Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992.
Kannski þá...
Engin glansmynd
Það er engin glansmynd af lífinu og tilver-
unni sem gefin er í leikritinu Stræti, eftir Jim
Cartwright. Loppa atvinnuleysis hefur lam-
að og niðurlægt þá sem þar búa og kreist úr
þeim alla von.
Jim Cartwright reynir ekki að finna söku-
dólga og negla þá upp á vegg. Honum nægir
að sýna svipmyndir úr veruleika sem margir
vilja helst loka augunum fyrir.
Við kynnumst að vísu aðeins þeim hluta
mannlífsflórunnar sem fer á kreik á kvöldin
Og skríður í skjói þegar birtir af degi því að
Scullery, sem leiðir áhorfandann um svæðið
og blandar sér ósjaldan í gang mála, hann
er jú sjálfur einn af þessum næturfuglum.
Leikritið er sett saman úr fjölmörgum laus-
tengdum atriðum þar sem áhorfandinn er
leiddur um strætið. Og rétt eins og gægst sé
á glugga birtast persónurnar, sumar í ör-
stuttri svipmynd, en öðrum er gefið meira
rúm.
Leikmynd Grétars Reynissonar er af-
bragðsgóð og lumar á mörgum möguleikum.
Þessi umgjörð tryggir stöðugt rennsli og gef-
ur svigrúm fyrir stórgerö atriði með hreyf-
ingu og látum. En öðru hveiju skera fingerð
eins manns atriði sýninguna. Þau njóta sín
ekki síður og það eru einmitt þau sem kippa
áhorfandanum óþyrmilega til vitundar um
það hyldýpi örvæntingar sem undir niöri
býr.
Textinn er hrár og groddalegur, jafnvel
svolítið geggjaður í bland, og persónumar
vægast sagt mislitur hópur. Arni Ibsen nær
flugi í þýðingunxú sem á stundum er ekki á
neinu sunnudagaskólamáli.
Sigur leikaranna
Þrátt fyrir það lof, sem boriö hefur verið á
sjálft leikritið, fannst mér úrvinnslan og þá
einkum frammistaða leikaranna taka því
fram og bera sýninguna uppi. Þeir Guðjón
P. Pedersen leikstjóri og Hafliði Amgríms-
son, aðstoðarmaður hans, hafa imnið fram-
úrskarandi vel og eiga heiðurinn af sam-
felldri og sterkri heildarmynd, jafnvel um-
fram það sem í sjálfum textanum felst.
En þaö byggist ekki hvað síst á túlkun leik-
aranna sem spannar allan skalann. Þór H.
Tulinius, Edda Heiðrún Backman, Kristbjörg
Kjeld, Halldóra Björnsdóttir, Róbert Amf-
innsson og Baltasar Kormákur koma öll
fram í mörgum hlutverkum hvert, þau leika
nokkrar gjörólíkar týpur hvert og fara iðu-
Leiklist
^ L15" Eyds!
iega á kostum.
Búningar (Helga Stefánsdóttir) era mjög
vel útfærðir eftir kröfum verksins og skapa
sannfærandi andrúmsloft og andhtsförðun
var áberandi vel unnin. Til að ná fram breyt-
ingum á leikurunum voru líka notaðir listi-
lega gerðir tanngarðar (Finnbogi Helgason)
sem breyttu andiitsfalli ótrúlega.
Þar er í raun ekki unnt að taka neinn öðr-
um framar. Kristbjörg var þrisvar sinnum
stórkostleg (Brenda, Molly, Helen), og það
má nefna Louise og Valerie Eddu Heiðrúnar,
Haildóra sem Carol og Clare, Róbert (pró-
fessorinn, príma!), Baltasar og Þór sem
skiptu um týpur eins og skó.
Ingvar E. Sigurðsson var „alveg ýktur“ í
lykilhlutverkinu sem skálkurinn Scullery
sleipur og ófyrirleitinn og Katrín Þórarins-
dóttir lék litla telpu vel.
Þó að í Stræti sé dregin upp dapurleg mynd
er fjarri því að ekki bregði fyrir kímilegum
atriðum og fyndnum tilsvörum sem krydda
textann og gera þetta allt saman þolanlegt
fyrir íbúa og gesti í strætinu.
