íslenskra snyrtifræðinga. Forsíðuna prýðir ungfrú Reykjavík en meðal efnis í blaðinu er grein um forsíðu- keppni tímaritsins, skýrt frá heimsókn hihs heimsþekkta hárgreiðslumeistara William De Ridder, sýnt frá fatasýningu iðnskólanema í Reykjavík og margt fleira. Ritsjóri tímaritsins er Pétur Mel- steð og blaðið er prentað í ísafold. Púlsinn í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. júlí, leik- ur suður ameríska Wjómsveitin Titicaca frá Perú á Púlsinum. TóWeikamir standa frá kl. 22-01 og verður að Wuta til útvarp- að í þættinum Tónlistarsumar ’92 á Bylgj - utrni. Hagyrðingar flykkjast í Skúlagarð Um miðjan ágúst verður sumarmót hag- yrðinga haldið í Skúlagarði í Keldu- hverfi. Nú eru á annað hundrað hagyrð- ingar búnir að skrá sig og von er á fleiri. Þátttöku á að tilkynna til sumarhótelsins í Skúlagarði í síma 96-52280. EinWg má tilkynna þátttöku til Sigvalda í síma 96-41372 eða til Jóhanns í síma 96-52293 en þeir gefa jafnframt nánari upplýs- ingar. Sumarmótiö verður haldið laugar- daginn 15. ágúst. íslendingur erlendis Nýlega kom út ferðahandbókin íslend- ingur erlendis. Þetta er bók sem er ætluð fyrir ferðafólk erlendis og hefur að geyma handhægar ferðaupplýsingar. í bókinW eru t.d. uppl. um ferðatryggingar, vega- bréfið, neyðarsímanúmer, kort af heims- álfum og margt fleira. Hjónaband Bók um hvalveiðar Út er komið ritgerðasafn á vegum Sjávar- útvegsstofnunar Háskóla íslands og Há- skólaútgáfunnar sem leitast við að svara spumingum í sambandi við og um hval- veiðar. I bókinW eru þijár greinar sér- fræðmga með mismunandi fræðilegan bakgrunn og skrifar dr. Gísli Pálsson mannfræðingur aðfaraorð. Bókin byggist á fyrirlestrum sem haldnir voru á síðasta ári og fæst í bókaverslunum og hana er hægt að panta hjá Bóksölu stúdenta v/Hringbraut. Listasafn Sigurjóns Ólafsson- ar Fimmtudaginn 30. júlí kl. 20.30 verða endurteknir tóWeikamir sem haldnir voru sl. þriðjudag. Tónlistarfólkið, sem fram kemur, er þau Armann Helgason klarínettuleikari, Guðriður St. Sigurðar- dóttir píanóleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautWeikari og Þórunn Guðmundsdóttir söngkona. JJutt verða verk eftir Maurice Ravel, Aaron Copland, Pierre Paubon o.fl. TóWeikamir standa yfir í um það bil eina klst. Þann 27. júní voru gefin saman í hjónaband í Grindavíkurkirkju af séra Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur, Ólina Kristín Margeirsdóttir og Har- aldur Valur Haraldsson. Heimili þeirra er aö Hringbraut 67, Hafnar- firði. Ljósm. Nærmynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.