Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Page 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992. Afmæli Vilhjálmur Ámason Vilhjálmur Árnason hæstaréttar- lögmaður, Efstaleiti 12, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Vilhjálmur er fæddur að Skála- nesi í Seyðisfirði og alinn upp á Hánefsstaðaeyrum í Seyðisfirði. Hann lauk prófi frá Alþýðuskólan- rnn á Eiðum 1935, formannsprófi í siglingafræði 1937, stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og embættisprófi í lögum 1946. Fékk málflutningsréttindi fyrir héraðs- dómi 1948 og fyrir hæstarétti 1962. Vilhjálmur starfaði við sjávarút- veg og landbúnað frá æsku, eða á árunum 1927-1931. Var háseti á fiskibátum 1932-1937 og vélbáta- formaður 1937-1943. Vann skrif- stofustörf á pósthúsinu í Reykjavík 1944. Á árunum 1946-1948 var Vil- hjálmur við lögfræðistörf hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga og starfaði í Félags- ogfræðsludeild SIS 1948-1953. Hann var kennari við Samvinnuskólann 1950-1954 og skólastjóri Bréfaskóla SÍS1948-1960. Stundaði lögfræðistörf í Reykjavík og stofnaði 1960 lögfræðiskrifstofu með bróður sínum, Tómasi Áma- syni hrl., og ráku þeir hana saman tÚ 1972. Síðan rak Vilhjálmur stof- una einn til 1978. Nú rekur hann lögmannsstofu með Áma Vil- hjálmssyni hrl., Eiríki Tómassyni hrl., Ólafi Axelssyni hrl. og Hreini Loftssyni hdl. Vilhjálmur var Inspector scholae í MA1941-1942 og formaður Ora- tors, félags laganema, 1944-1945. Hann var ritari Félags Sameinuðu þjóðanna 1947-1952, sat í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur 1950- 1951, í stjóm Iðnaðarbanka íslands 1953-1954, í stjóm íslenskra aðal- verktaka 1954-1984 og stjómarfor- maður 1971-1984 og 1988. í stjóm Skálatúnsheimihs 1970-1979, í stjóm fataverskmiðjunnar Sportvers hf. 1972- 1984 og Herrahússins hf. Stjórnarformaður byggingarfélags- isns Breiðabliks hf. 1979-1988 og stjómarformaður í Kirkjusandi hf. 1973- 1979. í stjóm Verksmiðjunnar Vífilfells hf., Bjöms Ólafssonar og Þórðar Sveinssonar hf. frá 1991. Fjölskylda Vilhjálmur kvæntist 21.6.1946 Sig- ríði Ingimarsdóttur, f. 1.10.1923, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Húsfreyjunnar. Foreldrar hennar vom Ingimar H. Jóhannsson, f. 13.11.1891, d. 2.4.1982, kennari og skólastjóri, og SólveigE. Guð- mundsdóttir, f. 27.2.1893, d. 25.1. 1971. Böm Vilhjálms og Sigríðar: Sól- veig, f. 10.3.1947, dvelur á Skála- túnsheimilinu; Guðrún, f. 31.5.1949, hjúkrunarfræðingur og húsmóðir, gift Pétri Bjömssyni, framkvæmda- stjóra og aðalræðismanni Ítalíu á Islandi, og eiga þau þrjár dætur; Árni, f. 4.11.1952, hæstaréttalög- maður, kvæntur Vigdísi Einarsdótt- ur líffræðingi, og eiga þau tvær dætur; meybam, f. 17.9.1955, dó sama dag; Guðbjörg, f. 14.12.1956, námsráðgjafi, gift Torfa H. Tuliníus bókmenntafræðingi og eiga þau tvö börn; Arinbjöm, f. 14.2.1963, verð- andi arkitekt, býr með Margréti Þorsteinsdóttur fiðluleikara og á hann eina dóttur með Maríu Kristj- ánsdóttur félagsráðgjafa; og Þór- hallur, f. 14.2.1963, markaðsfræð- ingur. Systkini Vilhjálms: Þorvaröur, f. 17.11.1920, d. 1.7.1992, kvæntur Gyðu Karlsdóttur og eignuðust þau fimm böm; Tómas, f. 21.7.1923, seðlabankastjóri, kvæntur Þóm Kristínu Eiríksdóttur, og eiga þau fjóra syni; Margrét, f. 1.10.1928, leið- beinandi í Kópavogi, var gift Guð- jóni Valgeirssyni hæstaréttarlög- manni og eignuðust þau þrjú börn, móðir Valgeirs tónhstarmanns. Foreldrar Vilhjálms vom Ámi Vilhjálmsson, f. 9.4.1893, d. 11.1. 