Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Qupperneq 24
32 Fréttir i r | - Hugsanlega er heimsóknin upphafið að umfangsmiklu samstarfi á sviði sjávarútvegs. F.v. Jens Valdimarsson, Tamara Saturina og Alexander Abramov. DV-mynd ask Alexander Abramov, forstjóri eins stærsta útgerðarfyrtækis Rússa: Menning______________ dv Ljúflingstónar Þeir Martial Nardeau flautuleikari og Einar Kristján Einarsson gítar- leikari efndu til tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudaginn var. Á efnisskrá voru Grande Sonate op. 85 í A-dúr eftir Mauro Giuliani, Mouvements Perpétuels eftir Francis Paulenc, Entr’acte eftir Jacques Ibert, Distribucao de Flores eftir Heitor Villa-Lobos og Histoire du Tango eftir Astor Piazzolla. Svo mikil aðsókn var á tónleikana að kom niður á hljómi salarins, sem var óvenju þurr þetta kvöld, en þessi hljóðfæri þurfa fremur ómmikinn salarhljóm. Hin stóra sónata Mauro Giuhani var vel leikin, eins og ravm- ar öll sú tónlist sem á þessum tónleikum var flutt. Martial náði fallegri syngjandi í tóninn í öðrum þættinum og skersóið var einkar létt og Tónlist Áskell Másson skemmtilega flutt. Einar er vandaður en kannski fullhógvær meðleikari þótt segja megi að tónlist þessi bjóði ekki upp á nein stór tilþrif frá gítars- ins hendi. Hljómur salarins gerði það ennfremur að verkum að erfitt var að greina þau hin fínlegri blæbrigði sem frá gítamum komu. Samhæfing og samheldni þeirra félaga Einars og Martial var með ágætum. í verkinu Mouvements Perpétuels eftir Francis Poulenc lék Martial mikið með flölbreyttan htblæ, einkum í fyrsta þættinum og var sérlega fallega gert. Tónlistin bað ekld um tilþrif frá gítamum eins og í fyrra verkinu en leikur Einars var þéttur og vandaður. Entr’acte eftir Jacques Ibert er liflegt og skemmtilegt verk og skrifað þannig að jafnræði ríkir með hljóðfærunum. Verkið var vel leikið. Hefjum sam- vinnu strax - gagnkvæmur áhugi, segir Jens Valdimarsson, viðskiptafuUtrúi ÚtQutningsráðs „Tilgangur heimsóknar okkar var að kynnast fiskiðnaði íslendinga og sjá með eigin augum hvemig hann er skipulagður. Við vissum að fisk- iðnaðurinn hér er tæknivæddur en það sem við sáum kom okkur mjög á óvart. Undanfarin misseri höfum við m.a. unnið með japönskum, am- erískum og norskum fyrirtækjum. Það sem við höfum séð hér er mun betra en gerist meðal þessara þjóða. Okkur virðist þið vera langt á undan þessum þjóðum hvað varðar tækni- þekkingu og skipulagningu," sagði Alexander Abramov, forstjóri UTRF, sem er eitt stærsta útvegsfyrirtækið á Kamtsjatkaskaga. Alexander kom hingað tÚ lands ásamt Tamara Satur- ina, sem annast alþjóðleg viðskipti UTRF, í boði Útflutningsráðs sl. mánudag. Á miðvikudag hitti hann Þorstein Pálsson sjávarútvegsráð- herra. UTRF er gamalt og gróið fyrirtæki á sínu sviði. í eigu UTRF eru 83 skip en þar af eru 53 meðalstórir togarar. I flota fyrirtækisins eru einnig fiski- leitar-, hafrannsóknar-, móður- og flutningaskip. UTRF rekur einnig niðursuðuverksmiðjur, viðgerðar- verkstæði og hótel. Starfsmenn eru 6000 talsins. Heildarafli flota fyrir- tækisins er 350 til 400 þúsund tonn á ári. Um þessar mundir leita ráðamenn UTRF leiða til að afla nýjustu tækni- og verkþekkingar. Ferð þeirra til ís- lands er liður í þeirri viðleitni. Útflutningsráð hefur lengi haft áhuga á að ná góðu sambandi við ýmis fyrirtæki á Kamtsjatkaskaga og undanfamar vikur hefur Jens Valdimarsson viðskiptafulltrúi dval- ið þar. Jens sagði að möguleikar ís- lendinga væru umtalsverðir á þessu svæði og nú reyndi á þá svo um munaði. „Rússamir hafa áhuga á að ná góðu sambandi við okkur og ég veit að