Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992. Fréttir Nuddskóli Rafns Geirdals: Nemendur kæra til Rannsóknarlögreglu Tuttugu og sjö af 33 nemendum, sem útskrifuðust úr Nuddskóla Rafns Geirdals í vor, hafa lagt inn kæru til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins á hendur skólastjóra og eiganda skólans, Rafni Geirdal. Telja nem- endur að þeim hafi verið gefnar rang- ar upplýsingar í upphafi náms. í kærunni eru talin upp fimm at- riði. Þar stendur að Rafn hafi fuUyrt að nemendur útskrifist sem nudd- fræðingar og að skólinn sé viður- kenndur sem fagskóh af mennta- málaráðuneytinu. Hið rétta er að Félag nuddara viöurkennir ekki námið og átti Rafni aö vera það ljóst. í bréfi frá menntamálaráðuneytinu, dagsettu 17. mars 1992, kemur fram að ráðuneytið hefur ekki gefið út yf- irlýsingu um að það viðurkenni Nuddskóla Rafns Geirdals. Auk þess er gerð athugasemd við skólagjöld. Námstími var áætlaður tveir vetur og kostnaður 100.000 fyrir hvort ár. í lok fyrra skólaárs var til- kynnt að fyrra árið kostaði 150.000 krónur og hið síðara 50.000 krónur. Margir nemendur voru þá orðnir óánægðir og hugðust hætta námi. Þann 3. maí var nemum síðan til- kynnt um sérstakar siðareglur sem gUtu innan skólans og voru reglur þessar afturvirkar. Var sumum nem- um neitað um prófskírteini og aðrir beðnir um að skfia sínum. í kærunni er að lokum bent á að seinni hluta vetrar hafi verið kennt annað nudd en nemendum var kynnt í upphafi. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem er milh- hður í kærunni, telur Rafn hafa veitt rangar eða viUandi upplýsingar og brotiö í bága við 27. grein um verð- lag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. í öðru lagi tel- ur hann ástæðu til þess að Rann- sóknarlögreglan skoði hvort ekki sé um að ræða brot á 248. grein al- mennra hegningarlaga. „Ég hef gefið yfirht yfir hvemig námið getur Utið út og það hefur síð- an tekið breytingum yfir veturinn. Ég forma síðan kennsluskrá eftir að námi lýkur þannig að þetta er ekki eins og að ég hafi verið að auglýsa fullkominn pakka sem Neytenda- samtökin geta gert athugasemdir við,“ sagði Rafn Geirdal, skólastjóri og eigandi Nuddskóla Rafns Geir- dals. Rafn sagði að fagið væri ekki lög- vemdað og þýddi hann orðiö nudd- fræðingur úr enska orðinu „massage therapist". Kveðst hann í upphafi hafa vaUð nemendur sem höfðu ein- dregna löngun tU að læra nudd en efdr áramót hafi sumir nemendur sýnt ótúlega ókurteisi sem hefði ver- ið langt út fyrir það sem eðUlegt mætti teljast. „Það á að vera þagnarskylda, mjög svipuð og gUdir hjá lækni varðandi sjúkhng og hjá lögfræðingi gagnvart skjólstæðingi. Þau eru 1 fagnámi og það er æskUegt að þau séu ekki að bera út neikvæð ummæU sem eru óeðUleg," sagði Rafn. Hvað skólagjöldin varðar sagðist Rafn hafa þurft að aðgreina náms- og starfskostnaö þegar sumir vUdu hætta námi og væri námskostnaður mun hærri en starfskostnaðurinn. -GHK HagkaupogBónus: Höfumekki afgangnum - segir Sigurður Pálmason Getgátur hafa verið uppi um aö Hagkaup vilji kaupa Bónusversl- anirnar upp að fuUu en eins og kunnugt er keypti það helmings- hlut í verslununum fyrir stuttu. „Þeir Hagkaupsmenn eiga for- kaupsrétt að okkar hlut eins og við að þeirra. Við höfum hins vegar ekki í hyggju að seJja meira. Þetta er fínt fyrirtæki," segir Jóhannes Jónsson í Bónusi. - En ef þiö fáið gott boö? „Hvað myndir þú gera ef þú ætfir 5 milljóna króna ibúð og einhver byði þér 10 milljónir? Gætir þú þá fuliyrt að þú royndir ekki selja hana? Hagkaupsmenn hafa hins vegar ekkert boðíð í afganginn. Þeir hafa einmitt lýst yfir áhuga sínum á því aö við rekum þetta áfram og eigum þessa hlutdeUd, enda væri annaö ekkert sniöugt," segir Jóhannes. „Við höfum engan hug á því að kaupa það sem eftir er af Bónus- verslununum," segh' Sigurður GísU Páimason, forstjóri Hag- kaups. -ból Menntamálaráðherra um vanda MA: Hægt að fá hæfa kenn- ara án kennsluréttinda „Þetta veldur vissulega áhyggjum en ef til viU eigum við ekki að halda stíft í lögvemdun kennararéttinda og fleiri atvinnugreina. Ég skU Tryggva þannig að hann ráði ekki fólk sem ekki hefur réttindi. Við vit- um í hverju þessi réttindi eru fólgin. Fólkið verður að hafa numið við HÍ eða KHÍ og lokið prófi. En það er hægt að fá hæfa kennara, án kennsluréttinda, tU að kenna ákveð- in fóg. Ég get ekkert við því sagt að Tryggvi ráði ekki t.d. doktor í stærð- fræði til að kenna stærðfræði þó doktorinn hafi ekki próf í uppelds- fræðum," sagði Ólafur G. Einarsson menntamáiaráðherra. í DV var frá því greint að Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, hafi lýst því yfir að hann fylgi þeirri stefnu að ráða ekki kennara án kennslurétt- inda að