Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Side 2
2
LAUGARDAGUK 10. OKTÓBER 1992.
Fréttir
Svernr Hermannsson, bankastjóri Landsbankans:
Það er í eðli allra pen-
ingastof nana að tapa fé
- sparifé Reykvikinga notað til að styrkja fiskvinnslu á landsbyggðinni
„Það er nú í eðli banka að tapa fé
- það er í eðli allra peningastofnana
að tapa fé. Við höfum sett háar upp-
hæðir á afskriftareikning. Það verð-
ur aldrei komist fram hjá skeri
mannlegra mistaka. En við ætlum
ekki að biðjast afsökunar á að hafa
tapað fé,“ sagði Sverrir Hermanns-
son, bankastjóri Landsbankans, þeg-
ar hann var spurður hvort ekki hefði
verið farið óráðlega í útlán í ljósi
þess að um einn milljarður er lagður
á afskriftareikning bankans á hveiju
ári.
Formaður bankaráðs Landsbank-
ans, Kjartan Gunnarsson, og aðal-
bankastjóramir þrír, Sverrir Her-
mannsson, Halldór Guðbjarnason og
Björgvin Vilmundarson, boðuðu til
blaðamannafundar í Grindavík í
gær. Þeir voru meðal annars að boða
aukna sókn bankans á Reykjanesi.
í máh Sverris kom fram að á síð-
asta ári hefðu innlán á Suðurnesjum
verið 2,2 milljarðar króna en útlánin
á svæðinu voru 500 milijónum hærri.
Þessu hyggjast þeir breyta og bentu
á að innlán í Sparisjóði Keflavíkur
væru um 3.500 milljónir króna. Þegar
bankastjóramir vom spurðir hvort
svo mikill munur væri á út- og inn-
lánum víðar á landinu kom fram aö
á síðasta ári vom innlán á Vestfjörð-
um 1.700 mifljónir en útlánin vom
4.700 mifljónir króna. Sverrir sagði
samanburðinn hvergi verri en á
Vestfjörðum. Á Suðurlandi og Vest-
urlandi er meira lagt inn í Lands-
bankann en tekið út. Á Norðurlandi
og Austurlandi er þvi öfugt farið.
- En hver er staða Reykjavíkur?
„Þaðan kemur féð sem við höfum
til að lána,“ sagöi Sverrir Hermanns-
son.
Halldór Guðbjamason sagði að
Landsbankinn ætti mikla peninga
tryggða með veðum í húsum um allt
land og ekki síst í eignum sjávarút-
vegsfyrirtækja.
„Verði hrun í sjávarútveginum er
hætta á að veðin verði litils virði, en
á meðan fyrirtækin starfa og eru
rekin með hagnaði þá ér lítil hætta,“
sagði Halldór þegar hann var spurð-
ur hvort veð bankans væm ekki lit-
ils virði víða - einmitt vegna orða
hans um að viða væm lítið notaðar
fasteignir á sama tíma og verið er
að byggja sambærileg hús.
Ákveðið hefur verið að fækka
starfsfólki Landsbankans, úr 1.200 í
1.000. Þetta á að gerast á tveimur til
þremur árum. Á hverju ári hætta 5
til 7 prósent starfsmanna - það er án
afskipta stjórnar bankans. Nú á með-
al annars að leita leiða til að fækka
starfsfólki hraðar en áður. Það á að
gera meðal annars með því að reyna
samninga við þá sem em langt
komnir með sinn starfsaldur, það er
að fá þá til að hætta fyrr en efla.
-sme
Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson, sem hér eru aö koma i mark á ísólfsskálaleið, eru í fyrsta sæti eftir
daginn í gær. í 2. sæti eru Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson. Birgir Vagnsson og Halldór Gíslason eru í 3.
sæti eftir fyrsta dag Kumho-rallsins sem hófst í gær. Mikið var um óhöpp í rallinu á Suöurnesjum í gær. Sjö
keppendur féllu úr keppni. Þaö mátti að hlúta rekja til eftirfarandi ástæðna: Véiarhlif fauk af, túrbína gaf sig, tima-
reim slitnaði, öxull brotinn, framendi bognaði, spindilkúla brotnaði, óvænt beygja varð á vegi bíls sem lenti á
stórum steini... DV-mynd BG
Helena Dam, dóttir Atla Dam, harðorð um landstjómina:
Brynhfldur Óla&dóttir, DV, Færeyjum:
eysku þjóðinni verði baráttan fyrir írá eyjunum en alls búa um 47 þús-
sjálfstæði erfiðari. Ekki megi þó und rnarrns í Færeyjum. Aö sögn
„Það er skömm og niðurlæging gefast upp. Helenu hefur fólk misst allt áflt á
hvernig komið er fyrir Færeyjum. „Þaö verður að vinna sig út úr stjórnmálamönnum og treystir
Stjórnvöld hafa engan veginn stað- vandanura og það strax. Við verð- þeim ekkl lengur.
