Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992. Spumingin Lesendur Eintómar sjón- hverfingar ...rekið með fiskveiðum og fiskverkun sem mér skilst að í náinni framtíð hætti að vera tll...“ I hvaða sæti heldur þú að íslendingar lendi í hand- bolta á ólympíuleikunum? Þorsteinn Magnússon málari: Ég segi að þeir lendi í öðru sæti. Grétar Eggertsson nuddari: í 4.-5. sæti. Heiða Þórbergsdóttir, atvinnulaus: Þeir verða í þriðja sæti. E.A. skrifar: Ágæti lesandi. - Það hefur varla farið fram hjá þér hvemig málum er háttað hér á Islandi. Ef ske kynni að þú hefðir ekki verið að fylgjast grannt með sl. 30-40 ár eða svo leyfðu mér þá að reyna að draga upp eftirf- arandi mynd fyrir þig: Á íslandi er risin miðstöð efnis- hyggjunnar. Kjörorðin eru: Ég vil.. ég skal... mig langar... Og svo: Skítt með hina! - Hér áður fyrr gerðu menn munnlega samninga og innsigluðu þá með handabandi og allir voru ánægðir. - Það að innsigla samninga með handabandi táknaði að mann- orð viðkomandi stæði á bak við gerð- an samning. En þá var mannorðið líka í miklum metum og ekki falt fyrir nokkra upphæð. Nú tekur þaö heilan her af lögfróð- um mönnum dijúgan tíma að koma samningum þannig fyrir að hægt sé aö rifta þeim fyrirvaralaust ef iila gengur og það standist lög. Eða í versta falli að hægt sé að breyta lög- um þannig að ekki tapist fjármunir sem enginn á og enginn getur eign- ast því þeir hafa aldrei verið til... En þetta er einmitt lýsandi dæmi um þaö hvemig við rekum þetta þjóðfélag og byggjum það upp. Nefni- lega fyrir peninga sem eru ekki til. Nú, þessi sjónhverfing vefur síðan upp á sig þvi fyrir peningana, sem eru ekki til, reisum við virkjanir til að framleiða orku fyrir fyrirtæki sem heldur eru ekki til... Fólkið í landinu sankar að sér ýmsum delluvamingi, sem það vant- ar ekki, og ferðast til annarra landa. Það liggur í sólinni og skoðar sig um á stöðum sem eru heldur ekki til því þetta eru bara iðnfyrirtæki og vinnu- staðir þeirra sem vinna við ferða- mannaiðnaðinn. Og hann hefur oft reynst hverfull og eru fyrirtæki sem að honum standa þeim töfrum geedd að þau geta hætt að vera til hvenær sem er. - Meira að segja þjóðkirkjan dregst inn í þetta þar sem prestur einn vill byggja kirkju utan um söfn- uð sem er ekki til... Söfnuðurinn mætir alla vega ekki reglulega í neinar guösþjónustur og vill fólk þetta ekki láta minna sig á það með því að byggja kirkju á stað sem er heldur ekki til (a.m.k. ekki samkvæmt byggingarskipulagi). Nú, ef þetta er ekki nóg til aö fá þig til að ranka við þér má minna á verkalýðsfélögin sem græða stórfé á störfum sem eru ekki til. Þjóðarbúið er rekið með fiskveiðum og fiskverk- un sem mér skilst aö í náinni fram- tíð hætti að vera til... - Svona er þetta nú, lesandi góður, og eina leiðin til að breyta því er að þú, og aðrir heið- ursmenn, sem meta mannorð sitt einhvers, standi upp og segi: „Stopp, hingað og ekki lengra." - Það er að segja ef þið eruð til. Fiskveiðistjórnunin Thelma Brynjólfsdóttir, starfsmaður á bamaheimili: í 3. sæti. Þórður Jónsson skrifar: Viö stöndum frammi fyrir því aö ákveða skuli fiskveiðiheimildir. Þessi ákvörðim mun hafa áhrif á af- komu flestallra íslendinga. Fiski- fræðingar eru gagnrýndir fyrir aö finna ekki nægan þorsk og einstakir skipstjórar hljóta ámæli fyrir aö koma meö lítinn afla að landi og ná jafnvel ekki aö veiöa þann þorsk sem þeim var úthlutaður á síðasta ári. Ef meira er til af þorski í sjónum en Hafró segir er hann á stöðum sem hvorki fiskifr æðingar né skipsstjóm- armenn þekkja. Miöað við fæmi og tækjabúnað þessara tveggja starfs- hópa er með ólíkindum aö um vera- legt magn, sem ekki finnst, geti verið að ræða. Eigum viö aö úthluta veiði- heimildum út á veika von um ófund- inn þorsk. - Ég segi nei. Við eigum ekki aö taka þá áhættu að eyðileggja ef til vill grundvöll nútíma búsetu á íslandi vegna dægurhagsmuna. Núverandi ráðherrar höfðu uppi stór orð um að takast á við fortíöar- vanda. Þaö sem gert hefur verið í þeim málum era smámimir einir miðað við að takast á við þann vanda sem hlotist hefur af þvi aö búið er að ofveiða þorskinn í mörg ár. Þorsk- þurrðin er hinn raunverulegj fortíð- arvandi sem gerir okkur svo erfitt að fást viö aösteðjandi vandamál á öðrum sviðum. - Bætum ekki viö fortíöarvandann með því að stinga höfðinu í sandinn. Guðjón