Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Blaðsíða 16
/ 16_____________________________________________________________________ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992. Meiming_______________________________ dv Bókmenntahátíð: Þekktir erlendir höf undar Forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, setur Bókmenntahátið 1992 síðastlið- inn sunnudag. Nú stendur 'yfir Bókmenntahátíð 1992 með þátttöku margra þekktra erlendra rithöfunda. Erindi og um- ræður eru á hverjum degi, oft á dag, í Norræna húsinu og Ráðhúsi Reykjavíkur. Erlendu höfundarnir sem eru hér staddir koma víða að, flestir þó frá Norðurlöndunum. Þeg- ar verið var að fá þekkta erlenda rit- höfunda hingað var haft í huga að ekki væri aðeins um að ræða þekkt nöfn sem lifðu á fornri frægð heldur rithöfunda sem væru skapandi í dag. Hér á eftir fara upplýsingar um er- lendu rithöfundana. John Balaban, Bandaríkjunum. - Ljóðskáld og kunnur fyrirlesari. Ekki síst frægur fyrir uppgjör sitt við Víetnam-fortíðina, þar sem hann var í borgaralegum störfum. Meðal verka hans má nefna nýlega ljóðabók sem heitir „Words for My Daugther". Gunilla Bergström, Svíþjóð. - Vel kunn á íslandi fyrir bamabækur sín- ar um Einar Áskel. Þær hafa um aid- arfjórðungs skeið einnig notið órofa vinsælda í heiiifalandi hennar. Hans Magnus Enzenberger, Þýska- landi. - Langkunnasti fulltrúi þeirr- ar kynslóðar sem hóf störf í skugga heimsstyrjaldarinnar og undir oki þeirrar ábyrgðar sem hún lagði á Þjóðveija. Enzenberger er heims- kunnur fyrirlesari og rithöfundur. Péter Esterházy, Ungverjalandi. - Þykir einn merkasti höfundur Ung- verja um þessar mundir. Skáld- sagnahöfundur. Erik Fosnes Hansen, Noregi. - Vakti mjög mikla athygli með síðustu skáldsögu sinni um Titanic-slysið. Verið er að þýða hana á íslensku og mun hún koma út á bókmenntahá- tíðinni. Gluggar Reykholtskirkju: ValgerðurBergs- dóttirvinnurí samkeppni Bergþór G. Úlfarsson, DV, Borgarfirði: Dómnefnd í samkeppni um mynd- verk í glugga Reykholtskirkju hefur mælt með tillögum Valgerðar Bergs- dóttur listamanns til frekari út- færslu. Árið 1991 ákvað byggingamefnd Reykholtskirkju að efna til lokaðrar samkeppni um gerð tillagna að myndverkum í fjóra glugga Reyk- holtskirkju og var gerður samningur við þijá listamenn, þau Valgerði Bergsdóttur, Jóhannes Jóhannesson og Vigni Jóhannsson. Tilkynnt var um niðurstöður sam- keppninnar síðastliðinn miðvikudag og ákvað dómnefndin að mæla með tillögum Valgeröar sem dómnefnd telur athyglisverðastar. Valgerður segir að hún leiti í verki sínu til tákna fomrar guðstrúar, til Sólarljóða og Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þannig er sérstaða Reykholts dregin fram, sögulegar og trúarlegar hefðir tengdar saman. Að mati dómnefndar fara uppbygging myndverksins og fáguð litbrigði vel viö klassískt form Reykholtskirkju. Valgerður Bergsdóttir vió tillögu sina um myndverk i glugga Reyk- holtskirkju. DV-mynd Bergþór Jon Fosse, Noregi. - Skáld, rithöf- undur og bókmenntafræðingur. Einn af athyglisverðustu fulltrúum yngri kynslóðarinnar í norskum bókmenntum. Katarina Frostenson, Svíþjóð. - Ljóðskáld, fræðimaður og prósahöf- undur sem á síðasta ári vakti mikla áthygli með prósaverkinu „Berátt- elser frán dom“ (Sögur af þeim). Var valin í Sænsku akademíuna sem eft- irmaður Arturs Lundkvists. Tekur sæti hans í desember nk. og verður þá yngsti fulltrúinn þar. Roy Jacobsen, Noregi. - Skáld- sagnahöfundur