Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Side 22
22
LAUGARJOAGUR 10. QKTÖBER 1992.
Sérstæð sakamál
Marianne og Manfred Breithofer. Marianne í réttarsalnum.
Djöfull í mannsmynd
Marianne með Dieter Beckman og tveimur barnanna.
Líf Marianne Breithofer var svo
sannarlega ekki neinn dans á rós-
um. Þaö leið ekki svo dagur að hún
yrði ekki að þola, á einn hátt eða
annan, að maður hennar, Manfred
Breithofer, gerði Utið úr henni eða
skelfdi hana eða bömin þeirra, en
þau voru fjögur. Ástandið var væg-
ast sagt mjög slæmt og alhr ná-
grannar þeirra í austurríska bæn-
um Götzis, og reyndar fleiri bæj-
arbúar, gerðu sér grein fyrir því
að ástandið hlaut að vera nánast
óþolandi fyrir bæði eiginkonu
Manfreds og bömin. Hann var ekki
aðeins óþjáU maður, sagði fólk,
heldur beinlínis hættulegur.
Hann drakk án afláts og var aldr-
ei alveg allsgáður. Hann laug, stal
og lenti stöðugt í handalögmálum.
Allir peningar sem hann komst yfir
fóm ýmist til áfengiskaupa eða þá
að hann eyddi þeim við spfiaborðiö.
Og það var sem hugmyndaflug
hans ætti sér engin takmörk þegar
að því kom að pína og kvelja konu
og böm. Hann gerði Uf þeirra að
kvalræði og ýmsir sögðu um hann
að hann væri djöfuU í mannsmynd.
Með hlaupstutta
haglabyssu
Eitt af því sem kona Manfreds og
böm urðu að þola var að láta hann
reka sig út í krók. Þar hélt hann
þeim með því að beina að þeim
haglabyssu sem sagað hafð.i verið
framan af þannig að hún var hlaup-
stutt eins og þær sem stundum
sjást í kvikmyndum og glæpamenn
nota. Hann skaut svo yfir höfuð
þeirra en jós um leið yfir þau
skömmunum.
„Það kemur sá dagur að ég slátra
ykkur öUum,“ hrópaði hann stund-
um svo hátt að nágrannamir gátu
heyrt tíl hans.
Þá vom ástarævintýri Manfreds
ekki neitt launungamiál. Hann átti
vinkonu sem var þrettán árum
eldri en hann. Margir í Götzis vissu
að hann hélt við hana. Og hann
reyndi ekki að fela það fyrir konu
sinni. Það varð enn ein niðurlæg-
ingin fyrir Marianne. Það kom
meira aö segja fyrir að hann neyddi
hana tíl að aka sér tíl hjákonunnar
sem og til að sækja sig aftur að
ástarfundinum loknum.
Umhúsiðmeðexi
Eitt sinn kom það fyrir að Mar-
ianne mótmælti manni sínum. Þá
varð hann gripinn slíkri reiði aö
hann tók fram exi og réðst á hús-
gögnin. Marianne og bömin urðu
Eftir réttarhöldin (ékk Marianne
mikið af stuðningsbréfum.
svo hrædd að þau flúðu inn í bað-
herbergið og læstu að sér en þá
sparkaði hann í hurðina og braut
hana. Síðan kveikti hann í vindl-
ingi og drap svo í honum á hálsi
konunnar. Eftir það mótmæh Mar-
ianne aldrei manni sínum.
Hún þagði þegar æði kom yfir
hann. Jafnvel þegar hann sló hana
fyrir framan bömin eða tók hana
með valdi þagði hún. Og hún þagði
líka þegar hann drap í vindlingum
á henni. Og aldrei sagði hún heldur
neitt þegar hann drakk og eyddi
öhum peningum þeirra hjóna við
spilaborðið svo ekki var til fyrir
mat á heimilinu. Hún þagði aUtaf
en þar kom þó að hún þoldi ástand-
ið ekki lengur.
Skothvellur í
hjónaherberginu
Dag einn kom Manfred seint
heim. Hann var dauðadrukkinn
eins og svo oft áöur. Við slík tæki-
færi var sem hann nyti þess sér-
staklega að skelfa konuna og böm-
in. Og eitt af því sem hann gerði
þá var að opna fyrir hijómflutn-
ingstækin og leika lagið „Leiktu
dauðasönginn fyrir mig“, en það
var í miklu uppáhaldi hjá honum
og segir ef tU vUl meira en mörg
orð um ástand mannsins. Þá hækk-
aði hann í tækjunum eins og hægt
var og réðst síðan á konuna og grát-
andi bömin með skömmum.
Þetta kvöld þagði Marianne eins
og venjulega. En nú var hún ekki
lengur hrædd við mann sinn. Hún
var róleg en gætti þess að láta ekki
bera á einu óvenjulegu. Hún hafði
tekið ákvörðun. Manfred skyldi
deyja.
Eiginmaðurinn hafði hátt um
hríð og skammaðist eins og venja
hans var þegar hann var drukkinn
en svo varð hann þreyttur og lagð-
ist til svefns í hjónarúminu. Um
leið og Marianne heyrði að hann
var farinn að hijóta gekk hún inn
tíl hans, tók hlaðna haglabyssuna
sem hann var ætíð vanur að hafa
við hliðina á rúminu sínu, beindi
hlaupinu að hægra gagnauganu á
honum og hleypti af.
