Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Side 16
16
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992.
Meiming
Lucia Di
Lammermoor
Síðastliðið föstudagskvöld frumsýndi íslenska óp-
eran Lucia di Lammermoor eftir Gaetano Donizetti.
Hljómsveit íslensku óperunnar flutti undir sljóm Rob-
ins Stapleton ásamt söngvurunum Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur (Lucia), Bergþóri Pálssyni (Enrico), Tito Beltran
(Edgardo), Sigurði Steingrímssyni (Raimondo), Sigurði
Bjömssyni (Arturo), Signýju Sæmundsdóttur (Alisa),
Sigurjóni Jóhannessyni (Normanno) og Kór íslensku
óperunnar. Léikstjóri er Michael Beauchamp, leik-
mynd og búninga sá Lubos Hruza um og Ijósahönnun
var á höndum Jóhanns B. Pálmasonar. Það er ljóst
af framantöldu að mikið hefur verið stokkað upp í
uppfærsluhði íslensku óperunnar og er það vel því
sérstaklega viröist hafa verið vandað til mannavals í
þessa uppfærslu.
Það er skemmst frá að segja aö Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir stóð sig einstaklega vel í hlutverki Luciu, söng hlut-
verk sitt ef mikilli innlifun og sannfæringarkrafti jafn-
framt sterkri tækni. Einkum má nefna langa aríu
hennar í III. þætti sem alþekkt er og endar í dúett
með flautu en hana söng Sigrún stórkostlega. Nokkuð
virtist þó draga af henni í framhaldinu og komu m.a.
trillumar lítt eða ekkert fram. Bergþór Pálsson söng
hlutverk sitt einnig mjög vel og af innlifun en leikur
hans var þó ekki sannfærandi í heildina og var eins
og nokkuð skorti á samstarf hans við leikstjóra þar
að lútandi. Signý Sæmundsdóttir söng hlutverk Alisu
í einu orði sagt frábærlega. Rödd hennar er nú fullmót-
uð, tæknin nánast lýtalaus og sviöshæfileikar hennar
ótvíræðir.
Raimondo var ágætlega túlkaður af Siguröi S. Stein-
grímssyni og Arturo fór vel í reyndum höndum Sigurð-
ar Bjömssonar. Siguxjón Jóhannesson söng Nor-
manno og er honum og Sigurði Steingrímssyni óskaö
til hamingju með frumraun sína. Edgardo var frábær-
lega sunginn af Tito Beltran. Leikur hans, hreyfingar
og raddbeiting vora hrifandi og hafði hann hlutverkið
gersamlega á valdi sínu. Helst mætti e.t.v. það út á
söng hans setja hve lítið hann spilar með styrkleika-
breytingar en þaö er einmitt atriði sem Sigrún Hjálm-
Tónlist
Áskell Másson
týsdóttir fór nyög vel með í túlkun sinni. Hijómsveitin
lék af öryggi undir stjóm Robins Stapletons og hélt
hann öllum, bæði söngvurum og hjjómsveit, einkar
vel saman. Eins og svo oft áður var frammistaöa Kórs
íslensku óperunnar heillandi og má hún vera hreykin
af kór sínum. Leikmynd og búningar var vel samræmt
verk sem jók bæði áhrif og gildi sýningarinnar mjög.
Margir era þeir sem standa að svo umfangsmikilli
uppfærslu sem þessari sem of langt mál yrði upp að
telja hér. Nægir aö segja að hér er á ferðinni samhæfð-
ur hópur og ber sýning þessi vinnu hans á allan hátt
fagurt vitni.
Ríta vill læra
Sigrún Hjálmtýsdóttir i titilhlutverki óperunnar.
Leikritið um hana Rítu, hárgreiðslukonuna námfúsu, sló í gegn á sínum
tíma, meðal annars af því að ótal konur þekktu af eigin raun þá menntun-
arþrá sem rekur hana áfram. En gagnstætt svo mörgum sem láta sér
nægja að dreyma lætur Ríta andbyrinn ekki á sig fá og nær settu marki
þó að þaö kosti sitt. ,
Eitthvað hefur þrátt fyrir allt t ‘1 V +
áunnist á þeim rúma áratug sem I ifil KllRT
hðinn er síðan WiUy Russell skrif- ---------------------------------
aði leikritið. Þó að verkið gerist í Auður Evdal
framandi þjóðfélagsumhverfi er _____________________________________
samt ljóst að umræðan í leikritinu
nm menntun og stöðu kvenna hitti betur í mark um 1980 heldur en í dag.
Nútíma ævintýri
En alveg eins og í leikritinu um Shirley Valentine, sem Russell skrifaði
um það bil fimm áram á eftir þessu, era það persónulýsingamar og hnytt-
inn texti sem bera verkiö uppi og það hefur sannarlega ekkert slegið í
fiörleg samskipti þeirra Rítu og háskólakennarans Franks á þessum áram.