af yngri kynslóðinni í Noregi. Tilnefndur til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 1992 fyr- ir skáldsöguna „Seierherrene", ætt- arsögu sem fjallar um tímabilið 1927-1990. íslenski dansílokkurinn hefur haf- ið nítjánda starfsárið og hefur starf- seminni verið breytt, en nýjar reglur um dansflokkinn voru samþykktar af menntamálaráðherra um áramót- in. íslenski dansflokkurinn er nú sjálfstæð stofnun með eigin stjóm. Flokkurinn starfaði innan Þjóöleik- hússins þar til fyrir tveimur árum að starfsemin var flutt að Engjateigi 1. Þá er fyrirhugað að flokkurinn flytji ásamt öðrum listaskólum í nýtt húsnæði í Laugamesi á næstu árum. Frá því ný stjóm undir fomstu Sveins Einarssonar tók til starfa í vor hefur veriö unnið að endurskipu- Finni og af þeirri kynslóð sem um er sagt aö hún hafi fært finnskar bókmenntir úr skóginum inn í borg- ina og jafnvel kjamorkubyrgið. Carl Jóhan Jensen, Færeyjum. - Ungur rithöfundur sem vakið hefur mikla athygh og þykir í tölu hinna efnilegustu þar í landi. Rosa Liksom, Finnlandi. - Rósa hefur áður sótt Island heim við góðan orðstír. Óheíðbundinn skáldskapur hennar hefur vakið mikla athygli utan Finnlands sem innan. Torgny Lindgren, Svíþjóð. - Einn þekktasti skáldsagnahöfundur Svía um þessar mundir. Skáldsaga hans, „Naðran á klöppinni", kom út á ís- lensku fyrir síðustu jól. Ljúdmíla Petrushevskaja, (Rúss- landi). - Einn þeirra höfunda sem á síðustu missemm, eftir upplausn Sovétríkjanna, hefur vakið hvað lagningu á starfsemi flokksins. Breytingar hafa orðið í röðum dans- ara og hafa sex nýir dansara hafið störf hjá flokknum, það em þau Þóra Guðjohnsen, sem starfað hefur í Þýskalandi síðustu þijú ár, banda- rísku dansararnir Melissa Anderson, Rafael Delgado, Anthony Wood og Rome Saladino og breski dansarinn David Greennal. Þá hafa verið ráðnir tveir dansarar á nemendasamning þau Hlíf Þorgeirsdóttir og Viðar Maggason. Alls verða sex karldans- arar í flokknum í vetur og er það í fyrsta skipti í sögu dansflokksins sem svo margir karldansarar em á mesta athygli, bæði í heimalandi sínu og á Vesturlöndum. Pascal Quignard, Frakklandi. - Talinn einn mikilvægasti höfundur Frakka nú á dögum. Skáldsaga hans, „Allir heimsins morgnar" (1991), vakti fádæma athygli og var mánuð- um saman á vinsældalista. Hún kem- ur á íslensku meðan á hátíðinni stendur. Christoph Ransmayr, Austurríki. - Víðkunnur rithöfundur. Skáldsaga hans, „Hinsti heimur", hefur komið út í íslenskri þýðingu Kristjáns Árnasonar og vakti mikla athygli. Klaus Rifbjerg, Danmörku. - Lík- lega sá danskra skálda sem íslend- ingar þekkja best, enda mikið lesinn í framhaldsskólum. Nýjasta bók hans er ljóðabókin „Bjerget í him- len“, en sama ár (1991) kom reyndar líka skáldsagan „Rapsodi i blát“ og ljóðabók með örljóðum. Svend Otto S., Danmörku. - Víð- kunnur fyrir myndskreytingar barnabóka og barnabækur þar sem hann skrifar sjálfur skýringartext- ana við myndirnar. Svend Otto á að baki sem næst 250 bækur! Kirsten Thorup, Danmörku. - Ein af kunnustu skáldum Dana og hefur gefið út fjölda ljóðabóka, skáldsagna og leikrita. Antti Tuuri, Finnlandi. - Þekktast- ur finnskra rithöfunda hérlendis enda verið gefnar út þýðingar nokk- urra skáldsagna hans. Sú nýjasta, „Nýja Jerúsalem", er væntanleg á íslensku á bókmenntahátíðinni. Ann-Cath. Vestly, Noregi. - Fáir munu þeir íslendingar sem ekki hafa á liðnum áratugum átt yndisstundir með Óla Alexander