„Enginn hvorki
vildi né gat hjálpað"
Rannsóknarlögreglumenn komu
brátt á vettvang. Marianne var
handtekin og flutt tíl yfirheyrslu.
Hún játaði strax verknaðinn og
nokkm síðar var hún ákærð fyrir
morðið á manni sínum.
Þegar máhð kom fyrir rétt og
gerð hafði verið grein fyrir ástand-
inu á heimilinu spurði saksóknar-
inn hana meðal annars: „Hvers
vegna baðstu ekki ættingja og vini
um hjálp?“
Marianne leit rólega á hann og
svo fóra tárin að renna niður kinn-
ar hennar. Loksins svaraði hún:
„Til hvers átti ég eiginlega að leita?
Enginn hvorki vUdi né gat hjálpað.
Lögreglan var meira að segja
hrædd við hann. Og hvað hefði það
gagnað að ákæra hann? Jafnvel
þótt það hefði orðið tíl þess að hann
hefði fengið dóm hefði þaö htlu
breytt þegar tíl lengri tíma var Ut-
ið. Hann hefði afplánað fangelsis-
vistina en svo hefði hann verið lát-
inn laus. Og hvað hefði þá gerst?
Hann hefði snúið heim til þess að
drepa mig og bömin."
Kviðdómendur
taka afstöðu
MáUð þótti með þeim athygUs-
verðustu sem komið höfðu fyrir
rétt í Austurríki um langan tíma
og reyndar þótt víðar væri leitað.
Bæði saksóknari og verjandi gerðu
sér fiUla grein fyrir því að verkefni
kviðdómenda yrði erfitt og það
kom líka á daginn.
Þeir settust á rökstóla eftir að
lokaræður höfðu verið fluttar en
það tók þá langan tíma að komast
að niöurstöðu. Það þurfö líka að
taka tUUt til margs.
í fyrsta lagi var ljóst að Marianne
Breithofer hafði skotið mann sinn
til bana þar sem hann lá sofandi í
rúminu. Það var því enginn vafi á
því að hún bar ábyrgð á dauða
hans. En var um morð af ásettu
ráði aö ræða, morð framið í hug-
arvfli eða manndráp í hreinni
sjálfsvöm?
Rök mátti færa fyrir þvi að Mar-
ianne hefði taUð líf sitt og bamanna
í hættu þar eð maður hennar hafði
skotið yfir höfuð þeirra og haft í
hótunum um að ráða þau af dögum.
Þá bar framkoma hans og mis-
þyrmingar vott mn ofbeldishneigð
hans og stjómlaus reiðiköst.
Einnig var ljóst að hugarvU Mar-
ianne hlaut að vera mikið eftir aUt
það sem hún og bömin höfðu orðið
að þola. En réttlætti það að hún
skyti mann sinn til bana?
Og hvaö um sjálfsvamarkenn-
ingima? Ber ekki fólki að leita aUra
ráða til að komast undan kvalara
sínum áður en það tók til þess ráðs
að ráða honum bana?
Dómurinn
AUt var þetta tekið til gaumgæfi-
legrar umfjöfiunar af kviðdómend-
um. Og niðurstaða þeirra varð sú
að Marianne skyldi taka út refs-
ingu. Þegar rétturinn ákvað hana
varð öUum viðstöddum hins vegar
ljóst að mikið tilUt var tekið til þess
hvað Marianne hafði orðið aö þola.
Hún fékk eins árs fangelsisdóm.
Dómurinn ber með sér að um
sekt var að ræða en á móti kom að
um var að ræða verknað sem fram-
inn var í örvæntingu af konu sem
orðið hafði aö þola miklar mis-
þyrmingar og ógnir um langt skeið.
Þá var ljóst aö hún óttaðist ekki
aðeins um sitt eigið öryggi heldur
einnig harnanna fjögurra.
Þegar Marianne yfirgaf réttarsal-
inn grét hún aftur. En nú vom það
gleðitár sem hún feUdi. Það hafði
líka ýmislegt gerst sem gaf henni
og bömunum vonir um betri fram-
tíð.
Dómurinn vakti ekki síður at-
hygU en það sem á undan var geng-
ið. Hann sýndi að Ul framkoma
maka getur mUdað dóma þegar
manndrápsmál era annars vegar.
Hins vegar var vakin á því athygU
í umfjöUun um dóminn aðenginn
gæti treyst á fordæmisgUdi hans
því komi upp svona mál verður að
fjalla um þau hveiju sinni á grund-
velU aðstæðna.
Nýreiginmaður
og heimilisfaðir
Marianne hefur tekið upp annað
nafn. Hún heitir nú Marianne
Beckman. Maður sem hún hafði
þekkt, Dieter Beckman, hafði orðið
ástfanginn af henni og þegar hún
fór í fangelsið tók hann bömin fjög-
ur til sín og sá um þau á meðan
hún afþlánaði dóminn. Um hveija
helgi kom hann með þau í heim-
sókn tíl hennar.
Þegar hún fékk loks frelsið beið
hann hennar og nú hafa þau gift
sig og eignast heimih.
Dieter Beckman er málarameist-
ari. Hann er kyrrlátur og hægur
maöur, einmitt þess konar maður
sem Marianne hafði aUtaf dreymt
um að eignast.