Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. Útlönd RossPerot19. íröðríkustu mannaíBanda- ríkjunum Ross Perot forsetafrainbjóöandi er nltjándi í röð ríkustu manna í Bandaríkjunum. Eignir Perots eru metnar á 2,4 milijarða Banda- ríkjaldala. Það eru um 130 milij- aröar íslenskra króna. Ríkasti Bandaríkjamaðurinner Bill Gates, stofhandi og aðaleig- andi Microsoft tölvufyrirtækis- ins. Hann á nærri þrefalt meira en Perot Þaö er tímaritið Forbes sem áriega birtir lista yflr 400 rík- ustu mennína vestra. Glötuðhandrit Jamesdoyce komaíleitirnar írski fræðimaðurmn Danis Rose hefur fundið handrit að sjö smásögum eftir James Joyce. Handritin voru talin glötuð en reyndust vera í gögnum frá skáldinu. Hann virðist hafa iagt sögurnar til hliðar þegar hann hóf að rita Finnedans Wake og ekki litiö á þær aftur. Rose segir að þetta sé afarmerk- ur fundur og skipti veruiegu máii fyrir þá sem rannsaka ferii skáldsins. Tii stendur að gefa smásögurnar sjö út i mars. Réð leigumorð- ingjatilaðstytta konunnialdur Bandarískur kaupsýslumaöur að nafni Robert Goldberg ákvað að láta stytta konu sinni aldur og réö leigumoröinga til verksins með aðstoð ungrar ástkonu sinn- ar. Eiginkonan var hins vegar svo heppin að þau höfðu óvart fengið einkaspæjara til að skjóta hana og hann fór með máliö til lögregl- unnar. Goidberg viidi láta ryðja konu sinni úr vegi því hún vildi ekki veita honum skilnaö. Hann baö ieigumorðingjann áð hefjast ekki handa fyrr en að lokinni trúarhá- tíð gyðinga, yom kippur. Áströlskbörn meðmikiðblý íblóðinu Ný rannsókn hefur leitt í ijós að áströlsk börn eru meö óeöh- iega mikið blý í blóðinu. Af 158 barna hópi reyndist um helming- ur vera meö hættulega jnikið blý i blóðinu. Ekki er vitað með vissu hvað veldur þessu en mikiö er af blýi í jarðvegi víða í Ástralíu. Blý get- ur valdið því að böm þroskast ekki eðlilega og böm með mikið blý í blóöinu komast jafnvel aidr- ei til þroska. FleiríBanda- ríkjamenntrúa núAnituHill Ný skoöanakönnun, sem frétta- ritið US News and World Report birti, sýnir að þeim fjölgar ört sem trúa frásögn Anitu Hill pró- fessors af kynferðislegri áreitni Clarenee Thomas hæstaréttar- lögmanns. Þegar máhö var í hámæh fyrir ári trúðu yfir 60% Bandaríkja- manna Thomas en nú má ekki á mhh sjá hvoru þeirra fólk trúir betur. Máhö var eitt hið umtalaðasta á síðari tímum vestra og stóðu yfírheyrslur út af því vikum sam- an áöur en Thomas var gerður að hæstaréttardómara. Reuter ”■■■ • -...............- ... . Boeing 747 þotan hafnaði á tveimur ibúðarblokkum með þeim afleiðingum að állatiu íbúðir eyðilögðust. I þessu ibúðum bjuggu um 240 manns og er óttast að flestir þeirra hafi látið lífið. Þotan var á leið inn til lendingar á Schiphol en náði ekki alla leið enda tveir af hreyflum hennar dottnir af. Simamynd Reuter Ottast að á þriðja hundrað manns hafi farist í flugslysinu í Amsterdam: Risaþotan brotlenti á fjölbýlishúsum - vélarbilun er talin orsök slyssins en hryðjuverk er ekki útilokað Lögreglan í Amsterdam í Hohandi segir aö 209 manns hafi aö öhum lík- indum farist þegar flutningaþotan frá ísraelska EL A1 flugfélaginu flaug á tvær íbúðarblokkir í einu úthverfa borgarinnar seint í gær. Sjónarvottar sögöu að því hefði veriö líkast sem blokkimar heföu oröiö fyrir sprengju þegar flugvéhn skah á þeim. Hlutar blokkanna hnmdu th grunna og mikhl eldur blossaði upp. Aðeins fjórir voru í þotunni, sem var af gerðinni Boeing 747. Þeir fórust allir. Svo virðist sem eldur hafi komið upp í tveimur af fjórum hreyflum þotunnar. Hreyflamir duttu af og fundust síðar í vatni skammt austan borgarinnar. Þotan var á leið frá Amsterdam þegar bilunin varð og reyndi flugstjórinn að snúa aftur tíl Schiphol flugvahar. Það tókst ekki. Áhöfnin losaöi eldsneyti áöur en komið var yfir íbúðarhverfi Amst- erdam og tókst meö því að koma í veg fyrir enn meiri harmleik. Attatíu íbúðir í blokkinni eyðilögð- ust við áreksturinn. í íbúðunum bjuggu 240 til 250 manns og telur lög- regjan aö flestir þeirra hafi farist. Nokkrum tókst aö bjarga úr rústun- um iha sárum. Sumum þeirra er ekki hugað líf. Aðstæöur til björgunar voru mjög Lögreglan varð að flytja fjólda af örvingluðu fólki á brott. Margir komu að leita frétta af ættingjum sinum og freistaði fólkið þess að komast inn i brenn- andi fbúðarbtokkimar. erfiöar og börðust slökkviliösmenn við elda í blokkinni í aha nótt. Nú í morgun haföi tekist aö slökkva eld- ana og veröur í dag hægt aö kanna aöstæöur nánar. Yfirvöld í Hohandi segja að enn sé of snemmt aö segja til um hvað ohi því að hreyflamir tveir duttu af. Lík- legast er talið að um vélarbilun hafi verið að ræða. Hryðjuverk er ekki útilokað en þó tahö ólíklegt. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér en grunur um illvirki vaknar jafnan þegar ísraelsmenn eiga í hlut. Reuter Slökkviliðsmenn börðuSt við eldana i alla nótt og tókst ekki að ráða niður- lögum þeirra fyrr en undir morgun. Margir þeirra sem komust lífs af hlutu alvarleg brunasár. Simamyndir Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.