Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBERt1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON ,Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SÍMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Glæsileg íþróttaaðstaða Þaö var skemmtileg og söguleg stund á Laugardals- vellinum í Reykjavík í fyrrakvöld þegar flóðljósin voru tendruö. Úrslitin í kappleiknum, sem á eftir fylgdi, reyndust ekki eins gleöileg en það eiga fleiri leikir eftir að fara fram í Laugardalnum og þá munu sigrarnir koma. Aðalatriðið er Mtt að kappleikir í heimsmeistara- keppm og Evrópukeppnum fara nú framvegis fram við bestu aðstæður og eðlilegar kringumstæður. Knatt- spyrnuáhugamenn kunnu vel að meta rafmagnað and- rúmsloft í Laugardalnum í bókstaflegum skilmngi. íþróttaleikvangurinn í Laugardalnum er kominn til ára sinna. Hann var vígður fyrir þrjátíu og fimm árum og hefur reynst íþróttalífinu í landinu vel. Hins vegar hefur leikvangurinn drabbast niður með árunum og ekki uppfyllt þær kröfur sem bæði íþróttamenn jafnt sem áhorfendur geta gert. Þar má nefna nútímaskilyrði til frjálsra íþrótta, svo sem Maupabrautir og kastgeira með gerviefm, skort á flóðljósum og þægilegri aðstöðu fyrir áhorfendur til að sækja völlrnn og fylgjast þar með kepprn. Afleiðmgamar eru meðal annars þær að frjálsar íþróttir hafa mátt muna sinn fífil fegri í höfuðborginm og knattspymuleikir, sem háðir eru á haustmánuðum, hafa þurft að hefjast um miðjan dag til að ná birtu. Lélegur aðbúnaður fyrir áhorfendur hefur dregið úr aðsókn og svo er komið að völlurinn stenst ekki alþjóða- kröfur sem gerðar eru vegna öryggis og þæginda fyrir áhorfendur og keppendur. Allt hefur þetta verið miður og ekki síst vegna þess að Reykjavíkurborg hefur lengst- um verið í fararbroddi í uppbyggingu íþróttamann- virkja og leikvangurinn í Laugardalnum var á sínum tíma á undan sinrn samtíð. Með flóðljósunum, sem vígð vom í fyrrakvöld, er allt annar og betri bragur kominn á leikvanginn í Laugar- dal. Auk flóðljósanna hefur verið lögð ný og glæsileg Maupabraut og nú er ekki annað eftir en að reisa mynd- arlega stúku og yfirbyggja áhorfendasvæðin til að íþróttaáhugamenn taki gleði sína aftur. Einhverjir kunna að skattyrðast út í mikinn kostnað við uppsetmngu ljósa og lagningu brauta. En þá má ekki gleyma þvi að íþróttaviðburðir eru snar þáttur í lífi íslendinga jafnt sem annarra þjóða. Völlinn sækja þúsundir og aftur þúsundir manna þegar því er að skipta og engir atburðir em jafn vel sóttir og mikilvægir íþróttakappleikir. Peningum borgarinnar er vel varið til þess að Múa að íþróttalífi og mannvirkjum því tengdu. Það sama má raunar segja um ríkissjóð, þótt þróumn sé því miður sú að ríkisvaldið hefur nánast stöðvað all- ar fjárveitingar til íþróttamála, rétt eins og það æsku- uppeldissstarf og sú heilsuvemd, sem felst í iðkun íþrótta, sé ríkisvaldmu óviðkomandi. Reykjavíkurborg hefur staðið að myndarlegum stuðmngi við íþróttafélögin í borgirmi. Það sama á við um íjölmörg önnur sveitarfélög. Bygging íþróttahúsa og íþróttavaUa hefur verið á forgangslistum þeirra s veit- arstjómarmanna sem skilja að vaxtarbroddur