1973, útgerðarmaður og skipstjóri á Hánefsstöðum, skipaskoðunarmað- ur á Austurlandi og erindreki Fiski- félags íslands, og Guðrún Þorvarð- ardóttir, f. 7.1.1892, d. 27.10.1957, húsfreyja. Ætt Föðurbróðir Vilhjálms var Hjálm- ar, fyrrv. ráðuneytisstjóri, faðir arkitektanna Helga og Vilhjálms. Annar foðurbróðir Vilhjálms var Þórhallur, afi Snorra Sigfúsar Birg- issonar tónskálds. Þriðjifóðurbróð- ir Vilhjálms var Hermann, afi Lilju Þórisdóttur leikkonu. Fjórði fóður- bróðir Vilhjálms var Sigurður á Hánefsstöðum, faðir Svanbjargar á Hánefsstöðum. Föðursystur Vil- hjálms voru Stefanía skrifstofumað- ur og Sigríður, móðir Vilhjálms Ein- arssonar, skólameistara á Egilsstöð- um, foður Einars spjótkastara. Árni var sonur Vilhjálms, útvegs- bónda á Hánefsstöðum, Árnasonar, b. á Hofi í Mjóafirði, Vilhjálmsson- ar. Móðir Árna á Hofi var Guörún Konráðsdóttir, systir Ragnhildar, langömmu Gísla, fóður Ingvars, fyrrv. menntamálaráðherra. Móðir Áma á Hánefsstöðum var Björg, systir Stefaníu, móður Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráðherra. Björg var dóttir Sigurðar, b. á Há- nefsstöðum, bróður Gunnars, afa Gunnars Gunnarssonar skálds. Sig- urður var sonur Stefáns, b. í Stakka- hlíð, Gunnarssonar, b. á Hallgils- stöðum á Langanesi, Gunnarssonar, b. á Ási í Kelduhverfi, Þorsteinsson- ar, ættfóður Skíða-Gunnarsættar- innar. Móðir Sigurðar var Þorbjörg Þórðardóttir, b. á Kjama í Eyjafirði, Pálssonar, ættföður Kjamaættar- innar, langafa Friðriks Friðriksson- Vilhjálmur Árnason. ar æskulýðsleiðtoga. Móðir Bjargar var Sigríður Vilhjálmsdóttir, systir ÁmaáHofi. Guðrún var dóttir Þorvarðar, út- vegsb. í Keflavík, Þorvarðarsonar, beykis í Keflavík, Helgasonar, lang- afa Þorvarðar Helgasonar leikhst- arfræðings. Móðir Þorvarðar Helga- sonar var Guðrún Finnbogadóttir, verslunarmanns í Reykjavík, Björnssonar, foður Jakobs, langafa Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Móðir Guðrúnar Þorvarðardóttur var Margrét Arinbjamardóttir, út- vegsb. í Tjarnarkoti í Innri-Njarð- vík, bróður Gunnars, fóður Ólafs rithöfundar og afa Gunnars Bjöms- sonar prests. Arinbjörn var sonur Ólafs, verslunarstjóra í Innri-Njarð- vík, Ásbjarnarsonar, b. í Njarðvík, Sveinbjamarsonar, bróður Egils, fóður Sveinbjarnar rektors, fóður Benedikts Gröndals. Móðir Margr- étar var Kristin Bjömsdóttir, b. á Skrauthólum á Kjalamesi, Tómas- sonar, og konu hans, Margrétar Loftsdóttur, systur Odds, afa Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Óskar Helgason Óskar Helgason, fyrrv. símstöðvar- stjóri, Hólabraut 12, Höfn í Homa- firði, varð sjötíu og fimm ára í gær, mánudaginn 14.9. Starfsferill Óskar fæddist á Háreksstöðum í Norðurárdal. Hann fór í