Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Blaðsíða 23
KARLINN I TUNGLINU
laugardagur; 10: öktöéer mt
23
Hinn landskunni skemmtikraftur, Jörundur Guðmundsson, fer nú af stað aftur með
þáttinn, "í Hjarta Borgarinnar!". Að þessu sinni færist þátturinn nær hjarta
borgarbúa en áður þar sem hann verður í beinni útsendingu frá húsi okkar allra,
Ráðhúsi Reykjavíkur. Alla sunnudaga í vetur blæs Jörundur til leiks kl. 14:00 og
standa þættirnir yfir í tvær klst. í Hjarta Borgarinnar er skemmtiþáttur, byggður á
léttleikandi viðtölum, lifandi tónlist, gamanefni og spurningakeppni á-milli tveggja
stórfyrirtækja. Jörundi til halds og trausts verður sjálft Borgarbandið.
Grínararnir góðkunnu, Magnús Ólafsson og Pálmi Gestsson fara á kostum og
bregða sér í hin ýmsu gervi. "Eddi Fiskur" kemur á staðinn auk þess sem
þeir félagar fara með stórskemmtilegar gamanvísur.
Öll fjölskyldan er velkomin í Ráðhúsið til að fylgjast með beinni útsendingu
frá fjörugum spurningaleikjum, viðtölum við þekkta íslendinga, lifandi
tónlist, gestasöngvurum og óvæntum uppákomum. Ráðhúskaffi, kaffiterían í
Ráðhúsinu er opin almenningi á sunnudögum sem og aðra daga.
GRANDI HF
&
EIMSKIP
...etja kappi í þœttinum á morgun. Komið og hvetjið ykkar lið til sigurs!
Kristinn Svavarsson
- saxafónar
Carl Mpller
- píanó
Ámi Scheving
- bassi
Birgir Baldursson
- trommur
Einar Bragi Brgason
- saxafónar
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
býður okkur upp á þáttinn "í Hjarta Borgarinnar! " á morgun.
Almenningur er velkomin í
Ráðhúsið á meðan
á útsendingu stendur.