Þjóðleikhúsið sýnir á Smíðaverkstæðinu:
STRÆTI
Höfundur: Jim Cartwright
Þýðing: Árni Ibsen
Aðstoðarmaður leikstjóra: Hafliði Arngrímsson
Lýsing: Björn B. Guðmundsson
Búningar: Helga Stefánsdóttir
Leikmynd: Grétar Reynisson
Leikstjóri: Guðjón P. Pedersen
Sungið í Strætinu. Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld og Baltasar Kormákur í hlutverk-
um sinum. DV-mynd GVA
Grjót sem skraut
- Ragna Róbertsdóttir 1 Nýlistasa&iinu
Ragna Róbertsdóttir hefur fariö eigin leiðir í túlkun
á íslensku landslagi á liðnum áram. Fyrir fimm árum
var hún borgarlistamaður og sýndi ári síðar á Kjar-
valsstöðum verk úr grágrýti og torfi sem virkuðu að
sumu leyti eins og minnisvarðar um íslenska bygging-
arhst. Byggingarfræðfiegar aðferðir s.s. hleðsla hafa
verið áberandi þáttur í verkum Rögnu, en efnið er
hins vegar ekki sérhannað fyrir byggingar. Á sýningu
listakonunnar, sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu,
era verk úr hraungrýti og gúmmíi auk grágrýtis.
Ragna sýndi fyrir ekki alls löngu á samsýningu í
Þýskalandi sem Listasafnið í Bem stóð fyrir og flutti
með sér fjórtán tonn af íslensku grjóti. Safnstjórinn,
Markus Lindert, ritaði af því tilefni grein um „tvö leið-
arminni" í verkum Rögnu og hggur þýðing hennar
frammi á sýningunni í Nýlistasafninu.
Fagurfræði og rökfræði
Markus Lindert kemst að þeirri niðurstöðu að þrátt
fyrir að spameytni lágmarksstefnunnar (minimal-
isma) gæti í verkum Rögnu, séu markmið hennar og
nálgun við efnið talsvert önnur, ólíkt hreintrúuðum
naumhyggjumönnum noti hún ekki tilbúinn og verk-
smiðjuframleiddan efiiivið, heldur láti saga grjótið
sérstaklega til fyrir sig. Ennfremur beiti Ragna tilfinn-
ingu, innsæi og fagurfræðUegu mati við samsetningu
verka sinna í stað stærðfræðilegrar rökhugsunar sem
einkennir minimaUsta. Svo skýr greinarmunur á fag-
urfræðUegri innsetningu og rökfræðUegri er athygUs-
verður, því hér er um að ræða verk sem kunna að
vera áþekk á yfirborðinu þó í raun sé grandvaUarmun-
ur á afstöðu Ustamannanna. Hin fagurfræðUega af-
staða fylgir módemismanum sem hefur ráðið ferðinni
alla öldina, en rökfræðUega afstaðan helst hins vegar
í hendur við póstmódemismann sem andmælir framf-
arahyggju módemismans og telur hana jafnvel hlægi-
lega.
Stuðlaberg og skreytilist
Hvað sem þyí Uður má finna vel útfærða fléttu þess-
ara meginþátta nútimamyndUstar í verkum Rögnu
Róbertsdóttur. Verkum hennar svipar í senn til verka
minimalista og stuðlabergssúlna Guðjóns Samúelsson-
ar. Og Markus Lindert bendir á að 1 raðmynstram
höggmyndanna megi finna samsvörun við omament
og aðra skreytilist fýrri alda. Með því að stöplamir
Eitt verka Rögnu Róbertsdóttur á sýningu hennar í
Nýlistasafninu.
era alUr í sömu stærð myndast endurtekning innan
verksins sem er einatt miðleit eða samhverf og minnir
þannig óneitanlega á forsendur skreytiUstar, sem era
vel aö merkja ekki skraut skrautsins vegna heldur að
birta kjarna hlutanna. Vafalaust er þetta eitt af
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
markmiðum Ustakonunnar, þó uppsetning verkanna
minni yfirleitt fremur á rökrænan myndheim bygging-
arUstarinnar en trúarlegar mandölur. Þjóðlegar torf-
þökumar hafa nú vUdð fyrir alþjóðlegu gúmmfi og
tússi. Sýningin hefur þar af leiðandi grafískara og
hreinna yfirbragð en sumar fyrri sýningar Ustakon-
unnar. Gúmmfið sétur nauðsynlega mýkt í þessa
hörðu og stöðluðu gijótveröld og gefur jafnframt til
kynna tilfinningu og innsæi - módemíska myndsýn.
