Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. Fréttir Sjávarútvegsráðherra Grænhöfðaeyja í heimsókn: Vilja láta smíða 30 plastbáta hér á landi „Það voru ekki gerðir neinir samn- ingar, heldur viljayfirlýsingar af hálfu sjávarútvegsráðherra Græn- höfðaeyja um að fá aðstoð okkar til að eignast hafrannsóknaskip, í lik- ingu við skip þau sem smíðuð hafa verið fyrir Malavi hjá Slippstöðinni á Akureyri. Fjármögnun yrði þá einnig með sams konar hætti, það er þróunarframlag frá okkur og öðr- um norrænum þróunarsjóðum. Þá óskuðu þeir einnig aðstoðar við öflun lána eða fyrirgreiðslna til að láta smíða hér 30 smábáta, 4-5 tonna plastbáta. Stjómvöld á Grænhöfða- eyjum halda stóra ráðstefnu í nóv- ember þar sem öllum, sem stutt hafa þá í sjávarútvegi, verður boöiö. Þar munu þeir leggja sín mál á borðið og fara fram á aðstoð við að koma af stað heildaráætlun 1 sjávarútvegi. Smíði skipsins og bátanna hér er hluti af þeirri áætlun," sagði Bjöm Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar íslands, í samtah við DV en Þróunarsam- vinnustofnunin sér um opinbera að- stoð íslands við þróunarlönd. Sjávarútvegsráðherra Grænhöfða- eyja var hér í þriggja daga opinberri heimsókn ásamt fylgdarliði í síðustu viku. Stjómarskipti urðu á eyjunum í janúar 1991 en fljótlega upp úr því óskaði nýr sjávarútvegsráðherra eft- ir að fá að heimsækja Island þar sem íslendingar hefðu stutt við bakið á sjávarútvegi á Grænhöfðaeyjum í áratug. Sá stuðningur hefur meðal annars falist í notkun hafrannsókna- skipsins Fengs til hafrannsókna og tilraunaveiða á fisktegundum sem menn á Gænhöfðaeyjum hafa enn ekki enn nýtt sér, aðallega botlægum fiskum. Ráðherrann notaði heimsóknina einnig til að kynna sér ýmislegt í sjávarútvegi hér, eins og hvemig staðið var aö stofnun Fiskveiðasjóðs. Bjöm segir ráðherrann hafa óskað eftir áframhaldandi stuðningi okkar í hafrannsóknum og að við miðluö- um frekar af reynslu okkar af stjóm- un í sjávarútvegi. -hlh Innbrotí Litlu-kafffi- stofuna - Qórða skiptið á skömmum tíma „Aðkoman var ekki glæsileg. Það var búið að brjóta allar rúður í fram- hlið hússins og hún var nánast í rúst. Glerbrotin vom úti um allt og gijót- hnullungamir á víð og dreif. Þjófur- inn eða þjófamir höfðu á brott með sér sælgæti, tóbak og skiptimynt en mér virðist sem aðalmálið hjá þeim hafi verið aö eyðileggja sem mest,“ sagði EUnborg Chris, starfsstúlka í Litlu-kafFistofunni við Suðurlands- veg, í samtali við DV. Innbrotið í Litlu-kafíistofuna átti sér stað aðfaranótt sunnudags og er þetta í fjórða skiptið á skömmum tíma sem farið er þar inn. Elínborg sagðist vera orðin ansi leið á þessu en bætti við að unnið hefði verið að því að koma upp þjófa- varnakerfi og vonandi yrðu þessir atburðir úr sögunni með tilkomu þess. -GRS Elínborg Chris fyrir framan Litlu-kaffistofuna, eftir að búið var að negla fyrir flesta gluggana. DV-mynd JAK mig 30 manns „Það þýðir ekkert að gefast upp - lífið heldur áfram," sagði Sig- urður Garðarsson, framkvæmda- stjóri hjá Vogum hf. í Njarðvik, en fyrii-tækiö hefur þegar tryggt sér kaup á fiski af erlendum veíðiskipum - en enn sem komið er hefur því ekki tekist aö fá þá fyrirgi'eiðslu sem til þarf. Ef af viðskiptunum verður þarf að fjölga starfsfólki verulega. „Við erum með fimmtán manns í vinnu núna og ef allt gengur upp erum viö að tala um að bæta alla- vega viö þrjátíu manns,“ sagði Sigurður. Vogar hf. eru með frystingu og eins hefur fyrirtækið selt út ferskan fisk í flugi. Hingað til hefur aliur fiskur verið keyptur á Fiskmarkaöi Suðurnesja. „ Við getum ekki treyst á mark- aðina lengur. Þaö er ekki nógur fiskur á þeim tfl þess að allir sem treysta á þá geti lifað. Það eru kannski eitt þúsund til fimmtán hundruð tonn á viku - en þyrfti að vera helmingi meira. Það er atlt að koðna lúður vegna þess að framboðið er það misjafnt. Það er ekki hægt að halda fólki í vinnu þegar stundum er engínn fiskur og stundum fullt hús af fiski. Við erum að reyna aö koma þessu þannig fyrir að við höfum að einhveiju vísu að ganga með hráefni," sagði Sigurður. -sme Á160kmhraða íþokunni C3ylfi Kristjánaaon, DV, Akureyn: Ungur ökumaður var sviptur ökuskírteini sínu eftir ofsaakstur rétt norðan Akureyrar um kvöld- matarleytíð á laugardag. Lögreglan mætti bifreið hans og mældist hraöi hennar hvorki meiri né minni en 160 km. Slíkur akstur við bestu skilyrði er eins og