Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. Spumingin Hvað gerir íslending að íslendingi? Stefán Sverrisson, i atvinnuleit: Þrjóskan. Kristján öm Frederiksen mat- reiðslumaður: Eyðslusemi, sérstak- lega hjá ríkisvaldinu. Gestur Magnússon sjómaður: Þeir eru opinskáir og vinnusjúkir. ---------í---i------------- Sigurlilja Albertsdóttir nemi: Þeir fylgjast betur með tískunni en aðrar þjóöir. Jakob Karlsson sjómaður: Þeir eru stressaðri en aðrar þjóðir. Einar Kvaran kaupmaður: Jákvæð- ur persónuleiki. Lesendur_____________________________ Samdráttur hjá Vamarliðinu: Hvar er fyrirhyggjan? Kristján Ragnarsson skrifar: Þar kom að því. Nú eru íslendingar loks búnir að viðurkenna það opin- berlega, svo ekki verður um villst, hversu fjárhagslega háðir þeir eru veru bandaríska hersina hér á landi. Nú leikur atvinnulífið á reiðiskjálfi af því að vamarliðið fær ekki þá fjár- muni til framkvæmda sem ráð hafði verið fyrir gert. Það blöskraði mörgum, þegar ís- lenskir aðalverktakar lýstu því yfir í vor að þeir myndu hefja fram- kvæmdir við mannvirki á vegum hersins upp á innstasðulausan reikn- ing. Þetta var gert í trausti þess að Mannvirkjasjóður NATO myndi leggja inn á hann síðar. Svo kom að því að tillaga var gerö um fjárhæð sem greiða skyldi inn á þennan reikning en hún var miklu lægri en menn höfðu vænst. Þar með hrundi allt. Nú er bara spumingin hvort Aðal- verktakar sitja eftir með bunka af uppsögnum sem þeir verða að koma frá sér og kostnaðinn við þann undir- búning að framkvæmdum sem þegar hefur farið fram, allt vegna „ótryggð- ar“ bandarískra stjórnvalda viö ís- lendinga. Það er hreint grátlegt að sjálfstæð þjóð skuli leggjast svo lágt að byggja atvinnulíf sitt aö hluta á erlendu fjár- magni. Hvar er nú þjóðarstoltið sem viö segjum svo gjaman að sé okkar einkenni? Og hvar er nú framsýnin sem við hreykjum okkur svo gjaman af? Auðvitað vissu menn að það yrði verulegur samdráttur hjá vamarlið- inu. Bandarísk stjómvöld höfðu lýst því yfir að þau myndu draga úr fjár- veitingum til hemaðar. Þessi tíðindi bámst um alla landsbyggðina, nema hingað. Það var svo sem vitað að þessi nið- urskurður kæmi harkalega niður hér á landi. Yfirlýstur tilgangur með vem herstöðvarinnar hér var að veijast óvininum úr austri, hafa gæt- ur á honum og gera viðvart ef hann nálgaðist. En nú er Rússagrýlan dauð og þess viðbúnaðar, sem hér hefur verið viðhafður, ekki lengur þörf. Menn skyldu þvi búa sig undir brottfór varnarliðsins héðan. Fyrirsjáanlegur er samdráttur hjá varnarliðinu hér á landi. Vvti til vamaðar Fangi skrifar: Síðla árs 1971 hitti ég stúlku í leik- tækjasal Tómstundahallarinnar. Við vorum 14 ára og óreynd en með okk- ur tókust náin kynni. Svo hvarf þessi stúlka mér sjónum. Ég var svo gjörsamlega upptekinn af klíkunni, sem ég var í, að ég sá ekkert annað. Viö reyktum og drukkum og vorum á flakki milii spila- og leiktækjasala á daginn. Á kvöldin svindluðum viö okkur inn í Þórskaffi á folsuðum skilríkjum. Við lifðum hátt. Þama vom togarasjó- menn sem gáfu okkur vín að vild. En svo kom að því að við urðum að fjármagna fylliríin sjálf og þá byijaði ballið. Við fómm að bijótast inn í sjoppur og verslanir á nóttunni, ræna drukkið fólk og stela því sem fyrir okkur varð. Við umgengumst eldri afbrotamenn og vorum orðnir góðkunningjar lögreglunnar. Arin 1974-75 fórum við að lenda í fangelsum, einn af öðmm. Margir reyndu að koma vitinu fyrir okkur en án árangurs. Að öömm óg'eymd- um vil ég sérstaklega nefna Kristján Sigurðsson sem var forstöðumaður á Upptökuheimilinu i Kópavogi. Hann vann ómetanlegt starf í þágu þessara unglinga á villigötum og verður það seint metið til fjár. Það era ekki margir eftir af klík- unni frá þessum tíma. Yfir 40 af þess- um strákum og stelpum em nú dáin og má rekja það til áfengis og vímu- gjafa. Ég skrifa þessar línur í von um að það kvikni fjós hjá einhveijum sem getur séð sjálfan sig í þessum skrif- um. Oftast er þetta sjálfskaparvíti, þó ekki alltaf. Mitt lán var að ég hitti stúlkuna mína úr Tómstundahöllinni aftur eftir 18 ár. í dag á ég yndislega konu. Ég átti óafplánaðan dóm sem ég er nú að afplána. Nú sé ég fyrst til sólar eftir 20 ár. Ömurlegast er að sjá óharðnaða unglinga koma inn í fang- elsin þar sem öllum fóngum er bland- aö saman. Þama þarf