Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Page 25
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992.
37
Fréttir
Sauðárkrókur:
Erf iðleikar hjá Loðskinni
ÞórhaDur Ásmundsson, DV, Sauðárkröki:
„Það er sama sagan og undanfarin
ár að skuldastaða fyrirtækisins gerir
það að verkum að bankinn heldur
að sér höndum varðandi afgreiöslu
afurðalána til okkar. Við bíöum eftir
svari frá viðskiptabankanum, Bún-
aðarbanka," segir Birgir Bjarnason,
framkvæmdastjóri sútunarverk-
smiðjunnar Loðskinns. Enn og aftur
eru komnir upp erfiðleikar í rekstri
Loðskinns, eins stærsta atvinnurek-
anda á Sauðárkróki, þar sem starfa
um 50 manns.
Uppígreiðslu launa til starfsfólks
Loðskinns, sem fara átti fram fyrir
tæpum tveim vikum, var slegið á
frest og ekki verður hægt að greiða
út laun fyrr en bankinn gefur grænt
ljós á áframhaldandi viðskipti sín við
fyrirtækið. Birgir segir frestinn sem
bankinn hafi tekið sér í þessu máh
óljósan.
„Það er alveg deginum ljósara að
ekki tókst að losa nægjanlega um
skuldir fyrirtækisins í þeirri fjár-
hagslegu endurskipulagningu sem
gerð var á rekstrinum fyrir nokkrum
árum. Málin eru í athugun hjá okkur
en það er ljóst að hráefniskaup stöðv-
ast ef við fáum ekki afurðalán. Það
yrði mjög bagalegt þar sem salan
hefur gengið ágætlega og það gæti
að sjálfsögðu skaðað markaðinn ef
einhver truflun verður á framleiðsl-
unni,“ segir Birgir.
Sauðárkróksbær er 20% eignarað-
ili að Loðskinni. Aðrir stórir eignar-
aðilar eru Sláturfélag Suðurlands,
20%, íslenska umboðssalan (Bjami
Magnússon), 18%, og Hagkaup á
svipaðan eignarhlut.
Trillukarlarnir
selja í gántana
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Afli smábáta á Stöðvarfirði hefur
verið frekar tregur að undanfomu. Á
annan tug slíkra báta era gerðir það-
an út um þessar mundir, ýmist á línu
eða handfæri.
Nokkrar trillur frá Fáskrúðsfirði
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra:.
hafa lagt upp afla á Stöðvarfirði í
sumar hjá Gámum hf. Það fyrirtæki
sendir aflann til sölu erlendis og
þannig hafa fengist fleiri krónur fyr-
ir kílóið. Trillukarlar hafa fengið
hærra verð þar en fæst hjá frystihús-
unum.
Byggingu bók-
námshússins f lýtt
vegna þrengsla
Öm Þóiarinsson, DV, njótum:
Um þessar mundir er unnið af full-
um krafti viö byggingu bóknámshúss
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
á Sauöárkróki. Nú er rnmiö við upp-
slátt og steypu á annarri og þriðju
hæð hússins og vinna um 20 manns
að jafnaði við bygginguna. Stefnt er
að því að húsið verði fokhelt um ára-
mót en til þess verður veður að vera
hagstætt til útivinnu.
Bygging hússins hófst sumarið 1991
en framkvæmdir lágu niðri fyrri-
hluta þessa árs. Þær hófust aftur í
júlí. Þá hafði verið samið við Tré-
smiðjuna Borg á Sauðárkróki um
framkvæmd verksins eftir að fyrri
verktaki varð gjaldþrota. Samhliða
samningnum við Borg var ákveðið
að hraða byggingu hússins rnn eitt
ár vegna mikils húsnæðisskorts hjá
skólanum. Nemendum við skólann
hefur fjölgað ár frá ári og era á yfir-
standandi önn hðlega 400 talsins.
Stefnt er að því að húsið verði tekið
í notkun til kennslu 1. september
1994.
Unnið við byggingu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Smiðirnir kepptust
við uppslátt hússins þegar Ijósmyndarann bar að en þeir gáfu sér þó tíma
til að líta upp meðan hann smellti af. DV-mynd Örn
Fáskrúðsfl örður:
Kirkjan fær gjaf ir
Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Nýlega bámst Fáskrúðsfjarðar-
kirkju góðar gjafir. Afkomendur
Ingeborgar Henriettu Eide og Eyjólfs
Sigurðssonar gáfu kirkjunni skím-
arkjól og bók þar sem nöfn þeirra
bama, sem skírð verða í kjólnum,
verða skráð.
Kjóllinn er unninn af bamabami
þeirra, Hlíf Geirsdóttur, og gefinn til
minningar um þau hjón og böm
þeirra sem látin em en afkomendur
héldu ættarmót hér í júní í sumar.
Fermingarböm fermd 1942 gáfu
kirkjunni blómavasa og Sigurbjörg
Runólfsdóttir frá Melbrún gaf helgi-
mynd, sem hún saumaði, til minn-
ingar um fósturforeldra sína, Pálínu
Þórarinsdóttur og Guðmund Vest-
mann.
DV-mynd Ægir
Lúlli á Stjörnunni frá Stöðvarfirði smúlar bát sinn eftir löndun.
;
AUTUMN 1992
mmi
glæsil|g% löyjduð kven- og karlmannaföt
ií i r i rTi t
L Jl Jj Ju 1 JLi
I’ J 1 1 M | IN 11 A Ijn 9' . >: 99/
I
■>