ið undir ábyrgöinni og veriö um að hætta að lifa á lánsfé og „Fólk er hrætt og vantrúa um
óraunsæ í aðgeröum sínum," segjr hætta aö flárfesta í nýjum göngum, þessar mundir. Það hefúr treyst
Heiena Dam, þingmaður Sjálfstýr- hafnarmannvirkjum, skólum og stjómmálamönnunum sem það
isflokksins og dóttir Atla Dam lög- yúkrahúsum. Fjárfestingaæðið kaus en situr nú bara uppi með
manns, en hann er formaöur Jafii- verðim að stöðva. Neyslan og eyðsl- skuldir og vexti. Sljómarandstaö-
aðarflokksins sem nú leiðir land- an hér hefur verið gífúrleg og nú an krefst þess að sjálfsögðu aö
stjóm Færeyja. er komiö að skuidadögunum,“ seg- stjómin fari frá og efnt verði til
Sjálfstýrisflokkurinn er rniðju- ir Heiena. nýrra kosninga. Viö munum ekki
flokkur í stjómarandstöðu. Hann - FólkíFæreyjumeralmenntmjög skorast undan því að taka við bú-
berstfyrirfúllusjálfstæöiFæreyja. svartsýnt á ástandið og aimennt inu. Hins vegar sé ég ekki fyrir mér
HelenasegirÍjóstaðnúþegarDan- vonleysi rikir. Síðustu árin hafa aö stjómin missi meirihluta sinn á
ir hafa tekið sjálfsforræði af fær- um tvö þúsund manns flust í burt þinginu í bráð." segfr Helena.
Kappræður Bush, Clintons og Perots í Sjónvarpinu
Á sunnudag klukkan 22.50 mun
Sjónvarpið verða meö beina útsend-
ingu frá kappræðum þriggja forseta-
frambjóðenda í Bandaríkjunum.
George Bush, Bill Clinton og Ross
Perot munu ræðast við í fyrsta skipti
um baráttumál sín í fyrirhuguðum
kosningum. Þeir munu einnig ræðast
við tvisvar sinnum í viðbót. Umsjón-
armaður þáttarins er Ólafúr Sigurðs-
son og að sögn hans var ráðist í þetta
vegna áhuga um þetta efni frá áhorf-
endum Sjónvarpsins. Þættinum lýk-
ur klukkan hálfeitt.
-em
Verðum að
minnka f iski-
skipaflotann
um helming
- segir forstjóri hafrannsóknastofnunar Færeyja
Brynhfldur Ólafedóttir, DV, Færeyjum:
„Eina leiðin til að vega upp á móti
þeim vanda sem við nú eigum í er
að minnka flskiskipafotann um 40 til
50%. Floti af þeirri stærð nægir til
að landa þeim afla sem raunhæft er
að ætla að við fáum. Flotinn þyrfti
þá ekki á stöðugum ríkisstyrkjum
að halda,“ segir Hjalti í Jákupstovu,
forstj óri hafrannsóknastofnunarinn-
ar í Færeyjum.
Fiskafli Færeyinga hefur minnkað
um tæplega helming á síðustu sjö
árum. Arið 1985 veiddust 140 þúsund
tonn en í ár er áætlað að innan við
80 þúsund tonn berist á land. Afla-
verðmæti hefur að sama skapi dreg-
ist saman um fimm milljarða ís-
lenskra króna á síðustu sex ámm.
Árið 1985 fengust um 13 mifljarðar
fyrir aflann en í fyrra einungis um
átta milljarðar og útflt er fyrir að í
, ár lækki sú tala töluvert.
„Áður fyrr fiskuðu Færeyingar á
fjarlægum miðum svo sem við ísland
og Grænland. Eftir að fiskveiðiland-
helgi var alment færð út í 200 mílur
á árunum fyrir 1980 urðu öll fiski-
skipin að veiða á heimaslóð og þá
varð afkastageta flotans allt of mikil
miðað við fiskistofnana. Stjórnvöld
hafa ekki sýnt nokkurn vilja til að
vernda fiskimiðin og hafa haidið
þessum stóra fiskiskipaflota gang-
andi með styrkjum," segir Hjalti.
Þorskafli Færeyinga hefur aldrei
verið minni en nú en Hjalti segist
trúa því að botninum sé náð. Við
vonum að nú fari að birta til. En svo
allt fari ekki í sama farið aftur verö-
ur að nást samstaða um að vemda
fiskinn. Við höfum séð að það dugar
ekki að stjóma veiðum meö tækni-
legum aðgerðum eins og takmörkun-
um á möskvastærð eða bannsvæð-
um,“ segir Hjalti.
20
oLH-------t----1----ri----1-----1-----1-----1----
1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992