Spuming er hins vegar hvort fléiri steintegundir eða
önnur efni Jrljóti ekki að knýja dyra hjá Ustakonunni
áður en grágrýtisnámumar verða gengnar til þurrðar.
Sýningu Rögnu Róbertsdóttur lýkur nk. sunnudag, 11.
október.
Bridge_________________________________________________________
Undanúrslit Visa-
bikarkeppninnar
Fjórðu umferð í Visa-bikarkeppninni lauk sunnudaginn 4. október.
Sveit Eiríks Hjaltasonar spilaði við sveit Gunnlaugs Kristjánssonar
og vann Eiríkur með 122 impum gegn 60. Sveit Gísla HafUðasonar
spUaði við sveit Sigfúsar Þórðarsonar og vann sveit Gísla með 89
impum gegn 63.
Dregið var í fimmtu umferð, undanúrslitin að loknum síöasta leikn-
um í fjórðu umferðinni og þær sveitir sem spUa saman næsta laugar-
dag, 10. október, í undanúrsUtum Visa-bikarkeppni BSÍ era:
Símon Símonarson-Eiríkur Hjaltason
GísU Hafliöason-Suöurlandsvideo
UndanúrsUtin og úrsUtin verða spUuð á Hótel íslandi og hefjast undan-
úrsUtin klukkan 11 laugardaginn 10 október og úrsUtin klukkan 10
sunnudaginn 11. október. Leikimir verða sýndir á sýningartöflu. All-
ir bridgeáhugamenn era velkomnir.
Vetrar-mitchell BSÍ
Föstudaginn 2. október vora 26 pör í Vetrar-MitcheU BSÍ. Efstir í
NS urðu:
1. Jón Stefánsson-Sveinn Sigurgeirsson 370
2. Jón Þór Daníelsson-Þórður Sigfusson 362
3. Þórður Bjömsson-Bemódus Kristinsson 337
4. Ingunn Bemburg-HaUa Ólafsdóttir 334
- og efstir í AV urðu:
1. Guöný Guðjónsdóttir-Jón Hjaltason 371
2. Vilhjálmur Sigurðsson-Þráinn Sigurðsson 366
3. Andrés Ásgeirsson-Ásgeir Sigurðsson 357
4. EUn Jónsdóttir-Lilja Guðnadóttir 336
Vetrar-mitcheU er spUaður á vherju föstudagskvöldi í Sigtúni 9. AUtaf
eins kvölds keppni og bronsstig veitt eftir hvert kvöld. Byrjað er að
spUa klukkan 19 og allir era velkomnir.
Bridgefélag Reykjavíkur
Síðasta miðvikudag, 7. október, lauk Hipp-hopp tvímenningi Bridge-
félags Reykjavíkur með öraggum sigri þeirra Sverris Ármannssonar
og Karls Sigurhjartarsonar. Þeir félagamir voru í forystu aUt mótið
og voru í lokin með 83 stiga forystu á næsta par. Lokastaða efstu
para varð þessi:
1. Sverrir Ármannsson-Karl Sigurhjartarson 883
2. Aðalsteinn Jörgensen-Bjöm Eysteinsson 800
2. Sveinn Þorvaldsson-GísU Steingrimsson 800
4. Matthias Þorvaldsson-Ásmundur Pálsson 796
5. Sigurður Sverrisson-Valur Sigurðsson 779
6. Símon Símonarson-Sverrir Kristinsson 767
7. Hjálmar S. Pálsson-Jörundur Þórðarson 754
8. Bragi Erlendsson-Ámína GuðiaugsdQttir 750
-ís