Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Alþýðusambandið: Ásmundur aðhætta? Stórskemmdir á íbúðarhúsi Jón Þórðaisan, DV, Rangárþingi: » Ibúöarhús á bænum Haga í Holta- hreppi skemmdist mikið af völdum hita og reyks þegar eldur varð þar laus um kl. 17 í gærdag. Slökkviliðin á Hellu og Hvolsvelli komu á vettvang nokkru síðar og lagði þá reyk út um allar glufur á húsinu sem er gamalt þrílyft timhur- hús, klætt utan með jámi. Mjög fljótt gekk að ráða niðurlögum eldsins en húsið skemmdist mikið af völdum hita og reyks. íbúar voru ekki heima þegar eldur- inn kom upp en þeir starfa utan sveitar og nýta húsið um helgar. Ábúendur í Haga búa hins vegar nýlegu íbúðarhúsi, steinsnar frá hús- inu sem kviknaði í. Eldsupptök eru ókunn en þau virð- *ast hafa orðið í kjallara hússins. Þar var geymt ýmiss konar dót, meðal annars áburður. Húsið var skyldu- tryggt. Slökkviliðsmenn vöktuðu húsið fram eftir kvöldi í gær. Skátar í Kópavogi: 11 talstöðv- um stolið Brotist var inn í aðstöðu hjálpar- sveitar skáta í Kópavogi í fyrrinótt og þaðan stolið 11 talstöðvum. Engar talstöðvar hafa komið fram í dags- Jjósið en RLR rannsakar stuldinn. -bjb ■ Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími @3 27 00 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992. „Ég hef satt að segja ekki tekiö neina endanlega ákvörðun í þessu efni ennþá, þannig að ég get ekkert um það sagt á þessu stigi,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, þegar DV spurði hann hvort rétt væri að hann hygðist hætta sem forseti ASÍ. Samkvæmt heimildum blaðsins úr verkalýðshreyfingunni mun Ás- mundur nú íhuga að gefa ekki kost á sér á þingi ASÍ sem haldið verður í lok nóvember. „Það hlýtur alltaf að brjótast í manni þegar um er að ræða að binda sig til fjögurra ára starfs. Þá hljóta menn að hugleiða hvort þeir eigi að halda áfram eða hætta,“ sagði Ás- mundur. „Ef til þess kemur að ég taki ákvörðun um að hætta þá hlýt ég að láta félaga mína vita um þaö í tækatíð." -JSS Okkur var orð- Tveír tíu ára drengir í Neskaup- stað voru hætt komnir í höfhinni í gærmorgim þegar gúmbáti þeirra hvolfdi. Ðrengirnir, sem voru báðir í björgunarvestum, voru skammt frá höfninni og náðu að svamla að bryggjustólpum. Þaðan var þeim bjargað af tveim mönnum upp á bryggjuna. Þar sem sjórinn er óvenjukaldur miöað við árstíma voru drengimir kaldir og hraktir eftir volkið en varð að öðru leyti ekki memt af. Hjalti Sverrisson er annar drengjaima sem lentu í sjónum og í samtali við DV að bátnum hefði hvolft af því að hann og Ómar Dennis Wilson hefðu báöir farið út í sömu hlið bátsins. „Við vissum af mönnunum upp á bryggjunni og kölluðum strax á þjálp. Við náðum að svamla að bryggjunni. Þetta var ekkert sér- lega gaman. Okkur vai' orðið ansi kalt,“ sagði Hjaiti. Ómar lenti í meiri erflöleikum þar sem björgun- arvesti hans var of lítið á hann. Hjalti sagði aðspurður að langur timi Iiði þar til hann færi aftur á gúmbátinn. Talsvert hefur borið á gúmbátaferðum krakka fýrir utan Neskaupstað í sumar. Fy rr í sumar voru tveir drengir komnir út á miöjan Norðfjörð þegar náðist í þá. Arkitektafélagið: Stjórnin segir öllafsér Stjóm Arkitektafélags íslands hef- ur öll sagt af sér í kjölfar útboðs Reykjavíkurborgar á hönnun Rima- skóla í Grafarvogi. Stjómin mun þó sitja fram að aðalfundi