Kennara- skólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1941. Hann var einn vetur á Radíóverkstæði Landssímans í Reykjavík og lærði viðgerðarþjón- ustu. Stöðvarstjóri landssímastöðv- arinnar á Höfn 1.10.1945-1.10.1987, Pósts og síma frá 1970. Annaðist flugradíóþjónustu á Höfn fyrir Flug- ráð 1949-1961. Farkennari í Fehs- skólahverfi í Strandasýslu eftir ára- mót 1937-1938, stundakennari við Bama- og unglingaskólann á Höfn 1946-1951 og 1963-1970, og prófdóm- ari við sama skóla um árabil. Á Höfn tók hann strax þátt í félags- málum af miklum áhuga. Hann var árin 1966-1982 oddviti Hafnar- hrepps. í stjóm Kaupfélags Austur- Skaftfelhnga 1949-1979, þar af for- maður í 14 ár. í stjóm SÍS1980 -1985. Að ungmennafélags- og bind- indismálum vann Óskar langa tíð. Hann hefur verið safnaðarfuhtrúi frá 1953 og formaður byggingar- nefndar Hafnarkirkju. Ræðismaður Dana 1973-1987. Sæmdur riddara- krossi dannebrogsorðunnar 9.12. 1980 og kjörinn heiðursborgari Hafnarhrepps 14.9.1987. Fjölskylda Óskar kvæntist 14.1.1947 Guð- björgu Gísladóttur, f. 14.1.1927, tal- símaverði. Hún er dóttir Gísla Guðnasonar, fyrrv. símstöðvar- stjóra á Breiðdalsvík, og Ingibjargar Guðmundsdóttiu-. Þau em bæði lát- in. Böm Óskars og Guðbjargar era: Ingibjörg, f. 10.8.1947, húsmóðir í Bessastaðahreppi, gift Auðunni Kl. Sveinbjömssyni lækni, og eiga þau þijár dætur, Guðbjörgu, Emu Sif og Ósk; Gísh, f. 28.10.1950, d. 16.11. 1960; Helgi Óskar, f. 3.12.1953, við- skiptafræðingur í Kópavogi, kvænt- ur Kristínu Þorkelsdóttur húsmóð- ur og eiga þau þrjár dætur, Sigur- björgu Ellen, Evu Sjöfn og Anitu Ruth; Þröstur, f. 25.12.1964, bókari, kvæntur Guðrúnu M. Karlsdóttur hárgreiðsludömu, búsett á ísafirði; Svala Ósk, f. 19.9.1967, húsmóðir á Höfn í Homafirði, býr með Bjama Sævari Geirssyni húsasmíöameist- ara, og eiga þau eina dóttur, Lindu Björk. Alsystkini Óskars: Rögnvaldur, f. 17.6.1911, d. 4.1.1990, lengst af bú- settur á Borðeyri, var fyrst kvæntur Valgerði Ástu Guðmundsdóttur og eignuðust þau tvær dætur, en síðar kvæntur Sigríði Jónu Ingólfsdóttur og eignuðust þau fimm böm; Sigur- þór, f. 19.2.1913, fyrrv. verkstjóri í Borgarnesi, ekkill Jónu Sigurðar- dóttur og eignuðust þau tvö böm; Laufey, f. 6.8.1914, d. 4.1.1983, var gift Sigurði Hermanni Magnússyni sem einnig er látinn, og eignuöust þau tvo syni; Sigurlaug, f. 24.3.1916, gift Gunnari Hermanni Grímssyni, fyrrv. kaupfélagsstjóra, búsettí Kópavogi, og eiga þau einn kjörson; Sigríður, f. 11.8.1921, talsímavörður, ekkja Engilberts Óskarssonar bif- reiðastjóra, búsett í Kópavogi, og eignuðust þau eina dóttur; Gunnar, f. 23.9.1924, bifreiðastjóri, ekkill El- ísabetar Guðmundu Kristjánsdótt- ur, búsettur á Skagaströnd, og eign- uðustþauþijúböm. Hálfsystkini Óskars, böm Helga með fyrri konu sinni Ragnhildi Andrésdóttur: Andrés Axel, f. 7.4. 1901, d. 29.8.1902; Lára Kristín, f. 12.7.1902, d. 13.8.1985, var búsett í Kalifomíu; Ragnar Andrés, f. 1.7. 