Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Qupperneq 14
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. A fstaðan til EES í næstu viku kemur Alþingi saman til aö íjalla sér- staklega um samninginn um Evrópska efnahagssvæöiö. Það er afar sjaldgæft aö Alþingi sé kallaö saman á miðju sumri til sérstakrar umræðu. Undirstrikar þaö mikil- vægi málsins enda er hér um aö ræöa viðamestu alþjóða- samninga íslendinga og miklu afdrifaríkari en þá sem gerðir voru um aðild okkar aö EFTA. Þessu máh má raunar líkja viö stofnun lýöveldisins vegna þeirrar stööu og skuldbindinga sem felast í samningnum. Auövitaö skiptir innihald samninganna mestu máh og sýnist þar sitt hverjum. Ljóst er að stjórnarflokkarn- ir báðir hafa lýst sig sammála samkomulaginu sem undirritað hefur verið með fyrirvara um samþykki Al- þingis. Stjórnarandstaöan hefur hins vegar hikaö í mál- inu og Alþýðubandalagið og Kvennalistinn eru því and- víg. Framsóknarflokkurinn hefur enn ekki tekiö form- lega afstöðu en rétt er að benda á aö í tíö síðustu ríkis- stjórnar var samstaða um aö leita samninga um evr- ópskt efnahagssvæði en þar áttu bæði alþýðubandalags- menn og framsóknarmenn aðild að þeirri stefnumótun. Formleg samtök hafa verið mynduð gegn Evrópska efnahagssvæðinu af hópi manna ,,úti í bæ“ og í skoðana- könnunum hafa stuðningsmenn samningsins verið í minnihluta. Mest hefur þó borið á því að almenningur hefur ekki sett sig inn í máhð og sennilega er fákunn- átta og skeytingarleysi afar útbreitt um efnisinnihald samkomulagsins um Evrópska efnahagssvæðið. Utan- ríkisráðuneytið hefur sent bækhng inn á flest heimih landsins og nú er komin út bók á vegum alþjóðamála- stofnunar Háskóla íslands sem er ætluð öhum þeim sem vilja kynna sér efni samningsins og mynda sér skoðun á málinu. Er það þarft verk og tímabært og er vonandi að almenningur nýti sér þá upplýsingu. Á sínum tíma var gert samkomulag milli þingflokka um afgreiðslu málsins á sumarþinginu sem hefst í næstu viku. Nú hefur stjómarandstaðan gert fyrirvara um þá afgreiðslu. Varða þeir fyrirvarar seinkun á upplýsing- um, framlagningu frumvarpa og ágreining um hvort samningurinn standist stjómarskrá. Þetta sýnast þó ekki haldbær rök og gera má ráð fyrir að Alþingi takist aö samþykkja eða að minnsta kosti að afgreiða máhð fyrir haustið. Hér ekki mælt með að stjómarskrá verði breytt fyrir- fram vegna þessara samninga. Fjórir viðurkenndir lög- fræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að samning- urinn um Evrópska efnahagssvæðið brjóti ekki í bága við stjómarskrá. Endanlegur dómur verður ekki fehdur 1 því máh nema í Haestarétti og til þess kemur ekki nema höfðað sé mál. Á það verður að reyna síðar. Hins vegar er mælt með því að Alþingi afgreiði samn- inginn við Evrópubandalagið með fyrirvara um sam- þykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með útgáfu bóka og bæklinga og ítarlegri umræðu og umfjöllun, þegar máhð verður á dagskrá Alþingis, munu rök með og móti skýrast á næstu vikum. Þjóðin verður þá betur upplýst og með hhðsjón af mikhvægi samningsins, sem ekki lá fyrir í síðustu alþingiskosningum, er bæði rétt og skylt að gefa íslendingum öhum tækifæri th að segja hug sinn. Þá þjóðaratkvæðagreiðslu má hafa í haust. Sú málsmeðferð tekur af öh tvímæh. Dehur um formsatriði eiga ekki að ráða ferðinni. Ekki heldur lög- vísindi. Máhð snýst um það hvort við vhjum vera með í evrópsku efnahagssvæði eða ekki. Þjóðin á að fá að hafa skoðun á þvi. Ehert B. Schram „... umheimurinn allur hefur ekki efni á þvi að láta undan vopnuðum yfirgangi...