deildaskipt- ingu strax. Ég tala af 20 ára reynslu og þekkingu. Fækkum þingmönmmum Hringió í síma milli kl. 14 og 16 Naín os símanr. veröur að fylgja brífum Erlendur S. skrifar: Ég er stórhrifinn af þeirri hugmynd Davíðs Oddssonar forsætisráðherra að fækka þingmönnunum um tíu, úr 63 í 53. Að þessu hefðu menn þurft að huga fyrir lifandi löngu því það er hreint engin þörf fyrir allan þenn- an fjölda á þingi. Staðreyndin er sú aö þessir mörgu tugir þingmanna era til mikillar óþurftar fýrir þjóðina. Ýmis mál, sem em mjög til bóta, em aö þvælast í þinginu vikum og mánuöum saman. fækka þingmönnum. Afgreiðsla þeirra er afar þung í vöf- um þar sem svo margir eiga hlut að máli. Þá má einnig leiöa getum að því að slíkur fjöldi þingmanna slævi ábyrgðarkennd þeirra. Hversu oft höfum viö ekki horft á útsendingar sjónvarps frá umræðum á Alþingi. í þingsal em einungis örfáar hræður, sem dotta fram á borðin, og hundleið- ist auðsjáanlega. Stimdum er alls enginn í þingsalnum. Þó er þessi samkunda kjörin til aö fara með málefhi þjóðarinnar. Mér dettur í hug að menn hugsi sem svo að þaö geri ekkert til þótt þeir „skrópi" það séu nógir aðrir til þess að hanga yfir umræðunum. Enn eitt atriöi má nefna því til stuðnings að þessi fjöldi þingmanna sé til óþurftar. Þaö myndi nefnilega sparast býsna miklir fjármunir, væri þingmönnum fækkað um tíu eða meira. Þaö eitt væri raunar næg ástæða til fækkunar eins og ástandið er nú i þjóðfélaginu. En sem sagt, fækkun þingmanna yrð einungis til góðs. Styðjum Sophiu E.G. hringdi: Hún er orðin skelfilega löng og ströng þessi barátta sem Sophia Hansen háir til þess að fa bömin sín aftur heim. Nú stendur málið svo að hún fær ekki einu sinni að hitta dæturnar sínar tvær, þrátt fyrir margar tilraunir þar að lútandi. Þjóðin þarf að taka höndum saman og hjálpa konunni. Við þurfum aö láta eitthvað af hendi rakna til að bjálpa henni aö greiða þann gífurlega kostnað sem hrannast upp vegna málsins. Stjómvöld verða að grípa inn í og koma Sophiu til aöstoðar. Þaö hljóta aö vera takmörk fýrir þvi hve mjög aðrar þjóðir geta brotiö á íslenskum ríkisborgurum. Kolbrún hringdi: Nær undantekningarlaust hef ég þurft að bíða á biðstofum lækna þó að mér hafi verið út- hlutaður viðtalstími á ákveðnum tíma. Biðin getur stundum nálg- ast klukkustund. Viðtalstíminn er eðlilega á virk- um degi. á venjulegum vinnutíma og til að komast í viðtalstímann þarf ég aö fa fri úr vinnu. Náttúrlega verður um vinnutap að ræða og ekki sætta allir at- vinnurekendur sig við að greiða það. Hvað skyldi eigjnlega öll biðin kosta þjóðfélagið? Skyldu lækn- amir borga ef ég sendi þeim reikning sjálf vegna taps úr vinnu? Ámi Sigurðeson liringdi: Að undanfömu hafa dagblöðin fiallað af áfergju um hinn mikla verðmun hér og erlendis. En þau em alls ekki hafin yfir gagnrýni, nema síður sé, og finnst mér oft sem þessi skrif komi úr hörðustu átt. íslensk dagblöð era nefnilega miklu dýrari heldur en erlend. Tökum sem dæmi breska blaðið „News of World" sem er stórt og afar vandað. Þaö kostar um 50 krónur íslenskar. íslensku dag- blöðin kosta yfir 100 krónur. Þar á bæ ættu menn því aö líta í eigin barm áður en þeir gagnrýna aðra. Stöndumsaman Elsa Georgsdóttir skrifar: Við erum að fjúka og það beint út á reginhaf. Það er ekki hægt að sökkva dýpra. Eina ráöið er að rísa upp, þegar ekki er hægt að komast lengra niöur. Lítil þjóð þarf að þekkja sinn vitjunartíma. Það þarf að hreinsa og laga til í öllum skúmaskotum. Fyrst þarf að byija á að kalla alla fréttamenn heim. Þá losnum við við allar neikvæðu fréttirnar utan úr heimi. Sameinaðir stönd- um vér en sundraðir fóllum vér. Vemm varkár í samskiptum okk- ar við aðrar þjóðir. Okkur nægja fréttir héðan og stefna ætti að fs- lensku efni, bæöi í útvarpi og sjónvarpi. Viö getum aöeins hafið land og þjóð til vegs og virðingar með því að standa saman. Slysásjónum Baldur hringdi: Það er uggvænlegt hversu mörg slys hafa orðíð að undanfómu í sambandi við sjómennskuna. Bátar sökkva eins og hendi sé veifaö eða þá að slys verða um borð. Þarf ekki aö rannsaka hvort einhveiju er ábótavant? Þetta getur ekki flokkast undir „eðli- legt ástand". Það hlýtur aö mega bæta öryggiskerfi báta og skipa þannig að svona slysaöldur ríði ekki yfir nær daglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.