hvers bæjarfélags á sér samastað í leik og starfi íþróttafélaga og þeim fjármunum er vel varið sem skapa þeirri tóm- stundaiðju útrás. Á sama tíma hefur þjóðarleikvangurinn í Laugardal verið afskiptur ems og eyland. Þar til nú. Ný og betri aðstaða hefur verið sköpuð og langþráður draumur er í höfn. Nú er ný stúka næsti áfangi og vonandi þarf ekki að bíða hennar jafn lengi og flóðljósanna. Ellert B. Schram Höfundur segir aö ekki sé ástæöa til að sjá draug Hitlers í hverju horni þótt svokallaðir nýnasistar vaði uppi með ribbaldahátt. Simamynd Reuter Nýir nasistar og gamlir Þegar að kreppir í þjóðfélaginu leitar fólk að sökudólgum. í Þýska- landi eru það útlendingar sem verða fyrir barðinu á öryggisleysi og óvissu sem fylgt hefur samein- ingu þýsku ríkjanna með tilheyr- andi atvinnuleysi og gjörbreytingu á lífsháttum, oft tíl hins verra, þrátt fyrir auðæfi hins fyrra Vestur- Þýskalands. Þau hafa ekki skilað sér til almennings í fyrrum Aust- ur-Þýskalandi. Kerfisbreytingin hefur þvert á móti leitt til verri lifs- kjara fyrir mikinn fjölda fólks. Einkum á þetta viö um ungt fólk. f kommúníska kerfinu gekk lífið nokkum veginn eftir beinni línu, fólk fór í skóla, var meira eða minna úthlutað starfsferh, fékk síðan sitt starf og þótt kjörin væru ekki góð á vestrænan mælikvarða fylgdi öllu þessu mikið félagslegt öryggi og þéttriðið net ýmissa rétt- inda sem ríkið ábyrgðist. Nú er allt breytt, ungt fólk víða veit ekki sitt rjúkandi ráð í austurhluta Þýska- lands, atvinnuleysi og hrun og upp- lausn alls sem var blasir hvarvetna við. Það er ekki aðeins að Austur- Þjóðveijar séu í raun annars flokks borgarar í sameinuðu Þýskalandi heldur eykur það enn á gremjuna að þýska ríkið heldur uppi á sinn kostnað hundruðum þúsunda út- lendinga sem fengið hafa inngöngu í landið en bíða þess að úrskurðað verði hvort þeir fá dvalarleyfi. Frítt uppihald Lögum er svo háttað í Þýskalandi að aliir sem hleypt er inn í landið undirgangast rannsókn sem sker úr um það hvort þeir fá að setjast að sem þýskir borgarar eða póli- tískir flóttamenn. Meöan þessi rannsókn stendur yfir er þessu fólki bannað að leita sér að vinnu, en ríkið tekur að sér aö sjá því fyr- ir uppihaldi. Þannig búa hundruð þúsunda útlendinga frítt á kostnað ríkisins meðan hundruð þúsunda eða milljónir innfæddra ganga at- vinnulausar. Ekki er við ööm að búast en þetta valdi gremju og árekstrum og þetta er undirrót þeirra árása sem gerðar hafa verið á búðir flóttamanná í austurhluta Þýskalands síðustu mánuði. Þeir sem fyrir þessu standa em kallaðir nýnasistar, en það er handhægur merkimiði til að líma á alla ofbeld- issinnaða Þjóðverja. Sönnu nær er að þetta sé aðeins sýnilegasti hlut- inn af þeirri gremju sem undir býr. En samt er annað í þessu sambandi sem rétt er að benda á: Austur- Þýskaland var aldrei hreinsað af nasistum á sama hátt og Vestur- Þýskaland eftir aö ríkið var stofnað 1949. Opinber stefna var að allir KjáUaiinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður stríðsglæpamenn væm í Vestur- Þýskalandi og gamhr nasistar gengu beint inn í þjónustu hins nýja kommúniska ríkis. Hið ih- ræmda