“ - Hernaðurinn í Bosníu heldur áfram. Simamynd Reuter Hervald gegn Serbum Allar samlíkingar við Hitler voru notaðar upp til agna og gerðar marklausar í þeirri ijöldamóður- sýki sem George Bush spanaði upp í heiminum vegna innhmunar Ir- aka á Kúveit. Engu að síður er nú um raunverulega samsvörun að ræða í fyrrum Júgóslavíu. Það er Milosevic en ekki Saddam Hussein sem hegðar sér eins og Hitler. Rétt er að rifja upp um hvað Munchenarsamkomulagið 1938 snerist. Þá gerðu Þjóðveijar kröfu til Súdetahéraðanna í Tékkósló- vakíu, sem að mestu voru byggð Þjóðveijum, rétt eins og Serbar gera kröfu til þeirra svæða í Bosníu og Króatíu sem byggð eru Serbum. Þá, eins og nú, þótti forysturíkjum heimsins sér ekki koma þetta við. Chamberlain, forsætisráðherra Breta, sagði þá: „Þetta er deila, sem við vitum ekkert um, milli þjóða sem við þekkjum ekkert til.“ Niðurstaðan varð að Bretar, Frakkar og ítalir neyddu Tékkósló- vakíu til að afhenda Súdetahéruð- in, og Chamberlain sneri heim með þá yfirlýsingu að friður væri tryggður um okkar tíma. En afleið- ingin varð vitanlega sú ein að Þjóð- veijar hertu á kröfu sinni til þeirra svæða í Póllandi sem byggð voru Þjóðveijum, allir vita framhaldið. Fordæmi Allir ættu líka að vita að kröfur Serba takmarkast ekki við Bosníu og Króatíu, þær eru ekki síður af- dráttarlausar til Kosovo og Make- dóníu. Samt hafa forysturíki heimsins hegðað sér eins og Bosnía megi missa sig. Það sé í lagi að landamærum, sem veriö hafa óbreytt frá stríðslokum, sé nú breytt með hervaldi og Bosníu skipt á milh Serba og Króata, og helmingur íbúanna, múshmskir Serbar, rekinn á vonarvöl. Tala þeirra er nú um hálf þriðja mihjón, og þeir eiga í engin hús að venda. Þetta er mesta kreppa sem örygg- ismál í Evrópu hafa lent í síðan 1945 og hvemig hún verður leyst er það fordæmi sem htið verður th þegar að því kemur að aðrar þjóðir og önnur þjóðarbrot fara að undi- roka hluta þegna sinna. Hvað ger- ist ef Úkraínumenn til dæmis vilja hreinsa land sitt af öhum Rússum? - Ef Mhosevic kemst upp með það sem hann er aö gera gagnvart um- heiminum, hvað er þá th að stöðva aðra einræðisherra hinna ný- fijálsu ríkja Austur-Evrópu th að fara að dæmi hans? Ekki skorhr þjóðemisríg og þjóð- emishatur, samanber átökin í Moldóvu eða Azerbajdzhan og spenn- una milli ýmissa þjóðarbrota hinna fyrrum Sovétlýðvelda, svo sem á Krím og í Eystrasaltsríkjunum. Mesta hættan Þjóðemishreinsanir Serba era Kiallajinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður afturhvarf th fortíðar og þær mega ahs ekki viðgangast. Þjóðemisstríð em mesta hættan sem steðjar að hinni nýju Evrópu eftir lok kalda stríðsins. Ef Serbar fá að fara sínu fram er fordæmi sett, sem öh Evr- ópa á eftir að iðrast. En hingað th hafa forystumenn heimsálfa fahð sig á bak við þá staðreynd að máhn í Júgóslaviu fyrrverandi em ákaf- lega flókin og