Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992. 5 aðkafaútúr jeppanum Jeppa var ekiö ut af veginum á Fjaröarheiöi aðfaranótt laugar- dagsins og Ienti hann í vatni og stóð aðeins blátoppurinn upp úr. Ökumanni jeppans tókst með naumíndum að losa sig, kafa út úr jeppanum og krafla sig upp á veginn. Hélt hann síðan af stað gangandi áleiðis til Seyöisfjaröar í slærau veðri, éljum og kulda. Þegar hann haföi gengið um 4 kílómetra mætti hann bil sem flutti hann til Seyðisfjarðar, kald- an og hrakinn. Lögreglu á Egilsstöðum var ekki kunnugt um atburðinn þeg- ar tilkynning barst um bíl á kafi í vatni við veginn austarlega á Fjarðarheiði skömmu fyrm há- degi á laugardag. Fór lögregla strax á vettvang og kallaði til björgunarsveit á Egilsstöðum þar sem ekki var Ijóst hvort einhver væri í jeppanum. Löreglan á Seyöisfirði kom einnigá vettvang með björgunarsveit þaðan. Var jeppinn strax kannaður og siðan togaður upp úr vatninu. Skömmu eftir þetta gaf öku- maður jeppans sig fram og gaf skýrslu um atburðinn. Gruntxr leikur á að hann hafi verið ölvað- ur undir stýri þegar óhappið varö. -hlh Keflavík: Tekinn á 164 kmhraða Lögreglan í Keflavík tók ungan ökumann fyrir að aka bíl sínum á 164 kílómetra hraöa á Garðvegi laust fyrir klukkan 18 á fóstudag- inn. Hámarkshraði á veginum er 90 kílómetrar á klukkustund. Var maöurinn sviptur ökuleyfi til bráðabirgða og er gert að mæta fyrir sýslumanni í dag. Alls stöðvaði lögreglan í Kefla- vík 11 ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina og 5 ökumenn sem grunaðir eru um ölvuna- rakstur. Þó var tiltölulega rólegt í Keflavík um helgina en lögreglu haldið við efniö af fyrmefndum ökumönnum og nokkmm rúðu- brjótum. -hlh Leigubilar rákust saman Árekstur varð milli tveggja leigubíla á mótum Kringlumýr- arbrautar og Bústaðavegai' aðf- aranótt laugardags. Leigubíl- stjórarnir og einn farþegi úr öðr- um bílnum voru fluttir á slysa- deild Borgarspítalans. Farþeginn fékk að fara heim að lokinni læknisskoðmi. Bflstjóramir hlutu áverka á höfði og öxl en um minni háttar meiðsl var að ræða. læigubílarnir eru mikið skemmd- ir. -bjh Neskaupstaður: Tveir ökumenn voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur, í Neskaupstað aðfaranött sunnu- dags. Lögreglan tók þá við al- mennt eftirlit og beitti nýju mæl- unum sem htin hefur yfir að ráða til að mæla hvort áfengi renni i æðum manna. Þessir mælar eru núna komnir í notkun viða um land. -bjb Fréttir Fimm- og sexmannanefnd ákveða búvöruverð: Óbreytt útsöluverð er á kindakiötinu - sömu sögu er að segja um mjólkina en nautakjöt lækkar Samkomulag náðist á fundum fimmmannanefndar og sexmanna- nefndar fyrir helgi um verð nok- kurra búvara næstu þrjá mánuðina. Verð á algengasta nautakjöti lækkar um 4 prósent til framleiðenda. Lak- ari flokkar nautakjöts lækka um allt að 30 prósent. Verð á kindakjöti til neytenda verður óbreytt en yerð til bænda lækkar um 1 prósent. Óbreytt verð verður til bænda á mjólk, kjúkl- ingum og eggjum. Samkvæmt lögum er fimm- og sex- mannanefndum gert að ákvarða verð á kindakjöti og mjólk. Hlutverk fimmmannanefndar er að ákveða hefldsöluverð á kindakjöti og ýmsum mjólkurafurðum og að auki smásölu- verð á kindakjöti í heilum og hálfum skrokkum. Hlutverk sexmanna- nefndar er hins vegar að ákveða það verð sem bændum ber að fá fyrir framleiðslu á kindakjöti, slátri, ull, nautgripakjöti og mjólk. Að ósk framleiðenda ákvaröar nefndin enn- fremur viðmiðunarverð til bænda vegna framleiðslu á eggjum, kjúkl- ingum, kartöflum og hrossakjöti. Nýr búvörusamningur ríkis og bænda gerir hins vegpr ráö fyrir að hlutverk nefndanna verði tekið til endurskoðunar eftir tvö ár. Þar er kveðiö á