Jónsson ellilífeyrisþegi: í 3. sæti. Sigurður Þórðarson kaupmaður: Sjötta sæti. Skringileg afstaða Seyðisfjarðarkaupstaðar Bragi Árnason skrifar: Á tímum samdráttar og erfiðleika í sjávarútvegi finnst manni það skringileg afstaða hjá sumum sveit- arfélögum, eins og t.d. hjá forráða- mönnum Seyöisfjaröarkaupstaðar, sem samþykktu nýlega ábyrgð bæj- arins upp á 100 miHjónir kr. til kaupa á frystitogara fyrir útgerö eigenda Ottó Wathne. - En sá togari hefur nýtt mestallan afla sinn og bæjarbú- ar notið lftillar atvinnu af. 632700 milli kl. 14 og 16 - eöa skriíiö ATH.:Nafnc Frá Seyðisfirði. Togarinn Otto Wat- hne vlð bryggju. Með kaupum á frystitogaranum skapast lítil sem engin vinna fyrir aðra en sjómennina. Þaö er þvi ein- kennileg afstaða að ganga í ábyrgðir fyrir útgerðir sem hugsa aðeins um gróðasjónarmið nokkrum mönnum til handa. í stað þess aö stuöla að fullnýtingu aflans hérlendis og skapa þannig fleiri störf í sínum heima- byggðum. Það ætti að vera markmið sveitar- stjóma að stuðla að atvinnu í heima- héraöi. Manni finnst aö frystitogarar eifgi ekki rétt á sér ef horft er til hagsmuna heildarinnar en ekki ein- stakra manna. Nú verða allir að standa saman og hugsa um nýtingu sjávaraflans og aö hann skapi sem mesta atvinnu. Annað er ekki réttlætanlegt gagn- vart þeim sem era atvinnulausir. Það verður að koma til breyting á hugs- unarhætti ráðamanna þar sem heild- arhagsmunir ráða mestu. í tvígang hef ég nýlega lesið skrif Morgunblaðsins, annars vegar í Reykjavíkurbréfi, síðan í Víkvetja, þar sem bandarísku þjóðfélagi er ekki hampað. Sagt t.d. að Bandaríkjamenn standi á tímamótum eftir kalda striöið og athyglin beinist æ meira að inn- anlandsmálum. Nú blasi afleið- ingamar viö: Bandarískt þjóöfé- lag sé I upplausn eins og óeiröim- ar í Los Angeles í vor báru vitni um. Hér er að baki lítil þekking á bandarísku þjóðfélagi. Stoðir Bandarísks þjóðfélags era ein- mitt mjög styrkar þrátt fyrir hina margbreytilegu þjóðablöndu. Stjómarskráin þar er t.d. nokkuð styrkari en á íslandi og meö styrk hennar er engin von til þess að spá vankunnandi manna á bandariskri sögu rætist. Áörorkubótumá bestaaldri K5. skrifer: Talið er að nokkur þúsund manns séu á örorkubótum. Eöli- legt er aö fólk, sem á við líkam- lega eða andlega vanheilsu að stríða, fái örorkubætur. Það er hins vegar furðulegt að fólk, sem er að því virðist stálhraust og getur drukkið dögum saman og skemmt sér ótæpilega, sé á ör- orkubótum vegna meintrar van- heilsu. Hinn fyrsta hvers mánaöar má sjá slíkt fólk aka um í Greiöabíl- um frá ýmsum gisfistöðum, eins og Herkastalanum og Farsóttar- húsinu, í verslanir ÁTVR því þessu fólki finnst of langt að gánga. - Ég spyr: Hvaða vit er í því að greiða þessu fólki 40-50 þúsund króna í örorkubætur? Eríslensktkven- fólkflakkarar? P.K. skrifar: Ég er ekki í vafa um það að is- lenskt kvenfólk er mun meira gefið fyrir að ferðast og flakka en gengur og gerist um kvenfólk al- mennt. Ég er ekki frá því að fs- lenskt kvenfólk sé mestu flakkar- ar asta sem um getur, - Tökum allar ráðstefhumar sem íslensk- ar konur hafa tima til að sitja um landið allt og um allan heim. Gft má sjá konur ferðast saman í hóp um landið. Þetta eiga stund- um að vera vinabæjaheimsóknir, orlofsdvalarferðir o.s.frv. - Svo er líka eftirtektarvert að sjá margar konur saman á veítingastöðun- um hér og meira að segja í milli- landaflugvélum og á flugstöðvum erlendis. - Þetta er líklega bara meðfætt flökkueðli, arfur frá Her- ólunum sem við eram komnir af. ÁTVR-aðferðin Sigþór hrrngdi: Enn sýnir ÁTVR að fyrirtækið vinnur gegn hagsmunum neyt- enda. Ákveðið er að fella brott af sölulistanum Becks-bjórinn sem hefur þó hæstu markaðshlut- deildina hér. Þessi ÁTVR-aöferð er fjarri lagi á okkar dögum. Nú er fátt til bjargar ríkiseinokunar- fyrirtækinu ATVR. Leggjum það niður fyrir fulit og allt. Skaðarál manns- GJB. hringdi: Það hefur komiö fram sem sem óyggjandi sannindi, og þaö frá virtri vfsindastofhun vestanhafs, aö samband áls (t.d. álumbúða) og matvæla geti valdiö skaða á mannsheilanum - sé t.d. ein or- sök alzheimersjúkdómsins. Ég hvet íslensk heilbrigðisyfirvöld til að kynna okkur landsmönnum sannleiksgildi þessarar fréttar og hvort þörf sé á varúðarráöstöfun- um hérlendis þessu viðkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.