ihvíg og óaðgengheg fyrir utanaðkomandi. En þegar að er gáð em máhn ahs ekki flókin. Það sem er að gerast er þetta: Þetta er árásarstríð Serba, háð nær eingöngu gegn almennum, vamar- lausum borgurum. Það em vopn og skotfæri, sem stjómin í Belgrad leggur th, sem em að leggja byggð- ir múslíma og Króata í rúst og hafa þegar drepið um 25 þúsund manns í löndum sem ekki tilheyra Serbíu. Það em hersveitir Serba, bæði skipulagöar hersveitir og sjálf- boðahðasveitir skæruhða, sem heija á vamarlaust fólk með stór- skotahríð, skipulegri útrýmingu, grimmdarverkum, pyntingum og fangabúðum, ef ekki útrýmingar- búðum. Það er augljóst að stríðinu lýkur ekki fyrr en Serbía nær því fram sem Milosevic og menn hans ætlast til nema hervald komi th. Aht tal um póhtíska lausn er aðeins tal um að láta undan Serbíu. Hernaðaríhlutun En Evrópa og umheimurinn hef- ur ekki efni á að láta það sem var óþekkt og óhugsandi síðustu 47 ár og það sem aht öryggiskerfið byggðist á renna út í sandinn með uppgjöf fýrir hervaldi Serba. Það hefur verið ljóst nær frá upphafi að ekkert getur stöðvað Serba nema hemaðaríhlutun, og það eng- in smávægis íhlutun. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er eins og þjóðir heims telji sig hafa gert skyldu sína í Kúveit, nú sé ekki þörf á meiru. En sagan á eftir að sýna að stríðið í Kúveit var bæði árangurslaust og ástæðulaust. Ef aftur á móti stríðið á Balkan- skaga fær að hafa sinn gang og sýnt er fram á að þjóðemishreins- anir og vopnaður yfirgangur borg- ar sig, er öhu öryggi í Evrópu og jafnvel áframhaldandi pólitískri samvinnu og sameiningu stefnt í tvísýnu. Það er eins og þetta sé smám saman að renna upp fyrir mönnum. Almenningsálitið er aö snúast. Myndir og frásagnir af meintum útrýmingarbúðum Serba í Bosníu eiga sinn þátt í að það er að renna upp fyrir fólki hvað felst í orðinu „þjóðemishreinsun". Forystumenn em nú að taka viö sér, löngu á eftir almenningsáht- inu. Samt segir Hurd, utanríkisráð- herra Breta, að hemaðaríhlutun sé óðs manns æði, og Bush forseti hefur kahað hugmyndir Clintons, mótframbjóðanda síns, um íhlutun algert ábyrgðarleysi. En Samein- uðu þjóðirnar ætla nú að veija hjálparstarf sitt með hervaldi, sem er htið skref í rétta átt. Mögulegt er að Serbar láti sér segjast ef þeim er hótað af fullri alvöru, en th þess þarf meira en nokkur þúsund menn Sameinuðu þjóðanna. Það þarf hálfrar mihjón- ar manna alþjóðlegan her á vegum Sameinuðu þjóðanna og undir for- ystu Nato og Bandaríkjanna. Bush forseti hefur bmgðist algerlega for- ystuhlutverki sínu í þessu máh og látið Evrópumenn ráða, enda þótt Evrópumenn æthst til þess að Bandaríkin sýni forystu. Þar til þessi forystumál eru út- kljáð gerist ekkert raunhæft. En það er ekki um annað að ræða en gera eitthvað raunhæft og þaö fyrr en seinna. Evrópa sérstaklega og umheimurinn ahur hefur ekki efni á því aö láta undan vopnuöum yfir- gangi og gera þjóðemishreinsanir að viðurkenndri aðferð við lausn milhríkjavandamála. Gunnar Eyþórsson . hingaötilhafaforystumenn heimsmála falið sig á bak við þá stað- reynd að málin í Júgóslavíu fyrrver- andi eru ákaflega flókin og illvíg og óaðgengileg fyrir utanaðkomandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.