skólanum, eins og lög gera ráð fyrir. Þetta virðist leiða fil þess að danska verði ekki kennd í 1. bekk og kennsla í stærðfræði skerðist verulega. Menntamálaráðherra var spurður hvort ráðuneytið myndi láta tU sín taka í þessu máU. Hann sagðist ekki sjá að slíkt ætti eftir að gerast.' „Tryggvi kemur líka inn á launamál- in. Þau em auðvitað áhyggjuefni en samningar um launamál kennara era ekki á verksviði menntamála- ráðuneytísms," sagði ráðherra. En hefur Ólafur G. Einarsson ekki áhyggjur af því að kennarar fáist ekki tíl starfa vegna bágra launa? „Jú, ég hef það. En ég er líka þeirrar skoðunar að launakerfi opinberra starfsmanna sé komið í úlfakreppu. Svo virðist sem ekki sé hægt að taka neinn einn hóp út úr og gera betur við hann öðruvísi en aUt fari af stað. Almennt geta menn án efa samþykkt að grunnlaun kennara séu of lág. Þegar kemur að samningagerð við opinbera starfsmenn rekum við okk- ur á óyfirstíganlega þröskulda ef á að gera betur við einn hóp en annan.“ -ask Harðorð mótmæli gegn sölu kvóta úr Hagræðingarsjóði •'W Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er afar þungt hljóð í mönnum enda er máUð mjög alvarlegt fyrir þetta svæði. RekstrargrundvöUur er ekki til staðar í þessari grein og ef heldur fram sem horfir og ekki verð- ur tekið fast í árar þá gerist eitthvað stórt og slæmt á þessu svæði,“ sagði Sverrir Leósson, formaður Útvegs- mannafélags Norðurlands, eftir fund félagsins með þingmönnum úr Norð- urlandskj ördæmunum. í ályktun fundarins kemur fram að 25% samdráttur þorskveiða Norð- lendinga blasi við og ekki sé hægt að sjá hvemig útgerð, vinnsla og byggðir á svæðinu eigi að meta því tekjutapi sem fylgi þeirri ákvöðun aö bmda heUdarþorskafla við 205 þúsund tonn. „Fundurinn mótmæUr harðlega öUum hugmyndum um sölu kvóta úr Hagræðingarsjóði og telur eðUlegast að úthluta heimUdum hans án endurgjalds og taki mið af þorsk- skerðingu emstakra skipa. Ljóst er að útgerð og vinnsla mun ekki geta staðið undir sinni greiðslubyrði og því verður aö grípa til frekari aö- geröa,“ segir í ályktun fundarins. Þar er einnig sagt að nauðsynlegt sé að stofníjársjóður og bankar lengi lánstíma, vextir verði lækkaðir og athugaðir verði möguleikar á víkj- andi lánum fyrir greinina. Fundur- inn ætlast tíl að ríkisvaldið geri þeg- ar grein fyrir tUlögum Byggðastofn- unar. „Ef ekki verður að gert stefnir ríkisstjórnin þessari atvinnugrein í stóra erfiðleika svo og byggðarlögun- um sem eiga aUt sitt undir sjávar- fanginu á þessu svæði með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum," sagði einnig í ályktuninni. „Framkvæmdavaldinu er ætlað að skapa höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar viðunandi starfsumhverfi sem er aUs ekki tíl staðar. Það era skref sem stjómvöld eiga að ákveða en við höf- um einnig bent á hlutí sem gera þarf. MáUö er stórt, viðamikið og mjög alvarlegt," sagði Sverrir Leósson. Ingólfur Kristjánsson, 90 ára, á Gusti og Þórdís Erla Gunnarsdóttir, 9 ára, á Stiganda. Þau eru elsti og yngsti knapi á íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fer i Viðidal um helgina. DV-mynd GVA íslandsmót í hestaíþróttum: 81 árs aldursmunur á yngsta og elsta knapa íslandsmót í hestaíþróttum hefst í dag á mótssvæði Fáks í Víðidal og stendur yfir helgina. Á mótinu gerist sá einstæði atburður að aldursmun- ur á yngsta og elsta knapa verður 81 ár. Sá elstí er „unglingurinn" Ingólf- ur Kristjánsson sem verður níræður í haust. Yngsti keppandinn heitir Þórdís Erla Gunnarsdóttir og er 9 ára gömul. Þau er bæði Fáksfélagar. Þórdís Eria keppti í sínu fyrsta hestamannamóti aðeins 7 ára gömul. Hún segist stímda hestamennsku af kappi. Þórdís og hestur hennar munu keppa um helgina í tölti og fjórgangi. Ingólfur lætur ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur. Kunnugir segja að hann hafi aldrei verið hress- ari. Einn viðmælandi DV, kunnur hestamaður, sagðist hafa séð myndir af Ingólfi á landsmóti hestamanna á Þveráreyrum í Eyjafirði frá árinu 1954. „Ef eitthvað er þá situr Ingólfur beinni í baki í dag á hestunum," sagði hestamaöurinn. Ingólfur sagði í samtali við DV að landsmótið á Þveráreyrum hefði ver- ið fyrsta alvöruhestamótið sem hann hefði keppt á. „Ég settist á hest í fyrsta sinn fjögurra ára gamall o níu ára eignaðist ég minn fyrsta hes Síðan hef ég stundað hestamennsk meira og minna. Á vetuma reyni é að ríða út á hveijum degi,“ sagði Ing ólfur. * Auk þess að ríða út tekur Ingólfu að sér að temja hesta á vetuma. Yfi sumartímann segist hann reyna a komast í sem flestar hestaferðir út land. Skagafjörðurinn heillar Ingól mest. Ingólfur mun keppa í tölti á mótim í Víöidal um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.