áhuginn er gagnkvæmur,” sagði Jens. Alexander sagði að innan tíðar myndu tæknimenn á vegum fyrir- tækisins koma til íslands til frekari viðræðna og til að afla sér þekking- ar. í því sambandi nefndi hann sam- vinnu á ýmsum sviðum, s.s. þjálfun skipstjómarmanna og markaðsmál. En geta íslensk fyrirtæki hafið viö- skipti fljótlega? „Nú er rétti tíminn til að hefja samvinnu og viðskipti. Við höfum hitt fulltrúa ýmissa fyrir- tækja og vomm afar ánægð með við- tökumar,“ sagði Alexander Abramov. -ask Gamalli (allbyssu úr varðskipinu Tý var komið fyrir viö fjörubakkann fyrir framan gamla útvarpshúsið við Skúlagötu f gær. Tilefnið er siglingakeppni, sem verður haldin á morgun vegna afmælis Reykjavíkurhafnar, og verður byss- an notuð til að ræsa keppnina. í gær var skotið æfingaskoti. Eins og myndin sýnir er um kraftmikla fallbyssu að ræöa. Fallbyssan er dönsk smfð frá siðustu aldamótum. Hún var síðast notuð um borð í Tý en sett í geymslu um siðustu áramót í stað nýrrar byssu. DV-mynd S Fallegt gítarforspfl var að Distribucao de Flores og boöið upp á fjöl- breyttan leikmáta. Stemningar vom fram kallaðar sem á stimdum minntu á indíána og frumskóga Brasilíu. í þessu verki fóru flytjendumir á kostum. Síðasta verkið, Histoire du Tango, í fjórum þáttum, sem taka mið af ástandi tangósins á 30 ára fresti, frá 1900 tfl 1990 er skemmtflegt verk og vel skrifað, einkum fyrir gítarinn. Annar þátturinn, Café 1930, er að uppi- stöðu falleg flétta tveggja melódískra lína sem þeir Einar og Martial fóru sérlega vel með. í síðasta þættinum, Concert d’aujourd’hui, lyftir Astor Piazzolla tangóinum í listrænar hæðir og má segja svipaða sögu um flutn- inginn á verkinu í heild. Háskólabíó - Falinn íjársjóður ★★ Gullímund Paydirt er ekkert verri afþreyingarmynd en hver önnur. Það er mikið að gerast í henni þó fátt af því sé merkflegt en leikhópurinn er góður og heldur athyglinni. Þetta er engin stórmynd og myndi ekki síður sóma sér á litlum skermi. Jeff Daniels leikur fangelsissál- fræðing, sem að eggjan deyjandi fanga gerir tilraun tfl að hafa upp á foldum íjársjóði sem er grafinn í húsagrunni í úthverfi. Konan sem býr þar (Catherine O’Hara) er ný- búin að henda út kallinum sínum og nágrannamir fylgjast grannt með öllu sem gerist. Ekki minni vandræði valda tugthúslimir sem komust á snoðir um fjársjóðinn en fóru í vitlaust hús og hertaka hjón sem búa þar. Tilheyrandi handapat og moldargröftur fylgir og endar í hamagangi þegar allir eru famir yfir um á taugum. Handritið er engin merkissmíði, en vel skipulagt og með nóg af ágætum hugmyndum tfl að manni leiðist ekki en ekkert meira. Höf- undurinn og leikstjórinn, Bill Phillips, keyrir upp hraðann í sög- unni en er ekki það góður að hann geti hrifið áhorfandann inn í hringavitleysuna. Persónumar era svo knappt dregnar að það er ekki hægt að taka þær alvarlega. Leik- Kvikmyndir Gísli Einarsson aramir em hins vegar sterkir karakterar, enda flestir vinsælir auka- leikarar. Þeir blása lífi í persónumar stutta stund. Bestur er Richard Portnow sem sjúklega kynóður sölumaður, sem getur ekki látið kvenfólk vera. O’Hara er líka mjög aðlaðandi leikkona á sinn hátt og er þetta henn- ar stærsta hlutverk til þessa. Paydirt (Band. 1992) Handrlt og leikstjórn: Bill Phillips. Leikarar: Jeff Daniels (Arachnophobia), Catherine O’Hara (Beetlejuice), Hector Elizondo (Frankie & Johnny), Rhea Perlman (Cheers), Judith Ivey (In Country, Hello Again), Jonathan Banks (Freejack), Harris Yulin (Fatal Beauty), Dabney Cole- man (Where the Heart Is), Richard Portnow (Barton Fink).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.