Russell skerpir andstæður og stéttamim í bresku þjóðfélagi, en heldur
sig þó alltaf innan hóflegra marka. Verkið minnir á ævintýrin um fátæku
stúlkuna og prinsinn nema hér era auðæfin ekki fólgin í gulli og gersem-
um heldur í þekkingu og menntim.
Leikrit hans era ekki skrifuð í predikunarstíl og þaðan af síður hvöss
þjóðfélagskrufning heldur ræður góðlátleg kímni ríkjum og samúð höf-
undarins með persónunum er augljós. María Kristjánsdóttir leikstjóri
nýtir vel skemmtilegt viðfangsefni og sýningin rennur áfram með jafnri
spennu.
Orðaleikimir og málfariö eiga að gefa til kynna hvílíkt samfélagslegt
hyldýpi er á milli háskólakennarans og hárgreiðslukonunnar og era í
raun óþýðanleg en Karl Ágúst Úlfsson kemst samt ansi langt með að ná
því sem aö baki býr í þýöingu sinni.
Óvenjulegt rannsóknarverkefni
Persónumar era aðeins tvær. Frank dreymdi áður stóra drauma um
viðurkenningu sem ljóðskáld en hann er búinn að gefa þá upp á bátinn
og drekkir vonbrigðum sínum í ómældum viskísjússum sem hann inn-
byrðir án afláts á milh þess sem hann uppfræðir stúdenta um bókmennta-
afrek stórskáldanna.
í vinnustofu hans ríkir skipulegt kaos. Bækur og plögg í hraukum,
hvar sem smuga finnst, eiga að gefa th kynna viðtekna hugmynd um
umhverfi menntamannsins.
Þessi hugmynd er skemmtilega útfærð af Guðrúnu Sigríði Haraldsdótt-
ur leikmyndahönnuði sem tekst að búa th einstaklega skemmthega um-
gjörð um verkið. Hún hannar einnig búninga.
Klæðnaður Franks hæfir vel staðlaðri ímynd hins drykkfellda bóka-
béusar en miður tekst th með Rítu. í stað þess að vera glannalega upp-
strhuð 1 klæðaburði og hárgreiðslu era föt hennar einhver óskhgreindur
og frekar ósmekklegur samtiningur og segja ekki neitt. Þetta kemur sér
hla því að klæðaburðurinn er einmitt eitt af þeim atriðum sem notuð era
th þess að skerpa andstæðumar.
Amar Jónsson leikur hlutverk Franks af slípaðri kunnáttu og fer létt
með aö skapa sannferðuga persónu. Sérstaklega fannst mér honum tak-
ast upp þegar hður á sýninguna og persónunlýsingin fær fleiri blæbrigði.
Frank er lífsleiður og þreyttur á rútínunni í kennslunni þegar Ríta
þyrlast inn í líf hans eins og ferskur gustur. Hún kemur úr aht öðru þjóð-
félagsumhverfi og hann er bæði forvitinn og hehlaður af henni.
Að sumu leyti htur hann á hana eins og rannsóknarverkefni, en um
leið fer honum að þykja innhega vænt um þennan óútreiknanlega nem-
anda sem veitir honum ferska lífssýn úr nýrri átt.
Þó að leikur Amars væri í sjálfu sér mjög góður var framan af eins og
hann byggðist meira á tækni en innlifun og eitthvað vantaði á rafmagnað
andrúmsloftið sem á að byggjast upp á milh hans og Rítu.
Þetta ghdir líka um Tinnu Gunnlaugsdóttur, nema hvað hún náði ekki
nógu vel að samasama sig óbugandi lífsgleði og baráttuvfija Rítu. Þó að
túlkun hennar væri ágæt tæknhega vantaði straumana á milh leikar-
anna. Það getur hins vegar staðið th bóta þegar sýningin fer að renna
betur í nýju umhverfi, en hún var eins og kunnugt er sýnd nokkram
sinnum í vor á M-hátíð þeirra Suðumesjamanna.
Viöfangsefnið í Ríta gengur menntaveginn er þekkt úr ýmsum áttum
og minnir ekki htið á samskipti þeirra Ehsu og Dr. Higgins í Pygmali-
on/My fair Lady, sem einmitt er ætlunin að pússa upp og setja á svið á
næstunni í Þjóðleikhúsinu. í sýningunni á htla sviðinu era þessi tengsl
undirstrikuö og ekki að efa að flutningur þessara verka á svo að segja
sama tíma er engin thvhjun.
Þjóðleikhúsiö týnir á litla sviðinu:
Rfta gengur menntaveginn
Höfundur: Willy Russell
Þýöandi: Karl Ágúst Úlfsson
Leikstjóri: Maria Kristjánsdóttir
Leikmynd og búningar: Guðrún Slgríður Haraldsdóttir
Lýsing: Björn B. Guðmundsson og Páll Ragnarsson
Amar Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir i hlutverkum kennarans og
nemandans. DV-mynd GVA