gefur að skilja óverjandi en í þessu tilfelli bættist við að svarta- þoka var og skyggni afar lítið. Varðsfjóri hjá lögreglunni á Ak- ureyri, sem hefur starfaö þar lengi, sagðist ekki muna eftir því að bifreið hefði mælst á svo mikl- um hraða í hans tíð. í dag mælir Dagfari H vað er eiginlega á seyði? Rithöfundar og aðrir menningar- frömuðir gera nú haröa atlögu að ríkisstjóminni vegna áforma um að fella niður endurgreiðslur virð- isaukaskatts af bókaútgáfu. Verður ekki annað skilið af skrifum rithöf- unda og yfirlýsingum þeirra en þjóðin muni endanlega hætta að lesa bækur ef þessi áform ríkis- stjómarinnar verða að veruleika. Talað er um lesskatt sem gengur þá út á það að taka skatt af hveijum Islendingi þegar hann sest niður með bók í hönd. Málið er að vísu ekki svo alvar- legt enda hefur ríkisstjómin ekki í hyggju að setja upp kassa á sér- hvert heimili þar sem skatturinn stimplast inn, en alténd er þó sýnt að auralaus og fjárvana ríkissjóður á að rétta sig af þegar bókaskattur- inn fer að streyma inn. Ríkisstjóm- inni er vorkunn þótt hún haldi að slíkur skattur verði að féþúfu fyrir sig þar sem sífellt er verið að hcdda því fram aö íslendingar lesi allra þjóða mest. Sá gróðavegur rennur þó út í sandinn ef forlögin hafa ekki lengur efni á gefa út bækur og rifhöfundar taka upp aðra iðju tfl að losa sig við þessa skattheimtu. Ef bókaútgáfa leggst af gefur augaleið að þessi gróðavegur er sýnd veiði en ekki gefin og er þá til lítils af staö farið ef ríkissjóður hefur það eina upp úr krafsinu að bókaforlögin fara á hausinn og ís- lendingar snúa sér alfariö að sjón- varpsglápi. Þá stendur það eitt eftir að ríkisstjóm íslands með Davíð Oddsson í broddi fylkingar vinnur þaö afrek aö leggja bóklestur niöur hjá bókaþjóðinni. Það mun saga tfl næsta bæjar og kannski er leikur- inn til þess gerður því allir sjá að iöjuleysi, atvinnuleysi og gjaldþrot em að fara með þessa þjóð tfl and- skotans og kann þaö aö vera skýr- ing að íslendingar sökkvi sér svo mikið ofan í bóklestur aö þeir hafi ekki tíma til að skapa arð. Þaö er auðvitaö rétt hjá ríkisstjóminni að þaö er tfl lítils að þjóðin kunni að lesa og gefi út jólabækur á heims- mælikvarða ef allur atvinnurekst- ur fer á hausinn fyrir vikið. En rithöfundar sjá ekki stjóm- málin í þessu og þeir koma heldur ekki auga á nauðsyn þess að bóka- forlögin fari á hausinn eins og öll önnur atvinnufyrirtæki og því er það aö nú hafa þeir uppi hótanir um það í Rithöfundasambandinu að reka Davíö forsætisráðherra úr samtökunum ef hann heldur þess- um lestrarskatti til streitu. Einn ágætasti rithöfundur þjóö- arinnar, Einar Bragi, skrifaði merka grein í Morgunblaðið fyrir helgi undir fyrirsögninni: Hvað er eiginlega a seyði? og höfðar þar mjög til Sjálfstæðisflokksins sem Einar hefur hingað tfl ekki haft mikið álit á. Nú er Sjálfstæðisflokk- urinn allt í einu orðinn slíkur flokkur að rithöfundurinn sér ástæðu til að bera sig sérstaklega upp við hann og þá einkum við formanninn, Davíö Oddsson. Einar Bragi trúir ekki að jafn góður flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn Uggi á því lúalagi gagnvart bók- menntunum aö skattleggja bæk- umar og lesturinn og segir síðan: „Ég fæ ekki séð að Rifhöfunda- sambandið ætti annars úrkosta en víkja úr samtökunum hveijum þeim sem jafngróflega réðist gegn brýnustu lífshagsmunum félags- manna. Það þættu tíðndi trúi ég í Evrópu og kannski víðar um álfur að forsætisráðherra bókaþjóðar- ínnar íslensku hefði verið rekinn úr samtökumn rithöfunda fyrir að leggja lestrarskatt á bækur.“ Það er rétt hjá Einari Braga að Davíð hefur skrifað bækur og leik- rit og er vonandi meðlimur í Rit- höfundasambandinu, vegna þess að annars er ekki hægt að reka hann úr Rithöfundasambandinu nema hann sé félagsmaður í því sambandi. Einar Bragi hefur eflaust gengið úr skugga um það. En það er tfl önnur betri hug- mynd. Miklu nær væri fyrir Einar Braga aö leggja til að Davíð verði rekinn úr Sjálfstæðisflokknum, með hhðsjón af þeirri tröllatrú sem rithöfundurinn hefur á þeim flokki. Flokksbundir sjálfstæðis- menn lesa líka bækur að því er síð- ast var vitað og fá líka yfir sig lestr- arskattinn og það væri auðvitað rétt mátulegt á Davíð að vera brott- rækur úr flokknum heldur en Rit- höfundasambandinu. Þessari hug- mynd er hér með komið á framfæri. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.