1904, d.9.9.1904. Foreldrar Óskars vora Helgi Þórð- arson, f. 3.2.1877, d. 11.2.1951, bóndi og smiður, síðast á Skagaströnd, og seinni kona hans, Ingibjörg Skarp- héðinsdóttir, f. 6.7.1890, d. 11.3.1965, húsfreyja í Gilhaga og víðar, síðast áSkagaströnd. Óskar Helgason. Ætt Helgi var sonur Þóröar, b. í Grænumýrartungu í Hrútafirði, Sigurðssonar, og Sigríðar Jónsdótt- ur, b. á Bálkastöðum, Magnússonar, b. á Óspaksstöðum, Magnússonar, b. í Laxárdal, ættfoður Laxárdals- ættarinnar í Strandasýslu, Magnús- sonar ríka á Kolbeinsá, Bjamason- ar. Langamma Þórðar, móðir Sigurð- ar afa hans, var Helga Tómasdóttir, stúdents á Stóra-Ásgeirsá og Ljót- unnar Jónsdóttur frá Melum í Hrútafirði. Ingibjörg, móðir Helga, var dóttir Skarphéðins, sonar Jó- hanns, b. í Unaðsdal, en hann var sonur Guðmundar, b. á Kleifum, Einarssonar, b. á Kohaijarðarnesi, Jónssonar, en forfaðir hans í beinan karllegg var Snorri Ásgeirsson, prestur í Tröhatungu. Móðir Ingibjargar var Guðrún Sæmundsdóttir, b. í Hrafnadal, Lýðssonar, b. í Hrafnadal, Jónsson- ar, Hjálmarssonar, prests 1 Trölla- tungu, ættfóður Tröllatunguættar- innar. Kona Jóns Hjálmarssonar var Sigríður Andrésdóttir, Sig- mundssonar, b. á Skriðnisenni, ætt- föður Ennisættarinnar, en einka- dóttir hennar með seinni manni hennar, Jóni Böðvarssyni, var Kristín, móðir Sigríðar, konu Þórð- ar í Grænumýrartungu. Guðjón Vigfússon, Skólabraut 5, Seltjamamesi. ----------------—— GuðmundurGuðmundsson, 60 ÁVSí Daisraynni 1, Eyjahreppi. --------------------- Björn Magnússon, Eikjuvogi 2, Reykjavík. , Bragi Leopoldsson, 85 ara Völrafelh 12, Reykjavík. Augustc Anne Marie Albrecht, Steindyram, Svarfaðardalshreppi. Sigriður Bjarnadóttir, Hombrekku, Ólafsfirði. Sigríður Þórðardóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára Jóhannes Guðmundsson, Dúfhahólum 6, Reykjavík. Oddný Aðalsteinsdóttir, Dísarási 11, Reykjavík. Þórhallur Hróðmarsson, Lyngheiði 19, Hverageröi. Elín Fanney Ingólfsdóttir, Ásvallagötu25, Reykjavík. Ester Sigurðardóttir, Hvanneyrarbraut 31, Siglufirði. Guðmundur Stefánsson, Sundabúð 2, Vopnafirði. Rebekka ísaksdóttir, HUðardal2, Fifuhvammi, Kópa- vogi. 40ára 75 ára Ágúst Nathanaelsson, Kambsvegi 2, Reykjavík. Karólina Sigurpálsdóttir, Laugarbrekku 15, Húsavik. Sveinbjörg Ásgrímedóttir, Grandavegi 47, Reykjavik. Guðlaug Guðlaugsdóttir, Holti, Garðabæ. Guðríður Svcinsdóttir, Sæviðarsundi 31, Reykjavtk. Kristín Ásta Ólafsdóttir, Klyijaseli 22, Reykjavík. Eiginmað- ur hennar var ÓskarPálmarsson, f.3.9.1921, d. 18.1.1989. Húntekur á móti gestum í félagsheimih Raf- Anna Lísa Óskarsdóttir, Bakkahlíð 19, Akureyri. Bergljót Vilhelmína Jónsdóttir, Völusteinsstræti 20, Bolungarvík. Gísli Gissur Ófeigsson, Reynimel 82, Reykjavík. Guðbjörg O. Ragnarsdóttir, Meðalholti 8, Reykjavik. Guðlaug Lýðsdóttir, Bárugranda 11, Reykjavík. Guðný Sverr- isdóttir, Stórasvæði 8, Grenivík. Hún tekurámóti gestumáheim- ihsínueftirkl. 20 í dag, 15.9. __ Hörður Óskarsson, Grundarvegi 13, Njarðvík. Ingibjörg R. Vigfúsdóttir, Lindarbraut 15a, Selijamamesi. Júlíus Óskar Jónasson, Víðihvammi 27, Kópavogi. Lúðvík Hnuksson, Hábergi 7, Reykjavík. Sigríður Sigurðardóttir, Norðurvör 8, Grindavik. Sigurlín Hermannsdóttir, Lyngheiði 14, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.