um að á næstu fimm árum lækki raunverð dilkakjöts um 20 pró- sent. Lítil sem engin verðlækkun er hins vegar í sjónmáli varðandi mjólkina. Flókin yfirbygging Nefndirnar eru hluti af mjög flók- inni yfirbyggingu í íslenskum land- búnaði og eru oft til umræðu í fjöl- miðlum. Tilgangur og tilvist þeirra byggðist á þeirri skoðun stjórnvalda að verðsamkeppni ætti ekki ekki rétt á sér í íslenskum landbúnaði. At- hyglisvert er að í svokallaðri fimm- mannanefnd eru í raun sjö hags- munaaðilar, þar á meðal opinber verðlagsstjóri. Að mati margra bænda á opinbert verðlagningarkerfi ekki lengur við í landbúnaði fremur en öðrum at- vinnugreinum. Því séu þessar nefnd- ir úreltar. Á hinn bóginnn óttast sumir kollsteypu í íslenskum land- búnaði verði nefndirnar lagðar af samhliða aukinni samkeppni milli bænda. -kaa/Ari Björn Guömundur Ingibjörg Haukur Arnór Þórólfur Nefndarmenn: Björn Arnórsson, BSRB, Guðmundur Gylfi Guðmundsson, ASÍ, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, VR. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, Arnór Karlsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, og Þórólfur Sveinsson, varaformaður Stéttarsambands bænda. Hlutverk: Að ákveða grundvallarverð til bænda vegna framleiðslu á kindakjöti, slátri, nautgripakjöti og mjótk. Að ósk framteiðenda ákvarðar nefndin einnig viðmiðunarverð til bænda vegna framleiðslu á eggjum, kjúklingum, kartöflum og hrossakjöti. Umdeildar nefndir landbúnaðarins Fimmmannanefnd: Sjömannanefnd: Georg Björn Hjalti Margeir Þórarinn Vilhelm Nefndarmenn: Georg Ólafsson verðlagsstjóri, oddamaður, Björn Arnórsson, BSRB, Ari Skúlason, ASÍ, Hjalti Hjaltason og Margeir Daníelsson, Landssamtökum sláturléyfishafa, og Þórarinn Sveinsson og Vilhelm Andersen, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Hlutverk: Að ákveða heildsöluverð á kindakjöti og ýmsum mjólkurafurðum, svo sem mjólk, undanrennu, léttmjólk og súrmjólk og smásöluverð á hálfum og heilum kindakjötsskrokkum. Sexmannanefnd: Guðmundur Haukur Hákon Ásmundur Þórarinn Ögmundur Hjörtur Nefndarmenn: Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í iandbúnaðarráðuneytinu, Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Hjörtur Eiríksson, VMS. Hlutverk: Gerð tillagna um stjórn búvöruframleiðslunnar. Nefndin hefur þegar sent frá sér tillögur um stjórn sauðfjár- og mjólkurframleiðslunnar. FRYSTISKÁPAR Á FRÁBÆRU VERÐI! Gaukshólar: Eldur á efstuhæð fjölbýlis- húss Eldur kom upp í mannlausri íbúð á efstu hæð fjölbýlishúss við Gauks- hóla í Reykjavík um miðjan dag á sunnudag. íbúar á hæðinni fyrir neð- an urðu eldsins varir og létu slökkviliðið vita. Slökkviliðsmönn- um tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann náði um alla íbúðina. Mestur varð eldurinn í hægindastóli, borði og gluggatjöldum. Nokkrar skemmdir urðu vegna reyks og hita. Eldsupptök eru ekki kunn en grunur beinist að rafmagni. -bjb fyrirþá sem hugsa aðeins lengra! GRAMFS 100 DxB: 60,0 x 55,0 cm Hæð:71,5cm Rými: 101 Itr. 1 hillaefst + 1 skúffa 39.890.- stgr. GRAAA FS 175 DxB: 60,0 x 55,0 cm Hæð: 106,5 cm Rými:175 Itr. 1 hilla efst + 3 skúffur 48.990.- stgr. GRAMFS 146 DxB: 60,0 x 59,5 cm Hæð:86,5cm Rými: 146 Itr. 1 hilla efst + 2 skúffur 47.990.- stgr. GRAM FS 240 DxB: 60,0 x 59,5 cm Hæð: 126,5 cm Rými: 239 Itr. 1 hilla efst + 4 skúffur 56.960.- stgr. GRAM FS 330 DxB: 60,0 x 59,5 cm Hæð: 175,0 cm Rými: 331 Itr. 1 hilla efst + 6 skúffur 74.980.- stgr. I Góöir greiðsluskilmálar: VISA og EURO raðgreiðslur til allt að 18 mánaða, án útborgunar. MUNALÁN með 25% útborgun og eftirstöðvum kr. 3.000,- á mánuði. /rú nix HÁTÚNI6A SÍMI (91) 24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.