Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Blaðsíða 9
F0STUI)AGlJR 9, OKTÓBER 1,992.
8 9
Utlönd
Willy Brandt varð heimskunnur I Berlínardeilunni árið 1961. Þá fór hann á fund Johns F. Kennedy Bandaríkjafor-
seta og var þessi mynd tekin af því tilefnf. Brandt lést í gærkveldi úr krabbameini, 78 ára gamall.
Símamynd Reuter
Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, látinn:
Þjóðverjar syrgja
- sagði talsmaður stjómar Helmuts Kohl í morgun
Willy Brandt, fyrrum kanslari
Vestur-Þýskalands og formaður
þýskra jafnaðarmanna, lést í gær-
kvöldi á heimili sínu í bænum Unkel
við Rín, 78 ára gamall. Hann hafði
átt við langvarandi veikindi að
stríöa, krabbamein, og kom andlát
hans því ekki á óvart.
„Stjóm Þýskalands syrgir þennan
einstæða stjómmálamann og leið-
toga ásamt miklum fjölda Þjóðveija,
ég vil segja öllum,“ sagði Dieter Vog-
el, talsmaður stjómar Helmuts
Kohls, í útvarpsviðtali í morgun.
Vogel lýsti Brandt sem fyrirmynd
sannra lýðræðissinna.
Brandt varð heimskunnur í Berlín-
ardeilunni árið 1961 en hann var þá
borgarstjóri þar. Sovétmenn reistu
þá múrinn alræmda í miðri borginni
og einangmðu vesturhlutann. Úr
varð ein alvarlegasta deila stórveld-
anna í kalda stríðinu.
Athygh umheimsins heindist aftur
að Brandt árið 1969 þegar hann varð
kanslari Vestur-Þýskalands, fyrstur
jafnaðarmanna. Hann sat í embætti
til ársins 1974 en sagði þá af sér eftir
að upp komst að aðstoðarmaður
hans, Guenter Guillaume, var njósn-
ari Sovétmanna. Þetta varð mikið
áfall fyrir Brant og hann átti ekki
afturkvæmt í kanslarastóhnn þótt
hann væri formaður flokks síns aUt
tíl ársins 1987.
Árið 1971 hlaut hann friðarverð-
laun Nóbels fyrir tilraunir sínar til
að bæta sambúð austurs og vesturs.
Eftir að hann hætti sem kanslari var
hann áfram áberandi á alþjóðavett-
vangi og barðist fyrir friði.
Brandt fæddist 18. desember 1913 í
Lúbeck og hét upphaflega Herbert
Karl Fram. Hann flúði árið 1933 tíl
Noregs eftir að nasistar komust tU
valda í Þýskalandi og vann fyrir sér
sem blaðamaður. Hann barðist með
Norðmönnum gegn Þjóðverjum í
stríðinu en sneri heim árið 1945 við
faU Hitlers.
Reuter
Stor dagur fyiir John Major a flokksþinginu:
Til atlögu gegn uppreisnarmönnum
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, stendur frammi fyrir erf-
iðasta verki ferils síns í dag þegar
hann ætlar að reyna að kveða upp-
reisnarmenn innan íhaldsflokksins í
kútinn og fá flokksmenn til að fylkja
Uði að baki Evrópustefnunni.
Ríkissijórn Majors og hann sjálfur
hafa beðið hnekki vegna innanbúð-
arátaka í íhaldsflokknum um stefn-
una í Evrópumálum. Forsætisráð-
herrann þarf þvi að flytja þrumu-
ræðu ef hann á að geta sigrast á
klofningnum innan flokksins.
HeimUdarmenn innan Ihalds-
flokksins segja að Major ætU að beij-
ast með kjafti og klóm fýrir stefnu
stjómarinnar í málefnum Evrópu-
bandalagsins og að hann ætU að segja
Margaret Thatcher, fyrrverandi
flokksleiðtoga og forsætisráðherra,
og öðrum efasemdarmönnum að
hann sé sá sem ráöi ferðinni.
„Þegar hann hefur flutt ræðuna
verður enginn í vafa um hver sé leið-
togi flokksins," sagði háttsettur
flokksmaður.
Margaret Thatcher skyggði í gær á
tUraunir Normans Lamonts fjár-
málaráðherra til að marka nýja efna-
hagsstefnu eftir ófarir sterUngs-
pundsins á gjaldeyrismörkuðum.
Hún hafði falUst á að tala ekki á þing-
inu vegna ótta manna um að hún
mundi grafa undan Major en í stað-
inn varpaði hún skriflegum sprengj-
um. í blaðagrein í gær hæddist hún
að stefnu stjómarinnar og sagði að
ekki hefði verið seinna vænna að
taka pundiö út úr gengissamstarfi
Evrópubandalagsins.
Reuter
Rannsókn f lugslyssins
flyst á rannsóknarstof u
Rannsóknin á flugslysinu, sem Ed van Thijn, borgarstjóri í
varð viö Amsterdam um síöustu Amsterdam, sagði að líklega hefðu
helgi, hefur nú Uust af slysstað inn færri látist en þeir 250 sem upphaf-
á rannsóknarstofur þar sem orsak- lega var taUð.
aima er leitaö. Hópur manna frá 40 þjóðum
Fimmtíu lík hafa fundist til þessa vinnur að rannsókn slyssins, þar á
en ekki er víst að nokknm tíu;5. íuöoal hö'iienskir, israelskir og
Ve'rói iiægt að segja með vissu bandarískir sérfræömgar. Flugriti
hversu margir hafi farist. Læknar vélarinnar, eða svarti kassinn, er
hafa aöeins getað borið kennsl á fundinn og er verið aö rannsaka
flögur Ukanna. hannáEnglandi. Reuter
ISKOLD
STADREYND!
FRYSTIKISTUR
Á ÓMÓTSTÆÐILEG(J VERÐI
GRAM HF-210
Hæðxdýpt: 85x69,5 cm
Breidd: 72 cm
Rými: 210 lítrar
Verð aðeins
33.970,-
stgr.
GRAM HF-319
Hæðxdýpt: 85x69,5 cm
Breidd: 102 cm
Rými: 319 lítrar
Verð aðeins
stgr.
FRYSTIKISTUR, 5 GERÐIR * FRYSTISKAPAR, 5 GERÐIR
Góöir greiðsluskllmálar: VISA og EURO raðgreiðslur til allt að 18 mánaða, án út-
borgunar. Munalán með 25% útborgun og eftirstöðvum kr. 3.000,- á mánuði.
/FO nix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420