sem haldinn verður í lok nóvember. Félagsmenn í arkitektafélaginu eru um 250 tals- ins. Stjórnin hafði hvatt félagsmenn sína til að afþakka þátttöku í útboð- inu en einn félagsmanna skarst úr leik. -ask Rúmum 100 þúsundumstolið Brotist var inn í mannlausa íbúð við Meistaravelli í Reykjavík fyrr í vikunni. Þaðan var stohð rúmum 20 þúsund krónum í peningum og bankabók. Búið var að taka 95 þús- und krónur út af bankabókinni áður eninnbrotiðuppgötvaðist. -bjb Laxeldismenn neita ólöglegu samráði: Tókum þeim verðtil- boðum sem buðust „Það er af og frá að við höfum tek- ið þátt í að brjóta samkeppnisreglur EB með samráði við Norðmenn eða önnur samkeppnislönd. Við vorum mjög hthr á markaðinum og urðum einfaldlega að taka þeim verðtilboð- um sem buðust. Meðal framleiðenda hér á landi ríkti mikil andúð út í aht samstarf við Norðmenn en ákveðið samstarf var þó óhjákvæmhegt í tengslum við Álþjóðasamtökin. Ég minnist þess ekki að Norðmenn eða aðrir hafi farið fram á það við okkur að við seldum á lágmarksverði," seg- ir Friðrik Sigurðsson. Friðrik var framkvæmdastjóri Landssamtaka fiskeldis og hafbeitar- stöðva á þeim tíma sem fram- kvæmdastjóm EB telur að Norð- menn, Skotar, íslendingar og fleiri þjóðir hafi brotið samkeppnisreglur EB. Friðrik aftekur með öhu að ís- land hafi tekið þátt í óeðlUegum við- skiptaháttum með lax á markaði EB. í svipaðan streng tekur Vilhjálmur Guðmundsson, sem var stjómar- maður í Landssamtökunum á þeim tíma sem meint brot átti að eiga sér stað. Hann útilokar þó ekki að Norð- menn hafi farið fram á samráð um verð. í utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar í morgun að þangað hefði ekkert erindi varðandi útfiutn- ing á laxi borist frá framkvæmda- stjórnEB. -kaa - Sjá einnig bls. 8 Utanríkismálanefnd: Davíð og Eykon funda á ný Skemmtileg uppákoma varð í Borgarnesi kl. 23 i gærkvöldi þegar hafnar voru sýningar í fyrsta útibíói hér á landi. Það er Shell-stöðin á staðnum sem stendur fyrir þessu og var dans- og söngvamyndin Grease sýnd. Undir- tektir voru mjög góðar, milli 500 og 600 manns fylgdust með myndinni og fór það langt fram úr björtustu vonum. Bílaplanið fylltist hálfri klukkustund fyrir sýningu, m.a. voru þar Sniglar úr Bifhjólaklúbbi lýðveldisins. DV-mynd Magnús „Við ræddum um þingstörf, nefndastörf og fleira í þeim dúr,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson al- þingismaður um fund sinn með Dav- íð Oddssyni forsætisráðherra í gær. Þeir tveir áttu um hálftíma fund í gær og munu hittast aftur í dag. Er búist við að þeir muni funda enn frekar um helgina. Viðræðurnar munu einkum hafa snúist um þá hugmynd aö stokka upp í ráðuneytum og nefndum, þar með tahnni utanríkismálanefnd, á miðju næsta ári. Varðandi nefndimar er hugmyndin sú að nefnd fylgi ráðu- neyti þannig að ráðherra og formað- ur viðkomandi nefndar séu úr sama flokknum. -JSS Sjá einnig bls. 4 Veðriðámorgun: Skúrirá Suður- og Vesturlandi 1 Allhvöss sunnan- og suðvest- anátt sunnan- og vestanlands en hægari annars staðar. Skúr- ir verða á Suður- og Vesturlandi en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Hiti verður á bil- inu 10-12 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 V wr• r | 1* i í i i i i i i i i i i i i i i i i i TVÖFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.