fíli-bomm-bomm, en hún er höfundur þessa vinsæla bðkaflokks. föstum samningum. Þetta kemur til með aö breyta miklu fyrir starfsem- ina og auka möguleika á verkefna- vali. Dansmeistari í vetur verður Alan . Howard sem er bandarískur og hefur langa reynslu og mikla þekkingu sem ballettkennari og dansmeistari. List- dansstjóri er María Gísladóttir. Æfingar eru hafnar á fyrstu frum- sýningu vetrarins, en hún verður í Þjóðleikhúsinu. Þar verða sýnd verk eftir þrjá bandaríska danshöfunda, Stephen Mills, William Soleau og Charles Czamy. Dansararfrá Bolshoiog Kirovsýnaí Þjóðleikhúsinu Einn frægasti og vinsælasti ballett allra tíma, Svanavatnið, verður sýndur í Þjóðleikhúsinu 13. til 18. október. Flytjendur eru ekki af verri endanum. Það er sameiginlegur hópur heims- þekktra dansara frá Bolshoi-ball- ettinum og Kirov-ballettinum sem fiytur verkið ásamt ballett- flokki St. Pétursborgar. Dansar- arnir, sem eru í sólóhlutverkum í þessum hópi, eru Yevgeni Neff, Ludmilla Kunakova, Tatjana Golikova, Mikhail Tsivin, Alex- ander Bogatiriev og Nadeja Pavlova, allt dansarar sem eru meðal þeirra ffemstu í heimin- um. Það þarf ekki að taka þaö fram aö koma þessa hóps er ein- hver mesti listaviðburður ársins og öllum ballettunnendum mikiö fagnaðarefhi. Lina langsokkur fyrsta verkef ni Leikfélags Akureyrar Leikfélag Akureyrar byrjar leikárið á hinu vinsæla barna- leikriti, Línu langsokk eftir Astrid Lindgren. Það er Bryndis Petra Bragadóttir sem leikur Línu, leikstjóri ert Þráinn Karls- son. Aðrir leikarar eru meðal annars Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir og Ingvar Már Gíslason sem leika Önnu og Tomma, Aðal- steinn Bergdal, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Sigur- veig Jónsdóttir. Frumsýning á Linu langsokk verður 9. október. Þrír leikarar bættust við í hóp fastráðinna leikara Leíkfélags'' Akureyrar í haust, Bryndís Petra Bragadóttir, Aðalsteinn Bergdal og Sigurþór Albert Heimisson. Blóm á himnum ásænskum geisladiski Á nýjum geisladiski sænska djassistans Jonas Knutson er að finna lag sem nefnist Flower in the Sky. Er það sungið af Lenu Wiilmark, einni fremstu djass- söngkonu Svía. Ljóðið er eftir Matthias Johannessen ognefnist á frummálinu Blóm á himnum. Það var fyrrum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Mars- hall Brement, sem þýddi ljóðiö yfir á ensku og birtist þýðingin í bókinni Three Modern Icelandic Poets. Jonas Knutson er einn efnilegasti djasstónlistarmaöur Svía. Hann leikur á saxófón, sem- ur og útsetur. Hann er 27 ára og hlaut á þessu ári sænsku djass- tónlistarverðlaunin. Yfir 30.000 hafaséð Veggfóður í upphafi gerðu aðstandendur kvlkmyndarinnar Veggfóðurs sér vonir um aö 30.000 manns myndu sjá myndina. Nú geta sömu menn andaö léttar því að markinu er náð og vel þaö. Og þaö tók ekki nema rúman mánuð að ná því. Greinilegt er að Veggfóður hefur farið sérlega vel í unga fólkið því aö stærsti hluti sýningargesta er ungt fólk. Um síðustu helgihöfðu á níunda þúsund séð Svo á jörðu sem á himni en hún hefur nú veríð sýnd í tvær vikur. Þriöja islenska kvikmyndin á þessu hausti verður frumsýnd í Regn- boganum í byijun október. Er það Sódóma Reykjavik. OIli Jalonen, Finnlandi. - Ungur Dansarar i íslenska dansflokknum eru farnir að æfa fyrir fyrstu frumsýninguna. DV-mynd BG íslenski dansfiokkurinn: Sex nýir dansarar - æfmgar hafnar fyrir fyrstu frumsýningu vetrarins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.