Stasi var þannig í rauninni beint framhald af Gestapo og hugs- unarháttur fólks, sem hafði ekki þekkt annað en ríkisalræði, var áfram í meginatriöum svipaður og hann hafði veriö undir nasistum. Þetta er meginmunur á austur- hluta Þýskalands nú miðað við vesturhlutann, þar sem lýðræðis- legur hugsunarháttur hefur fest djúpar rætur. Deutschtum Þjóðveijar eiga sér hugtak sem þeir kaha Deutschtum og á því byggist mótttaka þeirra á útlend- ingum. í þessu felst að hver sá sem á ættir að rekja th Þjóðveija, hvort sem er á Volgubökkum eða í Transsylvaníu, eigi sjálfkrafa rétt á því að kahast þýskur og þar með rétt th búsetu í föðurlandinu. Þessi stefna er ævagömul, hún var mót- uð á tímum Bismarcks um miðja 19. öld. Samkvæmt þessari stefnu eiga allir sem eru af þýskum upp- rima rétt á ríkisborgararétti og á þessu ári er búist við um hálfri mhljón shkra innflytjenda, aht frá Króatíu th Póhands og Rúmeníu. Rannsóknin á réttí. þessa fólks tek- ur óratíma, aht upp í fimm ár, og á meðan býr þaö á kostnað ríkis- ins. Að sjálfsögðu er þetta kerfi misnotað, einkum er mikið um að ahs kyns fólk austan af Balkan- skaga og frá fyrrum Sovétlýðveld- um komi th Þýskalands á fólskum forsendum. Á meðan hnignar efna- hagsástandinu í austurhluta Þýskalands stöðugt, skattbyrðar þyngjast á íbúa vesturhlutans og óánægja með ástandið breiðist út. Sameiningin hefur þegar orðið miklu kostnaðarsamari en nokkrar áætlanir geröu ráð fyrir og hrun á gamla kerfinu í austurhlutanum mun halda áfram enn um sinn. Þær vonir sem vöknuðu fyrir þremur árum eru þegar brostnar hjá sum- um. Það gefur auga leið að þetta ástand er ákjósanlegur jarðvegur fyrir ýmiss konar öfgasamtök th hægri th að þrífast í. Hinir svoköh- uðu nýnasistar eru aðeins einn hópur, þjóðernissinnar undir öðr- um nöfnum láta líka að sér kveða. Draugur Hitlers Árásimar á innflytjendur og óeirðir í borgum á borö við Rostock eða Chemnitz hafa verið gerðar undir kjörorðinu Þýskaland fyrir Þjóðveija, burt með útlendinga. Þjóðveijar eru ekki einir um vax- andi andúð á innflytjendum, sama sagan gerist annars staðar, ekki síst í Frakklandi, og jafnvel Sví- þjóð. En það eru Þjóðveijar sem bera þyngstu byrðamar, þeir einir hafa th dæmis nú þegar tekið við nærri 300 þúsund flóttamönnum frá Króatíu og Bosníu, ofan á aht annað. Þessi flóttamannastraumur þenur innviði þjóðfélagsins th hins ýtrasta og ýtir undir þjóðemis- stefnu. En það er ekki útht fyrir að neitt lát verði á, að minnsta kosti ekki meðan lög Bismarcks frá 19. öld era í ghdi. En samt sem áður er ekki ástæða th að sjá draug Hitl- ers í hveiju homi þótt svokahaðir nýnasistar vaði uppi með ribbalda- hátt, aöstæöur nú eru aht aðrar en fyrir 60 ámm. Þær þjóðfélagsá- stæður, sem þetta ofbeldi sprettur upp úr, eiga ekkert skylt við bar- daga kommúnista og þjóðemis- sinna, sem leiddu th valdatöku Hitlers í heimskreppunni miklu. Gunnar Eyþórsson „Lögum er svo háttað 1 Þýskalandi að allir sem hleypt er inn í landið undir- gangast rannsókn sem sker úr um það hvort þeir fá að setjast að sem þýskir borgarar eða pólitískir flóttamenn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.